Morgunblaðið - 14.09.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.09.2016, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Þorgerður E. Sigurðardóttir tók við starfi leikhússtjóra Útvarpsleik- hússins á RÚV 1. desember síðast- liðinn og er því fyrsti heili starfs- vetur hennar að hefjast. Hvað hafðirðu í huga við skipu- lagningu dagskrár vetrarins? „Eftir hrun var dregið saman hér í starfsemi Útvarpsleikhússins. Viðar Eggertsson, sem var forveri minn í starfi, lagði mikla áherslu á að ís- lensk verk væru í forgrunni og ég mun fylgja þeirri stefnu. Í sjálfu sér hefur ekkert breyst með það, bara spurning hvernig maður nýtir pen- ingana,“ segir Þorgerður, en auk út- varpsleikrita verða á dagskrá í vetur annars konar útvarpsverk. Útvarpsverk en ekki leikrit Þorgerður ætlar að fá sviðslista- menn til starfa til að „gera eitthvað sem í ströngustu skilgreiningu myndi ekki flokkast sem hefðbundið útvarpsleikrit. Sviðslistamenn geta verið í annars konar verkefnum líka. Gott dæmi er serían sem er í gangi núna en fyrsti þátturinn var frum- fluttur um síðustu helgi“. Þáttaröðin ber nafnið Það er allt í lagi að leggja sig á daginn og er eftir hljómsveitina Evu. „Framtíðarsýnin er að Útvarps- leikhúsið verði aðeins fjölbreyttari vettvangur sköpunar og skáld- skapar þannig að við þurfum ekki að halda okkur bara við að framleiða útvarpsleikrit í þessari hefðbundnu merkingu sem maður leggur í það hugtak þótt því verði að sjálfsögðu haldið áfram. Þetta hefur verið gert áður: Fléttuþættir hafa verið fluttir í Útvarpsleikhúsinu og við erum ekki að finna upp hjólið en ætlum að leggja markvissari áherslu á þessa hlið.“ Hlaðvörp af ýmsu tagi hafa verið vinsæl að undanförnu, fólk vill hlusta á útvarp, hefur þetta áhrif? „Já, heldur betur. Það er mikið talað um það núna á heimsvísu að ákveðin endurreisn eigi sér stað í út- varpinu. Þar koma ekki síst til þess- ar miðlunarleiðir sem bjóða upp á að hlusta á þar sem maður vill. Útvarp- ið er þægilegur miðill upp á það að gera að maður getur tekið hann með sér hvert sem er,“ segir hún. „Þetta nýja verk sem hófst á laugardaginn er í seríuformi og hentar vel í þetta umhverfi. Það eru ýmsir möguleikar í þessu. Maður sér úti í heimi að áhugi á leiknu efni fyr- ir þetta viðmót er að vaxa, en áhersl- an hefur hingað til verið meiri á heimildarþáttageirann,“ segir Þor- gerður og vísar til heimildarþátt- anna Serial, sem eru bandarískir verðlaunaþættir í stjórn Söruh Koe- nig. „Það er uppgangur í þessu og ég trúi því að bjartir tímar séu fram undan.“ Hingað til hafa útvarpsleikritin á Rás 1 ekki farið í hlaðvarpið vegna samninga en vonandi breytist það fljótlega í takt við nýja tíma, segir Þorgerður. Verkið Aftur eftir Sigtrygg Magnason verður síðan á dagskrá í október. „Þetta er verk sem var allt tekið upp í einni töku. Það er aðferð sem þykir óhefðbundin í dag því oft- ast er þetta mikil samsetningar- vinna. Það er mjög kraftmikið verk,“ segir hún. Heimildarleikverk um Guð- mundar- og Geirfinnsmálið Stóra verkefnið fram undan er leikið verk eftir Jón Atla Jónasson sem verið er að taka það upp núna og fjallar um Guðmundar- og Geir- finnsmálið. „Stefnan er ekki í nein- um skilningi að leysa Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Þetta fjallar meira um einangrunarvistina og það sem fólkið gekk í gegnum þar,“ segir hún, en til viðbótar við leikin atriði er notast við efni úr safni RÚV úr fréttum og viðtölum. Er ekki hægt að skoða hlutina á annan hátt í þessu formi en í hefð- bundnum fréttum? „Þetta er auðvitað skáldskapur þannig að það er hægt að leyfa sér að velta hlutum fyrir sér og fylla í eyðurnar með vangaveltum og skoða ýmsa möguleika. Það gefur þessu dálítið aðra vídd að vera ekki að rekja alltaf viðburði eins og þeir voru. Hins vegar liggur mikil rann- sóknarvinna að baki þessu, það er ekki verið að fabúlera um stað- reyndir eða breyta einhverju.