Morgunblaðið - 14.09.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
Bfldshofoa 16, 110 Reykjavfk • 414 84 00 • www.martex.is MARTEX
Vinnufataverslun
Fákafeni 11
Fatnaður fyrir fagfólk
Vertu upplýstur!
blattafram.is
MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI
ÞOLENDUR OG GERENDUR
KYNFERÐISOFBELDIS
PERSÓNULEGA.
ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA
ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI?
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Humlur hérlendis eru pottþétt
fimm, kannski sex,“ segir Erling
Ólafsson, skordýrafræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun. Fyrst er að
nefna móhumlu, sem gæti hafa átt
hér heima frá landnámstíma, síðan
kom garðhumla inn í myndina, næst
húshumla, þá rauðhumla og loks ryð-
humla.
Þá sjöttu gæti verið að finna austur
á landi og hefur Erling hug á að
skoða það nánar á næsta ári. Hún
hefur ekki fengið íslenskt heiti en
fannst á Austurlandi fyrir nokkrum
árum og fregnir bárust af henni í 2-3
ár. Á sama tíma kom hún til Færeyja
en hvarf þaðan.
Prýdd einkennislitum Víkings
Á Facebook-síðu sinni, Heimur
smádýranna, fjallar Erling um ryð-
humlu, eina af nýju humlunum sem
sest hafa að hérlendis á seinni árum.
„Frænka hennar,
rauðhumlan, nam
landið á svipuðum
tíma af miklum
krafti, og hefur nú
tögl og hagldir í
humlusamfélagi
höfuðborgarsvæð-
isins. Ryðhumlan
hefur hins vegar
til þessa verið
bundin við Hveragerði og Eyjafjörð.
Nú er hún loksins mætt til Reykja-
víkur. Undanfarna daga hafa þernur
verið á stjái í garði innst í Fossvogi.
Þar hefur hún valið borgarhverfi við
sitt hæfi, prýdd einkennislitum Vík-
ings!
Ryðhumla er tvílit; ryðrauð á fram-
bol og afturenda og svört á milli, ekki
hvít að aftan eins og rauðhumlan sem
annars er svipuð. Einnig er munur á
því hvar þær staðsetja búin sín. Ryð-
humla velur þeim stað á yfirborðinu,
inni undir mosa eða sprekum sem
liggja á jörðu. Rauðhumlan er hins
vegar alltaf inni í húsveggjum og þök-
um, aldrei á eða í jörðu.“
Það var ekki um að villast
Erling segir að hann viti ekki ann-
að en að humlum hafi vegnað vel í
sumar og fyrrnefndar fimm tegundir
virðist fastar í sessi. Sumarið hafi
verið gott fyrir skordýrin „eins og
flest annað sem lífsandann dregur“.
Þannig hafi geitungar spjarað sig vel
og hann hafi verið of fljótur á sér að
afskrifa tvær tegundir geitunga með
ótímabærum dánarvottorðum.
„Trjágeitungurinn er um allt land
og holugeitungur virðist líka vera
fastur í sessi en hann sveiflast mikið á
milli ára. Húsageitungur, sem ég
dæmdi dauðan hérlendis, poppaði
upp aftur og ég fékk tvö tilfelli í hitti-
fyrra. Svo var ég alveg viss um að
roðageitungur væri horfinn, þar sem
hann hafði ekkert sést í allnokkur ár.
Þá gaf sig fram athugull ungur mað-
ur í Ártúnsholtinu sem tók eftir hon-
um í garðinum sínum og sendi mér
mynd. Ég heimsótti hann og fékk
nokkur eintök sem hann veiddi og
það var ekki um að villast.“
Tvívængja frænkur
Þessa haustdaga hafa margir tekið
eftir trippaflugu á húsveggjum og
gjarnan nálægt útiljósum. Hún á sér
þrjár frænkur hér á landi í hópi sex-
fættra tvívængja. Ein finnst í mýri
eða votlendi og sést ekki í borginni,
hún er kölluð kaplafluga, en hinar
sitja gjarnan á húsveggjum.
