Morgunblaðið - 28.09.2016, Page 2

Morgunblaðið - 28.09.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða lagerstarfsmann? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu dánarbús eldri konu um ívilnun í sköttum vegna dvalarkostnaðar. Nefndin telur hafið yfir allan vafa að ívilnun verði ekki veitt dánarbúi lát- ins manns vegna veikinda hins látna í lifanda lífi. Vísar nefndin þar til til- gangs heimildar um skattaívilnun. Konan andaðist í desember árið 2014 en átti enga erfingja. Í skatt- framtali dánarbúsins fyrir það ár var óskað eftir lækkun tekjuskattsstofns vegna veikinda konunnar, en hún hafði verið vistuð á hjúkrunarheimili árið 2014 vegna varanlegs heilsu- brests og hafði haft verulegan kostn- að af dvölinni. Ríkisskattstjóri hafnaði umsókn um lækkun tekjuskatts. Vísaði hann þar m.a. til heimildar í lögum um tekjuskatt að ívilnun vegna andláts væri bundin við það ef hinn látni léti eftir sig maka eða „skylduómaga“ sem hefði framfærslu af tekjum eða eignum dánarbús. Heimild ríkis- skattstjóra til að veita ívilnun væri bundin við menn, eins og það er orð- að í úrskurðinum, og kæmi ekki til álita hjá dánarbúum eða öðrum lög- aðilum. Þá taldi ríkisskattstjóri að fjárhagsleg staða dánarbúsins hefði heldur ekki gefið tilefni til ívilnunar. Yfirskattanefnd tekur undir með ríkisskattstjóra og hafnar kröfu dánarbúsins. Nefndin hafnaði einnig kröfu dánarbúsins um að einn starfsmaður ríkisskattstjóra hefði verið vanhæfur við meðferð málsins. Tengdist það eldra máli konunnar, þar sem álagn- ing var kærð árið 2013 og skattaíviln- un samþykkt í það skiptið. Sami starfsmaður embættisins kom síðan að meðferð á kæru dánarbúsins en í kæru til yfirskattanefndar segir m.a. að málatilbúnaður ríkisskattstjóra í því máli hafi verið óvenjulegur og ómálefnalegur og draga megi óhlut- drægni viðkomandi starfsmanns í efa. Niðurstaða ríkisskattstjóra í hin- um kærða úrskurði hafi verið „algjör- lega ósamrýmanleg ákvörðunum embættisins vegna fyrri gjaldára,“ eins og það er orðað. bjb@mbl.is Heimild til skattaívilnunar bundin við lifandi fólk  Yfirskattanefnd hafnar kröfum dánarbús eldri konu Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Mikil mildi þykir að ekki hafi orðið alvarlegt slys þegar gaskútur sprakk í húsbíl á bensínstöð N1 í Ártúnsbrekku um tvöleytið í gær. Dælubílar frá slökkviliðinu á höfuð- borgarsvæðinu hreinsuðu vettvang- inn og var stöðinni lokað í rúman klukkutíma eftir slysið. Orsök slyssins má rekja til þess að spænskur ferðamaður dældi metangasi á própangaskút húsbíls- ins. Própangaskútar eru hannaðir til að þola þrýsting upp á um 20-30 bör en metangaskútar þurfa að þola tífalt meiri þrýsting. Kúturinn sprakk og sendi málmtætlur í allar áttir. Að sögn sjónarvottar heyrðist hávær hvellur og allt í bílnum „fór á hvolf og út um allt“. Upp gaus megn metanlykt og var svæðinu strax lokað. Engin eldhætta Þrír slösuðust minniháttar við sprenginguna samkvæmt upplýs- ingum frá slökkviliðinu. Sá sem dældi gasinu fékk skurð á kálfa og sagði Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, í samtalið við Morgun- blaðið að ótrúlegt væri að viðkom- andi hefði sloppið jafn vel. „Þetta var uppskrift að dauða- slysi og ótrúlegt að hann hafi ekki farið verr út úr þessu,“ sagði Egg- ert. Dælustöðin