Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 8
kjaramál Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þing- fararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins fengu 223 einstaklingar á síðustu tveimur mánuðum greidd eftirlaun vegna setu á Alþingi og 57 einstaklingar fyrir að gegna ráðherraembætti fyrir apríl 2009. Þá voru eldri lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingis manna og hæstaréttar- dómara afnumin. Í þeim fólst að eftirlaunarétturinn miðast við þing- fararkaup hverju sinni. Eftir apríl 2009 greiða alþingis- menn í A-deild Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins. Þeir ávinna sér þar réttindi eins og aðrir greiðendur og njóta engra sérréttinda. Miðað við síðustu tvo mánuði fengu áðurnefndir 223 fyrrverandi þingmenn samtals greiddar 35,3 milljónir króna í eftirlaun á mán- uði. LSR segir að með 44,3 prósenta hækkun kjararáðs á þingfararkaupi hækki mánaðarlegar greiðslur til þessa hóps um 15,6 milljónir og verði samtals 50,9 milljónir. Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ráðherrar og þingmenn fyrir apríl 2009 fá stærri bita af þjóðarkökunni í eftirlaun með ákvörðun kjararáðs. FRéttablaðið/SteFán Heimild: Eurostat 2010, Hagstofa Íslands, CityAM ✿ Hlutfall þingmannalauna af meðallaunum í Evrópu* eS b m eð al ta l 2,4 60 .8 43 *árslaun í evrum 5,3 La un þ in gm an na 15 7. 25 7 Íta lía 3,1 18 .7 50 Rú m en ía 2,8 10 8. 89 4 Þý sk al an d 2,75 11 0. 00 0 Ís la nd 2,7 95 .3 19 br et la nd 2 79 .1 10 Sv íþ jó ð 1,9 76 .5 60 Fi nn la nd 1,8 91 .7 67 D an m ör k 1,7 95 .8 99 n or eg ur 1,2 33 .7 68 Sp án n li th áe n 4,3 30 .3 80 au st ur rík i 3,1 12 0. 16 5 Pó lla nd 2,7 27 .9 51 Gr ik kl an d 2,7 68 .4 60 Fr ak kl an d 2,5 58 .2 00 Hlutfall grunnlauna þingmanna samanborið við meðaltal reglulegra launa á Íslandi er 2,75 eftir ákvörð- un kjararáðs. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi, töluvert hærra en á Norðurlöndunum og hærra en meðaltal Evrópusambandsríkja, samkvæmt tölum Eurostat. Árslaun þingmanna, ef miðað er við nýtt þingfararkaup sem ákvarðað var á dögunum, nema 13,2 milljónum króna og þar með eru ekki taldar aukagreiðslur út af formennsku í ýmsum nefndum Alþingis, og önnur kjör. Til saman- burðar nam meðaltal árslauna (regluleg laun) í landinu 5,3 millj- ónum árið 2015 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hlutfallið er því 2,75 en gæti verið nokkuð lægra séu almennar launahækkanir á árinu teknar með. Eurostat, hagstofa Evrópu, tók saman grunnlaun þingmanna og meðallaun í löndum Evrópusam- bandsins árið 2010. Þar kom fram að hlutfall launa þingmanna, saman- borið við meðallaun í landinu, væri að meðaltali 2,4. Laun alþingismanna samanborið við almenn laun í landinu eru hvað hæst á Ítalíu og í Eystrasaltslönd- unum. Hlutfallið lækkar þegar litið er vestar og eru laun þingmanna um tvöföld meðallaun í landinu eða minna í Slóveníu, Belgíu, á Norður- löndum og í Suður-Evrópu, utan Ítalíu. saeunn@frettabladid.is Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. KjaRamál Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is mánaðarlífeyrir fyrir hækkun 35.276.301 16.599.340 Samtals 51.875.641 launahækkun skv. úrskurði kjararáðs 44,3% 35,5% mánaðarlegur lífeyrir eftir hækkun 50.916.251 22.499.990 Samtals 73.416.241 Hækkun á mánaðar- legum lífeyri 15.639.950 5.900.650 Samtals 21.540.600 ✿ Breytingar á eftirlaunum þingmanna og ráðherra við nýja ákvörðun kjararáðs l Ráðherrar, 57 einstaklingar l alþingismenn, 223 einstaklingar Heimild: Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins. Miðað er við meðaltal síðustu tveggja mánaða. Þingmenn