Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Eitt af markmiðum samgönguáætl-
unar fyrir árin 2015-2026 er að
samgöngukerfið verði lagað að
hröðum vexti ferðaþjónustu, meðal
annars vegna markmiða um dreif-
ingu ferðamanna um landið. Einnig
verði aðgengi fólks að þjónustu og
vörum aukið og hreyfanleiki
bættur. „Búsetugæði verði aukin
með því að bæta samgöngur innan
skilgreindra vinnusóknarsvæða og
stækka þau þar sem hægt er. Upp-
bygging og rekstur samgangna
stuðli að eflingu atvinnulífs innan
og milli landshluta. Gáttir landsins
verði skilgreindar og styrktar,“
segir í kafla um stefnumótun.
Til að ná þessum markmiðum á
m.a. að ljúka við endurbyggingu
allra helstu stofnleiða á landi og
tengingu þeirra með bundnu slit-
lagi og viðunandi burðarþoli við
þéttbýli með fleiri en 100 íbúa.
Einnig verði hugað sérstaklega að
þörfum ferðaþjónustunnar við upp-
byggingu og rekstur samgöngu-
kerfisins og vega að fjölsóttum
ferðamannastöðum.
Þá er ætlunin að skilgreina flutn-
ingaleiðir á landi „með áherslu á
nægjanlegt burðarþol allt árið,
næga breidd og bundið slitlag.
Fyrir þennan hluta grunnkerfisins
verði sett markmið um hraða upp-
byggingu vega til að þjóna atvinnu-
lífinu með viðunandi hætti auk þess
að stuðla að auknu umferðar-
öryggi“.
Einnig á að fara í gagngera
endurskoðun á lagaumhverfi og
innviðum með tilliti til sjálfkeyr-
andi ökutækja, svo nokkuð sé
nefnt.
Í kafla um stefnu og markmið
samgönguáætlunar 2015-2026 kem-
ur m.a. fram að samgönguáætlun
mótist af þeim takmörkuðu fjár-
munum sem ríkissjóður hefur haft
úr að spila frá því að fjármála-
kreppan skall á haustið 2008.
Hraður vöxtur ferðaþjónustunn-
ar gerir auknar kröfur til uppbygg-
ingar og þjónustu í samgöngumál-
um. Einnig þarf að tryggja skil-
virkar samgöngur við umheiminn
fyrir vöru- og fólksflutninga.
Ef mannfjöldaspá Hagstofu Ís-
lands gengur eftir mun landsmönn-
um fjölga um 28-42 þúsund á tíma-
bilinu 2015-2026. „Samgöngukerfið
þarf því að vera í stakk búið til að
uppfylla ferðaþörf 340-350 þúsund
íbúa árið 2026 auk þess sem 3-5
milljónir ferðamanna munu hafa
áhrif á þjónustu- og framkvæmda-
þörf í samgöngukerfinu.“
Fjórðungi af þörfinni mætt
Fram kemur að þrátt fyrir að
auknu fé verði veitt til samgangna
sé ljóst að uppbyggingu vegakerfis-
ins verði hvergi nærri lokið að
loknu þessu áætlunartímabili.
„Áætlað er að stofnkostnaður til
að færa allt vegakerfið að stöðlum
og ná öllum settum framkvæmda-
markmiðum Vegagerðar nemi tæp-
lega 400 milljörðum kr., en sam-
kvæmt áætluninni er gert ráð fyrir
um 100 milljörðum kr. til fram-
kvæmda. Séu viðhald og þjónusta,
hafnir, sjóvarnir og öryggisaðgerð-
ir taldar með væri kostnaður nokk-
ur hundruð milljörðum króna hærri
yfir áætlunartímabilið.“
Fyrir utan framkvæmdir við
Keflavíkurflugvöll er einnig fjallað
um stofnkostnað m.a. við flugstöðv-
ar á millilandaflugvöllum í Reykja-
vík, á Akureyri og Egilsstöðum auk
endurbóta á flughlöðum sömu valla.
Þá segir að mikilvægt sé að huga
að innviðum og aðstæðum til að
taka á móti ferðamönnum við
hafnir. Tekið er fram að sífellt
fleiri ferðamenn komi með Nor-
rænu, auk þess sem gefa þurfi
gaum að þeim fjölmörgu og gríðar-
stóru skemmtiferðaskipum sem
leggja að víða um landið.
