Morgunblaðið - 28.09.2016, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016
Frá
morgni
líkama
og sál
fyrir alla
fjölskylduna í
þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir
líkama
Laugarnar í Reykjavík
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
„Ég vildi sýna skemmtilegri og fallegri hliðar á
daglega lífinu frekar en þær sorglegu,“ segir
Sunna Gunnlaugsdóttir, djasspíanisti og tónskáld,
um nýtt verk sem hún samdi fyrir píanó og strengi
og verður frumflutt á hádegistónleikum í Háskóla
Íslands í dag.
Hvatinn að tónsmíðunum var verkefnið og
heimildarmyndin Dagur í lífi þjóðar sem RÚV
stendur fyrir í tilefni af hálfrar aldar afmæli stofn-
unarinnar. „Tónlistin tekur mið af senunum og
reynir að fanga stemninguna í íslenskum hvers-
dagsleika,“ segir Sunna. Verkefnið hófst fyrir ári
þegar RÚV óskaði eftir myndbrotum þar sem fólk
segir í lifandi myndum frá lífi sínu þann dag. Af-
raksturinn verður frumsýndur í tengslum við
hálfrar aldar afmæli RÚV og á sunnudag verður
sýndur sérstakur þáttur um gerð heimildarmynd-
arinnar. Þegar Sunna hafði lokið við að semja tón-
listina fann hún fyrir löngun til að þróa hana áfram
og halda henni á lífi.
„Mér fannst þetta svo skemmtilegt og eins og
svo oft áður þegar ég hef lokið við verkefni sem
krefst mikils undirbúnings fannst mér það vera al-
gjör synd að það væri bara strax búið. Mér datt
svo í hug hvort það væri ekki sniðugt að flytja
þetta á tónleikum og fór að skoða þann mögu-
leika.“
Opnar miðjuna á tónverkinu
Tónleikanefnd Háskóla Íslands stendur fyrir
hádegistónleikaröð og eru tónleikarnir í dag hluti
af þeirri dagskrá. „Ég veit að þau sækjast eftir því
að fá frumflutning á íslenskri tónlist og fannst
þetta því tilvalið tækifæri. Þetta er auk þess eitt-
hvað nýtt, tónverk fyrir djasspíanó og strengja-
kvartett,“ segir Sunna.
Á tónleikunum í dag verða verkin tekin úr sjón-
varpsþáttabúningnum og opnuð fyrir lifandi flutn-
ing með spunaköflum. „Stefin í þættinum eru stutt
og passa við ákveðnar senur þannig að ég tók tón-
listina og opnaði miðjuna á verkunum þar sem
hægt var að spinna yfir,“ segir Sunna. Með henni á
tónleikunum leika Greta Salóme Stefánsdóttir og
Hlín Erlendsdóttir á fiðlu, Laufey Pétursdóttir á
víólu og Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir á selló.
Sunna segist njóta sín afar vel í hópi eintómra
kvenna. „Þetta er frábært tónlistarfólk og það er
sérstaklega gaman fyrir mig að vinna með konum,
þar sem ég er oftast í mjög karllægum geira.“
Tónlistinni sem heyra má á tónleikunum í dag
lýsir hún sem lagrænni og í ljúfari kantinum.
„Þetta er afslappandi tónlist og ég held að þetta
verði þægilegir tónleikar og tilvalið að skjótast úr
vinnu eða skóla og eiga góða stund í hádeginu.“
Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og verða á Litla torgi
á Háskólatorgi. Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir.
Frumflutningur Hlín Erlendsdóttir, Sunna Gunnlaugs, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir, Greta Salóme Stefánsdóttir og Laufey Pétursdóttir frumflytja
verk fyrir djasspíanó og strengjakvartett eftir Sunnu á tónleikum á Háskólatorgi í dag. Verkið var samið í tilefni af heimildarmyndinni Dagur í lífi þjóðar.
Lagrænir og ljúfir tónar
Djasspíanistinn Sunna Gunnlaugs frumflytur nýtt verk ásamt strengja-
kvartett á Háskólatorgi Hluti af heimildarmynd í tilefni af 50 ára afmæli RÚV
„Vil eg, að kvæðið heiti Lilja“ er
yfirskrift tónleika sem haldnir
verða í Hannesarholti í kvöld kl.
20.
Þar koma fram Lilja María Ás-
mundsdóttir og Örnólfur Eldon og
flytja tónverkið Alkemíur.
„Tónleikarnir eru afrakstur sam-
vinnuverkefnis Lilju Maríu og Örn-
ólfs Eldon. Tónverkið, Alkemíur,
byggir á hugleiðingum um helgi-
kvæðið Lilju sem ort var á miðri
14. öld. Þessar hugleiðingar eru
eins konar alkemískar tilraunir þar
sem efniviðurinn gengur í gegnum
ýmis umbreytingarferli,“ segir í til-
kynningu frá tónleikahaldara.
Verkefnið var styrkt af Tón-
skáldasjóði RÚV, Musica Nova og
Tónlistarsjóði.
Miðar eru seldir við innganginn.
Almennt miðaverð 2.000 krónur en
1.000 krónur fyrir eldri borgara og
nemendur.
Dúó Lilja María Ásmundsdóttir og Örnólfur Eldon leika saman.
Flytja hugleið-
ingu um Lilju
Tónleikar í Hannesarholti í kvöld
Heiða Björk Vil-
hjálmsdóttir
fræðslufulltrúi
tekur á móti
gestum og fræðir
þá um sýningu
Thoru Karls-
dottur Kjóla-
gjörningur í
Listasafninu á
Akureyri, Ketil-
húsi, á morgun, fimmtudag, kl.
12.15-12.45.
„Á sýningunni má sjá afrakstur
níu mánaða kjólagjörnings Thoru
sem stóð yfir frá mars til desember
2015. Að klæða sig í nýjan kjól á
hverjum morgni og klæðast kjól til
allra verka í 280 daga; 40 vikur; níu
mánuði er áskorun sem þarfnast út-
halds og elju,“ segir í tilkynningu.
Aðgangur er ókeypis.
Leiðsögn um
sýningu Thoru
Thora Karlsdottir
Hljómsveitin Dúndurfréttir leikur í
Græna herberginu að Lækjargötu
6a í kvöld kl. 20. Sveitin, sem fagn-
aði fyrir skömmu 20 ára afmæli
sínu, hefur flutt lög sveita á borð
við Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep
Purple og Uriah Heep. „Hljóm-
sveitin hefur síðustu ár haldið stóra
tónleika í Eldborgarsal Hörpu þar
sem fluttar hafa verið í heild sinni
plötur Pink Floyd, Dark Side of the
Moon, Wish You Were Here og The
Wall,“ segir í tilkynningu og rifjað
er upp að síðastnefndu tónleikarnir
hafi verið fluttir fjórum sinnum
fyrir fullu húsi með sinfón-
íuhljómsveit.
Sveitina skipa þeir Matthías
Matthíasson, Einar Þór Jóhanns-
son, Ingimundur Óskarsson, Ólafur
Hólm og Pétur Örn Guðmundsson.
Einvalalið Dúndurfréttir koma fram.
Dúndurfréttir í
Græna herberginu