Morgunblaðið - 28.09.2016, Page 16

Morgunblaðið - 28.09.2016, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 SMYRJA SÍMJÚK Á BRAUÐIÐ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á endur og seljendur. Neytendur senda svo bónda fyrirspurn um þá vöru sem þeir hafa hug á að kaupa. Hér er um að ræða bæði einfalt ferli og þægilegt.“ Markaðstorg líkt og Kjötborðið eru þekkt víða um heim og þá sér- staklega í Bandaríkjunum að sögn Vignis, en þau veita bændum aukinn möguleika að sérhæfa sig og verð- leggja sína sérhæfingu. „Auk þess að gefa bændum aukna möguleika fá neytendur möguleika á að sérhæfa sín innkaup enda upplýs- ingar um vöruna miklu betri en al- mennt gengur og gerist í stórmörk- uðum. Neytandinn er líka upplýstur um uppruna vörunnar og er þannig í betri aðstöðu að dæma hana.“ Nýr vettvangur fyrir bændur Gunnar Einarsson, bóndi á Daða- stöðum í Núpasveit í Öxarfirði, segir sjálfsagt að prófa nýjungar sem þessa enda gangi núverandi kerfi ekki upp. „Ég fagna því að menn reyni að prófa eitthvað nýtt því það gengur ekki að verð á kindakjöti sé komið niður fyrir það sem bændur fá í lönd- unum í kringum okkur því ekki er ódýrara að framleiða það hér.“ Sjálfur ætlar Gunnar að selja nokkra tugi skrokka af forystufé en hann segir kerfið í dag ekki taka tillit til sérstöðu þeirrar vöru og vonar að með markaðstorgi á borð við Kjot- bordid.is geti hann verðlagt vöruna í samræmi við sérstöðu hennar. „Kjöt af forystufé er öðruvísi, það er líkara villibráð enda minni fita á því. Það bragðast því á annan hátt en hefðbundið lambakjöt og ef það er eldað rétt er þetta mjög gott kjöt. Við fáum hins vegar minni styrki af þessu kjöti því það fellur ekki að al- mennum stöðlum. Það er því for- vitnilegt að sjá hvort markaður er fyrir þetta kjöt og hvort hann er til í að greiða meira fyrir gæðin.“ Markaðstorg á netinu fyrir landbúnaðarvörur Morgunblaðið/Rósa Braga Landbúnaður Markaðstorg tengir neytendur og bændur betur saman.  Tækifæri fyrir bændur að sérhæfa sig og veita neytendum betri upplýsingar Lambakjöt » Kjotbordid.is auðveldar kaup beint frá býli. » Bændur geta verðlagt vöru sína eftir gæðum og sérstöðu. » Milliliðum fækkar í við- skiptum. BAKSVIÐ Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Með því að kaupa beint af framleið- anda veit kaupandinn nákvæmlega hvaðan kjötið kemur og er upplýst- ari en áður,“ segir Vignir Már Lýðs- son, framkvæmdastjóri Kjötborðs- ins, en fyrirtækið hefur starfsemi á morgun, fimmtudag, og er eins kon- ar markaðstorg fyrir íslenskar land- búnaðarvörur. „Kjotbordid.is er markaðssvæði þar sem neytendur eru í beinum samskiptum við framleiðanda vör- unnar. Hér er um að ræða fyrsta markaðstorgið á netinu fyrir ís- lenska framleiðendur og neytendur að koma saman til að kaupa landbún- aðarvörur beint frá býli.“ Sérhæfa sig í kjöti Til að byrja með verður eingöngu hægt að kaupa lambakjöt en Vignir segir aðrar kjötvörur koma í kjöl- farið. „Þetta er bara byrjunin en við stefnum á að bjóða neytendum upp á að kaupa nautakjöt, hreindýrakjöt, folaldakjöt og villibráð í gegnum markaðstorgið. Ferlið er mjög ein- falt því í raun skrá sig inn bæði kaup- Hrein raunávöxtun af þeim eign- um sem tilheyra samtryggingar- deildum sjóðanna reyndist 8% og hefur hún ekki reynst meiri frá árinu 2006, þegar hún var 10,2%. Árleg vegin meðalraunávöxtun þeirra síðastliðin 25 ár er um 4,6%. Hrein raunávöxtun séreignadeilda á árinu 2015 var 7,8%. Verðbréfaeignir sjóðanna sem eru með ábyrgð ríkis og