Morgunblaðið - 28.09.2016, Page 17

Morgunblaðið - 28.09.2016, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þú heldur til í þínum eigin raun- veruleika,“ sagði Hillary Clinton, forsetaframbjóandi Demókrata, sem tókst á við Donald Trump, forseta- frambjóðanda Repúblíkana, í fyrstu kappræðunum þeirra á milli í að- draganda forsetakosninganna vestanhafs sem fara fram 8. nóvem- ber næstkomandi. Sakaði hún Trump meðal annars um að hefja stjórnmálaferil sinn á „rasískri lygi“ varðandi uppruna Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Hún er talin hafa sýnt stöðugleika og reynslu á meðan Trump lék hlut- verk lýðskrumarans, sem talaði til ósátta verkamannsins sem kominn er með nóg af stjórnmálamönnum. Hann hafi virst pirraður og upp- stökkur þegar leið á kappræðurnar. Þetta kemur fram í frétt AFP. Persónulegar árásir Þá greip Trump fljótt til persónu- legra ásakana í garð Clinton og hélt því til streitu að hún hefði ekki það „forsetalega útlit“ sem þyrfti til að gegna forsetaembættinu né úthald. Clinton hrakti þá staðhæfingu hans og vakti jafnfram athygli á að hann væri sjálfur óhæfur til að gegna embættinu; hann væri móðgandi í garð múslima og byði upp á slæmar efnahagsáætlanir. „Ég tel að skapgerð mín sé minn allra helsti kostur,“ sagði Trump og uppskar hlátur í áhorfendasalnum á meðan Clinton svaraði: „Vá, ókei.“ Kappræðunum svipaði því oftar til rifrildis á barnaheimili en keppni um valdamesta starf í heimi, sagði í um- fjöllun AFP í gær. Yfir hundrað milljónir manna horfðu á kappræðurnar á mánudags- kvöld, sem voru fyrsta viðureign frambjóðendanna af þremur. „Ég er klókur“ Clinton innti Trump einnig eftir því af hverju hann hefði ekki þegar birt skattaskýrslu sína eins og allir aðrir forsetaframbjóðendur síðustu fjörutíu ára – hvort það þýddi að hann hefði eitthvað að fela. „Það þýðir að ég er klókur,“ svaraði Trump um hæl en Clinton bætti þá við að afleiðingar þess væru „ekkert fyrir hersveitirnar, ekkert fyrir fyrr- verandi hermenn og ekkert fyrir heilbrigðismál“. Frambjóðendurnir tókust einnig á um alþjóðlegt hlutverk Bandaríkj- anna og sagði Trump að Bandaríkin gætu ekki verið „lögreglumaður heimsins“. Clinton ítrekaði að hægt væri að treysta loforðum Banda- ríkjamanna. „Ég vil fullvissa banda- menn okkar í Japan, Suður-Kóreu og annars staðar um að við höfum gagnkvæma varnarsamninga og við munum heiðra skuldbindingar okk- ar“. Innan raða Clinton voru áhyggjur af því að Trump gerði út af við and- stæðing sinn með einum frasa, eins gerst hafði í forkosningunum þegar hann kallaði Jeb Bush „orkulausa Jeb“ og Marco Rubio „litla Marco“, en þetta kemur fram í umfjöllun The Telegraph. Trump ávarpaði hana af virðingu allan tímann og greip aldrei til uppnefnisins sem þó hefur heyrst víða í kosningabaráttunni, þ.e. „croo- ked Hillary“ eða „spillta Hillary“. Aðlagist eftir hrakfarir Í könnun á vegum CNN sem birt var í kjölfar kappræðnanna kom fram að 62% af 521 kjósanda sem svöraði könnuninni sögðu Clinton hafa sigrað í kappræðunum en að- eins 27% völdu Trump. Frambjóð- endurnir voru hnífjafnir í könnunum fyrir kappræðurnar. Mat erlendra miðla var að mestu á sama veg. Nokkrir blaðamenn höfðu þó á orði að Trump væri afar fær í að „aðlagast eftir hrakfarir“ og hætta væri á að Clinton yrði „kotroskin“ eftir ætlaðan sigur hennar. Reynslan tók skruminu fram  Clinton og Trump öttu kappi í fyrstu kappræðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum  Yfir 100 milljón manna fylgdust með  Hafi ekki „forsetalegt útlit“ eða úthald  62% sögðu Clinton hafa sigrað AFP Reiðubúin Hillary Clinton og Donald Trump komu brosandi inn á sviðið við upphaf fyrstu kappræðna þeirra á milli. Kappræðurnar í tölum » Á meðan á kappræðunum stóð greip Trump alls 51 sinni fram í fyrir Clinton en hún greip 17 sinnum fram í fyrir honum, samkvæmt Vox.com » Fimm milljón manns birtu færslur eða tíst um kappræð- urnar á samfélagsmiðlinum Twitter meðan á þeim stóð » 440.000 tíst snerust um Lester Holt, stjórnanda kapp- ræðnanna. „Við munum halda áfram að standa gegn því að Evrópusambandið setji á fót her eða hernaðarhöfuðstöðvar, en það mun grafa undan Atlants- hafsbandalag- inu,“ sagði Mich- ael Fallon, varnarmálaráð- herra Breta, þeg- ar hann kom á fund varnarmála- ráðherra Evrópu- sambandsríkj- anna í höfuðborg Slóvakíu í gær. Leiðtogar Evrópu- sambandsins höfðu þegar ákveðið á leiðtogafundi sínum í borginni fyrr í mánuðinum að efling varnarsam- starfs yrði eitt af forgangsatriðum innan sambandsins við útgöngu Breta. Fallon fullyrti jafnframt að ekki væri meirihluti fyrir því að stofna sambandsher. Engin mótsögn „Það er engin mótsögn í sterku varnarsamstarfi innan ESB og sterku varnarbandalagi NATO. Bandalögin munu frekar styrkja hvort annað,“ sagði Jens Stolten- berg, framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, við upphaf fund- arins í gær. Mikilvægt væri þó að forðast endurtekningu en ESB og NATO ættu að bæta hvort annað upp. Á fundinum voru meðal annars ræddar hugmyndir Frakka og Þjóð- verja um aukið varnarsamstarf. Bretar muni standa gegn sambandsher Jens Stoltenberg Sýrlenski herinn náði í gær tökum á Farafira-hverf- inu í miðborg Aleppo, en hverf- ið var áður undir stjórn uppreisn- armanna. Herinn hefur undan- farna daga með aðstoð Rússa hald- ið uppi stífum loftárásum á borgina sem hafa kostað fjölmarga lífið. Vesturveldin hafa þegar haft uppi ásakanir í garð Rússa um stríðs- glæpi, en Jens Stoltenberg, fram- kvæmdastjóri NATO, fordæmdi árásirnar. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tók í sama streng í gær og sagðist hafa „alvarlegar áhyggjur“ af hinu „viðbjóðslega“ blóðbaði sem ætti sér stað í Aleppo og annars staðar í Sýrlandi. SÝRLAND „Alvarlegar áhyggj- ur“ af blóðbaðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.