Morgunblaðið - 14.09.2016, Page 16

Morgunblaðið - 14.09.2016, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 14. september 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 114.56 115.1 114.83 Sterlingspund 151.86 152.6 152.23 Kanadadalur 87.28 87.8 87.54 Dönsk króna 17.255 17.355 17.305 Norsk króna 13.845 13.927 13.886 Sænsk króna 13.414 13.492 13.453 Svissn. franki 117.39 118.05 117.72 Japanskt jen 1.1221 1.1287 1.1254 SDR 160.31 161.27 160.79 Evra 128.44 129.16 128.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 160.1997 Hrávöruverð Gull 1327.5 ($/únsa) Ál 1567.5 ($/tonn) LME Hráolía 47.81 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Þrettán sóttu um starf fram- kvæmdastjóra fjármálastöðug- leikasviðs Seðla- banka Íslands sem auglýst var til umsóknar í liðnum mánuði. Einn umsækjandi, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hefur þó dregið umsókn sína til baka þar sem hann mun hefja störf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum bráðlega. Aðrir umsækjendur eru Arnar Bjarnason, Árni Árnason, Eggert Þröstur Þórarinsson, Harpa Jóns- dóttir, Helga Kristjánsdóttir, Lúðvík Elíasson, Melrós Eysteinsdóttir, Ólaf- ur Ísleifsson, Sigurður Erlingsson, Sigurlaug Ýr Gísladóttir, Styrkár Hendriksson og Þorsteinn Þorgeirs- son. Ekki liggur fyrir hvenær ráðið verður í stöðuna. Tólf vilja stýra fjár- málastöðugleikasviði SÍ Framkvæmda- stjórastaða er laus. STUTT BAKSVIÐ Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Samkeppnisstaða íslenskra fjár- málafyrirtækja er verulega skert með séríslenskri reglusetningu, seg- ir Yngvi Örn Kristinsson hagfræð- ingur hjá Samtökum fjármálafyrir- tækja. Samtökin standa fyrir ráðstefnu í dag um efni skýrslu sem unnin hefur verið um breytingar á regluverki fjármálamarkaða á Ís- landi, í Evrópu og Bandaríkjunum, en þar segir að nauðsynlegt sé að menn geri upp við sig hversu langt séríslensk reglusetning eigi að ganga. „Ísland fór í raun og veru þá leið sem ekki náðist sátt um að fara í Evrópu, þ.e. innan Evrópusam- bandsins, og eftir situr hér meðal annars sérstakur svokallaður banka- skattur, sem er einhver staðar í kringum 15 milljarða á hverju ári,“ segir Yngvi og bendir á að ljóst sé að ekki sé hægt að réttlæta alla þessa skattheimtu í núverandi reglu- og skattaumhverfi með vísan til þjóð- hagsvarúðar eða ábyrgðar ríkisins á viðskiptabönkunum strax eftir hrun. „Ríkið er þegar búið að fá um 400 milljarða í stöðugleikaframlög vegna aðkomu sinnar að fjármálakerfinu eftir hrun og heldur á verðmætum hlut í tveimur af stóru viðskipta- bönkunum þremur.“ Erfitt í alþjóðlegri samkeppni Af þeim séríslensku sköttum sem bankakerfið greiðir munar mest um hinn sérstaka skatt á fjármálafyrir- tæki er nemur 0,376% af skuldum fyrirtækja umfram 50 milljarða. „Þessi skattur gerir fjármögnun bankana 0,376% dýrari en fjármögn- un samkeppnisaðilanna og er því verulega íþyngjandi í vaxtaumhverfi þar sem vaxtamunurinn í heild er 2,7%. Í lánveitingum til stærri aðila erum við kannski að tala um álagn- ingu í kringum 1,0 til 1,5%. Fjár- magnskostnaður banka verður því hærri en hjá samkeppnisaðilum, en þess ber að geta að þessi skattur stendur fyrir 9 til 10 milljörðum af þeim 15 milljörðum sem greiddir eru í sérstakan bankaskatt á ári,“ segir Yngvi og bendir á að rúmlega 30% af öllum lánum íslenskra fyrirtækja séu hjá erlendum bönkum. „Öll stóru lánin til orkufyrirtækj- anna, sjávarútvegsfyrirtækja og stórra aðila í útflutningi eins og lyfjafyrirtækja koma frá erlendum bönkum, sem ekki þurfa að greiða þennan sérstaka skatt. Hér er verið að skekkja samkeppnisstöðu ís- lenskra banka verulega.