Morgunblaðið - 28.09.2016, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.09.2016, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BúnaðarsambandsHúnaþings og Stranda, var stödd í fjárhúsum á bænum sínum,Sölvabakka, þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún er fædd þar og uppalin og er af þriðju kynslóð ábúenda þar. „Afi og amma keyptu jörðina fyrir 92 árum og það er því stutt í að sama fjölskyldan hafi verið hérna í 100 ár. Við erum með sauðfjárbúskap hérna og nokk- ur hross.“ Sölvabakki er í Refasveit sem er norðan við Blönduós, en Anna Mar- grét er bæjarfulltrúi þar. „Við erum í bænum að sinna þessum hefð- bundnu verkefnum, atvinnumálum og fleiru. Við erum að vinna í því ásamt fleiri sveitarfélögum hér í kring að fá stóriðju hingað á svæðið. Að öðru leyti erum við ekki í neinum stórframkvæmdum, en við byggð- um flotta sundlaug fyrir nokkrum árum.“ Anna Margrét er enn fremur fjallskilastjóri og hefur því staðið í stór- ræðum að undanförnu, en þegar er búið að halda bæði fyrri og seinni réttir í sveitinni. „Við erum ekki búin að fara alveg yfir hvernig heimtur eru, en mér sýnist þær verði góðar og lömbin eru væn. Það á samt eitt- hvað eftir að fara að leita að eftirlegukindum.“ Eiginmaður Önnu Margrétar er Sævar Sigurðsson, bóndi og véla- verktaki frá Reykjavík, og dætur þeirra eru Anna Karlotta 10 ára og Kristín Erla 8 ára. „Ég ætla að vera í vinnunni á afmælinu að skoða falleg lömb hjá sveit- ungum mínum og elda eitthvað gott handa fjölskyldunni um kvöldið.“ Fjölskyldan Anna Margrét, Sævar, Anna Karlotta og Kristín Erla stödd á Kirkjuskarði í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Lömbin eru væn segir fjallskilastjórinn Anna Margrét Jónsdóttir er fertug í dag S veinn Þór Elinbergsson fæddist í Ólafsvík 28.9. 1956 og ólst þar upp. Hann var í Barnaskólanum í Ólafsvík, stundaði nám við MÍ, lauk stúdentsprófi frá KÍ 1977 og prófi sem grunnskólakennari frá KHÍ 1981. Hann stundaði síðan nám í breytingastjórnun við HA og fram- haldsnám í stjórnun menntastofnana frá HÍ. Sveinn Þór var grunnskólakennari, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri við Grunnskólann í Ólafsvík, skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar, aðstoð- arskólastjóri Smáraskóla í Kópavogi og er nú forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Sveinn Þór var bæjarfulltrúi í bæj- arstjórn Ólafsvíkurkaupstaðar og Snæfellsbæjar, var varaþingmaður Alþýðuflokksins; félagi í Rótarýklúbbi Ólafsvíkur og hefur átt sæti í ýmsum nefndum, m.a. afmælisnefnd Ólafsvík- Sveinn Þór Elinbergsson forstöðumaður – 60 ára Eiginkonan og börnin Talið frá vinstri: Sigrún Erla, Sigurbjörg, Inga Jóhanna, Elinbergur og Gestheiður Guðrún. Næst á dagskrá eru golfið og tónlistin Með afa á veröndinni Afmælisbarnið og barnabarnið, Kristinn Freyr. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kópavogur Sesselía María Jóhannsdóttir fæddist 28. september 2015 kl. 05.06 og er því eins árs í dag. Hún var 50 cm að lengd og 3.568 g að þyngd. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Guðrún Úlf- arsdóttir og Jóhann Már Sigurbjörnsson. Nýir borgarar Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.