Morgunblaðið - 14.09.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdir eru hafnar við heilsu-
tengda baðaðstöðu á Húsavíkurhöfða,
svokölluð sjóböð. Ragnheiður Elín
Árnadóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, tók fyrstu skóflu-
stunguna í gær og naut við það að-
stoðar frumkvöðla heilsubaða þar í
svokölluðu Ostakeri.
Tekið í notkun vorið 2018
Fyrirtækið Sjóböð ehf. hefur feng-
ið tvær lóðir við vitann á Húsavík-
urhöfða. Önnur er ætluð fyrir sjóböð-
in og tilheyrandi búningsaðstöðu og
hin fyrir heilsuhótel. Guðbjartur Ell-
ert Jónsson, stjórnarformaður fyr-
irtækisins, segir að ákveðið hafi verið
að ráðast í sjóbaðaverkefnið í upphafi.
Markmiðið er að taka þau í notkun
vorið 2018. Hann segir að hugað verði
að hótelverkefninu í framtíðinni.
„Við gerum ráð fyrir því að geta
tekið við 98 þúsund gestum á ári í
þessum áfanga. Sjóböðin eru ágæt
viðbót við þá flóru afþreyingar fyrir
ferðafólk sem fyrir er á Húsavík.
Hingað koma margir í hvalaskoðun
en ferðamenn hafa stoppað frekar
stutt á staðnum. Hótelum hefur verið
að fjölga og þau stækkað og viðbúið
að fólk vilji dvelja lengur. Sjóböð-
unum er ætlað að styrkja þá þróun,“
segir Guðbjartur.
Fullfjármagnað verkefni
Áætlaður kostnaður við sjóböðin er
500-600 milljónir kr. Guðbjartur segir
að verkefnið sé fullfjármagnað, með
hlutafé og lánsfé. Eigendurnir leggja
til 40% stofnkostnaðar. Þeir stærstu
eru Norðursigling og fjárfesting-
arsjóðurinn Tækifæri með um fjórð-
ungs hlut hvort fyrirtæki og Baðfélag
Mývatnssveitar sem rekur Jarðböðin
með 16%.
Bygging sjóbaðanna hafin
Húsavíkurhöfði Fyrsta skóflustungan að sjóböðunum var tekin í gær.
Sjóböð ehf. reisa heilsutengda baðaðstöðu við vitann á Húsavíkurhöfða
500-600 milljóna króna framkvæmd Hugmyndir um heilsuhótel á næstu lóð
Ljósmynd/Heiðar Kristjánsson
Norðursigling hefur formlega
tekið í notkun sinn annan raf-
knúna hvalaskoðunarbát. Hann
heitir Andvari og er byggður
upp úr flaki eikarbáts sem víða
hefur siglt og undir ýmsum
nöfnun, síðast sem Salka.
Báturinn var gerður upp í vor
og sumar og hefur verið not-
aður við hvala- og nátt-
úruskoðun á Skjálfanda und-
anfarnar vikur. Hann gengur
eingöngu fyrir rafmagni. Bát-
urinn getur farið í þrjár þriggja
tíma siglingar á dag. Rafhlöður
við rafmótorinn eru hlaðnar á
nóttunni og fá einnig hrað-
hleðslu á milli ferða. Báturinn
verður útbúinn þannig að hann
geti nýst til skemmtisiglinga
allt árið.
Guðbjartur Ellert Jónsson,
framkvæmdastjóri Norðursigl-
ingar, segir ekki útilokað að
fleiri bátar fyrirtækisins verði
útbúnir rafmótor.
Nýr rafbátur
NORÐURSIGLING
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þóridóttir
annalilja@mbl.is
Talsvert vantar upp á að hægt sé að
mæta þörfum fullorðins fólks sem
greinist með ADHD. Þetta segir Sig-
urlín Hrund
Kjartansdóttir,
sálfræðingur og
teymisstjóri
ADHD-teymisins
á Landspít-
alanum. Þar bíða
nú á 636 manns á
aldrinum 18 ára
og eldri eftir
greiningu og með-
albiðtími er 23
mánuðir. Margir
hafa ekki tök á að sækja sér nauðsyn-
lega sálfræðimeðferð eftir greiningu
vegna mikils kostnaðar.
Teymið var sett á laggirnar árið
2013 og síðan þá hafa tæplega 1.300
tilvísanir borist þangað frá heilsu-
gæslu, geðlæknum eða öðrum lækn-
um. Þar starfa fjórir sálfræðingar og
þrír læknar og á þessum tíma hafa
um 700 einstaklingar lokið skimun
fyrir ADHD og rúmlega 470 farið í
áframhaldandi greiningu. Af þeim
hafa rúmlega 70%, eða um 350
manns, verið greind með ADHD.
