Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.09.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 ✝ Sigurður Sig-hvatsson fædd- ist á Tóftum í Stokkseyrarhreppi 13. júlí 1926. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Kumb- aravogi 17. sept- ember 2016. Foreldrar hans voru Guðbjörg Halldóra Brynj- ólfsdóttir, f. 17. október 1895, d. 19. apríl 1951, og Sighvatur Einarsson, f. 8. nóvember 1900, d. 7. febrúar 1991. Systkini Sigurðar eru Ólöf Bryndís Sveinsdóttir, f. 13. desember 1921, d. 10. október 2011. Ólafur Þórir Sighvatsson, f. 30. maí 1929, d. 26. ágúst 2008, Einar Sighvatsson, f. 7. maí 1931, d. 11. mars 2007, Hjalti Sighvatsson, f. 1. desem- ber 1932, d. 12. júní 2013. Ing- unn Sighvatsdóttir, f. 7. maí 1931, og Sighvatur Einar Sig- hvatsson, f. 11. febrúar 1956. Sigurður kvæntist Fjólu Hildiþórsdóttur 14. apríl 1951. Fjóla fæddist 23.8. 1932 og lést 27. október 2013. Börn þeirra: andez. Börn þeirra eru Hlynur Snær og Sóley Edda. Sigurður ólst upp að Tóftum í Stokkseyrarhreppi en flutti á Selfoss 1946 þar sem hann bjó allan sinn starfsferil. Hann fluttist á Kumbaravog, Stokks- eyri, 2014 og bjó þar til ævi- loka. Þegar Sigurður flutti á Selfoss 1946 fór hann að vinna í pakkhúsi KÁ. Hann hóf nám í bifvélavirkjun hjá KÁ 1952, lauk sveinsprófi 1956 og fékk meistararéttindi 1961. Sig- urður vann síðan við iðn sína allt til 1995, þar af yfir 20 ár sem verkstjóri. Sigurður var virkur í félagslífinu á Selfossi; var í Bridgefélagi Selfoss, Björgunarsveitinni Tryggva, í stjórn Verkstjórafélags Árnes- sýslu og félagi í Rótarýklúbbi Selfoss. Sigurður og Fjóla ferðuðust töluvert til útlanda; fóru oft til Spánar, sigldu um Miðjarð- arhafið og heimsóttu Ísrael, Egyptaland, Mexíkó, o.fl. lönd. Innanlands ferðuðust þau einn- ig mikið og sérstaklega inn á hálendið, enda áttu þau lengst af jeppa. Sigurður og Fjóla eignuðust sumarbústað við Apavatn 1994 þar sem þau eyddu frítíma sínum með ört stækkandi fjölskyldu. Útför Sigurðar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 28. sept- ember, klukkan 13.30. 1. Guðbjörg Sig- urðardóttir, f. 10.1. 1951, gift Kristni Ólafssyni, f. 11.3. 1945, börn þeirra Fjóla Steindóra, gift Snorra Sigurð- arsyni, og eiga þau þrjú börn, Sigurð- ur Óli, á tvö börn með Birnu Kára- dóttur, fyrir á Kristinn soninn Ingimund sem er giftur Ingi- björgu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. 2. Hilmar Þór, f. 08.7. 1955, sambýliskona hans er Hulda Guðmundsdóttir, f. 5.8. 1958. Dóttir Hilmars er Svava Hlín, dóttir Huldu er Heiða Dögg. 3. Hjalti Sigurðsson, f. 3.10. 1957, giftur Ragnheiði Jónu Högnadóttur, f. 25.5. 1961. Dætur þeirra eru Þór- hildur Guðbjörg, gift Sigurði Inga Sigurðarsyni og eiga þau tvö börn. Gunnhildur Katrín, gift Hlyni Geir Hjartarsyni og eiga þau tvö börn, fyrir á Hlyn- ur eina dóttur. 4. Helgi Þröst- ur, f. 16.1. 