Morgunblaðið - 28.09.2016, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 272. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Húsbíll sprakk í Ártúni
2. Tvö börn á næturvaktinni
3. Hefur ekki sængað hjá …
4. Trump sýndi mikla vanþekkingu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Heidrik á Heygum fagnar útgáfu á
plötu sinni Funeral með tónleikum á
Húrra í kvöld kl. 20. Samkvæmt upp-
lýsingum frá skipuleggjendum inni-
heldur platan tíu lög sem Heidrik
samdi „þegar erfiðleikar komu upp í
hinu afskekkta og íhaldssama sam-
félagi Færeyja“. Lögin eru flutt óraf-
mögnuð og knúin fram með píanói,
strengjum, úkúlele og rödd Heidriks.
Hljómsveit kvöldsins skipa auk Heid-
riks þeir Arnar Pétursson á gítar og
bassa, Halldór Sveinsson á píanó og
fiðlu, Heðin Ziska Davidsen á gítar og
bassa og Andri Freyr á trommur.
Myrra Rós sér um að hita upp áður en
Heidrik stígur á svið. Miðar eru seldir
á tix.is og við innganginn.
Heidrik með útgáfu-
tónleika á Húrra
Á fimmtudag Norðanátt, víða 5-10 m/s og skýjað með köflum
eða léttskýjað sunnan- og vestantil en norðvestlæg átt 8-13 m/s.
Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri og léttskýjað um allt land en
þykknar upp norðantil í kvöld. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst, en
víða næturfrost.
VEÐUR
Óvissa ríkir hjá
Eiði Smára
Kylfingsins Arnolds Palmer hefur ver-
ið minnst með ýmsum hætti hvort
sem er í heimspressunni eða á sam-
félagsmiðlum, en tilkynnt var um
andlát hans aðfaranótt mánudagsins.
Palmer naut mikillar virðingar hjá
kylfingum um allan heim, en áhrif
hans á íþróttina
voru mikil eins
og fram kemur
í grein Morg-
unblaðsins
um Arnold
Palmer í
dag. »4
Vinsældir Palmers
áþreifanlegar
Hún býr yfir miklum hæfileikum. Hún
er ótrúlega góð „maður á mann“ í
sóknarleiknum og hefur verið að
spila vel núna í byrjun tímabilsins,
eftir að hafa verið í veseni vegna
meiðsla á síðustu leiktíð og á undir-
búningstímabilinu,“ segir Sólveig
Lára Kjærnested um Esther Viktoríu
Ragnarsdóttur, samherja sinn í liði
Stjörnunnar. »3
Hún býr yfir ótrúlegum
hæfileikum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Bleika slaufan, átaksverkefni
Krabbameinsfélags Íslands gegn
krabbameinum í konum, er tileinkuð
brjóstakrabba-
meini í ár. Verk-
efnið hefst með
formlegum hætti
á morgun og
stendur yfir út
október en Bleika
slaufan verður
einungis seld
fyrstu tvær vik-
urnar.
Söfnunarféð
rennur óskert til
endurnýjunar tækjabúnaðar til leitar
að brjóstakrabbameini. Endurnýja
þarf fjögur tæki og kostar hvert
þeirra að minnsta kosti 30 milljónir
króna. Einnig er fyrirhugað að taka í
notkun nýtt boðunarkerfi til að fjölga
konum í reglulegri skoðun.
Brjóstakrabbamein er algengasta
krabbamein í íslenskum konum en
um 90% kvenna sem greinast með
meinið geta vænst þess að lifa lengur
en fimm ár. Með skipulagðri leit, þar
sem tekin er röntgenmynd af brjóst-
um, má finna brjóstakrabbamein á
byrjunarstigi. Sýnt hefur verið fram
á að hægt er að lækka dánartíðnina
vegna sjúkdómsins um allt að 40%
með slíkri leit. „Einföld skoðun eins
og brjóstamyndataka, sem tekur
fimm til tíu mínútur, getur þannig
bjargað lífi kvenna sem fá brjósta-
krabbamein,“ segir Lára G.