“ „Nýr“ miðill fyrir börn Fjölskylduleikritin eru nú orðin fastur punktur í Útvarpsleikhúsinu um jól og páska. Jólaleikritið er gert eftir bókinni Gallsteinar Afa Gissa eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. „Þetta verður í sex stuttum þáttum og byrjar á aðfangadag,“ segir hún en svo verður sendur út þáttur á dag næstu fimm daga þar á eftir. „Þetta er skemmtilegt og fyndið verk fyrir alla fjölskylduna,“ segir hún, en fjöl- skyldur taka því áreiðanlega fagn- andi að geta átt stund saman við út- varpið. „Börn kunna að meta þetta en ég heyri sögur af því að þau þurfi aðeins að læra inn á þetta. Börn eru orðin svo vön skjáum og kunna inn á þann miðil en fyrir þeim er nýtt að setjast niður með öðrum og hlusta.“ Áhersla á kynjajafnrétti Útvarpsleikhúsið hefur lagt áherslu á jöfn kynjahlutföll hvað varðar höfunda og leikstjóra. Hvernig standa þessi mál í vetur? „Eins og mér telst til núna er meirihluti höfunda konur. Það er ekki ráðið með leikstjórana en enn sem komið er það í ágætu jafnvægi. Í þessum verkum fyrir áramót eru fleiri leikstjórar konur en karlar og þetta virðist frekar ætla að vera í þá áttina, sýnist mér,“ segir Þorgerður. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru á því sem er á dagskrá Út- varpsleikhússins fyrri part vetrar og er því ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Útvarpsleikhúsið er á dag- skrá Rásar 1 laugardaga klukkan 14. Fjölbreyttur vettvangur sköpunar  Útvarpsleikhúsið nýtur góðs af vinsældum heimildarþátta í hlaðvarpi  Ákveðin endurreisn á sér stað í útvarpi  Vettvangur fyrir sviðslistamenn  Fjölskylduleikrit fastur punktur Morgunblaðið/RAX Endurreisn „Það er mikið talað um það núna á heimsvísu að ákveðin endurreisn eigi sér stað í útvarpinu. Þar koma ekki síst til þessar miðlunarleiðir sem bjóða upp á að hlusta á þar sem maður vill,“ segir Þorgerður. Kvikmyndasafn Íslands verður gestgjafi á árlegum fundi kvik- myndasafna Norðurlanda sem hefst í dag og stendur til morguns. Sam- kvæmt upplýsingum frá skipuleggj- endum munu alls 26 fulltrúar kvik- myndasafnanna sitja fundinn, þar af koma 19 frá útlöndum. Síðast var sambærilegur fundur haldinn á Ís- landi árið 2004 en í fyrsta sinn fyrir 35 árum. „Í tengslum við safnafundinn ræða forstöðumaður Kvikmynda- safnsins, Erlendur Sveinsson, for- stöðumaður Gunnarsstofnunar/ Skriðuklausturs, Skúli Björn Gunn- arsson, og fulltrúi Danska kvik- myndasafnsins (DFI), Thomas C. Christensen, curator, um fyrir- hugað samstarf þessara aðila við fullnaðarendurgerð kvikmyndar- innar Sögu Borgarættarinnar, sem gerð var í tveimur hlutum eftir sögu Gunnars Gunnarssonar 1919 og frumsýnd í Danmörku árið 1920 en á Íslandi í janúar 1921. Þetta er fyrsta leikna kvikmyndin sem kvik- mynduð var á Íslandi en það var ár- ið 1919 sem upptökur fóru fram á svæðinu frá Keldum á Suðurlandi, um Hafnarfjörð og Reykjavík og upp í Reykholt í Borgarfirði. Það er því stutt í að 100 ár verði liðin frá þessum kvikmyndasögulega at- burði. Vilji er til þess að ný endur- gerð myndarinnar líti dagsins ljós á þeim tímamótum,“ segir í tilkynn- ingu. Morgunblaðið/Eggert Gestgjafi Erlendur Sveinsson, for- stöðumaður Kvikmyndasafnsins. Fundur kvikmynda- safna haldinn hérlendis  Vilji til að fullnaðarendurgera kvik- myndina Sögu Borgarættarinnar  Það er í lagi að leggja sig á daginn eftir hljómsveitina Evu.  Aftur eftir Sigtrygg Magna- son.  Fjölskylduleikritið Gallsteinar afa Gissa eftir Vigdísi Jak- obsdóttur og Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.  Heimildarleikrit um Guð- mundar- og Geirfinnsmál eftir Jón Atla Jónasson.  Fjölskylduleikrit um páska eftir Hildi Knútsdóttur.  Þrjú verðlaunaverk úr sjóði Þorsteins Ö. Stephensen: Eftir ljós eftir Sölku Guðmunds- dóttur, Illa leikið eftir Kristínu Eiríksdóttur og Iðrabólga eftir Heiðar Sumarliðason. Átta íslensk verk frumflutt DAGSKRÁIN Í VETUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.