“ Yngvi telur að í ljósi þess að ríkis- sjóður hefur endurheimt mikinn hluta útlagðs kostnaðar vegna bankahrunsins sé kominn tími til að endurskoða hina sérstöku banka- skatta. „Auk hinna sérstöku bankaskatta á borð við 6% viðbótartekjuskatt á fjármálafyrirtæki, sem leggst á hagnað umfram 1 milljarð króna, er iðgjald Tryggingarsjóðs innstæðu- eigenda (TIE) og fjárfesta mun hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, auk þess sem gjöld vegna fjármálaeftir- lits eru hlutfallslega mun hærri hér á landi og við bætist gjaldtaka vegna reksturs embættis umboðsmanns skuldara.“ Séríslenskt regluverk skekkir samkeppni banka Bankaskattar » Mest munar um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki er nemur 0,376% af skuldum fyr- irtækja umfram 50 milljarða. » Sérstakir bankaskattar skila ríkissjóði um 15 milljörðum á hverju ári. »I ðgjald Tryggingarsjóðs inn- stæðueigenda og fjárfesta er mun hærra hér á landi en í öðr- um löndum Evrópska efnahags- svæðisins  Erlendir bankar sem lána til Íslands borga ekki sömu skatta og þeir íslensku Opinber gjöld fjármálafyrirtækja 2007 til 2015 Allar upphæðir eru í milljónum króna. Tölur eru byggðar á beinum upplýsingum frá aðildarfyrirtækjum. Tölur fyrir 2015 eru að áætlaðar fyrir nokkur minni fyrirtæki. Iðgjald til TIF 2014 er byggt á áætlun sjóðsins. 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Heimild: SFF 2007 21.635 25.059 16.111 28.277 25.080 22.766 22.766 37.998 38.414 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Tekjuafgangur hins opinbera þ.e. ríkissjóðs, almannatrygginga og sveitarfélaga, var 371,5 milljarðar fyrstu sex mánuði ársins eða 43,1% af tekjum tímabilsins, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Tekjuafkoman á öðrum ársfjórðungi var jákvæð um 6,6 milljarða króna en á sama tíma 2015 var hún nei- kvæð um 11,6 milljarða króna. Af- gangurinn nam 1,1% af landsfram- leiðslu ársfjórðungsins. Heildartekjur hins opinbera eru áætlaðar 250,1 milljarður króna á öðrum ársfjórðungi, sem er 14,9% aukning frá sama fjórðungi í fyrra. Aukningin skýrist einkum af hærri skatttekjum og arðgreiðslum. Áætlanir benda til þess að heildar- útgjöld hins opinbera hafi verið 243,5 milljarðar króna á öðrum ársfjórð- ungi og aukist um 6,2% á milli ára, sem skýrist aðallega af auknum launakostnaði. Þegar fyrri árshelmingur 2016 er borinn saman við fyrri helming árs- ins í fyrra, þá hafa tekjur ríkissjóðs aukist um 408,8 milljarða króna. Tekjur ríkisins af stöðugleikafram- lagi upp á 384,3 milljarða króna eru þar meðtaldar en framlagið var tekjufært á fyrsta ársfjórðungi 2016. Tekjuhalli 18,5 milljarðar 2015 Hagstofan birti einnig í gær end- urskoðaðar tölur um tekjuafkomu á síðasta ári. Samkvæmt þeim var tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 18,5 milljarða króna árið 2015 eða sem nemur 0,8% af landsfram- leiðslu. Morgunblaðið/Þórður Afgangur Viðsnúningur hefur orðið í tekjuafkomu hins opinbera millli ára. Tekjuafgangur hjá hinu opinbera  384,3 milljarða tekjur vegna stöð- ugleikaframlags PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 19. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 23. sept Húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem prýða má heimilin með. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.