Morgunblaðið - 14.09.2016, Page 21

Morgunblaðið - 14.09.2016, Page 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is RENAULT MASTER L2H2 Erummeð nokkrameistara, allir árg. 2013, eknir 44-54þkm. diesel, 6 gíra. Fjarstýrðar samlæsingar, bakk- skynjarar, armpúði, hliðarklæðning ofl. L=555cm, B=207cm, H250. Verð frá 2.999.000+ vskMeistarataktar Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Atvinnublað alla laugardaga mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Í umræðunni í dag er óánægjan með af- komu okkar áberandi og því sú skoðun al- menn að við höfum það bágt. Því þurfi að breyta um áherzlur og stilla kúrsinn þéttar að vindinum og uppskera þá blóm í haga og aukna velferð, sérlega þeim til haga sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti í okkar landi. Þar sem óánægjan kraumar linnulaust í samfélagi okkar í dag er ekki úr vegi að skoða efnahags- lega vegferð okkar frá árinu 1980 til 2015, eða síðastliðinn 35 ár. Þá kemur í ljós að verg landsfram- leiðsla mæld á föstu verðlagi hefur au- kizt um 160% eða 2,76% á ári. Yfir sama tímabil hefur fjöldi þeirra sem byggja þetta land farið úr 226.948 í byrjun árs 1980 í 332. 529 í lok árs 2015. Fólksfjölgunin er því 46,5% eða 1,07% á ári. Verg landsframleiðsla á föstu verð- lagi á mann var 2.164.550 árið 1980 og 3.896.603 ár- ið 2015, heildarvöxtur 80% og árleg aukning á hvert mannsbarn 1,68%. Séu hreinar ráðstöf- unartekjur á mann skoð- aðar kemur í ljós að þær voru 1.816.751 árið 1980 en 3.193.621 árið 2015. Heildarvöxtur því 75,78% og árlegur vöxtur 1,65%. Hver einstaklingur hafði því að meðaltali 1.376.870 krónum meira úr að moða á föstu verðlagi árið 2015 samanborið við árið 1980 og í þessu sambandi er vert að hafa í huga að á sama tíma fjölgaði Íslendingum um 105.581 ein- stakling. Tiltækar tekjudreifing- arupplýsingar, þ.e. Gini-stuðull, tekjutíundir og lágtekjuhlutfall, gefa til kynna að tekjudreifingin hafi hald- ist að mestu óbreytt frá upphafi slíkr- ar mælingar árið 2004, og af því má álykta að þeir lægra launuðu hafi um 75,78% hærri ráðstöfunartekjur á mann í lok tímabilsins heldur en í upp- hafi. Hafa má jafnframt í huga að þeir sem voru í lægsta tekjubilinu í upphafi eru það ekki endilega í lok tímabilsins, þ.e. fólk hreyfist milli tekjuþrepa upp og niður eftir atvikum. Þeir sem í eina tíð voru í lægsta þrepi gætu verið í hæsta þrepi síðar og svo öfugt. Mismunurinn á vexti vergrar lands- framleiðslu og ráðstöfunartekna á mann skýrist af því að lántaka við út- lönd nettó hefur aukist hraðar en vöxtur vergrar landsframleiðslu. Hreinar ráðstöfunartekjur eru af- gangsstærð, þegar afskriftir og nettó áhrif vaxta og launa til og frá útlönd- um hafa verið dregin frá vergri lands- framleiðslu, og er sú upphæð sem rennur beint eða óbeint til fjölskyldna í landinu. Dæmi svo hver fyrir sig hversu aumt við höfum það. Dulítið um efnahag Íslendinga Eftir Þorbjörn Guðjónsson Þorbjörn Guðjónsson » Örlítið um hver efna- hagsleg vegferð okkar hefur verið síð- ustu 35 árin. Hefur okk- ar miðað aftur á bak eða áfram? Höfundur er cand. oecon. Nú deila menn um búvörusamninga sem kveða á um stuðning við land- búnað næstu 10 ár- in. Þar er uppleggið að 132 þúsund millj- ónir verði settar í ís- lenskan landbúnað næstu 10 árin. Ég er ekki sérfræðingur um landbúnað en þarna er um háa fjárhæð og langan tíma að ræða. Einhverjar gildar ástæður hljóta að liggja baki