er rækilega merkt metangasi en Eggert segir að hugsanlega þurfi að gera sérstakar ráðstafanir til að hindra að þetta komi aftur fyrir, til dæmis með því að vara sérstaklega við því að metanið sé ætlað bílum en ekki gas- kútum. Engin eldhætta var, þar sem sprengingin varð einungis vegna þrýstingsáhrifa. „Í sjálfu sér er aldrei hætta með stöðina sjálfa, hún getur ekki sprungið. Um leið og kúturinn springur slokknar á dælunni,“ sagði Eggert enn fremur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun ferðamaðurinn hafa borið fyrir sig að hann hafi gert þetta áður heima á Spáni án vand- kvæða en líklega hefur verið um aðrar gastegundir að ræða. Einsdæmi á Íslandi Vinnueftirlitið mætti á vettvang til að rannsaka aðdraganda slyss- ins. Helsta rannsóknarefnið er hvernig viðkomandi gat tengt stút- inn á metandælunni við kútinn og líklega hefur þurft sérstakt milli- stykki til. Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins, leggur áherslu á að ekkert sé að óttast fyrri metanbílaeigendur. „Þetta tilfelli er einsdæmi á Íslandi. Það er engin hætta þegar verið er að dæla á venjulega metanbíla.“ Málið er nú í höndum lögregl- unnar og Vinnueftirlitsins. „Uppskrift að dauðaslysi“  Gaskútur í húsbíl sprakk á Ártúnshöfða eftir mistök ferðamanns  Dældi metangasi á própangaskút húsbílsins  Slapp með minniháttar meiðsli á kálfa Morgunblaðið/RAX Þrif Slökkvilið þrífur vettvanginn eftir gassprenginguna. Hluta Bíldshöfða var lokað um stundarsakir og þjónusta á bensínstöðinni lá niðri. Eggert Þór Kristófersson Eyjólfur Sæmundsson Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur fellt úr gildi breyt- ingu á deiliskipulagi sem miðaði að uppbyggingu í miðbæ Borgar- byggðar. Niðurstaða nefndarinnar byggir á því að byggingarmagn á tveimur lóðum hafi verið of mik- ið miðað við það sem tilgreint er að leyfilegt sé í aðalskipulagi. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru eitt stærsta uppbyggingarverkefni sem ráðist hefur verið í Borgar- byggð. Samkvæmt hinu fellda deili- skipulagi sem samþykkt hafði verið af bæjaryfirvöldum átti að rísa þar íbúðarbyggð, þjónustukjarni og hótel. Umræddur byggingarreitur er á Borgarbraut 55-59 og er jarðvegs- og sökkulsvinna þegar hafin, auk uppsetningar veggja í kjallara á lóð- um nr. 57 og 59. Engin ákvörðun tekin Að sögn Gunnars S. Ragnars- sonar, byggingarfulltrúa í Borgar- byggð, munu framkvæmdir nú stöðvast og eftir stendur nokkur hundruð fermetra hola. „Við hjá bænum vorum að funda um málið og það er ekki búið að taka neina ákvörðun um það hvað verður gert og hvernig þetta mun þróast,“ segir Gunnar. Hann viðurkennir aðspurður að niðurstaðan sé reiðarslag fyrir bæinn. „En það verður bara að taka tillit til þeirra sem eru að kæra og fara eftir settum lögum og reglum,“ segir Gunnar. Hann segir að nú verði farið yfir stöðuna og ákvörðun um næstu skref sé á borði byggingarfulltrúa og bæjarfulltrúa. Spurður hvort til greina komi að hætta alfarið við upp- bygginguna eða minnka byggingar- magnið segir Gunnar að ekki sé búið að fara yfir þá möguleika. „Það er ekkert búið að ræða þetta nánar,“ segir Gunnar. Upp- bygging í uppnámi  Úrskurðarnefnd felldi deiliskipulag Borgarnes Deili- skipulag var fellt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.