Morgunblaðið - 14.09.2016, Side 23

Morgunblaðið - 14.09.2016, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 ✝ Þórður fæddist19. júlí 1928 á Ísafirði. Hann and- aðist á Landakoti 4. september 2016. Þórður var son- ur hjónanna Sigur- bjargar Eiríks- dóttur sem ættuð var frá Patreksfirði og Júlíusar Sig- urðssonar prentara sem ættaður var frá Akureyri. Systkini Þórðar voru Sigurður, Aðalheiður, Soffía Eydís, Gunnar og Krist- ján, hálfbróðir. Þau eru öll látin. Þórður flutti síðan með fjöl- skyldu sinni til Siglufjarðar og Vestmannaeyja og að lokum til Reykjavíkur. Hann stundaði sjó- mennsku á sínum yngri árum. Lærði síðan rafvirkjun og vann við iðn sína þar til hann lét af störfum 70 ára gamall. Hann vann lengst af hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Eftirlifandi eig- inkona Þórðar er Þórdís Helga Guð- mundsdóttir, f. 10. desember 1927, og gengu þau í hjóna- band 6. desember 1958. Þau eign- uðust þrjá drengi: 1) Birgir, f. 21. júlí 1956, giftur Unni Maríu og eiga þau þrjú börn, Þórð, Sigrúnu og Lindu Maríu. 2) Leifur Ottó, f. 30. nóvember 1961, í sambúð með Gróu. 3) Júlíus, f. 13. mars 1964, giftur Katrínu og eiga þau tvo syni, Kristin og Níels Jó- hann. Barnabarnabörnin eru fjórir drengir og er sá fimmti á leið- inni. Útför Þórðar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 14. sept- ember 2016, klukkan 13. Elsku afi okkar. Takk fyrir allar yndislegu samverustundirnar sem við átt- um með ykkur ömmu. Það var alltaf jafn gaman að koma og gista hjá ykkur í Hófgerðinu og leika sér úti í stóra garðinum, hvort sem það var um sumar eða vetur. Þið hugsuðuð svo vel um barnabörnin ykkar og síðar barnabarnabörnin. Hlýrri og ást- ríkari hjón er erfitt að finna og eftir standa ljúfar minningar um þig, kæri afi. Elsku afi farinn er, upp til himna sálin fer, löngu lífi lifði hann, ást hjá Dísu ömmu fann. Fólkið þitt við sitjum saman, rifjum upp sem er gaman, pössum við hér Dísu þína, og minningar sem munu skína. Í Hófgerði var gleði og gaman, eyddum við þar tímum saman, við borðuðum og lágum fyrir, biðjum við nú að heilsa yfir. Þórður, Folda, Sigrún og Linda María. Þeim starfsmönnum sem áttu samleið í starfi hjá Rafmagns- veitunni sálugu og störfuðu í Barónsfjósi fer nú óðum fækk- andi. Í Barónsfjósi var starfsemi framkvæmdadeilda Rafmagns- veitu Reykjavíkur til húsa í ára- tugi og þjónaði Reykvíkingum. Nú hefur Þórður rafvirki kvatt sína jarðnesku tilvist. Þórður kom til starfa árið 1964 í dreifistöðvardeild RR. Hún var þá til húsa í norðurenda Baróns- fjóss en auk þess var trésmíða- verkstæði og vélsmiðja í sama húsi. Margar minningar sem tengj- ast starfinu og starfsfélögunum voru umræðuefni okkar Þórðar þegar fundum okkar bar saman. Vinna okkar í dreifistöðvardeild var fjölbreytt á þessum árum og reyndi á gott samstarf. Árni Magnússon hafði þá nýtekið við starfi í spennistöðvardeild af Gísla Hannessyni sem tók við starfi deildarstjóra. Árni var verkstjóri okkar uns hann tók við starfi vaktstjóra en þá tók Krist- ján Jónsson rafvirki við starfi hans. Allir þessir yfirmenn, vinir okkar, voru miklir dugnaðar- menn og samstarf við þá í gegn- um árin bæði farsælt og ánægju- legt. Á þessum árum okkar Þórðar var mikið um breytingar innan- húss í gömlum dreifistöðvarhús- um svo hægt væri að koma fyrir nýjum rafbúnaði sem þjónaði eldri hluta bæjarins. Samfara þessari miklu vinnu fjölgaði hratt nýjum íbúðarhverf- um þar sem varanleg hús úr steinsteypu risu með mikilli þörf fyrir nýjar lagnir. Til að leysa málin á meðan nýju hverfin voru í byggingu varð oft að flytja tilbúin timburhús á staðinn til bráðabirgða. Þar var nýr rafbúnaður m.a. hýstur. Á þessu tímabili í sögu