„Fyrst á ferðinni og algengust er
hrossaflugan og eru hún og trippa-
flugan svipaðar nema hvað sú síðar-
nefnda er heldur minni. Þær skipta á
milli sín sumrinu, þannig að hrossa-
flugan kemur yfirleitt fram í maí og
er á flugi fram á mitt sumar. Þá hitt-
ast þær frænkur í smátíma en trippa-
flugan heldur áfram og er enn á ferli.
Folaflugan er þeirra stærst og var
fyrst staðfest hér á landi í Hveragerði
sumarið 2001. Hún sést í júlí og fram í
byrjun september,“ segir Erling.
Fimm humlutegundir – kannski sex
Rauðhumla hefur tögl og hagldir í humlusamfélagi höfuðborgarinnar Ryðhumla mætt til Reykjavíkur
Móhumla Garðhumla Húshumla
Ljósmyndir/Erling Ólafsson
RyðhumlaRauðhumla
Erling Ólafsson
Erling segir að talsverður
áhugi sé á því að fræðast um
pöddurnar og það sjái hann
meðal annars á innliti á face-
bókar-síðu sína, Heimur smá-
dýranna, og eins hversu al-
gengt sé að fólk snúi sér með
erindi til Náttúrufræðistofn-
unar. „Það verða iðulega vand-
ræði ef ég bregð mér af bæ í
einhverja daga. Þegar ég kem
aftur tekur það mig nokkra
daga að svara tölvupóstum og
vinna úr krukkum, sem fólk
hefur komið með,“ segir Er-
ling.
Þarf að vinna
úr krukkum
ÁHUGI Á PÖDDUM
Skráð atvinnuleysi í ágústmánuði
var 2,0%, en að meðaltali voru
3.553 atvinnulausir í ágúst og
fækkaði atvinnulausum um 117 að
meðaltali frá júlí, en þessi tveggja
prósenta hlutfallstala atvinnuleys-
is breyttist ekki milli mánaða skv.
yfirliti Vinnumálastofnunar yfir
stöðuna á vinnumarkaði.
Í umfjöllun um horfur á vinnu-
markaði segir að atvinnuástandið
sé að jafnaði best í september. „Í
fyrra (2015) minnkaði atvinnuleysi
úr 2,6% í ágúst í 2,4% í september.
Gera má ráð fyrir að skráð at-
vinnuleysi í september muni
þróast á líkan hátt og í fyrra og
verða á bilinu 1,8% til 2,1%,“ segir
í greinargerð Vinnumálastofn-
unar.
2% atvinnuleysi þriðja mánuðinn í röð
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði mjög umfangsmikla kanna-
bisræktun í iðnaðarhúsnæði í Kópa-
vogi síðastliðinn föstudag og lagði
hald á verulegt magn af fíkniefnum.
Um var að ræða á sjötta hundrað
kannabisplantna á lokastigi ræktun-
ar, samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar í gær.
Á vettvangi fannst enn fremur
mikið magn af tilbúnu maríjúana og
niðurklipptum laufum. Lögreglan
lagði einnig hald á verulega fjármuni
í þágu rannsóknarinnar, en grunur
leikur á að þeir séu tilkomnir vegna
fíkniefnasölu.
Sex manns voru handteknir í að-
gerðum lögreglunnar og voru þrír
þeirra síðan úr-
skurðaðir í
gæsluvarðhald á
grundvelli rann-
sóknarhagsmuna
á laugardag, eða
til föstudagsins
16. september.
Þetta eru þrír
karlar, tveir á fer-
tugsaldri og einn á sextugsaldri, en
þeir hafa ekki áður komið við sögu
hjá lögreglu. Kannabisræktunin var
mjög fullkomin og var búnaðurinn
eftir því, en það tók hóp lögreglu-
manna marga klukkutíma að taka
ræktunina niður, að sögn lögregl-
unnar.
Tók á sjötta hundrað
kannabisplantna
Sex handteknir í aðgerðum lögreglu