„Kynjahlutföll eru nokkuð jöfn,“ seg-
ir Sigurlín. „Karlar eru 55% og konur
45%. Flestir eru á aldrinum 20-40 ára
og flestir búa á höfuðborgarsvæðinu.“
Lyf ekki lausnin fyrir alla
Sigurlín segir að í fyrra hafi 73%
þeirra sem fengu jákvæða greiningu
fengið lyfjameðferð í kjölfarið og er
hún niðurgreidd af Sjúkratrygg-
ingum. Teymið býður upp á átta
vikna hópmeðferð fyrir fullorðna með
ADHD þar sem unnið er út frá hug-
myndafræði hugrænnar atferlismeð-
ferðar í þeim tilgangi að draga úr
þeim hömlum sem ADHD getur sett
fólki í daglegu lífi og er hún greidd
niður af Sjúkratryggingum. „Vanda-
málið við þá meðferð er að hún er ein-
göngu í boði á dagvinnutíma, sem
hentar yfirleitt ekki fullorðnu fólki
sem flest er í vinnu. Þetta er eina sál-
fræðimeðferðin innan spítalans sem
þessum hópi býðst niðurgreidd og við
heyrum frá mörgum að þeir hafi ekki
tök á að sækja sér hana annars stað-
ar. Lyf eru nefnilega ekki heild-
arlausnin fyrir alla, því að margir
þurfa á því að halda að þjálfa með sér
nýja færni í sálfræðimeðferð. Svo
hentar það ekki öllum að vera í hóp-
meðferð.“
Mismunandi greiningar
Að sögn Sigurlínar verður þessi
langi biðtími til þess að margir leita
til sjálfstætt starfandi sérfræðinga
eftir greiningu. „Það getur skapað
vandamál, því að ekki eru allir að fara
eftir vinnulagi Embættis landlæknis
og það skapar óvissu um gæði grein-
inganna.“ Hún segir dæmi um að til
teymisins leiti fólk sem hafi greitt yfir
100 þúsund krónur fyrir ADHD-
greiningu á stofu úti í bæ og síðan
leitað meðferðar hjá geðlækni sem
ekki vilji taka greininguna gilda. „Þá
er viðkomandi sendur til okkar og þá
er málið aftur komið á byrjunarreit,“
segir hún.
Mikill uppsafnaður vandi
Teyminu berast 25-30 tilvísanir í
hverjum mánuði og segir Sigurlín að
nokkurn veginn takist að sinna þeim
fjölda á mánuði. „En í byrjun hrein-
lega hrúguðust inn tilvísanirnar,
þetta var mikill uppsafnaður vandi,
og við erum ennþá að vinna úr því.“
Spurð hvort allir þurfi að bíða jafn
lengi segir hún að í undantekning-
artilvikum sé flýtimeðferð samþykkt.
Það geti t.d. verið þegar viðkomandi
er 25 ára eða yngri og er strand í
námi eða starfi, ef fólk gegnir störf-
um þar sem almannahagsmunir geta
verið í húfi, eins og t.d. bílstjórar, sjó-
menn, lögreglumenn eða flugmenn,
eða þegar fólk er alvarlega veikt en
gengur illa að nýta sér lækn-
ismeðferð vegna ADHD-einkenna.
Ekki liggja fyrir tölur um hversu
margir fullorðnir Íslendingar hafi
greinst með ADHD en Sigurlín segir
að alþjóðlegar rannsóknir sýni að
tíðnin sé um 5%. Það þýði að 16.600
Íslendingar geti verið með hamlandi
ADHD-einkenni. Hún segir að oft
vakni grunsemdir hjá foreldrum
barna sem greinast með ADHD um
hvort það gæti verið að hrjá þá líka.
„Stundum er eins og það renni upp
ljós fyrir fólki þegar það áttar sig á
því að barnið er alveg eins og það var
sjálft á barnsaldri. Svo fer fólk að
leggja saman tvo og tvo – það hefur
jafnvel ekki getað lokið námi og á erf-
itt með að ljúka við verkefni. Við
verðum að muna að það voru svo fáir
greindir með ADHD fyrir 20-30 árum
sem hefðu svo sannarlega þurft að því
að halda,“ segir Sigurlín.
Hafa greint um 350
fullorðna með ADHD
Sigurlín Hrund
Kjartansdóttir
Getty Images/iStockphoto
ADHD Sigurlín Hrund Kjartansdóttir sálfræðingur segir að 16.600 fullorðnir Íslendingar gætu verið með ADHD.
Á sjöunda hundrað á biðlista eftir greiningu Meðalbiðtími er 23 mánuðir
ADHD er alþjóðleg skamm-
stöfun á ensku orðunum Atten-
tion deficit hyperactivity dis-
order, sem á íslensku er þýtt
sem athyglisbrestur og ofvirkni.
Á vefsíðu ADHD-samtakanna
segir að orsakir séu í flestum
tilfellum líffræðilegar en rann-
sóknir bendi til að orsökin sé
truflun í boðefnakerfi heila á
stöðum sem gegna mikilvægu
hlutverki í stjórn hegðunar. Tal-
ið er að erfðir útskýri 75-95%
ADHD-einkenna, ADHD getur
einnig komið fram í tengslum
við sjúkdóma eða slys, t.d. höf-
uðáverka eða áföll á meðgöngu,
og fylgir oft öðrum þroskatrufl-
unum, segir á vefsíðunni. Þar
segir einnig að mikilvægt sé að
hafa í huga að einkennin geti
verið mismunandi.
Mismunandi
einkenni
HVAÐ ER ADHD?
Að sögn Sigurlínar er nokkuð
um að til teymisins leiti ungt
fólk á aldrinum 20-25 ára sem
hafi verið greint með ADHD
sem börn. „Þau detta út úr
eftirliti 18 ára, þegar þau eru
ekki lengur börn, og þá er allur
gangur á því hver eftirfylgnin
er því þau hafa missterkt bak-
land. Sum hafa jafnvel afneitað
því að vera með ADHD, en
þegar þau hafa helst úr lest-
inni og jafnaldrar þeirra eru
komnir í vinnu eða nám, þá
geta þau ekki gert það lengur.
Þá koma þau til okkar og fá
endurmat á einkennunum,“
segir Sigurlín. Hún segir að
leita þurfi leiða til að hindra
að þetta gerist og tryggja
áframhaldandi þjónustu við
þessi ungmenni þegar þau
detta út úr barnalæknakerfinu.
Þau detta út
úr kerfinu
UNGT FÓLK