fyrirtækisins reyndi mikið á hæfa starfsmenn og þar gegndi Þórður mikilvægu hlutverki. Þórður fluttist síðar til starfa í birgðadeild fyrirtækisins og starfaði þar til starfsloka. Þórður var farsæll og traustur í starfi og mjög góður samstarfsfélagi. Það var ætíð gott að eiga við hann samskipti og ég minnist hans með mikilli hlýju. Fyrir nokkrum árum átti und- irritaður viðtal við Sverri Sig- mundsson, yfirmann Þórðar, í Starfsmannablaði RR. Þar segir Sverrir m.a. frá því að tveir starfmenn sem unnu í birgða- deildinni með honum lengst af, þeir Jón Haukur Jóelsson og Þórður Júlíusson, hafi komið á þeirri festu og reglusemi sem einkennt hafi birgðastöðina. Þar er Þórði rétt lýst. Við vinir hans minnumst Þórð- ar með þökk og virðingu. Guðmundur K. Egilsson, fyrrverandi forstöðumaður Minjasafns OR. Þórður Kristinn Júlíusson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar Móðir okkar, VIGDÍS PÁLSDÓTTIR handavinnukennari, verður jarðsett frá Neskirkju fimmtudaginn 15. september klukkan 15. . Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir, Páll Baldvin Baldvinsson, og fjölskyldur þeirra. Elskulegur eiginmaður og bróðir, FRIÐRIK BJARNI FRIÐRIKSSON útgerðarmaður, lést á heilbrigðisstofnun Norðurlands í Fjallabyggð fimmtudaginn 8. september 2016. Útför hans fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju föstudaginn 16. september klukkan 14. . Gerða Pálsdóttir, Björg Friðriksdóttir, Sveinn Sveinsson, Jóhannes Friðriksson, Kristín Baldursdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR arkitekt, Bergstaðastræti 81, Reykjavík, sem lést 2. september, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 16. september, klukkan 13. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Þingeyrakirkju njóta þess (reiknnr. 307-13-785, kt. 710269-3439). . Hulda Sigríður Jeppesen, Anna Salka Knútsdóttir Jeppesen, Stefán Jón Knútsson Jeppesen, Páll Jakob Líndal, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓSEFSSON frá Torfufelli, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Akureyri, fimmtudaginn 8. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. september klukkan 13.30. . Guðrún Sigurðardóttir, Loftur Sigvaldason, Soffía Árnadóttir, Árni Sigurðsson, Björg Brynjólfsdóttir, Jón Hlynur Sigurðsson, Sigríður Steinbjörnsdóttir, Bjarney Sigurðardóttir, Pétur H. Ágústsson, Sigrún Lilja Sigurðardóttir, Einar Svanbergsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Haukur Tryggvason, Sigurður Torfi Sigurðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON læknir, Hrólfsskálavör 11, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 5. september. Útför hans verður frá Neskirkju mánudaginn 19. september klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. . Guðrún Þorbjarnardóttir, Anna Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Jón Guðmundsson. Okkar ástkæra SVALA DÍS, Hafnargötu 8, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 17. september klukkan 14. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á unglingadeildina Smástráka á Siglufirði, 0348-26-310, kt. 551079-1209. Þökkum auðsýndan hlýhug. . Guðný og Örvar, Guðmundur og Ásta Sóllilja, Kristinn Dagur, Aníta Maren, Haraldur Björn, Andrea Sif og aðrir ástvinir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN BJÖRNSSON verslunarstjóri og sjómaður frá Siglufirði, Sóleyjarima 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 16. september klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveitina Stráka á Siglufirði. . Hrönn Björnsdóttir, Jón Pálsson, Katrín Björnsdóttir, Gunnlaugur Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kveðja til