Morgunblaðið - 28.09.2016, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.09.2016, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 Á fjölmennu málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands í tilefni af evrópska tungumáladeginum sl. mánudag færðu bræðurnir Guðmundur Andri og Örnólfur Thorssynir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur að gjöf viðamikið safn föður þeirra, Thors Vilhjálmssonar rithöfundar, af erlendum bókum. Safnið hefur að geyma margar af helstu perlum heimsbókmenntanna, einkum evr- ópskra samtímabókmennta. „Þessi rausnarlega bókagjöf eins ástsæl- asta rithöfundar Íslendinga á síðari tímum og mikilvirks þýðanda er- lendra bókmenna á íslensku er stofnuninni mikils virði, ekki síst þar sem þýðingum er ætlað sér- stakt hlutverk í alþjóðlegu tungu- málamiðstöðinni, sem nú er í undir- búningi,“ segir í tilkynningu. Í gjafabréfi bræðranna segir svo: „Alla sína ævi leitaðist Thor við að fylgjast grannt með því sem efst var á baugi í bókmenntum heimsins hverju sinni. Hann leit á það sem hluta af rithöfundarstarfinu og þeirri menningarkynningu sem hann rækti alla tíð hér á landi. Hann viðaði að sér bókum, las þær vandlega, oft með pennann á lofti, svo að bækurnar bera þess per- sónuleg merki hver fór um þær höndum. Hann lagði sig sér- staklega eftir bókmenntum frá Frakklandi og Suður-Ameríku, Ítalíu, Spáni, Bandaríkjunum og Japan, án þess þó að vanrækja ýmis önnur lönd eða menningarsvæði. Það er von okkar að bækur þessar megi nýtast áhugasömum lesendum og stúdentum um ókomin ár innan vébanda þessarar merku stofnunar og vera lifandi vitnisburður um mikilvægi þess að fylgjast með straumum sinnar tíðar af vakandi forvitni.“ Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, veitti bókagjöfinni viðtöku. Hún þakkaði bræðrunum rausnar- lega gjöf og góðan hug þeirra í garð stofnunarinnar, en Thor reyndist stofnuninni mikill haukur í horni og sýndi henni mikla ræktar- semi. Bækurnar verða aðgengileg- ar í nýbyggingu stofnunarinnar sem tekin verður í notkun á næsta ári. Rausnarleg gjöf frá sonum Thors Morgunblaðið/Eggert Bókagjöf Vigdís Finnbogadóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Kammermúsíkklúbburinn –óskabarn kammertónlist-arflutnings á Íslandi, sómihans, sverð og skjöldur – hefur starfað óslitið frá 1957 og fagn- ar því senn sextugu. Fyrsti viðburð- urinn á þessum vetri fór fram s.l. sunnudagskvöld við að vanda fyrir- taks aðsókn, þótt gangi enn hægt eft- ir hærum að sjá að yngja upp hlust- endahópinn. Dettur manni fyrst tvennt í hug til úrbóta: T.a.m. að flíka fleiri „upp- runa“-flutningum en áður, enda virð- ist ekki sízt barokkefnið höfða meira til yngri hlustenda þegar sá póll er tekinn í hæðina. Eða að tefla fram ýmiskonar „cross-over“-túlkun á við raf- eða djasstengdan spuna. (Í seinna tilviki má t.d. minna á að meira en 70 ár eru liðin síðan djass- istar vestan hafs tóku fyrst að sveifla gömlum meisturum). Nú eða í þriðja lagi sönghópsmeðferð – þó fátt sé hér að vísu um feita drætti, ólíkt stærri tónmörkuðum ytra. Loks væri engan veginn óhugsandi ef KMK stæði fyrir hressum kynn- ingarnámskeiðum handa jafnt núver- andi sem verðandi hlustendum, að fordæmi SÍ. Haldi menn annars að kammer- tónlist eigi sér fáa fylgjendur á okkar tímum, þá stangast það óneitanlega á við nýju tónleikaröðina í Hörpu, Sí- gilda sunnudaga – „…regnhlífar- hugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnu- dögum í vetur kl 17:00“ skv. netmidi- .is er ná yfir alls 33 viðburði (að 6 tón- leikum KMK meðtöldum), þótt séu að þessu rituðu aðeins tíundaðir á gulum prentbleðli staðarins en hvergi, það ég fann, á vefsíðum Hörpu. Allt um það var veruleg ánægja að tónleikum sunnudagsins. Fyrir hlé voru þrjár tríósónötur eftir tvo sam- tímamenn J.S. Bachs eða litlu yngri er hann þekkti vel og hafði mætur á, enda fagmenn fram í fingurgóma. Allar undir fjórþættu formi kirkju- sónötu (hægt/hratt/hægt/hratt) fyrir 1-2 sólóhljóðfæri á móti fylgibassa (sembal og selló + fagott). Þetta voru verulega hlustvænar tónsmíðar, sérstaklega seinni og mel- ódískari d-moll sónata Hasses (1699- 1783). Hvað þá sónatan eftir Fasch (1688-1758) f. 2 óbó og fiðlu, er tæpti m.a.s. á „galante“ og jafnvel „emp- findsame“ (tilfinningaþrungnum) tjá- brigðum með mun aðskildari hlut- verkum sellós og fagotts, er í verkum Hasses léku hinsvegar nánast sömu nótur og því spurning hvort fagottinu væri þar ekki ofaukið, enda sinfón- ískt Heckel-nútímahljóðfærið greini- lega full-hljómsterkt fyrir samleik- inn, þrátt fyrir dúnmjúkan leik spilarans. Og hvað þá um sembalinn! Það eru engin ný tíðindi hvað barokksam- leikur sembals heyrist fáránlega illa í stórum nútímasölum, ekki sízt meðal nútímablásara og stálstrengdra strokhljóðfæra. En í alvöru talað: Hvað mælir þá eiginlega á móti ofur- lítilli rafuppmögnun? Hitt sýnist manni aðeins sýndarmennskuleg látalæti. Eða ætluðust tónskáldin ekki til að hljómborðið heyrðist? Að því frátöldu var fjarska fátt út á flutninginn að setja, er með fyrr- greindum fyrirvara leiddi hlustendur inn í furðufjölleitan tónheim fyrri tíma – að vonum til ágóða fyrir upp- lýst val á afurðum hinna síðari. 