Morgunblaðið - 28.09.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 28.09.2016, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahúsi. Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal. Morgunblaðið/Ófeigur Rannsóknir Ítarleg dómskjöl, bréf og bréfasamskipti embættismanna gerðu Þorvaldi kleift að fara í saumana á máli Guðmundar. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þótt málaferlin gegn OscarWilde í lok 19. aldar tröll-riðu fréttum vestan hafsog austan, var varla á þau minnst í íslenskum dagblöðum. Og ekki heldur þegar skáldið var dæmt í tveggja ára fangelsi fyrir samkyn- hneigð árið 1895. Svipað var uppi á teningnum þegar glímukappinn Guðmundur Sigurjónsson var kærð- ur – og síðar dæmdur – fyrir að eiga mök við karla, eða samræði gegn náttúrlegu eðli, eins og það var kall- að í dómskjölum árið 1924. Opin- berlega var lítið um málið rætt. Guð- mundur fékk uppreisn æru í fyllingu tímans og smám saman féll það að mestu í gleymsku og dá. „Íslendingar þögðu vandlega um siðafárið sem geisaði í Evrópu frá því um 1890 og fram að fyrri heimsstyrjöldinni 1914 og speglaðist í umræðum um mannlegt hvatalíf, sýnilegt og heyranlegt, m.a. barn- eignir, takmörkun barneigna, vændi, getnaðarvarnir og kynsjúk- dóma. Einn angi umræðunnar var samkynlegt athæfi og varð hún þá bæði hatursfull og ofstopakennd. Ásökun um að menn iðkuðu sam- kynhneigð varð eins konar pólitískt afl. Vísasta leiðin til að fella valda- menn af stalli var að klína því á þá að þeir væru sódómískir. Orðræðan virtist fara algjörlega framhjá Ís- lendingum,“ segir Þorvaldur Krist- insson, rithöfundur og kynjafræð- ingur, sem í kvöld kynnir einn þátt rannsókna sinna á sögu samkyn- hneigðra á Íslandi á fundi Félags ís- lenskra fræða. Þöggun og blygðunarsemi Fyrrnefndur Guðmundur kemur mikið við sögu í erindi Þorvaldar, Glæpurinn gegn náttúrlegu eðli, þótt áherslan sé öðrum þræði á samkyn- hneigð á meginlandi Evrópu á síðustu áratugum 19. aldar og í byrjun þeirr- ar 20. „Mál hans er merkilegt í þjóðar- sögunni enda virðist það nánast eina heimildin um íslenskt vitundarlíf þeg- ar samkynhneigð og samkynlegt at- ferli voru annars vegar. Úti í heimi voru borgarsamfélögin forsenda um- ræðunnar, en nándin á Íslandi gerði það að verkum að menn stigu varlega til jarðar. Mér finnst áhugavert að skoða hvaða hliðstæður eða andstæð- ur má draga milli veruleikans í þess- um efnum í Evrópu og á Íslandi. Þöggunin hér helgaðist af blygðunar- semi. Samkynhneigð, eða kynvilla eins og hún var þá kölluð, þótti mikil smán, sem aðeins var slúðrað um, klæmst með eða nefnd í kerskni,“ segir Þorvaldur og nefnir í leiðinni að orðið homosexual hafi fyrst verið not- að í erlendu bréfi, sem þýsk- ungverskur læknir skrifaði um mál- efnið árið 1869. Sama ár voru sett á Íslandi lög um refsingar fyrir „samræði gegn náttúrlegu eðli“. Lögin giltu til 1940 og er Guðmundur eini fullveðja ein- staklingurinn sem dæmdur hefur verið samkvæmt ákvæðum þeirra og setið hefur í fangelsi. Þorvaldur rek- ur lífssögu Guðmundar, aðdraganda málaferlanna og afleiðingar þeirra. Hann veltir því fyrir sér hvaða gildi saga hans hafi til skilnings á sögu samkynhneigðra og í