afa Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. (Ásmundur Eiríksson) Takk, elsku afi, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur syst- urnar og fyrir að vera alltaf svo góður við okkur. Við vonum að þér líði vel á himnum og að Guð passi þig. Þú munt alltaf verða besti afi í heimi. Við skulum passa ömmu vel fyrir þig. Við elskum þig mjög mikið og mun- um sakna þín sárt. Þínar afastelpur Freyja Dögg, Kristjana Birta og Aníta Bríet. Ég var bara unglingur þegar Björgvin kom inn í líf mitt og eins og gefur að skilja þá var enginn maður nógu góður fyrir hana systur mína. Björgvin fékk mig til að skipta fljótt um Björgvin Steindórsson ✝ Björgvin Stein-dórsson fædd- ist 25. desember 1954. Hann lést 28. ágúst 2016. Útför Björgvins fór fram 6. september 2016. skoðun með hóg- værð sinni og hlý- leika. Björgvin og Anna voru skóla- félagar úr Mennta- skólanum en það var nokkru seinna að Anna var að kenna á skíðum og Björgvin pantaði sér einkatíma hjá henni og samrýmd renndu þau sér svo í gegnum lífið. Ein af fyrstu minningum mínum af Björgvin er þegar ég veiktist á gamlárskvöld og hann sat yfir mér með kalda bakstra og strauk á mér hárið, þannig var mágur minn alltaf góður við mig. Björgvin féll fljótt vel inn í fjölskylduna og hann var fús og fær um að læra og það voru ófáir tímarnir sem hann og pabbi eyddu við smíðar og aðra vinnu. Hann var með eindæmum handlaginn þrátt fyrir sínar stóru og klunnalegu hendur og hafði meðal annars fallega rithönd. Björgvin var ákaflega hjálpfús og alltaf boð- inn og búinn að hlaupa til ef einhvern vantaði aðstoð. Björg- vin var fjölhæfur og kom víða við. Hann var góður íþrótta- maður og stundaði lengi vel fót- bolta, blak og skíði auk þess að vera góður brids- og skákmað- ur. Það var alltaf gaman að dansa við Björgvin, hann var léttur á sér og stjórnaði vel, enda í gömludansaklúbbi í mörg ár. Björgvin var búinn að ná tökum á tölvutækninni nán- ast áður en hún var fundin upp og notaði sér hana bæði í vinnu og áhugamálum. Björgvin var mjög góður ljósmyndari og hafði sérstaklega gaman af að taka myndir í náttúrunni og af gróðri. Garðyrkja var hans hjartans mál og hann var eins og alfræðiorðabók þegar kom að plöntum. Ég hafði gaman af að sitja og tala við Björgvin um blóm en stundum rann út í fyr- ir mér þegar hann romsaði upp úr sér öllum latnesku heitunum og ættgreindi plönturnar að auki. Hann var vísindamaður í eðli sínu og þó að Lystigarð- urinn á Akureyri sé það sem fólk sér af verkum hans þá er það ekkert miðað við alla vinn- una sem hann vann við rann- sóknir, garða, fræsöfnun og flokkun auk alþjóða samskipta garðyrkjufræðinga. Þegar Anna og Björgvin keyptu heimili sitt Sjónarhól við Hörgárbraut var ekki bara húsið í lélegu ástandi heldur var landsvæðið í kring að mestu beitiland hesta. Þau unnu saman mjög ötullega við enduruppbyggingu hússins og svæðið í kring varð að garði fyrir börnin þeirra tvö og áhugamálið. Nú stendur þar annar lystigarður Akureyrar en undanfarin ár hefur þetta verið unnið og hannað af Önnu. Björgvin var mikill fjöl- skyldumaður og vissi fátt betra en að vera heima með alla í kringum sig. Hann tók virkan þátt í bleiuskiptum, matargerð, húsverkum og gestamóttökum í gegnum tíðina. Þegar Björgvin fór að veikjast komu þrír gleði- gjafar inn í líf hans. Barnabörn komu á stuttum tíma og hann naut þess að hafa stelpurnar í kringum sig og þær voru mjög hændar að honum. Meiri barnagæsku var vart hægt að finna og það var unun að horfa á þær klifra upp á afa sinn og strjúka honum á meðan hann var að sýna þeim eitthvað skemmtilegt. Ég og fjölskylda mín kveðj- um Björgvin með miklum sökn- uði. Edda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.