Morgunblaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 31
Kosning um framlag Íslands til Óskarsverð- launanna á næsta ári er hafin. Kosið er á milli þeirra fjögurra íslensku kvikmynda sem uppfylla skilyrði bandarísku kvikmyndaakademíunnar og eru frumsýndar á bilinu 1. október 2015 til 20. september 2016. Myndirnar eru, í stafrófsröð: Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks; Fyrir framan annað fólk í leikstjórn Óskars Jónassonar; Reykjavík í leikstjórn Ásgríms Sverrissonar og Þrestir í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar. Kosning hafin um fram- lag Íslands Uppselt Um eitt þúsund tónleikagestir hlýddu á vinsælustu lög Freddie Mercury á fjölmennum tónleikum í Hofi. »Góð stemning var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri um liðna helgi þegar fluttar voru helstu perlur Freddie Mercury sem orðið hefði sjötugur 5. september sl. hefði hann lifað. Vegna mik- illar eftirspurnar Norð- lendinga var boðið upp á tvenna tónleika og var uppselt á hvora tveggja, sem þýðir að um eitt þúsund gestir hlýddu á tónlistina. Fullt hús á minningartónleikum um Freddie Mercury Rokkarar Eyþór Ingi og Magni þöndu raddböndin saman í dúett. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 Sjávarútvegur er einstökgrein iðnaðar. Verksmiðj-urnar eru ekki staðbundn-ar heldur á fleygiferð úti um allan sjó að eltast við aðföng framleiðslunnar. Óvissa ríkir um framleiðsluna, hve mikil hún verð- ur næsta tímabil og ekki er með öllu ljóst hvað verður framleitt, hvað kemur upp úr kafinu. Vegna kostnaðar við mælingar og aðgrein- ingu er eignarréttur á aðföngunum – á einstökum sjávardýrum – yf- irleitt ekki virkur, de facto, fyrr en þau eru dregin úr sjó. Ágúst Ein- arsson hefur samið fróðlega og skemmtilega bók, með alfræðilegu ívafi um þessa undirstöðu íslensks atvinnulífs. Strax og bókinni er flett blasir við yfirburðaþekking Ágústs á viðfangsefninu. Faðir hans var umsvifamesti útgerð- armaður landsins, Ágúst hefur sjálfur gert út togara, rekið sjáv- arútvegsfyrirtæki, lokið dokt- orsprófi í hagfræði í Hamborg, gegnt starfi prófessors í rekstr- arhagfræði við Háskóla Íslands og á Bifröst, staðið að stofnun fisk- markaða á Íslandi, setið á þingi, verið formaður bankaráðs Seðla- bankans og formaður samninga- nefndar ríkisins, meðal annars. Bókin er tileinkuð öfum og ömmum Ágústs. Föðurafi Ágústs, sem líkist honum í útliti og sennilega skap- ferli, var Sigurður Sigfinnsson, hreppstjóri og útvegsbóndi í Vest- mannaeyjum. Um Sigurð formann orkti Magnús Stefánsson, sem tók sér skáldaheitið Örn Arnarson, mikið ljóð. Þar segir: Flestir þeir, er Sigurð sáu sitja skrift og reikning við, heldur kusu að hafa séð hann herklæddan að fornum sið. Ágúst hefur að hætti afa síns setið við skrift en einnig barist frá fyrstu tíð fyrir félagslegum umbót- um. Hann hefur óeigingjarn fylgt sannfæringu sinni og reynt að láta gott af sér leiða. Ég sé minn fyrr- verandi samstarfsmann í Háskóla Íslands oft fyrir mér herklæddan að fornum sið í glímu við þursa og nátttröll sem setja svip sinn á ís- lenskt landslag. Ritið Íslenskur sjávarútvegur er efnismikið og fjallar um ólíklegustu málefni, að hætti þýskra. Meðal annars er rætt um upphaf mann- legra samfélaga og sjávarútvegs, hafið og lífríki þess, fiskafla á heimsvísu, markaðslögmál í sjávar- útvegi, veiðar við Ísland að fornu og nýju, aðferðir við stjórnun fisk- veiða hér á landi og erlendis. Fjallað er um vinnslu og markaðs- setningu sjávarfangs af mikilli þekkingu og rækilega greint frá innri fjármálum í sjávarútvegi. Rætt er um konur og sjósókn, lög og stofnanir í tengslum við sjávar- útveg, menntun og rannsóknir og slysavarnir í sjávarútvegi. Bókin notar dæmisögur til að skýra efnið og æviágrip einstaklinga sem mót- að hafa íslenskan sjávarútveg. Ágúst er ritfær, bókin er skemmti- leg og fjarri því að vera þurr eða þunglamaleg. Sá sem bókina les verður margs vísari, til dæmis að eldi sjávarfangs hefur vaxið hratt og mest í Asíu, og nú er svo komið að heimsaflinn skiptist nokkuð jafnt milli veiða og eldis. Rauði þráðurinn eða kjarninn í Íslenskum sjávarútvegi er hag- fræði: hvaða skipulag veiða, vinnslu og sölu er líklegast til að hámarka sköpun verðmæta