Morgunblaðið - 28.09.2016, Side 1

Morgunblaðið - 28.09.2016, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  227. tölublað  104. árgangur  GLÍMUKAPPI Í FANGELSI FYRIR MÖK NÝ PLATA SÉRSTÆÐ OG ÁHRIFARÍK FRUMFLYTUR VERK FYRIR PÍ- ANÓ OG STRENGI NICK CAVE EINLÆGUR 33 SUNNA GUNNLAUGS 30FYRIRLESTUR 12 Kjöt Íslenska lambið fer á netið.  Bændur geta nú selt vörur sínar beint til neytenda og verðlagt vör- una eftir eðli og gæðum með nýju markaðstorgi fyrir íslenskar land- búnaðarvörur, sem verður opnað á morgun á síðunni kjotbordid.is. „Hér gefst mér tækifæri á að selja skrokka af sérstöku forystufé sem annars er ekki aðgreint eða mögulegt að koma á markað á hærra verði,“ segir Gunnar Ein- arsson, bóndi á Daðastöðum í Núpasveit í Öxarfirði. „Kjöt af forystufé er öðruvísi, það er líkara villibráð enda minni fita á því. Við fáum hins vegar minni styrki af þessu kjöti því það fellur ekki að almennum stöðlum.“ Á Kjötborðinu komast bændur í bein tengsl við neytendur. »16 Lambakjötið selt beint frá bónda í gegnum netið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Áætlað er að stofnkostnaður við að færa vegakerfið að stöðlum og öllum settum framkvæmdamarkmiðum Vegagerðarinnar nemi nærri 400 milljörðum króna. Samkvæmt þings- ályktunartillögu um samgönguáætl- un 2015-2026 er gert ráð fyrir um 100 milljörðum til framkvæmda, eða um fjórðungi af heildarþörfinni. Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri sagði að Vegagerðin hefði met- ið kostnaðinn við að koma vegakerfi Íslands í svipað horf og er í ná- grannalöndum okkar. Þessi upphæð, 400 milljarðar, hefði verið niðurstað- an. Auk þess kostaði sitt að halda vegakerfinu við á meðan verið væri að endurbæta vegina. Hann sagði að það væri að koma þjóðinni í koll hve seint hefði verið byrjað á að byggja upp vegakerfið. Þörfin á endurbótum veganna og betri vegaþjónustu, ekki síst á vetr- um, væri orðin mjög brýn vegna auk- ins ferðamannastraums og lengri ferðamannatíma. Álag vegna landflutninga „Það sem við höfum mestar áhyggjur af núna er umferðar- öryggið,“ sagði Hreinn. Hann sagði að stór hluti ökumanna sem notuðu vegakerfið í dag væri vanur annarri umferðarmenningu og vegum en Ís- lendingar hefðu átt að venjast. Að- skilja þyrfti t.d. akstursstefnur á umferðarmestu vegunum, fækka einbreiðum brúm og laga gatnamót víða um land. Auknir landflutningar valda miklu álagi á þjóðvegina og er orðið brýnt að styrkja vegi sem mest eru farnir að þreytast, að sögn Hreins. Brýnt að bæta vegakerfið  Aukið umferðaröryggi þarf að hafa forgang  Aukinn ferðamannastraumur og lengri ferðamannatími kalla á betri vegi og betri vegaþjónustu, ekki síst á vetrum MSamgönguáætlun »14 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kröfluvirkjun Mikla orku þarf til að knýja vélar virkjunarinnar. Fyrsta verkefni Íslenska djúp- borunarverkefnisins (IDDP) lauk síðastliðinn vetur með því að steypt var í kvikuholuna við Kröflu og henni lokað varanlega. Landsvirkjun hug- ar að því að nýta í framtíðinni þá miklu orku sem er í jarðlögunum með því að bora aðra holu niður á svipað dýpi, að sögn Bjarna Páls- sonar, forstöðumanns jarðvarma- deildar Landsvirkjunar. Ætlunin var að bora niður í 4.500 metra en borinn stöðvaðist í 2.100 metrum í júní 2009 þegar hann lenti í kviku. Borholan gaf mikla orku enda heitasta borhola heims á háhita- svæðum. Ekki reyndist unnt að nýta orkuna til raforkuframleiðslu vegna hita og tæringar vegna óhagstæðrar efnasamsetningar í gufunni. Ekki reyndist unnt að gera við skemmdir og var því ákveðið að loka holunni. „Við hugsum okkur að bora í fram- tíðinni aðra holu á svipuðum stað. Það eru orkumikil jarðlög rétt ofan við 2.100 metra sem við viljum nýta. Búið er að safna miklum upplýsing- um um þessa holu og við erum líka aðilar að IDDP 2 á Reykjanesi og lærum á því,“ segir Bjarni. »6 Kvikuholu varanlega lokað  Landsvirkjun stefnir að borun nýrrar djúpholu við Kröflu Starfsmenn Arnarlax eru langt komnir með útsetningu laxaseiða í sjókvíar á þessu hausti. Alls fara um 3,2 milljónir seiða í eldi, í sjó- kvíastöð í Tálknafirði sem hefur verið í hvíld þetta árið og í nýja stöð við Hringsdal í Arnarfirði. Seiðin koma úr seiðaeldisstöð Arnarlax á Gileyri í Tálknafirði og frá stöð Ísþórs í Þorlákshöfn. Myndin var tekin þegar seiðum var fleytt úr stöðinni á Gileyri út í brunnbátinn Gunnar Þórðarson, sem skilaði þeim í stöðina í firðinum. Víkingur Gunnars- son framkvæmdastjóri segir að verið sé að undirbúa stækkun stöðvarinnar á Gileyri, samhliða leyfum sem fyrirtækið aflar sér til að auka framleiðsluna. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Arnarlax að ljúka útsetningu seiða í sjókvíastöðvar sínar í Tálknafirði og Arnarfirði  Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2015 um 10,8% frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann juk- ust um 9,6% milli ára og kaup- máttur ráðstöfunar- tekna á mann jókst um 7,9%. Ráðstöfunar- tekjur á mann námu 3,3 milljónum króna á síðasta ári, eða um 275 þús- und krónum á mánuði, borið saman við um 3 milljónir árið 2014. Þessar tölur Hagstofunnar sýna að lands- menn hafa meira á milli handanna þegar búið er að greiða öll hefð- bundin útgjöld. »10 Með meira á milli handanna  Eftir aðeins einn leik og 67 daga í starfi hefur Sam Allardyce verið sagt upp störfum sem landsliðsþjálf- ara Englands í knattspyrnu. Ástæða brottrekstrarins er sú að hann sam- þykkti að þiggja 400 þúsund punda greiðslu, um 60 milljónir króna, fyr- ir að aðstoða meinta austurlenska viðskiptajöfra við að fara á svig við reglur enska knattspyrnusambands- ins. Auk þess að samþykkja að taka við greiðslu fyrir að leiðbeina meint- um kaupsýslumönnum, sem í raun voru blaðamenn The Telegraph, fór Allardyce m.a. háðulegum orðum um forvera sinn og þótti lítið til nokkurra meðlima konungsfjöl- skyldunnar koma. » Íþróttir Hættur eftir einn leik og 67 daga Fleyta laxaseiðum í brunnbátinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.