1964, fyrrverandi kona hans er Emelía Fern- Elskulegur tengdafaðir minn er látinn. Fyrir ríflega ellefu ár- um kynntist ég Sigurði þegar ég tengdist inn í fjölskylduna. Þau hjónin, Sigurður og Fjóla, urðu mér mjög kær alveg frá fyrsta degi sem tengdaforeldr- ar. Ég minnist með söknuði allra þeirra ánægjulegu stunda sem við Hilmar áttum með þeim hjónum í sumarbústaðnum við Apavatn. Árlega um verslunar- mannahelgi kom nærfjölskyldan öll saman í bústaðnum og voru þá teknar upp kartöflur og grilluð lambalæri. Þegar rökkva tók var kveikt upp í brennu við vatnsborðið og haft gaman af. Við Hilmar keyptum okkur lóð í Grímsnesinu og er þar mikið berjaland. Eitt sinn þegar Sigurður og Fjóla komu til okk- ar í kaffi þá gáfum við þeim blá- ber sem við vorum nýbúin að tína á lóðinni og rjóma. Sigurði fannst þetta happa- fengur því bláber voru í uppá- haldi hjá honum og borðaði hann nokkrar skálar þar til hann stóð á blístri. Áður en þau fóru heim þá settum við koll í eitt berjalyngið fyrir Sigurð svo hann gæti tínt ber til að fara með sér heim til að setja í skyr. Þann þrettánda júlí síðastlið- inn varð Sigurður níræður og bauð hann fjölskyldu, vinum, íbúum á Kumbaravogi og starfsfólki upp á heljarinnar af- mælisveislu á staðnum. Þessi dagur er mér mjög minnisstæð- ur því hann var svo sæll og glaður og þakklátur þeim sem sáu sér fært að mæta í veisluna. Sigurður komst síðan eina ferð upp í bústað stuttu eftir af- mælið með börnum sínum og fylgifiskum þar sem var slegið upp í hefðbundna grillveislu. Sigurður naut ferðalagsins og kvaddi þar með bústaðinn í síð- asta sinn því honum var ljóst að ferðirnar upp í bústað yrðu ekki fleiri. Elli kerling var orðin að- gangshörð og heilsunni farið að hraka mikið. Við Hilmar höfðum það oft á orði þegar við heimsóttum Sig- urð á Kumbaravog að það virt- ist vera að það væri alltaf gott veður á Stokkseyri því sólin skein mjög oft þegar við rennd- um í hlað, þó svo það væri þungbúið allt í kring. Þann sautjánda september var engin undantekning þar á. Þegar við ókum að Kumbaravogi í annað sinn þann daginn þá skein sólin í heiði og birtan var friðsæl. Sólstafir skinu í gegnum skýin í fjarska og var Sigurður þá nýbúinn að kveðja þessa jarð- vist og eflaust búinn að hitta Fjólu sína hinum megin en hún lést fyrir 3 árum. Ég kveð hér með minn kæra tengdaföður og er þakklát fyrir að hafa náð að kveðja hann nokkrum klukkustundum áður en hann dó með strokum á vanga. Mér þykir mjög miður að geta ekki verið við jarðarför- ina, þar sem ég verð stödd er- lendis. Ég kveð því Sigurð með þessum minningarorðum og megi guð geyma hann. Fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hulda Guðmundsdóttir. Nú er komið að kveðjustund og margs að minnast frá því að ég kom fyrst á Engjaveg 7 fyrir 37 árum þegar við Hjalti vorum að draga okkur saman. Tengdapabbi minn var af- skaplega góður og traustur maður og var ungur í anda allt til síðasta dags. Hann var sér- staklega barngóður og kunni heil ósköp af þjóðsögum og kvæðum sem gladdi börnin stór og smá og hafði afskaplega góða og skemmtilega frásagn- arhæfileika. Við fjölskyldan fórum í marg- ar skemmtilegar ferðir með þeim Sigga og Fjólu og höfðu þau mikið yndi af ferðalögum. Árið 1994 kaupa tengdaforeldr- ar mínir sumarbústað við Apa- vatn, sannkallaðan sælureit. Þar voru þau öllum stundum, plöntuðu trjám og hlúðu að, og í dag er lóðin þeirra full af fal- legum trjám og gróðri sem við stórfjölskyldan fáum að njóta. Við Hjalti, dætur okkar og fjöl- skyldur dvöldum þar oft