hér á landi eru með há laun í samanburði við meðallaun í landinu. FRéttablaðið/eyÞóR Mánaðarleg útgjöld LSR vegna ráðherranna 57 voru 16,6 milljónir króna en verða 22,5 milljónir með hækkuninni sem nemur 5,9 millj- ónum. Samtals hækka eftirlaun þessa hóps um 21,5 milljónir króna mán- aðarlega. Það samsvarar 258 millj- ónum á ári. Tekið skal fram að réttindi þeirra einstaklinga sem tilheyra nefndum hópum fyrrverandi þingmanna og ráðherra eru mismikil eftir því hversu lengi þeir gegndu þingmennsku eða sátu í stóli ráðherra. – gar stjórnmál Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki afdráttarlausir varðandi þá spurn- ingu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráð- herra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomu- laginu við ákvörðun launanna. „Það kemur vel til greina,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, aðspurður á blaða- mannafundi í gær hvort Alþingi ætti með einhverjum hætti að grípa inn í og breyta ákvörðun kjararáðs. Hann sló hins vegar varnagla við inngripi Alþingis. „Grípi þingið inn í þetta mál, sem ég skal alls ekki útiloka og getur verið nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þá finnst mér mikilvægt að við svörum um leið þeirri spurningu hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambæri- legra kjara og aðrir sem gegna við- líka ábyrgð,“ sagði Bjarni. Ekki náðist í Katrínu Jakobs- dóttur, formann Vinstri grænna, en Svandís Svavarsdóttir alþingismað- ur segir liðsmenn VG telja hækkun- ina alveg fráleita og út úr öllu korti. „Alþingi getur gert það sem það vill, mér finnst mikilvægt að við förum yfir þetta því það þurfa að gilda skýrar og almennilegar reglur. Mér finnst að við þurfum að meta það að hvaða leyti þeim hefur verið fylgt í þessu tilfelli, og þá finnst mér allir möguleikar vera uppi á borðinu,“ svarar Svandís. Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að alþingismenn eigi auðvitað ekki að hlutast til um sín laun en þegar upp komi slíkt tilfelli með 44 prósenta launahækkun þurfi eitthvað að gera. Hún hafi gagnrýnt að kjararáð sé pólitískt skipað. Nær væri að þar sætu sérfræðingar í vinnumarkaðs- málum og launaþróun. „Í gærmorgun skoraði ég á alla þingmenn að hafna þessu og í gær- morgun leitaði ég leiða til þess að hafna þessu. Nú er bara að sjá hvort ekki sé hægt að sammælast um það að þessu máli verði snúið við og lög um kjararáð löguð,“ segir Birgitta. Viðreisnarmenn vilja ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Það segir Gylfi Ólafsson, nýbakaður aðstoðarmaður Benedikts Jóhann- essonar, formanns flokksins. „Við munum örugglega taka þetta mál upp,“ segir Logi Már Einarsson, nýkjörinn alþingismaður og for- maður Samfylkingarinnar. Hann telji að finna þurfi betri farveg þannig að slíkar ákvarðanir séu ekki teknar svo sjaldan og inniberi ekki svo stórt stökk. – gar, sg Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Fáir vissu af væntanlegri hækkun kjararáðs á launum þingmanna þegar oddvitar flokkanna mættust á Stöð 2 fyrir kosningarnar. FRéttablaðið/eRniR Alþingi getur gert það sem það vill. Mér finnst mikilvægt að við förum yfir þetta því það þurfa að gilda skýrar og almennilegar reglur. Svandís Svavars- dóttir, þingmaður VG 57 fá nú eftirlaun ráðherra sam- kvæmt lögum frá því fyrir apríl 2009. Eftirlaun vegna setu á Alþingi og á ráðherrastóli miðast við laun eftirmanna vegna starfa fyrir apríl 2009. 3 . n ó v E m B E r 2 0 1 6 F I m m t U D a G U r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 2 B -C 2 D 0 1 B 2 B -C 1 9 4 1 B 2 B -C 0 5 8 1 B 2 B -B F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.