Morgunblaðið - 14.09.2016, Side 12

Morgunblaðið - 14.09.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 TWIN LIGHT gardínum Betri birtustjórnun með Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. 40 ára Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ég fæ alltaf klikkaðarhugmyndir. Þær komabara. Ég get ekkert annaðgert en framkvæmt þær,“ segir Svisslendingurinn Sara Hochuli sem opnar Kumiko tehús við höfnina í Grandagarði 8. október nk. Á boð- stólum verða litríkar kökur, grænt te frá Japan og kaffi. Sara er grafískur hönnuður og kökugerðarmeistari en hún er þekkt í heimalandi sínu, Bandaríkjunum og Þýskalandi fyrir litríkar kökur sem sækja innblástur m.a. í japanskar manga-teiknimynd- ir. Heiti staðarins Kumiko vísar til persónu sem Sara skapaði fyrir nokkrum árum en stór mynd af henni er það fyrsta sem blasir við gestum þegar gengið er inn á staðinn. Ku- miko er annað tehúsið sem Sara opn- ar en fyrir tæpum sex árum opnaði hún tehúsið Miyuko í Zürich í Sviss sem hefur vægast sagt slegið í gegn. Tehúsin eru eins konar systur, lík en samt ekki eins. Ætluðu fyrst að opna á Íslandi Sara kom í fyrsta skipti til lands- ins árið 2009 með kærasta sínum Dominik á tónlistarhátíðina Airwaves og féll fyrir landinu. „Þegar við fengum þessa hug- mynd að opna tehús vildum við gera það hér. Við sögðum að það yrði miklu svalara en í Zürich. Þegar við skoðuðum málið betur komumst við að því að við þyrftum að þekkja fleira fólk og einnig setti það strik í reikn- inginn að hér var ekki framleitt nógu gott súkkulaði sem við gátum notað,“ segir Sara, og Zürich varð því fyrir valinu fyrst um sinn. Þegar Sara komst í kynni við íslenska súkku- laðifyrirtækið Omnomm fyrir nokkr- um árum breyttist þetta og nú er hún í samstarfi við það. Sara leggur mikið upp úr því að hráefnið sem hún vinn- ur með sé gott. „Kökurnar verða að bragðast vel, að minnsta kosti jafn vel og þær líta úr fyrir að vera,“ segir hún. Kök- unar sem Sara skapar eru engar venjulegar kökur heldur eru þær listaverk. Áhugi á bakstri og kökugerð er ekki nýtilkominn hjá Söru en hún hefur bakað frá því hún man eftir sér. Fyrir nokkrum árum fór hún í nám í kökugerð í Þýskalandi. Hún segist hafa lært mikið þar og ekki síst hefur hún lært af reynslunni. „Ég er oft spurð, af því ég er grafískur hönnuður, af hverju ég hafi snúið mér að kökugerð. Ég vil frekar segja að ég bý til grafíska hönnun í kökugerðinni,“ segir hún og bendir á það sé hægt að skapa nánast allt úr ætum efnivið eins og t.d. sykri og súkkulaði. Í þessu samhengi nefnir hún einnig pappír sem er búinn til úr hrís- grjónum og hægt er að prenta á. „Þetta hefði ekki verið hægt fyrir tíu árum. Efniviðurinn er endalaus og þar með eru möguleikarnir til að Íslendingar opnir fyrir nýjungum Svissneska listakonan og kökugerðarmeistarinn Sara Hochuli heillaðist af Ís- landi á tónlistarhátíðinni Airwaves árið 2009. Nú er hún flutt til landsins og opn- ar brátt Kumiko tehús í Grandagarði þar sem litríkar kökur og frumlegur matseð- ill undir áhrifum japanskra manga-teiknimynda njóta sín. Hún á og rekur sambærilegt tehús í Zürich sem nefnist Miyuko. Ljósmynd/Ethan Oelman Listakona Sara Hochuli á milli systranna Kumiko og Miyuko. Nú þegar haustið hefur laumast upp að okkur með sínu mjúka myrkri er um að gera að huga að því hvað sé hægt að gera til að stytta sér stund- ir á köldum kvöldum. Ótal námskeið eru í boði á hinum ólíkustu sviðum en fyrir þá sem hafa gaman af því að dansa og langar að ná tökum á ein- hverju nýju er vert að minna á að síð- ar í þessum mánuði, 22. september, fer af stað í Kramhúsinu sex vikna byrjendanámskeið í argentínskum tangó. Þessi ástríðuþrungni og fagri dans á rætur sínar að rekja til Bue- nos Aires í Argentínu en hann er dansaður úti um víða vestræna ver- öld. Á námskeiðinu í Kramhúsinu verður kennt einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum, og nauðsyn- legt er að hafa dansfélaga með sér. Um kennsluna sjá þau Tryggvi Hjörv- ar og Þórunn Sævarsdóttir. Nánari upplýsingar og skráning á heima- síðu Kramhússins: kramhusid.is/events/tango/. Þeim sem vilja taka þátt í nám- skeiðinu en vantar dansfélaga er vert að benda á að hægt er að nýta sér Facebook-hóp sem nefnist Tango club Reykjavík – Partnersearch. Tangófélagið býður þátttakendum á námskeiði Kramhússins ókeypis aðgang að tangó-dansleikjum, eða „milongum“ félagsins, á meðan á námskeiðinu stendur. Tangófélagið stendur fyrir tveimur slíkum dans- leikjum í viku, á miðvikudögum kl. 21-23 á Kaffitári (Bankastræti 8) og í Kramhúsinu (Skólavörðustíg 12) á föstudagskvöldum kl. 21-24. Að- gangur er opinn öllum sem vilja æfa sig, kynna sér sporin, hlusta á tón- listina og eiga notalega kvöldstund með góðu fólki. Sérstök athygli er vakin á því að milli kl. 21 og 22 á föstudögum er æfingastund í Kramhúsinu, en þá er tilvalið að æfa nýju sporin sem kennd voru á námskeiðinu kvöldið áður hjá Tryggva og Þórunni. Endilega … AFP Tangó Þessi tvö, Simone Facchini og Gioia Abballe, sem koma frá Ítalíu, kepptu til úrslita í argentínskum tangó í Buenos Aires í Argentínu í sumar. … skellið ykkur í sjóðheitan arg- entínskan tangó Tölvufíkn hefur orðið til með bless- uðum tölvunum sem enginn virðist geta verið án í nútímasamfélagi, hvort sem það er í vinnu eða í einka- lífi. Farsímarnir eru ekkert annað en litlar lófatölvur og margir eru þreyttir á samvistum með þeim sem geta ekki sleppt því að vera sífellt að líta á símaskjáinn í lófanum. Tölvufíkn er alvarlegt mál eins og öll fíkn, og gott getur verið að þekkja einkennin. Á morgun, fimmtudag, kl. 18 er hægt að fræðast um tölvufíkn og afleið- ingar hennar í erindi sem haldið verð- ur í Borgartúni 22, 3. hæð (Flugfreyjusalnum). Geðheilsustöð Breiðholts og Hugarafl standa að fræðsluerindinu og fyrirlesari er Þor- steinn Kristján Jóhannsson fram- haldsskólakennari. Ókeypis og allir velkomnir. Vefsíðan www.hugarafl.is Ókeypis fræðsla um tölvufíkn Morgunblaðið/Ernir Tölvufíkn Fyrirbærið tölvufíkn er alvarlegt og getur náð heljartökum á fólki. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.