í greininni. Höf- undur bendir á að í sjávarútvegi (og öðrum greinum atvinnulífsins) komi önnur markmið til greina en verðmætasköpun, svo sem byggða- stefna á kostnað hagkvæmni. Að hætti hagfræðinnar fjallar Ágúst fyrst og fremst um áhrif af ólíku skipulagi á hagkvæmni í sjávar- útvegi og greining hans er í senn fagleg og í samræmi við meg- instrauma í fræðunum. Umfjöllunin er stálheiðarleg og sanngjörn. Það er til fyrirmyndar að Ágúst hleypir sínum sjónarmiðum ekki að fyrr en í lok bókarinnar í stuttum und- irkafla sem nefnist „til- lögur til um- bóta“. Hann hefur áhyggjur af því að óviss- an sem fylgir lát- lausum deil- um um stjórnun fiskveiða kunni að skaða þjóð- arbúskapinn og mælir með skyn- samlegri málamiðlun. Ég lýk þessari umfjöllun með eigin hugleiðingum um rentu- hugtakið. Hagræn rök fyrir því að ríkið skattleggi auðlindarentuna í sjávarútvegi byggjast á hug- myndum sem mótuðust í frum- bernsku hagfræðinnar. Auðlinda- rentan er gjöf náttúrunnar en ekki verk framleiðandans og þess vegna breytist hegðun hans ekki þótt rík- ið taki til sín alla auðlindarentuna. Framleiðandinn á ekki annars kost en að sætta sig við lágmarks- afrakstur af erfiði sínu og fjárfest- ingum. Skattur á auðlindarentuna er hlutlaus og þess vegna er rentan besti skattstofn sem kostur er á. Í þessari gömlu mynd af atvinnulíf- inu eru þöglar forsendur sem skipta máli: Umgerð atvinnulífsins, svo sem lagaramminn, er þegar til staðar. Skipulag og tæknistig fram- leiðslunnar eru gefin stærð. Eft- irspurn eftir afurðinni ákvarðast af þáttum sem framleiðandinn hefur enga stjórn á, svo sem fólksfjölgun eða tekjum neytenda. Ef forsendurnar um skipulag, tækni og eftirspurn eru rýmkaðar, kemur til sögunnar ný tegund af rentu, sem nefnist ýmsum nöfnum svo sem gervi-renta, Schumpeter- renta eða frumkvöðla-renta. Gróða- von og samkeppni rekur framleið- endur til að bæta framleiðslu- tæknina, endurskipuleggja reksturinn og jafnframt leitast við að auka eftirspurnina með fjárfest- ingu í vöruþróun og bættri mark- aðssetningu. Ef Schumpeter-rentan er fjarlægð með sköttum eða upp- boðum breytist hegðun framleið- enda. Þeir draga úr fjárfestingu í tækni og nýsköpun, þegar til lengri tíma er litið. Jafnframt er nær ógerlegt fyrir stjórnvöld að mæla sitt í hvoru lagi gömlu auðlinda- rentuna og Schumpeter-rentuna og taka til sín aðeins þá fyrrnefndu. Auðveldara og farsælla er að styðj- ast við almenna skattlagningu á starfsemi framleiðandans. Mynd 2.5 í bók Ágústs, sem hann nefnir grindvíski nútímaþorskurinn, und- irstrikar vaxandi mikilvægi Schumpeter-rentunnar í íslenskum sjávarútvegi. Virði þorsksins er 5.000+ krónur. Þar af eru flök, flött og söltuð 2.200 kr.; auka- afurðir (haus, beingarður, hrogn, lifur, sundmagi o.fl.) 1.100 kr.; og loks viðbótarhráefni, þar á meðal lyf, smyrsl og margt fleira, 1.800+ kr. Dæmið sýnir að frumkvöðlar bókstaflega framleiða Schumpeter- rentuna með langvarandi tilraunum sem líkja má við leit í myrkri. Bók Ágústs er afrek. Hann stíg- ur fram á ritvöllinn herklæddur að fornum sið en jafnframt brosmild- ur, vitur, sanngjarn og afskaplega fróður um viðfangsefnið. Og bókin er skemmtileg. Fræðirit Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi eftir Ágúst Einarsson. Útg. Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri. 376 bls. innb. ÞRÁINN EGGERTSSON BÆKUR Á hafi kólgu og ströngu Ágúst Einarsson AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 16/9 kl. 20:00 86. sýn Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Lau 17/9 kl. 20:00 87. sýn Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Sun 18/9 kl. 20:00 88. sýn Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 23/9 kl. 20:00 89. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Lau 24/9 kl. 20:00 90. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Sun 25/9 kl. 20:00 91. sýn Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Fös 30/9 kl. 20:00 92. sýn Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Lau 24/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 20:00 8. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar NJÁLA – ★★★★ „Unaðslegt leikhús“ S.J. Fbl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.