sveitar- félaga voru um 38% af heildareign- um þeirra og lækkaði hlutfallið nokkuð. Eignir í erlendri mynt námu um 23% af heildareignum. Um 35% eignanna eru bundin í hlutabréfum, skráðum og óskráð- um, og jókst hlutfall þeirra í safni sjóðanna um þrjú prósentustig milli ára. Tryggingafræðileg staða þeirra sjóða sem njóta ekki ábyrgðar launagreiðenda var að jafnaði já- kvæð um 3% í árslok 2015. Ekki er sömu sögu að segja um sjóðina sem njóta ábyrgðar ríkis og sveitarfél- aga. Er heildarstaða þeirra með áföllnum skuldbindingum og fram- tíðarskuldbindingum -38%. Eignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um 344 milljarða króna á síðasta ári og stóðu þær í 3.276 milljörðum króna um síðustu áramót. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Fjár- málaeftirlitsins á stöðu íslenskra lífeyrissjóða í árslok 2015. Þar kemur fram að fjárfestingartekjur sjóðanna námu 302 milljörðum króna og tekjur af iðgjöldum 163 milljörðum, en þá námu lífeyris- greiðslur út úr sjóðunum tæpum 112 milljörðum króna. Lífeyrissjóðir uxu um 344 milljarða  Rekstur lífeyrissjóðanna kostaði um 8,2 milljarða 2015 Morgunblaðið/Golli Uppgjör Rekstur sjóðanna gekk vel. ● Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 1,3% í viðskiptum gær- dagsins og nemur lækkun hennar frá áramótum því ríflega 9,1%. Heildar- vísitalan hefur lækkað nokkru minna, eða um 6,1% frá áramótum. Heildarviðskipti á aðalmarkaði í gær námu ríflega 2,4 milljörðum króna og voru mest viðskipti með bréf Icelandair Group, fyrir 631 milljón króna. Lækkuðu bréf félagsins um tæp 1,6% í gær. Næstmest voru viðskiptin með Marel, eða 422 milljónir króna, og lækkuðu bréf þess um rúm 1,4%. Þá lækkuðu bréf HB Granda um 2,7% í tæplega 90 milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitalan gaf enn frekar eftir í gærdag 28. september 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.74 114.28 114.01 Sterlingspund 147.42 148.14 147.78 Kanadadalur 86.0 86.5 86.25 Dönsk króna 17.164 17.264 17.214 Norsk króna 14.036 14.118 14.077 Sænsk króna 13.292 13.37 13.331 Svissn. franki 117.38 118.04 117.71 Japanskt jen 1.1325 1.1391 1.1358 SDR 159.17 160.11 159.64 Evra 127.87 128.59 128.23 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 159.0504 Hrávöruverð Gull 1335.85 ($/únsa) Ál 1620.0 ($/tonn) LME Hráolía 46.05 ($/fatið) Brent Húsasmiðjan mun opna nýja 1.100 fermetra verslun á Ísafirði næsta vor sem mun sameina starfsemi Húsa- smiðjunnar á Ísa- firði á einn stað. Í dag eru verslunin og timbursalan aðskilin, en Húsasmiðjan hefur rekið verslun á Ísafirði frá árinu 2001. Þá bætist Blómaval við í nýju bygging- unni. Undirritaður hefur verið samningur við Vestfirska verktaka um byggingu verslunarinnar. Árni Stefánsson, forstjóri, segir það stefnu Húsasmiðjunnar að veita góða þjónustu á landsbyggðinni þar sem rekstrargrundvöllur er til slíks. Byggja nýja verslun Árni Stefánsson  Húsasmiðjan eyk- ur við sig á Ísafirði ● Dótturfélag Ný- herja í Svíþjóð, Applicon AB, hefur gert samning um sölu og innleiðingu á kjarnabankakerf- um fyrir SBAB Bank, sem er sænskur banki sem sérhæfir sig í lánveitingum og sparnaðarlausnum til einstaklinga, fast- eignafyrirtækja og húsnæðissamtaka. Hann er í eigu sænska ríkisins og með Aaa lánshæfiseinkunn frá Moody’s. Bankinn er með um 303 milljarða sænskra króna í útlánum, jafngildi um 4.050 milljarða íslenskra króna. Dótturfélag Nýherja sem- ur við húsnæðisbanka Finnur Oddsson STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.