með þeim, settar voru niður kart- öflur á vorin og fyrsta upp- skeran sett í pott um versl- unarmannahelgi og var tilhlökkunin mikil hjá þeim feðgum Sigga og Hjalta að sjá hvað kæmi undan grösunum. Í seinni tíð enduðum við oft kvöldin á að spila vist með til- heyrandi sögnum og melding- um, hlustandi á Steina spil eða Hauk Morthens. Þegar tengdapabbi hætti að vinna fór hann að hjóla um all- an bæ sér til hressingar. Hann dreif sig svo í hestamennskuna og átti lengi vel tvo hesta og fór í margar skemmtilegar og eft- irminnilegar hestaferðir með Kidda, tengdasyni sínum, og Stormsveitinni. Seinni árin var hann með einn hest í hesthús- inu hjá Högna, pabba mínum, og nutu þeir þess mjög að fara saman í útreiðar sem enduðu oft á góðu spjalli með bauk í hendi í hlöðunni. Í sumar fagnaði Siggi tengdapabbi 90 ára afmælinu sínu og tók á móti ættingjum og vinum með aðstoð starfsfólks Kumbaravogs. Stórfjölskyldan fór svo með hann í óvissuferð og enduðum við daginn í bú- staðnum við Apavatn þar sem við áttum góða stund saman. Eftir að Fjóla tengdamamma lést fór tengdapabbi fljótlega niður á Kumbaravog þar sem hann kynntist mörgu góðu fólki, bæði starfsfólki og heimilis- mönnum. Í næsta herbergi var Haukur Daðason og brölluðu þeir margt skemmtilegt saman en eftir að tengdapabbi varð rúmliggjandi kíkti Haukur á hann oft á dag með fréttir og oftast úr Tungunum. Viljum við fjölskyldan færa Hauki sérstak- ar þakkir fyrir hugulsemina og starfsfólki Kumbaravogs þökk- um við frábæra umönnun og góðvild í hans garð. Elsku Siggi minn, nú ertu búinn að fá hvíldina sem þú varst farin að bíða eftir og bú- inn að hitta Fjólu þína. Minningin er ljós sem lifir, hvíldu í friði, elsku Siggi minn. Þín tengdadóttir, Ragnheiður Högnadóttir. Sigurður tengdapabbi var tilbúinn þegar kallið kom þann 17. september 2016. Þessi lífs- glaði maður sem alltaf var tilbú- inn í sprell og spaug gat bara orðið brosað út í annað, þó að stelpurnar hans á Kumbara- vogi, „þessar elskur“, gerðu allt sem þær gátu til að létta honum lífið. Siggi var alls staðar hrókur alls fagnaðar í fjölskylduboðum með barnabörnunum uppi í sumarbústað þar sem hann söng og trallaði og fór með vís- ur, þulur og ljóð. Við Siggi fórum saman í margar hestaferðir, hann byrj- aði sem trússari en var orðinn einn af okkur í Stormsveitinni strax eftir fyrstu ferð og aldrei neitt kynslóðabil. Uppáhalds hestavísurnar hans urðu betri þegar hann kynntist Binna í Núpstúni, höf- undi þeirra, á Kumbaravogi þar sem þeir voru báðir vistmenn. Á kveðjustund heyrum við þig syngja þessar vísur með þínu lagi: Djöfull var nú, drengir, gott að detta í’ða, mega frjáls um fjöllin ríða og fullur oní pokann skríða. Gaman var að gista hér og glösum klingja, sálarskarnið ögn að yngja, einkanlega þó að syngja. Hjartað fullt af fjallsins yndi finn ég tifa. Það er sem ég segi og skrifa: Svona dag er gott að lifa. Takk fyrir allt og allt. Farðu í friði. Uppáhalds- og sparitengda- sonur þinn, Kristinn Ólafsson. Elsku afi, nú hefur þú kvatt þennan heim og ert kominn á betri stað, til ömmu og eruð þið saman á ný. Eftir stendur fullt af minningum sem hlýja mér um hjartarætur. Ég var ekki bara að missa afa minn heldur