slíkum upphæðum og tímalengd. Matvæla- öryggi, innlend framleiðsla og um- hverfisvænleiki eru líklega veiga- mestu rökin auk byggðasjónamiða. Sjálfur bý ég nánast ofan í nokkrum af stærstu mjólkurframleiðendum landsins og get persónulega vottað um að þar fer fram hágæðafram- leiðsla á hágæðavöru. Hvernig væri að gera svipaðan samning um stuðn- ing við innleiðingu innlendrar orku í samgöngum og sjávarútvegi? Ég sé ekki betur en að sömu rök gildi þar og fyrir landbúnaðarframleiðslu. Matvælaöryggi Ef við skoðum matvælaöryggi þá erum við líklega að miða við að geta framleitt og dreift matvælum um landið, þ.e.a.s. ef innflutningur lokast vegna einhverra hörmunga á heims- vísu. Þá hlýtur að vera jafnmikilvægt að huga að innlendri eldsneytisfram- leiðslu eins og innlendri mat- vælaframleiðslu. Er ekki líklegt að hikst verði á aðgengi að er- lendri olíu ef erlendir mat- vælaflutningar takmark- ast vegna ókyrrðar á heimsvísu? Hvernig eigum við að framleiða og dreifa innlendum matvælum ef engin er olían? Stuðningur við orkuskipti í sam- göngum og sjávarútvegi snýst því líka um matvæla- öryggi. Innlend framleiðsla og umhverfisávinningur Rökin um mikilvægi innlendrar framleiðslu hafa líka augljósan sam- nefnara. Það hlýtur að gilda það sama um ódýra erlenda olíu og ódýra erlenda mjólk. Til dæmis gjaldeyr- iseyðsla og atvinnusköpun og því ætti viljinn að vera sambærilegur um að styðja við innlenda eldsneytisfram- leiðslu. Umhverfisvænleikinn er óumdeildur, það hlýtur að vera kol- efnisfrekara að flytja inn langar leið- ir ódýra erlenda mjólk sem að hluta til er framleidd með kolefnisþungri orku. Sama hlýtur að gilda um ódýra erlenda olíu. Það hlýtur að skapa fleiri störf og vera gjaldeyrisvænna að nýta innlenda orkugjafa en flytja þá inn. Ef menn hafa tekið þetta samtal um landbúnað í gegnum tíð- ina og alltaf komist að því að skyn- samlegt sé að setja mikið af pen- ingum í langan tíma í landbúnað af hverju gengur svona illa að setja meiri peninga til lengri tíma í orku- skipti. Markmiðin skarast klárlega og ef eitthvað er þá er líklegt að stuðningur við orkuskiptin verði með tímanum ónauðsynlegur ólíkt land- búnaði. Hér er alls ekki verið að leggja til minni stuðning við land- búnað heldur einungis ósk um að orkuskipti í samgöngum njóti sama velvilja enda ávinningurinn náskyld- ur og svipaður. Það vantar nefnilega fjárfestingastyrki og langtímasýn fyrir ívilnanir í orkuskiptum. Alveg eins og bóndi þarf langtíma sýn til að aðlaga og byggja upp sinn rekstur án óviðunandi óvissu, þá þurfa hags- munaðilar í orkuskiptum skýrari mynd til framtíðar. Það væri jafn- slæmt fyrir bónda að vita ekki hvort beingreiðslur falli niður um næstu áramót eins og fyrir t.d. innflutnings- aðila rafbíla að vita ekki hversu lengi ívilnanir vara. Orkuskipti í samgöngum eru hafin og stjórnvöld hafa innleitt mik- ilvægar ívilnanir sem festa þarf í sessi til lengri tíma eins og búvöru- samninga. Það er ekki tækniþróun sem tefur innleiðinguna heldur skortur á langtímasýn. Að mínu mati yrði það engu síðri álitshnekkir fyrir okkur að vera ekki áfram í forystu þjóða um orkuskipti eins og að land- búnaður legðist af í þessu landi. Búvöruorkuskiptasamningur Eftir Sigurð Friðleifsson Sigurður Friðleifsson »Hvernig væri að gera svipaðan samn- ing um stuðning við inn- leiðingu innlendrar orku í samgöngum og sjávar- útvegi? Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.