Morgunblaðið - 28.09.2016, Side 13
landi fyrir heimsstyrjöldina síðari,“
segir hann og víkur talinu að sak-
borningi, aðdraganda málaferlanna
og eftirmálum.
Tákn karlmennskunnar
„Guðmundur æfði með Glímu-
félaginu Ármanni og var í flokki pilta
sem þreyttu kapp í Konungsglímunni
á Þingvöllum til heiðurs Friðriki VIII
Danakonungi. Hann þótti snjallasti
glímumaður landsins í sínum þyngd-
ar- og stærðarflokki og var í hópi
pilta sem sýndu glímu á Ólympíu-
leikunum í London 1908. Hann ferð-
aðist um landið á vegum Ungmenna-
félags Íslands og kenndi íþróttir áður
en hann lærði íþróttaþjálfun og
sjúkraþjálfun á Englandi. Árið 1914
settist hann að í Winnipeg í Kanada,
lærði grísk-rómverska glímu og ís-
knattleik, lék með Winnipeg Falcons
og þjálfaði síðan liðið. Hann hélt með
kanadískum sjálfboðaliðum á víg-
stöðvarnar í Evrópu 1916 þar sem
hann var hjúkrunarmaður í fremstu
víglínu til stríðsloka. Árið 1920, sama
ár og hann fluttist aftur til Íslands,
unnu Fálkarnir til gullverðlauna á Ól-
ympíuleikunum í Antwerpen,“ segir
Þorvaldur og heldur áfram:
„Í Reykjavík starfaði Guðmund-
ur sem glímukennari, þjálfari í frjáls-
um íþróttum og nuddari íþrótta-
manna. Ennfremur veitti hann
forstöðu útibúi Kleppsspítala sem
kallað var Litli-Kleppur, var at-
kvæðamaður í Ungmennafélagi
Reykjavíkur og mikill bindindis- og
hugsjónamaður, sem sinnti því hlut-
verki fyrir góðtemplara að upplýsa
lögregluna um ólöglega sölu áfengis.“
Þorvaldur segir að Guðmundur
hafi verið þjóðþekkur maður og tákn
karlmennskunnar á sinni tíð, af-
skaplega vinsæll og vel liðinn. Engu
að síður hafi hann átt sér óvildar-
menn. Sprúttsalar landsins voru ekki
í aðdáendahópnum.
„Þeir klekktu á honum með því
að kæra hann fyrir illa meðferð á
sjúklingum, en hann var sýknaður af
þeirri ákæru, og mök við karla.
Ákæran var tekin til rannsóknar í
janúar 1924. Fjórtán manns voru
kallaðir til yfirheyrslu. Sumir kváðu
ásakanirnar tilhæfulausar, aðrir stað-
festu kynferðislegar þreifingar og
mök. Guðmundur var í einangrunar-
vist í fangelsi meðan yfirheyrslur
stóðu yfir. Í fyrstu neitaði hann sak-
argiftum og allt benti til að málið yrði
látið niður falla. Eftir viku í einangr-
un bugaðist hann og játaði að hafa átt
mök við nokkra menn sem slíkt höfðu
á hann borið. Athæfi sem hann taldi
þó hvorki syndsamlegt né refsivert,“
segir Þorvaldur.
Náðaður fyrir orð lækna
Guðmundur sat inni í fjóra mán-
uði en var þá náðaður fyrir orð
tveggja lækna, Guðmundar Thorodd-
sen og Guðmundar Björnssonar,
landlæknis, sem töldu hegningarlögin
gjörsamlega úrelt. Þorvaldur kemur
nánar að þeirra þætti í erindinu.
„Opinberlega stóðu þeir þó ekki
við bakið á Guðmundi. Vörn þeirra
kemur aðeins fram í einkabréfum
milli embættismanna. Þeim þótti við-
fangsefnið vera vísindanna en ekki
dómstólanna. Sú skoðun var meira og
minna ríkjandi á heimsvísu áratugum
saman, eða allt fram á áttunda ára-
tuginn að samkynhneigð var tekin af
alþjóðlegu sjúkdómaskránni.“
Saga samkynhneigðra á Íslandi
er um margt merkileg og ekki síst í
ljósi málaferlanna á hendur Guð-
mundi Sigurjónssyni, glímukappa,
sem þó er öllu þekktari fyrir þátt sinn
í íþróttasögu Íslands. „Um ævi hans
er lítið vitað í fimm ár eftir að dómur
féll annað en það að hann missti starf
sitt, hraktist úr íþróttahreyfingunni
en bjó þó allan þann tíma í Reykjavík.
Minningar um þetta mál voru að
mestu fyrndar þegar hann sótti um
uppreisn æru 1935 og hlaut hana með
konungsbréfi Kristjáns. Guðmundur
lét tímann vinna með sér gegn nið-
urlægingunni, tók aftur til starfa hjá
íþróttahreyfingunni og átti að mörgu
leyti farsælan feril, “ segir Þorvaldur
að lokum.
Fálkarnir fræknu Ísknattleiksliðið Winnipeg Falcons árið 1920, sama ár og Fálkarnir unnu gullverðlaun á Ól-
ympíuleikunum í Antwerpen. Guðmundur Sigurjónsson, þjálfari liðsins, er lengst til vinstri.
Þorvaldur flytur erindi sitt á
fundi Félags íslenskra fræða kl. 20
í kvöld, miðvikudag 28. sept-
ember, í safnaðarheimili Neskirkju
við Hagatorg.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016
Síðumúli 20, 108 Reykjavík • Sími 551 8258 • storkurinn.is
Ný verslun á nýjum stað
Full búð af nýju
spennandi garni
Opið:
Mán.-F
ös.
11-18
Lau. 11
-15
1883 Guðmundur fæddist á Litluströnd í Mývatnssveit, næstyngstur tíu
systkina. Benedikt, bróðir hans, er sagður fyrirmynd Fjalla-Bensa í Að-
ventu Gunnars Gunnarssonar.
1905 fluttist Guðmundur til Reykjavíkur og hóf æfingar með Glímufélag-
inu Ármanni.
1907 var Guðmundur í flokki pilta sem þreyttu kapp í Konungsglímunni á
Þingvöllum.
1908 var hann í hópi sem sýndi glímu á Ólympíuleikunum í London.
1913-1924 Guðmundur nam íþróttaþjálfun og sjúkraþjálfun á Englandi,
settist síðan að í Winnipeg í Kanada, þar sem hann lærði grísk-rómverska
glímu og ísknattleik. Hann lék með og þjálfaði Winnipeg Falcons áður en
hann hélt með kanadískum sjálfboðaliðum á vígstöðvarnar í Evrópu 1916.
Í lok ársins 1920 fluttist hann aftur til Íslands, kenndi glímu, var þjálfari í
frjálsum íþróttum og nuddari íþróttamanna.
1924 Guðmundur kærður fyrir illa meðferð sjúklinga og mök við karla.
Hann var sýknaður af fyrri ákærunni, en sakfelldur af þeirri síðari og sat
inni í fjóra mánuði.
1930 tók hann aftur til starfa í íþróttahreyfingunni.
1935 fékk Guðmundur uppreisn æru með konungsbréfi.
1942 hóf hann að kenna glímu hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur.
1948 fylgdi Guðmundur liði Íslendinga á Ólympíuleikana í London sem
nuddari. Hans síðasta verk í ellinni var að semja kennslubók í glímu.
1967 Guðmundur lést 14. janúar.
Glæstur íþróttaferill
GUÐMUNDUR SIGURJÓNSSON (1883 - 1967)