einnig minn besta vin. Þú varst alltaf svo áhugasamur um allt sem ég gerði þó stundum hafi komið „þetta er nú bölvuð vit- leysa“. Börnin mín sóttu í þig sem mér finnst ekkert skrýtið, þú varst svo skemmtilegur og uppfullur af húmor sem leyndi sér ekki. Þú áttir það nú til að rjúka upp og verða öskureiður inni í þér, en bara inni í þér og svo var það rokið jafnóðum aft- ur út. Að spila við þig, guð minn góður. Ein spilasaga er mér sérstaklega minnisstæð, þegar við vorum stödd uppi í bankabústað með Guggu frænku og þú varst búinn að vinna mig ansi oft og ég var orðin eitthvað leið á þessu, þá stafaði amma „Siggi t a p a“. Ég vissi nú alveg hvað það þýddi en mikið svakalega áttir þú erfitt með það en lést undan og ég vann tuttugu næstu spil. Hláturinn, flissið og augað í pung, allt í bland. Já, einmitt augað í pung, það kemur víst stundum fyrir mig, þetta er jú ættgengt. Allar sumarbústaðarferðirnar eru mínar bestu minningar. Þið amma voruð svo dugleg að leyfa okkur systrum að koma með. Þið nutuð þess að vera uppi á Apavatni og því fleira fólk, því betra, ykkur fannst svo gaman að vera umkringd skemmtilegu fólki. Þið amma voruð oft hissa á því hvað við unga fólkið nenntum að hanga með ykkur gamla fólkinu en þið voruð bara svo skemmtileg. Fljótlega efir að amma dó fékkstu pláss á Kumbaravogi. Fyrir mig voru það erfið skref, helst hefði ég viljað taka þig heim en þú vildir hvergi annars staðar vera enda þínar æsku- slóðir í næsta nágrenni. Starfs- fólkið á Kumbaravogi reyndist þér einstaklega vel. Það var svo gaman að koma til þín í heim- sókn og heyra hlátrasköllin út úr herberginu. Það var gott að vita af þér í góðum höndum og er ég þeim afskaplega þakklát fyrir hvað þau hugsuðu vel um þig. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað verið til staðar fyrir þig og staðið við loforðið sem ég gaf ömmu um að hugsa vel um þig. Ég er svo þakklát fyrir all- ar okkar stundir saman. Elsku afi, takk fyrir allt, Guð geymi þig. Þórhildur Guðbjörg Hjaltadóttir. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur, kominn til hennar ömmu. Ég sé ykkur fyrir mér horfa upp í sólina, alheilbrigð bæði. Þær hafa verið miklar og hraðar breytingarnar hjá þér síðustu árin, en þú sagði alltaf: Ég ætla bara að vera jákvæður og þá verður allt miklu auðveld- ara. Mér eru minnisstæðar marg- ar góðar stundir með þér, fagur fagur fiskur í sjó, Einbjörn Tví- björn, endalausar vísur og allar þjóðsögurnar – þar varstu á heimavelli. Þvílíkur fjársjóður að eiga svona afa – „litla skess- an mín“ það var okkar. Allar ferðirnar sem við Siggi fórum með ykkur ömmu í bústað, ferð- in til Mexíkó þegar mamma varð 50 ára og þið amma skellt- uð ykkur í siglingu með litlu fjölskyldunni minni og 25 út- skriftarnemum frá Akranesi, óborganlegar minningar. Þú varst alltaf svo ungur í anda, fylgdist með öllu og hafðir óbil- andi áhuga á fólkinu þínu. Ég var mikið á Engjavegi 7 sem krakki enda passaði amma mig fyrstu árin og minningarn- ar ófáar af alls kyns ferðum og uppákomum sem ylja mér frá þeim tíma. Að fara á KÁ-verk- stæðið til þín var alltaf upplifun enda var það eins nálægt tívolí og hægt var að komast á þeim tíma að fara upp og niður í