Morgunblaðið - 28.09.2016, Síða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016
,,Sérhvert þróun-
arskeið þjóðfélagsins
þarfnast sinna miklu
manna og þegar það
finnur þá ekki, finnur
það þá upp“. (Helvé-
tius, Claude-Adrien,
heimspekingur, 1715-
1771). Eftir Wintris-
klúðrið og tilheyr-
andi ráðherrahróker-
ingar vantaði fram-
sóknarráðherra í ríkisstjórnina. Í
þingmannaliði flokksins fannst
enginn mikill maður til að setja í
stólinn og því var fundinn upp
ráðherra og uppfinningin Lilja
Dögg Alfreðsdóttir gerð að utan-
ríkisráðherra. (Tók við embætti 7.
apíl sl.) Ekki sat konan sú lengi
auðum höndum í utanríkisráðu-
neyti Íslands. Snaraði sér fljótlega
í viðræður við varnarmálaráðu-
neyti Bandaríkjanna um varnar-
og öryggismál. Útkoman: Samn-
ingur, sem ber yfirskriftina: Sam-
eiginleg yfirlýsing varnarmála-
ráðuneytis Bandaríkjanna og
utanríkisráðuneytis Íslands.
Samning þennan má lesa í heild
sinni á vef utanríkisráðuneytisins.
Heilmikið mál, ítarlegur inngang-
ur og átta tölusettar greinar, en
svo kynlegt sem það er, án undir-
skrifta. Þeir sem vilja tala máli
stríðs og hermangs eiga auðvitað
að gera það tæpitungulaust. Í inn-
gangi samningsins stendur: ,,Ut-
anríkisráðuneyti Íslands áréttar,
sem framlag til sameiginlegra
varna Atlantshafsbandalagsins,
skuldbindingu sína um rekstur
varnaraðstöðu og -búnaðar, meðal
annars rekstur íslenska loftvarn-
arkerfisins (IADS) , um að veita
gistiríkisstuðning vegna annarra
aðgerðaþarfa, eins og loftrýmis-
gæsluverkefna Atlantshafsbanda-
lagsins frá flugbækistöðinni í
Keflavík, aukinnar tímabundinnar
viðveru á vettvangi eftir þörfum,
meðal annars en ekki einvörðungu
vegna viðveru kafbátaleitarvéla,
og vegna sameiginlegra áætlana-
gerða og varnaræfinga fyrir
bandalagið.“ M.ö.o. kostnaðinn af
þessum umsvifum öllum á íslenska
ríkið að greiða.
Og það er meira blóð í kúnni.
Bandaríkjamönnum gefst kostur á
að nota aðstöðuna hérlendis eftir
sínum þörfum. Í 2. gr. segir svo:
,,Utanríkisráðuneyti Íslands heim-
ilar að varnarmálaráðuneyti
Bandaríkjanna og Atlantshafs-
bandalagsins nýti sér aðstöðu eftir
þörfum og í samræmi við varnar-
samninginn frá 1951...“ Svo er að
sjá sem Bandaríkjamönnum sé
heimilt að gera hvað sem þeim
þóknast á Keflavíkurvelli hvenær
sem er.
Í 3.-8. gr. er boðað aukið sam-
ráð og samstarf í varnar- og ör-
yggismálum, bæði hernaðarlegt og
af öðrum toga. Það hlýtur mörg-
um að finnast furðulegt hve þessi
gjörningur ráðherrans hefur feng-
ið litla opinbera umfjöllun. Alþingi
kom lítið sem ekkert
að málinu. Sama gildir
um utanríkismála-
nefnd Alþingis. Og
ekki var haft samráð
við sjálfstæðismenn,
hinn stjórnarflokkinn.
Eitthvað hlýtur að
vera rotið í lýðræðis-
ríkinu Íslandi þegar
einn ráðherra getur
upp á sitt eindæmi
opnað allar gáttir fyrir
bandaríska hernum og
fótum troðið fullveldi
landsins og það án þess að spyrja
kóng eða prest. Ósköp er konan
eitthvað öryggislaus. Henni nægir
ekki að vera í Nató. Heldur ekki
aðrar heræfingarnar á umliðnum
árum á norðurslóðum. Hvorki her-
æfingar Bandaríkjanna og Kanada
á hafinu norður af Alaska og Kan-
ada á norðvesturleiðinni svo-
nefndu, né heldur heræfingar
Nató, hernaðararms hinna vest-
rænu heimsvelda í Norður-Svíþjóð
og flotaæfingar við norður- og
vesturströnd Noregs. Ekki nægir
henni loftrýmiseftirlitið á vegum
Nató, sem reglulega fer fram hér
á landi með þrjá flugvelli undir,
þar sem æft er aðflug og her-
gagnaflutningar. Og ekki stríðs-
leikirnir, sem kallast Norður-
Víkingur, sem stundaðir hafa ver-
ið árum saman og æfður land-,
flug- og sjóher. Allt þetta dugir
ráðherranum greinilega ekki.
Hann vill hafa bandarísku dátana
innan seilingar. Það vildu þær líka
kynsystur ráðherrans, sumar
hverjar, á stríðsárunum og lengi
eftir það og fannst draumur að
vera með dáta. Í 7. kafla Harðar
sögu og Hólmverja (Sv. á Hv.)
stendur: „Sveinninn Hörður stóð
við stokk og gekk nú hið fyrsta
sinni frá stokkinum og til móður
sinnar og rasaði að knjám henni.
Menið hraut á gólfið fram og
brast í sundur í þrjá hluti. Signý
reiddist mjög og mælti: „Ill varð
þín ganga hin fyrsta...““ Höfundur
sögunnar leggur henni Signýju
Valbrandsdóttur fleiri orð í munn.
Það er von mín að þau eigi ekki
eins vel við um gerðir ráðherrans í
framtíðinni og þau sem ég vitnaði
til um upphaf ráðherradóms hans.
Það er draumur að vera með dáta...
Eftir Ólaf Þ.
Jónsson. » Bandaríkjamönnumgefst kostur á að
nota aðstöðuna hérlend-
is eftir sínum þörfum.
Ólafur Þ. Jónsson
Höfundur er skipasmiður.
Hrafnh. Skúlad. – Hanna Friðriksd. 250
Friðrik Jónsson – Björn Svavarss. 224
A/V
Björn Arnarsson – Guðlaugur Ellertss. 287
Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss. 255
Elín Guðmanns. - Friðgerður Benedikts. 245
Tómas Sigurjss. - Jóhannes Guðmannss. 241
Minningarmót um Hannes
Alfonsson í Gullsmára
Spilað var á 11 borðum í Gull-
smára mánudaginn 26. september.
Úrslit í N/S:
Samúel Guðmundss. - Jón Hannesson 217
Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 203
Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 203
A/V
Vigdís Sigurjónsd. - Sigurður Dagbjarts. 210
Kristín G.Ísfeld - Óttar Guðmss. 209
Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnason 190
Þetta var fyrsti spiladagurinn í
Minningarmóti Hannesar Alfons-
sonar. Hannes var ein af driffjöðrum
félagsins og fyrrum formaður.