Morgunblaðið - 14.09.2016, Side 20

Morgunblaðið - 14.09.2016, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 SMYRJA SÍMJÚK Á BRAUÐIÐ Oddný Harðar- dóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi formaður Samfylkingarinnar, fer ekki fögrum orð- um um kvótakerfið. Hún segir það til marks um spill- inguna sem fylgi kvótakerfinu að útgerðarmenn haldi úti dagblaði sem tal- ar þeirra máli. Ef enginn talaði máli útgerðarinnar væri það þá líklega til marks um hið gagnstæða! Getur ver- ið að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylking- arinnar, hafi rétt fyrir sér; Oddnýju sé ekki treystandi til forystu sökum dómgreindarbrests? Kvótinn og landsbyggðin Oddný segir réttilega að framsal kvóta sé heimilað af efnahagslegum ástæðum og hafi leitt til gríðarlegrar hagræðingar í greininni. Sú aðgerð hafi hins vegar haft neikvæð sam- félagsleg áhrif. Með sölu kvóta sé mögulegt að kippa í einni svipan stórum stoðum undan heilu byggð- arlögunum eins og nýlegt dæmi úr Þorlákshöfn sýni. Lausnin sé upp- boð á kvóta. Sem betur fer fyrir Oddnýju fer hún ekki út í að rök- styðja hvernig uppboð á kvóta hefði leyst vanda Þorlákshafnar. En ekki verður það tekið af Oddnýju að hún hefur hugarflug! Ríkið fær 10% hlut að sögn fyrr- verandi fjármálaráðherra Mér satt að segja brá þegar fjár- málaráðherrann fyrrverandi fór að fara með tölur máli sínu til stuðn- ings. Tölurnar líta satt best að segja ekki vel út eins og henni segist frá þeim. Orðrétt segir hún „þjóðin sjálf fær aðeins um 10% af arðinum en útgerðarmönnum er leyft að ráðstafa 90% hlut“. Nú er ég ekki með því sem hér verður rakið að gera því skóna að hún fari vísvitandi með rangt mál. Ekki er hægt að ætl- ast til að kennarinn geti greint afkomutölur án aðstoðar. Mér býður í grun að prófessorinn sem spáði Íslandi stöðu Kúbu norðursins og hélt stöðu sinni sem óháður álitsgjafi á RÚV, m.a. í sjávarútvegsmálum, hafi e.t.v. unnið greiningarvinnuna. Þegar Samfylkingin hrapar að ályktunum á hann gjarna hlut að máli. Réttar tölur Ég aflaði mér upplýsinga frá starfsbræðrum til að sannreyna þessar ógnvænlegu tölur. Hagstofan gaf út skýrslu sem nefnist „Hagur veiða og vinnslu 2014“. Ég hef dregið saman tölulegar upplýsingar úr skýrslunni. Þeir sem óska geta haft samband við mig og fengið afrit af skjalinu. Í stuttu máli er það svo að eftir að allur kostnaður annar en skattar til ríkisins hefur verið dreg- inn frá tekjum stóðu eftir um 55,5 milljarðar króna árið 2014. Þetta má nefna hagnað til ráðstöfunar til eig- enda og ríkisins. Af þeim renna rúm- ir 28 milljarðar til ríkisins í formi skatta og rúmir 23 milljarðar til eig- endanna. Sá reikningsglöggi maður sem gaf ráðherranum fyrrverandi upp töluna 10% hefur eitthvað skriplað á skötunni. Ef mér skjátlast ekki þeim mun verr er hlutur eig- enda aðeins 45%. Excel-skjöl eru vandmeðfarin; líklega hefur prófess- orinn eða hver sá sem skoðaði af- komutölurnar óvart margfaldað hlut eigendanna með tveimur. (Ég var t.d. næstum búinn að skrifa marg- falsað í stað margfaldað.) Þetta sam- svarar 13% ávöxtun eigin fjár í greininni sem þykir víst ekki mikið í öðrum áhætturekstri eða hvað? Uppboð á kvóta Nú á allra vanda að leysa með þessum 23 milljörðum eða stórum hluta þeirra. Það væri líklega til- raunarinnar virði að setja t.d. 5% kvótans á markað í stað þess að ríkið úthluti byggðakvótum (ef marka má álit Oddnýjar). Ef spákaupmennska með lánsfé væri bönnuð og bjóð- endum gert að staðgreiða kvótann með eigin fé kæmi hið sanna í ljós. Ríkið myndi að sjálfsögðu ekkert hagnast og stórfyrirtækin ein hefðu burði til að kaupa kvótann. Þetta sér hver maður, jafnvel þeir í nýja stjórnmálaflokknum