hvaða mæli sú saga kallast á við reynslu karla í svip- aðri stöðu annars staðar í Evrópu. Félagslegur áhrifamaður „Ekki er hægt að draga þá álykt- un að samkynhneigðir á Íslandi hafi haft tengsl sín á milli á bak við tjöldin. Þeir kunnu líkast til varla orð yfir hneigðir sínar. Hópeflis verður ekki vart fyrr en um og upp úr 1940, þótt slíkt hafi verið vel þekkt í stórborgum Evrópu allt frá því á miðöldum. Berl- ín var til dæmis mekka samkyn- hneigðs fólks löngu fyrir aldamótin 1900. Mál Guðmundar var einangrað, en hafði miklar afleiðingar fyrir hann persónulega. Hann hafði verið fé- lagslegur áhrifamaður, í forystu íþróttahreyfingarinnar, Góðtempl- arareglunnar og Guðspekifélagsins, en vék úr öllum ábyrgðarstöðum í hálfan áratug eftir að hann var dæmdur fyrir þann glæp að vera samkynhneigður.“ Ítarleg dómskjöl, bréf og bréfa- samskipti embættismanna gerðu Þorvaldi kleift að fara í saumana á máli Guðmundar. Einnig rannsakaði hann óbeinar heimildir, þær fáu blaðagreinar sem fjölluðu um málið sem og munnmælasögur. „Án þess- ara heimilda værum við úti í þokunni hvað varðar samkynhneigt líf á Ís- Glæpurinn gegn náttúrlegu eðli Fyrirsögnin hér að ofan er yfirskrift erindis sem Þorvaldur Kristinsson, rithöfundur og kynjafræðingur, flytur í kvöld á fundi Félags íslenskra fræða um einn þátt rann- sókna sinna á sögu samkynhneigðra á Íslandi. Guðmundur Sigurjónsson, lands- þekktur glímukappi og íþróttafrömuður, kemur við sögu, en hann er eini Íslending- urinn sem dæmdur var samkvæmt hegningarlögum, sem giltu frá 1869 til 1940, og sat í fangelsi fyrir mök við fullveðja karlmenn. Einnig siðafárið sem geisaði í Evr- ópu síðustu áratugi 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. Og sitthvað fleira. Glímukappinn Guðmundur, 22ja ára, um það leyti sem hann hóf æfingar með Glímufélaginu Ármanni þar sem hann átti samfellda sigurgöngu. „Geðraskanir eru raskanir á geðheil- brigði. Þær eru algengar og hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Meðferð, hugmyndafræði og viðhorf til geð- raskana tengjast menningu og að- stæðum hverju sinni. Allir geta þjást af geðröskunum og geðrænum kvill- um. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að 22-24% íbúa vest- rænna landa þjáist af geðheilbrigðis- vanda einhvern tíma á ævinni. Ef þessar tölur eru umorðaðar og heim- færðar upp á Íslendinga þá mun fjórði til fimmti hver einstaklingur upplifa geðröskun á lífsleiðinni.“ Þetta kemur fram um geðraskanir á vefsíðu Geðhjálpar, gedhjalp.is, en Geðhjálp býður upp á opinn fyrir- lestur um kvíða og áhrif hans á dag- legt líf ásamt aðferðum til að vinna með hann, í kvöld, miðvikudag, kl. 19.30. Fyrirlesarar verða sálfræðing- arnir Sigrún Arnardóttir og Emanúel Geir Guðmundsson. Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum Geðhjálpar að Borgartúni 30, 2. hæð. Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis. Kaffi og kaffiveitingar í boði Geðhjálpar. Ókeypis fyrirlestur öllum opinn Kvíði, áhrif hans á daglegt líf og aðferðir til að vinna með hann Morgunblaðið/Ásdís Geðheilbrigði Kvíði spyr hvorki um stétt né stöðu frekar en aðrir sjúkdómar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.