Bæta þarf samgöngukerfið
Laga þarf samgöngukerfið að hröðum vexti ferðaþjónustunnar Endurbætur á vegakerfinu
kosta 400 milljarða Þingsályktunartillaga um samgönguáætlun fyrir árin 2015-2026 lögð fram
Morgunblaðið/Eggert
Vegakerfið Stofnkostnaður við að færa allt vegakerfið að stöðlum og ná öllum framkvæmdamarkmiðum Vega-
gerðarinnar er nær 400 milljarðar króna. Samgönguáætlunin gerir ráð fyrir 100 milljörðum til framkvæmda.
Samgönguáætlun
» Innanríkisráðherra hefur
lagt fram stjórnartillögu til
þingsályktunar um sam-
gönguáætlun fyrir árin 2015-
2026.
» Þar er mótuð stefna í
samgöngumálum og tilgreind
helstu markmið.
» Grunnnet samgöngu-
kerfisins sem nær til alls
landsins og á að tryggja
landsmönnum greiðar sam-
göngur er skilgreint.
» Þar er einnig áætlun um
fjáröflun til samgöngumála
og yfirlit um útgjöld.
„Skilgreint grunnnet samgangna á Íslandi telur tæp-
lega 5.000 km af vegakerfi, 36 hafnir og 13 flug-
velli,“ að því er segir um grunnnet samgangna hér á
landi í þingsályktunartillögu um samgönguáætlun
2015-2026.
„Innviðir samgangna eru umfangsmeiri og er þjóð-
vegakerfi Íslands tæplega 13.000 km að lengd.
Stofnvegir eru rúmlega 5.000 km, tengivegir tæp-
lega 3.400 km, héraðsvegir tæplega 2.700 km og
landvegir tæplega 2.000 km. Bundið slitlag er á rúm-
lega 5.500 km og lengdist það um 45 km árið 2014 og 51 km árið 2015.
Af 1.182 brúm í þjóðvegakerfinu eru 683 einbreiðar, þar af eru 39 af 226
brúm á hringveginum einbreiðar.“
Meirihluti brúa er einbreiður
GRUNNNET SAMGANGNA Á ÍSLANDI
Einbreið brú.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Í tillögu að nýrri samgönguáætlun
segir að gert sé ráð fyrir því að
Reykjavíkurflugvöllur verði áfram
á sama stað í Vatnsmýrinni. Er
það svo þrátt fyrir að búið sé að
loka einni af þremur flugbrautum
flugvallarins í takti við dóm
Hæstaréttar og áform borgarinnar
um að flugvöllurinn muni víkja.
Segir að óskað hafi verið eftir
viðræðum við Reykjavíkurborg
miðað við þær forsendur að
Reykjavíkurflugvöllur verði áfram
á núverandi stað þar til skýrt sam-
komulag liggi fyrir um annað sem
samræmist vilja Alþingis. „Án
Reykjavíkurflugvallar hefur ekki
fundist lausn sem gerir kleift að
uppfylla ferðatímamarkmið sam-
gönguáætlunar. Af gefnum ástæð-
um hefur ekki verið ráðist í nauð-
synlegar endurbætur, svo sem
byggingu nýrrar flugstöðvar,
nýrra lendingarljósa eða annars,“
segir í tillögunum.
Leita á leiða til að efla innan-
landsflug sem öruggan og um-
hverfisvænan ferðamáta „sem
tryggi aðgengi að nauðsynlegri
grunnþjónustu og skili umtals-
verðum þjóðhagslegum ábata“.
Betri dreifing ferðamanna
Þá segir að bæta eigi aðstöðu á
Keflavíkurflugvelli til að mæta
mikilli fjölgun farþega og aðstaða
á öðrum alþjóðlegum flugvöllum
verði einnig bætt. Sökum gríðar-
legrar fjölgunar ferðamanna þurfi
að stuðla að dreifingu þeirra víðar
um landið. Það megi gera með
auknu millilandaflugi til fleiri
staða en Keflavíkur og góðri kynn-
ingu á innanlandsflugi sem val-
kosti.
Gert ráð fyrir flug-
velli í Vatnsmýri
Önnur lausn hefur ekki fundist
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjavík Vilji er til þess að flug-
völlurinn verði áfram í Vatnsmýri.