sem hafa gert óheiðarlegan málflutning að að- alsmerki sínu. – Yrði kannski bara að banna stórfyrirtækjum sem geta borgað fyrir kvótann að bjóða? Til hvers yrði þá af stað farið ef þeir sem best tekst upp við útgerð yrðu útlokaðir? Uppboð fyrir aðrar atvinnugreinar Hvernig væri nú að útvíkka upp- boðsleiðina? Bjóða út 5% af raf- magni til stóriðju árlega? Bjóða út ferðaheimildir um Gullna hringinn? Þegar allt kemur til alls eru túrist- arnir bara að borga fyrir að sjá þjóð- areignirnar Gullfoss og Geysi. Bjóða út lendingarleyfin í Keflavík, eru þau ekki takmörkuð gæði? Sannið þið til; vinirnir í Pírötum, nýja flokknum sem hefur samtvinnaða löngutöng og vísifingur að flokksmerki og aðrir vinstrimenn geta áfram veginn í uppboðsvagninum ekið, allt greitt með gjaldmiðli hins nýja Stór- Þýskalands. Höfundur vinnur ekki fyrir neitt fyrirtæki í sjávarútvegi, á engan hlut í tengdum rekstri og hefur einungis sömu hagsmuni og aðrir Íslendingar af hagkvæmri útgerð. Höfundur er á hinn bóginn svo heppinn að hafa sloppið við öfundargenið alkunna sem núorðið fer svo mikið fyrir á Ís- landi. Um Oddnýju Harðardóttur og ávinning af útboði veiðiheimilda Eftir Einar S. Hálfdánarson » Í stuttu máli er það svo að eftir að allur kostnaður annar en skattar til ríkisins hefur verið dreginn frá tekjum stóðu eftir um 55,5 milljarðar króna ár- ið 2014 Einar S. Hálfdánarson Höfundur er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Fyrir nokkrum dög- um barst fimm síðna bréf til flokksmanna í NA-kjördæmi frá Höskuldi Þórhallssyni, 2. þingmanni Fram- sóknarflokksins þar. Innihaldi bréfsins má að mestu skipta í tvennt, annars vegar óhóflega sjálfsánægju með lítið og lýsingar á hans ágæti í störfum Alþingis og nokkrum nefndum, sem að ein- hverju leyti eru bara sjálfshól og helber ósannindi í bland. Hins vegar ræðst hann að for- manni Framsóknarflokksins, Sig- mundi Davíð, og hans ágætu eig- inkonu, Önnu Sigurlaugu, með skítkasti. Sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur hann upp í bréfinu t.d. að hann sé búinn að tryggja fé til endurbóta á Egils- staða-, Húsavíkur- og Norðfjarð- arflugvelli, sem er ekki rétt því innan skamms verður hafist handa við lagfæringar á Norðfjarðar- flugvelli eingöngu vegna þess að heimamenn fengu ríkið til fram- kvæmdanna með því að leggja tugi milljóna á móti. Ég veit ekki til að Höskuldur hafi komið þar nálægt og svo er e.t.v. um hina flugvellina líka. Þá þakkar hann sér að styttist í að slegið verði í gegn í göngunum undir Vaðlaheiði, sem eru algjör ósannindi og flughlaðið á Akureyr- arvelli er auðvitað hans stóra skömm að það skuli ekki vera fyrir löngu búið og gert og komið í notk- un. Ferðaþjónustan er verulega ugg- andi yfir því að erlend flugfélög fá- ist ekki til að lenda á Akureyri fyrr en flughlaðið er tilbúið til notk- unar. Verst er að allt efni til notkunar er tilbúið í örfárra km fjarlægð. Yf- ir hverju er eiginlega verið að hreykja sér? Þá er tilbúið frum- varp hjá Höskuldi, sem hann segir að allur þingflokkurinn hafi sam- þykkt og séu flutningsmenn að, en eins og venjulega ræðst hann á Sigmund Davíð og segir hann hafa verið fyrirstöðu fyrir því að frum- varpið yrði lagt fram í forsætisráð- herratíð hans, sem er ein lygin enn. Því skyldi frumvarpið ekki vera komið fram núna með nýjan for- sætisráðherra í brúnni? Sannleik- urinn er sá að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur staðið í veginum. Höskuldur grætir frú Önnu Sig- urlaugu Frú Anna Sig- urlaug, eiginkona Sig- mundar Davíðs, brast í grát við lestur bréfs- ins þar sem Hösk- uldur í óþverraskap sínum fer að tala um Panamaskjalamálið, sem afhjúpaði stór- fellda spillingu