4. strengjakvartett Mendelssohns frá 1839 (er ásamt síðustu kvartett- um hans nr. 5 & 6 var tileinkaður Oscar I Svíakonungi) var í alla staði hinn ljúfasti áheyrnar í flutningi ofangreindra strengjaleikara. En með því að sagður sé lausari undan áhrifum Beethovens en fyrstu verk undrabarnsins í þeim geira, þá virtist sem hefði mátt draga fram ögn dramatískari andstæður í annars óaðfinnanlega þýðri túlkun þeirra fjórmenninga, miðað við hvað flest flaut áfallalítið áfram. Ljúfur „4. strengjakvartett Mendelssohns frá 1839 […] var í alla staði hinn ljúfasti áheyrnar,“ segir í rýni. Jafnvægisvandi barokksins Norðurljósum í Hörpu Kammertónleikarbbbnn J.A. Hasse: Tríósónötur í F* og d**. J.F. Fasch: Sónata í d*/**. Mendelssohn: Strengjakvartett nr.4 í e Op.44, 2. Ca- merarctica (Hildigunnur Halldórsdóttir & Bryndís Pálsdóttir fiðlur, Svava Bern- harðsdóttir víóla, Sigurður Halldórsson selló, Peter Tompkins óbó*, Eydís Lára Franzdóttir óbó**, Kristín Mjöll Jakobs- dóttir fagott og Halldór Bjarki Arnarson semball). Sunnudaginn 25. september 2016 kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Skipuleggjendur Iceland Airwaves til- kynntu í gær að tónlistarkonan Björk kæmi fram á hátíðinni í ár. Tónleikar hennar fara fram í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 5. nóvember kl. 17. Al- menn miðasala hefst mánudaginn 3. október kl. 10 á harpa.is og tix.is. Ice- land Airwaves miðahöfum gefst kostur á að kaupa miða í sérstakri forsölu sem hefst á morgun, fimmtudag, og fá þeir sendan kaupahlekk í fyrramálið. „Björk er án efa þekktasti listamaður Íslands fyrr og síðar. Plötur hennar hafa selst í milljónum eintaka út um all- an heim og fyrir þá síðustu, Vulnicura, hlaut hún m.a. Brit-verðlaun sem besta alþjóðlega söngkonan. Hún kemur fram með 27 strengjaleikurum og hent- ar sviðið í Eldborg alveg sérstaklega vel fyrir tónleika Bjarkar. Björk hefur komið fram á tvennum tónleikum síðustu daga (hennar fyrstu þetta árið) í Royal Albert Hall og Hammersmith Apollo í London. Hún mun ekki koma fram á öðrum tónleikum þetta árið og er því gríð- arlegur fengur í Björk í Eldborg,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum Iceland Airwaves. Björk leikur á Iceland Airwaves 2016 Tónlistarkona Björk. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 30/9 kl. 20:00 92. sýn Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Lau 15/10 kl. 13:00 Auka. Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 6. sýn Sun 16/10 kl. 13:00 7. sýn Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Fös 30/9 kl. 20:00 9. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 11.sýn Fim 20/10 kl. 20:00 13. sýn Lau 1/10 kl. 20:00 10.sýn Fim 13/10 kl. 20:00 12. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa fyrirlestur. Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 7. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar NJÁLA – ★★★★ „Unaðslegt leikhús“ S.J. Fbl leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Sun 2/10 kl. 19:30 10.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 14.sýn Mið 26/10 kl. 19:30 18.sýn Fim 6/10 kl. 19:30 11.sýn Mið 19/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 7/10 kl. 19:30 12.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 16.sýn Lau 15/10 kl. 19:30 13.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 19.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fim 29/9 kl. 19:30 6.sýn Fim 13/10 kl. 19:30 11.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 16.sýn Lau 1/10 kl. 19:30 7.sýn Fös 14/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 7/10 kl. 19:30 8.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 8/10 kl. 19:30 9.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 14.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Sun 9/10 kl. 19:30 10.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 19:30 Aðalæfing Sun 9/10 kl. 19:30 4.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 8.sýn Fös 30/9 kl. 19:30 Frums Fim 13/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 1/10 kl. 19:30 2.sýn Fös 14/10 kl. 19:30 6.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 8/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 7.sýn Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 1/10 kl. 13:00 Lau 8/10 kl. 13:00 Lau 15/10 kl. 13:00 Lau 1/10 kl. 15:00 Lau 8/10 kl. 15:00 Lau 15/10 kl. 15:00 Sun 2/10 kl. 13:00 Sun 9/10 kl. 13:00 Sun 2/10 kl. 15:00 Sun 9/10 kl. 15:00 Ævintýraför með forvitnum fílsunga - kemur þú með? Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00 Fös 21/10 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Sun 2/10 kl. 21:00 Aðeins þessi eina sýning á árinu - hópurinn snýr aftur á nýju ári Stertabenda (Kúlan) Mið 28/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 1/10 kl. 17:00 aukasýn Sun 2/10 kl. 19:30 aukasýn Meinfyndin og hárbeitt atlaga að íslenskri þjóðarsál

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.