Morgunblaðið - 14.09.2016, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Óvissa í sambandi getur vakið ótta en
þarf ekki að gera það. Beittu heldur fyrir þig
kímninni því gamanið er allra meina bót.
20. apríl - 20. maí
Naut Yndisleiki þinn og rausnarskapur hrein-
lega flóir. Nú er tími til að sleppa ýmsu sem
þú hefur ríghaldið í.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þolinmæði er dyggð, en ekki endi-
lega hátt skrifuð í samfélagi skyndifullnægj-
unnar. Mundu bara að hálfnað er verk þá haf-
ið er. Frestaðu því að ræða málin við þessa
aðila ef þú mögulega getur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er bara til óþurftar að reyna að
grugga vatnið og hefur því lítið upp á sig. Ef
það skyldi vera satt máttu treysta því að und-
irmeðvitundin leiðir þig á réttar brautir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert beðinn um að gera hluti sem á
yfirborðinu virðast ekki mjög skemmtilegir.
Kannski býr hann til hindranir í ástum, en það
kemur ekki í veg fyrir að aðrir elski hann.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þetta er góður dagur til að leiða fólk
saman. Hreyfing er holl og ekki skiptir mat-
aræðið minna máli.
23. sept. - 22. okt.
Vog Forðastu það eins og heitan eldinn að
kaupa einhvern óþarfa. Líttu á samhengi
hlutanna með bros á vör og þá gengur þér
allt í haginn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nýlegar fyrirspurnir, söluræður
og kynningar fá ekki þau viðbrögð sem hrút-
urinn hefði kosið. Rómantíkin gæti kippt und-
an því fótunum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert í góðu jafnvægi andlega
sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða
til að trufla það. Láttu á engu bera.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þig langar að gera eitthvað alveg
spes í dag sem þú gerir aldrei! Þú vilt ævin-
týri og spennu. Reyndu að læra sem mest af
sem flestum því það er gott veganesti út í líf-
ið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Samningur gerður í flýti þarfnast
yfirferðar. Rétt í þann mund sem þú ert að
byrja að láta þér leiðast seinna í dag gerist
eitthvað fyndið. Færðu sambandið úr höfðinu
yfir í hjartað.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Fiskurinn veltir því fyrir sér hvers
vegna enginn hefur stokkið á tækifærið til
þess að sinna viðskiptum eða einkaerindum.
Takirðu fagnandi á móti breytingum hefurðu
byrinn með þér.
Mino Raiola þénaði meira í sumarí fótboltanum en Portúgalinn
Cristiano Ronaldo fær borgað allt
árið hjá Real Madrid. Nafn Raiolas
er ekki á allra vörum, en kemur þó
af og til fyrir í fréttum. Raiola þarf
ekki að púla á fótboltavellinum fyrir
framan fúla áhorfendur um hverja
helgi og hann hleypur heldur ekki á
eftir bolta í Meistaradeildinni.
x x x
Hinn ágæti Raiola er umboðs-maður (eða leikmannaráðgjafi
eins og Þjóðverjar kalla það). Hann
samdi í sumar um skipti Paul Pogba
frá Juventus til Manchester United.
Pogba er dýrasti leikmaður allra
tíma, fór á 89 milljónir punda. Sló
hann þar við Gareth Bale, sem á sín-
um tíma fór til Real Madrid á 86
milljónir punda. Samkvæmt breska
blaðinu Independent þénaði Raiola
allt að 24 milljónir punda á sölu
Pogba. Að auki mun hann hafa þén-
að 6,7 milljónir punda á sölu Hen-
rikhs Mkhitaryan frá Dortmund til
Manchester United og 2,53 milljónir
á sölu Zlatans Ibrahimovic frá Paris
Saint-Germain til Manchester Unit-
ed. Ronaldo fær greiddar 17,7 millj-
ónir punda fyrir leiktímabilið hjá
Madríd og er því rétt hálfdrættingur
á við umboðsmanninn.