Sigurðardóttir, læknir og fræðslu-
stjóri hjá Krabbameinsfélaginu.
Hvetja konur til þess að mæta
Lára segir að um 68% kvenna á
aldrinum 40-69 ára hafi mætt reglu-
lega í leit að brjóstakrabbameini í
fyrra og stefnan sé að ná tölunni upp
í að minnsta kosti 80%. Um 87%
kvenna í leitinni hafi verið ánægð
með komuna, en framtaksleysi og
tímaskortur séu helstu ástæður þess
að konur mæti ekki reglulega í skoð-
un. „Siglufjarðarkonur eru dugleg-
astar með um 86% mætingu og kon-
ur í Ólafsvík og á Húsavík eru
skammt á eftir með 85% mætingu, en
konur á höfuðborgarsvæðinu eru
með slakari mætingu, sérstaklega
konur í póstnúmeri 111, sem eru með
55% mætingu, og í póstnúmeri 101
og 116 með undir 60% mætingu,“
segir hún. Því sé ástæða til að ýta við
þeim og öðrum sem ekki hafi mætt í
reglubundna leit. Hún hvetur konur
til þess að horfa á stuttmyndir um
brjóstakrabbamein og kennslumynd-
band í brjóstaskoðun á bleikaslauf-
an.is.
Að sögn Láru er auðveldara að ná
mjög góðum árangri á þessu sviði
með því að nýta þá heilsuvernd sem
er í boði. „Skipulög leit að brjósta-
krabbameini er ein besta heilsuvernd
sem okkur býðst,“ segir hún. „Því
fyrr sem kona greinist með brjósta-
krabbamein, þeim mun meiri líkur
eru á lækningu.“
Einföld skoðun bjargar lífi
Bleika slaufan
tileinkuð brjósta-
krabbameini
Brjóstakrabbameinsleit Endurnýja þarf fjögur tæki og kostar hvert þeirra að minnsta kosti 30 milljónir króna.
Átaksverkefnið Bleika slaufan fer nú af stað í tíunda sinn. Þegar
hafa safnast um 10 milljónir króna til verkefnisins, meðal annars
vegna framlags velunnara, áheita í Reykjavíkurmaraþoninu og
styrks vegna sölu á bleiku heyrúlluplasti til bænda.
Bleika slaufan verður til sölu um allt land, í verslunum, apótekum
og víðar næstu tvær vikunnar. Nánari upplýsingar um sölustaði,
fræðslu og fleira er að finna á vefsíðu verkefnisins (bleika-
slaufan.is).
Um 10 milljónir hafa safnast
ÁTAKSVERKEFNIÐ BLEIKA SLAUFAN Í TÍUNDA SINN
Lára G.
Sigurðardóttir
Tríó Agnars Más Magnússonar leik-
ur á fyrstu tónleikum haustdagskrá
Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloft-
um, 5. hæð Hörpu, í kvöld kl. 21. Á
efnisskránni eru ný og eldri frum-
samin verk eftir Agnar, m.a. af nýút-
komnum geisladiski hans, Svif. Með-
limir tríósins auk Agnars eru Scott
McLemore trommuleikari og Valdi-
mar Kolbeinn Sigurjónsson bassa-
leikari. Fram til 7. desember verður
boðið upp á alls 11 tónleika hjá Múl-
anum. Meðal þeirra sem
fram koma þetta
haustið eru Tómas R.
Einarsson, Sigurður
Flosason, Einar
Scheving, Haukur
Gröndal, Jóel Páls-
son, Peter Tinn-
ing og Chuck
Israels.
Tríó Agnars Más á
opnunartónleikum
„Ég var kominn út og í raun-
inni bara að bíða eftir að
tímabilið hæfist,“ segir Eið-
ur Smári Guðjohnsen í við-
tali við Morgunblaðið. Eiður
Smári varð fyrir meiðslum
og nú er ljóst að hann spilar
ekki í indversku ofurdeild-
inni í knattspyrnu sem
hefst í næsta mánuði, en
hann hafði samið við ind-
verska liðið Pune City um
að leika með því í rúma tvo
mánuði. »1