Morgunblaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Ófeigur Ísland og Sviss „Það hentar mér mjög vel að búa í Sviss og á Íslandi til skiptis. Aðallega af því mér finnst alltof heitt á sumrin í Sviss og það er mun þægilegri hiti á Íslandi yfir sumartímann,“ segir Sara Hochuli. skapa endalausir. Ef maður er skap- andi þá skiptir ekki máli hver efnivið- urinn er. Auðvitað lærir maður tæknina og aðferðina með sérhvert efni en svo lengi sem maður hefur hugmyndir og ímyndunarafl þá er þetta spurning um æfingu,“ segir hún. Fjölskyldan hjálpar til Frá því um miðjan júnímánuð hafa Sara og kærastinn hennar, Dominik, ásamt fjölskyldu og vinum unnið hörðum höndum að því að inn- rétta staðinn á Grandagarði. „Við höf- um gert mikið sjálf því við höfum ekki alltaf haft efni á því að vera með iðn- aðarmenn. Við erum líka mjög heppin og höfum fengið mikla aðstoð frá fjöl- skyldunni. Dagarnir hafa verið langir og oft erfiðir en þetta hefur verið al- gjört ævintýri,“ segir hún og tekur fram að faðir hennar sé trésmiður og hafi reynst þeim betri en enginn. Húsgögnin í tehúsinu eru að stórum hluta frá Póllandi en Dominik er það- an og hefur fjölskylda hans aðstoðað þau við að flytja þau til landsins. „Mér finnst líka gaman að gera þetta líka sjálf því maður lærir svo mikið á því,“ segir Sara sem er greini- lega margt til lista lagt. Tehúsin systur Tehúsin tvö í Reykjavík og í Zü- rich eru ólík þrátt fyrir að þemað og matseðillinn sé svipað. „Við ætl- um að vera með kökur sem eru frábrugðnar því sem við höfum verið með. Þær verða líka litríkar en við ætlum líka að skapa eitthvað nýtt. Ég ákvað strax að hafa tehúsin ekki eins. Það er svo leiðinlegt og hérna passar Miyuko ekki því þetta er allt annað umhverfi. Ég lít á tehúsin frekar eins og systur. Mér fannst Kumiko passa beint hér inn því gæludýrið hennar er kolkrabbi sem er fullkomið fyrir þennan stað,“ segir hún. Japanskar manga-teikningar höfðuðu fljótlega til Söru þegar hún hóf nám í listaháskólanum en það voru einkum bjartir litir og grafík með svörtum útlínum sem heillaði. Sjálf skartar Sara hári í öllum regn- bogans litum eins og persóna úr manga-teiknimynd. Kökudiskurinn tómur Sara segist búa vel að þeirri reynslu sem fylgir því að setja á lagg- irnar tehús í Zürich og reka það. Mót- tökurnar við tehúsinu fóru fram úr þeirra björtustu vonum. Fjölmiðlar veittu þeim mikla athygli jafnt, prent- og ljósavakamiðlar þegar tehúsið opnaði. Fljótlega eftir opnun var strax mikið að gera. „Við bjuggumst aldrei við því að það yrði svona mikið að gera. Vissu- lega var þetta ánægjulegt en þetta var líka svakalega mikil vinna. Kö- kudiskurinn var alltaf tómur í lok dags. Við verðum betur undirbúin hérna,“ segir hún og brosir. Hún tek- ur fram að það sem vanti upp á núna sé helst kökugerðarmeistari til starfa á tehúsinu. Sara er vongóð um góðar mót- tökur Íslendinga og líka erlendra ferðamanna sem eru áberandi á hafn- arsvæðinu. „Ef ég ætti að bera saman Þjóðverja eða Svisslendinga við Ís- lendinga held ég að Íslendingar séu mjög opnir fyrir nýjungum og mér virðist þeir alltaf tilbúnir fyrir nýtt ævintýri.“ Of heitt á sumrin í Sviss Sara og Dominik hafa komið sér vel fyrir á Íslandi og líkar vel. Þau búa þó áfram í báðum löndum. „Það hentar mér mjög vel að búa í Sviss og á Ís- landi til skiptis. Aðallega af því mér finnst alltof heitt á sumrin í Sviss og það er mun þægilegri hiti á Íslandi yfir sumartímann,“ segir hún og hlær sínum smitandi hlátri. Hún bætir við að það henti sér vel að ferðast á milli staða því það veiti henni innblástur. Kökur Ævintýralega litrík lista- verk. Hér er hægt að sjá heimasíðu Söru http://kumiko.is/ Ef maður er skapandi þá skiptir ekki máli hver efniviðurinn er [...] svo lengi sem maður hefur hugmyndir og ímynd- unarafl þá er þetta spurning um æfingu DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 Átta manna hljómsveit ætlar að flytja „stríðsáraswing“ í hádeginu á morg- un, fimmtudag, í Fríkirkjunni í Reykjavík. Flytjendur eru Lilja Egg- ertsdóttir, söngur, Gunnar Gunnars- son, píanó, Scott McLemore, tromm- ur, Ásgeir Ásgeirsson, gítar, Þor- grímur Jónsson, kontrabassi, Örn Arnarson, söngur, Örn Ýmir Arason, söngur, og Þorkell H. Sigfússon, söngur. Lögin sem sungin verða eru mörg kunnugleg, Someone to Watch Over Me, What a Difference a Day Makes, Moonlight Serenade, Ne- vertheless I Wish you Love, Beautiful Dreamer, I’ll Be Seeing You og Old Cape Cod. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og að- gangseyrir er 1.500 kr. Ekki er tekið við greiðslukortum. Fríkirkjan í Reykjavík Söngkona Lilja Eggertsdóttir. Stríðsára- sveifla í hádegi Morgunblaðið/Sigurgeir S. Trommuleikari Scott McLemore. Seint ætlum við mannskepnurnar að læra að koma fram við hinar skepnurnar af virðingu en þó mjakast barátta dýraverndunar hægt áfram. Bannað hefur verið á Spáni að halda hátíð sem kallaðist „Toro de la Vega“, þar sem nauti var sleppt lausu og á hlaupunum fóru menn á hest- um að því og stungu það og særðu með spjót- um. Á dögunum var blásið til annarrar hátíðar í staðinn, „Toro de la Pena“ þar sem allt er með sama hætti nema að í stað spjóta eru prik, og nautið því ekki sært eða drepið. Fóru þessi hlaup fram í Tordesillas en sumir mótmæltu og drógu í efa að þetta væri góð meðferð á dýrum. Einn mótmælandinn hafði látið klippa og lita hár sitt með mynd af nauti og áletrun: Virðing. Spánverjar hlaupa hratt undan hyrndu nauti Umdeild hátíð í Tordesillas AFP Hlaupið Sumum finnst spennandi að verða hræddir og hlaupa undan nauti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.