x x x
Fréttin um drjúgar tekjur Raiolasaf sumarvinnunni vöktu forvitni
Víkverja þannig að hann sló honum
upp á netinu. Hann veit að taka
verður heimildagildi Wikipediu með
fyrirvara, en stenst þó ekki mátið að
greina frá að þar kemur fram að
uppáhalds-frístundaiðkun Raiolas er
borðtennis. Stendur að hann hafi
spilað fyrir félagið sitt, Gredi Vinus,
og fengið titilinn besti leikmaðurinn
yfir 90 kílóum. Man Víkverji ekki til
þess að hafa séð það áður að keppt
væri í þyngdarflokkum í borðtennis.
x x x
Í frétt Independent segir að Hol-lendingurinn Raiola hafi árum
saman mátt sætta sig við að hinn
portúgalski Jorge Mendes fengi
meira í umboðslaun en hann, en nú
hafi hann slegið keppinaut sínum
við. Víkverji veltir fyrir sér hvort
hann sé í réttu starfi. víkverji@mbl.is
Víkverji
Andartak stendur reiði hans
en alla ævi náð hans.
Að kveldi gistir oss grátur
en gleðisöngur að morgni. (Sálm. 30:6)
Fía á Sandi segir á Leir að húnhafi fundið þessi heilræði og
líklega gert þau í fyrra, – og vita-
skuld eru þau 10 eins og boðorðin:
1. Staðfesta.
Ekki margt er um að fást
allt mun lífið slarka.
Eitt er víst að ást sem brást
ekkert var að marka.
2. Kærleikur.
Sannleik vil ég segja einn
sem ég trúi án efa.
Aldrei skaltu elska neinn
sem ekkert vill þér gefa.
3. Ást.
Fráleitt er að fást um slíkt
fáirðu ætan bita.
Eitt er rúmið öðru líkt
eins og flestir vita.
4. Vongleði.
Svo vil ég þér segja eitt
sem er ráðið snjalla.
Vertu ekki að vona neitt
vonin svíkur alla.
5. Hugrekki.
Aldrei skaltu uppá grís
áhættuna taka.
Þá er bara voðinn vís
og varla leið til baka.
6. Siðgæði.
Hlustaðu ekki á heilaþvott
hér eru engir lestir.
Slepptu því að gera gott
því gleyma flestir.
7. Hjálpsemi.
Launalaust að gera gagn
glórulaust, má heita.
Dragðu aldrei annars vagn
æfðu þig að neita.
8. Samúð.
Þetta líf sem ekkert er
örlög varla skapa.
Meðvirkni þín aðeins er
aðferð, við að tapa.
9. Trú.
Veröldin er söm við sig
sinntu þínu puði.
Bæn mun ávallt bresta þig
biðjirðu þína guði.
10. Niðurstaða.
Oft er fýla ekki grín
úr því bæta má.
Best er að fá sér brennivín
en betra að sofa hjá.
Þetta er vel kveðið, lipurt og létt,
og fer vel í minni. Mér þykir rétt að
botna þetta með erindi úr heilræða-
vísum Steingríms Thorsteinssonar:
Tækifærið gríptu greitt
giftu mun það skapa;
járnið skaltu hamra heitt
að hika er sama og tapa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Alltaf eru heilræðin tíu
Í klípu
„ÞÚ STÓÐST ÖRYGGISPRÓFIÐ, ÞANNIG AÐ
VIÐ SKULUM TAKA ÞESSI HANDJÁRN AF ÞÉR OG
HLEKKJA ÞIG VIÐ BORÐ SVO ÞÚ GETIR BYRJAÐ.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„VINSAMLEGAST REYNDU AFTUR;
ÞETTA VAR FÓTURINN Á MÉR.“
HRINGDU
BJÖLLUNNI
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að kyssa myndina
af honum góða nótt
á hverju kvöldi.
NEI
!
VOFF! VOFF!
VOFF! VOFF!
ÞÚ ERT HRIKALEGA
ANDFÚLL!
OJ
BARA!
HANN SEGIR ÞAÐ EINS
OG ÞAÐ SÉ ÓKOSTUR!
ÉG HENTI PENINGI
Í ÞENNAN BRUNN OG
ÓSKAÐI MÉR!
RÆTTIST
ÓSKIN?
ÞETTA ER
ENNÞÁ VATN!