bíla- lyftunum. Þegar ég fór svo að búa vor- uð þið amma okkur Snorra endalaus hjálp, skutla, sækja eða bara hvað sem var. Þegar þú svo helltir þér út í hestana vorum við komin með sameig- inlegt áhugamál. Fyrstu árin í bústaðnum við Apavatn voru þær ófáar stundirnar sem við áttum með ykkur þar. Þegar Daníel Arnór fæddist varðstu langafi í fyrsta sinn, þegar drengurinn svo stækkaði og byrjaði að tala og áttaði sig á því að hann átti tvo afa Sigga kom hann með þessa snilldar lausn, það var afi Siggi og svo afi Sighvatsson – þú varst frek- ar ánægður með þessa niður- stöðu enda Sighvatsson eins og ættarnafn eða aðalsnafn, sir Sighvatsson. Daníel kom alltaf til ykkar í pössun eftir skóla. Þú kenndir honum manngang- inn eins og mér og svo margt, margt fleira. Þegar María Ísabella fæddist pössuðuð þið hana fyrir mig frá níu mánaða aldri, þú fórst út að keyra með hana daglega í Glas- gow-barnavagninum og hafðir mikið gaman af enda búinn að koma því flikki til landsins með mömmu og ömmu. Þú gast nú alltaf hlegið að því þótt þær gætu það ekki. Árið 2004 fluttu þið svo í Austurmýrina, við Snorri vorum svo heppin að fá að taka þátt í því með ykkur og hafði góður maður að orði þegar hann hafi skoðað slotið „hva allt í halógeni og stáli?“ enda ekkert gamla- fólksdót hjá ykkur. Ég var lengi að venja mig af því að ætla að beygja inn í Austurmýrina á leiðinni heim enda kom ég þar við öllum stundum þegar þið voruð flutt. Eftir að við Snorri fluttum í Starmóann vorum við svo hepp- in að fá að hafa ykkur ömmu hjá okkur á áramótunum. Það er mikið ríkidæmi að eiga góða ömmu og afa, og að fá svo tækifæri til að umgangast þau er mikil gæfa. Þegar ég hugsa um allar þessar góðu stundir sem við höfum átt fyllist ég þakklæti fyrir að hafa átt ykkur ömmu að. Guð geymi þig og varðveiti, elsku afi, minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Fjóla Steindóra og Snorri. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið,ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú Því þar getur hann vakið yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávalt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Elsku afi Sighvatsson, takk fyrir allt, Guð geymi þig, Daníel Arnór, María Ísa- bella og Elín Aðalheiður. Sigurður Kristinn Sighvatsson Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, GUÐMUNDUR LÚTHER SVERRISSON pípulagningameistari og sjómaður frá Patreksfirði, er látinn. Jarðarför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, . Sigurborg Sverrisdóttir, Loftur Gunnarsson, Heiður Þ. Sverrisdóttir, Gísli Hafsteinsson, Gísli E. Sverrisson, Nanna L. Sveinbjörnsdóttir og systkinabörn hins látna. Okkar yndislega móðir, tengdamóðir og amma, UNNUR GUÐMUNDA VILHJÁLMSDÓTTIR, Hvassaleiti 56, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 24. september. Starfsfólki á lungnadeild A-6 færum við innilegar þakkir fyrir góða og hlýja umönnun. Útförin verður auglýst síðar. . Vilhjálmur Örn Sigurhjartarson, Sigríður Auður Arnard., Unnur Svala Vilhjálmsdóttir, Pálmi Jósef Sigurhjartarson, Dagný Halla Björnsd., Sigurhjörtur Pálmason, Arnaldur Pálmason, Ólafur Bragi Pálmason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.