auð- manna og forrétt- indahópa, eins og Höskuldur segir í umræddu bréfi. Þó svo að í tilviki þeirra hjóna hafi bæði núverandi og fyrrverandi ríkiskattstjórar og núverandi skattrannsóknarstjóri lýst því yfir að þarna sé ekkert ólöglegt á ferðinni og fólk megi eiga peninga erlendis svo lengi sem borgaðir séu af þeim skattar og skyldur, sem í tilfelli þeirra hjóna er gert. Þau hafa borgað um 300 milljónir á skatta. Þessi áburður er bara hefnd, hatur í fari Höskuldar í garð þeirra hjóna auk alls annars í framkomu hans. Frú Anna Sig- urlaug taldi sig vera búna að fá nóg þó að Höskuldur færi ekki að blanda sér af einskærri illkvittni í málið, sem er upplogið frá rótum. Nokkrar umsagnir um Höskuld Höskuldur hefur eignað sér Framsóknarfélag Akureyrar og ná- grennis og hefur margt að segja um skipanir í stjórn og trúnaðar- stöður og nýverið var auglýst eftir þátttöku fólks á kjördæmaþinginu í Mývatnssveit 17. september nk. og var búið að fylla þátttakendalist- ana, bæði aðal- og varamenn, um 150 manns, nokkrum klukkustund- um eftir að auglýst var. Listann er svo ekki hægt að fá til yfirlestrar þegar þetta er skrifað. Allt voða lýðræðislegt. Þessar aðferðir Hösk- uldar í framboðspoti hans geta alls ekki verið honum til framdráttar en hann um það. Ef framsókn- armenn ætla á 100 ára afmæli flokksins að gefa honum í afmæl- isgjöf – þessum aldna höfðingja – stórfelldan klofning sem á rætur að rekja til manns sem allavega eins og er virðist ekki vera til stórræð- anna bið ég í lengstu lög framsókn- arfólk að hugsa verulega sinn gang. Að endingu vil ég nefna að þó að stóryrt fréttakona RÚV hafi flutt undarlegar fréttir af mið- stjórnarfundinum sl. laugardag, sem hún svo varð ekki vitni að nema að hluta, og segi að annars ágætur Sigurður Ingi hafi fengið áskoranir um að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokkn- um, þá var yfirgnæfandi stuðn- ingur fundargesta við núverandi formann, Sigmund Davíð. Þetta gleymdi hin unga fréttakona að minnast á, enda eftir öðrum frétta- flutningi hjá RÚV og ekki kannski hvað síst vegna þess að sú sama fréttakona var tíður gestur í ótrú- lega rætnum sjónvarpsþætti á Hringbraut hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni. Í umræddum þætti var í hávegum haft skítkast á Sig- mund Davíð að ósekju þar sem tvær fréttakonur, sem báðar eiga ættir að rekja til Akureyrar, voru leiddar í kjánaskap sínum í óþverraþætti Sigmundar Ernis. Höskuldur kastar stríðshanskanum Eftir Hjörleif Hallgríms » Bið framsóknarfólk í NA-kjördæmi að hugsa sig vel um hvaða afmælisgjöf það ætlar hinum aldna höfðingja, Framsóknarflokknum, á 100 ára afmælinu. Hjörleifur Hallgríms Höfundur er eldri borgari á Akureyri og kjósandi í NA-kjördæmi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Halldór og Magnús unnu lokamót Sumarbrids Lokamót sumarbrids var haldið þann 9. september. 35 pör mættu til leiks og voru spiluð 36 spil. Verðlaun voru veitt fyrir 6 efstu sætin en röð efstu para varð þessi: Halldór Þorvaldss. - Magnús Sverriss. 61,9 Stefán Stefánss. - Skúli Skúlason 59,3 Hermann Friðrikss. - Daníel Sigurðss. 56,3 Soffía Daníelsd. - Þóranna Pálsd. 56,0 Erla Sigurjónsd. - Ólöf Þorsteinsd. 55,7 Jórunn Kristinsd. - Kristín Andrewsd.54,9 Það fjölgar í Gullsmáranum Mánudaginn 12. september var spilað á 12 borðum í Gullsmára. Úrslit í N/S: Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 206 Pétur Antonsson - Guðlaugur Nielsen 201 Margrét Guðmundsd. - Ágúst Helgason 193 A/V Vigdís Sigurjónsd. - Björn Árnason 210 Sigurður Njálsson - Óskar Karlsson 200 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 179

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.