Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 12
heilbrigðismál Endurhæfingar- læknar á Íslandi eru of fáir; aðeins um tíu talsins. Meðalaldur þeirra er hár og innan tíu ára verða margir þeirra hættir störfum á sama tíma og nýliðun er lítil og mjög fáir í sér- námi. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um er eftirspurn eftir þjónustu á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi í dag miklum mun meiri en unnt er að sinna. Á Reykja- lundi bíða nú tæplega þúsund manns eftir þjónustu og biðin er allt upp í eitt ár. Ef 300 milljóna króna niðurskurður frá hruni fengist bættur væri hægt að auka þjónustu Reykjalundar til muna. Á sama tíma er viðvarandi hús- næðisvandi og mannekla á endur- hæfingardeild Landspítalans sem stendur starfseminni þar fyrir þrif- um. Hugmyndir um byggingu nýrrar álmu á Grensásdeild hafa lengi verið uppi en aldrei komist á fjárlög. Þar er sálfræðiþjónustan sérstaklega illa stödd og afar knýjandi að aðstaða sjúkra-, iðju-, og talmeinaþjálfunar og tengdrar starfsemi verði bætt. Guðrún Karlsdóttir, þáverandi formaður Félags íslenskra endur- hæfingarlækna (FÍE), skrifaði grein í Læknablaðið í janúar 2015 þar sem á það var bent að læknar á Íslandi með sérfræðiréttindi í endurhæf- ingarlækningum væru aðeins fimm- tán talsins og tíu af þeim starfandi. Áhyggjum lýsti hún af hversu meðal- aldur þeirra var hár og nýliðun lítil. Magnús Ólason, núverandi for- maður FÍE sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri lækninga á Reykja- lundi, segir að sennilega séu færri en tíu sem eru upphaflega sérmennt- aðir í endurhæfingu, en aðrir hafi jafnvel aðra sérfræðimenntun en hafi bætt endurhæfingarlækningum við sérfræðisvið sitt síðar. Magnús segist vona að hægt verði að halda í horfinu, en jánkar því að samband geti verið á milli þess hversu fáir læknar líti til sérfræði- náms í endurhæfingarlækningum og þess fálætis sem greininni er sýnt dagsdaglega – og endurspeglast í vanda þeirra stofnana sem sinna endurhæfingu sjúkra og slasaðra. „Við erum til dæmis að koma mun minna að kennslu læknanema held- ur en var fyrir tuttugu, þrjátíu árum. Þá var meiri áhersla á endurhæfingu en er í dag.“ svavar@frettabladid.is Endurhæfingarlæknar fáir og nýliðun lítil Minni áhersla er lögð á endurhæfingu í dag en var fyrir 20 til 30 árum. Sérfræði- menntaðir læknar eru fáir. Nýliðun er lítil og margir hætta störfum innan tíu ára sökum aldurs. Á Reykjalund og Grensásdeild koma 1.450 sjúklingar árlega. Kúabúum hefur fækkað um tvo þriðju frá 1986. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR lANDbÚNAðUr Ljóst er að nokkrir bændur voru tilbúnir til að bregða búi fyrir rétt verð. Þetta segir for- maður Landssambands kúabænda, LK. Síðasti tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur fór fram í gær en hann var jafnframt sá stærsti frá upphafi. Alls voru 2,7 milljónir lítra seldar en kaupverðið var 555 milljónir króna. Þá höfðu 69 bændur hins vegar boðið fram um 5,9 milljónir lítra til sölu. Alls eru rúmlega 600 kúabú á landinu. „Ég túlka þetta þannig að tals- vert margir hafi verið tilbúnir til að selja ef rétt verð hefði fengist. Í sumum tilfellum fannst ekki rétt verð og þeir bændur halda því áfram búskap,“ segir Arnar Árna- son, formaður LK. Þetta var í síðasta skipti sem bændum gafst kostur á að selja greiðslumark á uppboðsmarkaði. Með breytingum á búvörulögum sem taka gildi um áramótin fara skipti á kvóta fram með innlausn- arskyldu ríkisins. Þá verður verðið á mjólkurlítranum í kringum 140 krónur en í fyrradag var meðal- verðið á lítranum 205 krónur. „Árið 2019 munu bændur kjósa um það hvort haldið verði áfram með framleiðslustýringu á mjólk. Einhverjir sáu sér leik á borði að selja núna á markaðsverði og hætta að búa í stað þess að búa í tvö, þrjú ár í viðbót,“ segir Arnar. „Þetta hefur verið þróunin síðan 1986. Kúabændum hefur fækkað um tvo þriðju síðan þá. Áframhaldandi samþjöppun er fyrirséð.“ – jóe Bændur voru tilbúnir að selja hefði rétt verð fengist Við erum til að mynda að koma mun minna að kennslu læknanema heldur en var fyrir tuttugu, þrjátíu árum. Þá var meiri áhersla á endurhæf- ingu en er í dag. Magnús Ólason, formaður Félags íslenskra endurhæfingarlækna Miklu færri en vilja komast að í endurhæfingu á Reykjalundi þegar þeir þurfa þess. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þessi maður var upptekinn við það að smíða líkkistu á vinnustofu í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gær. Líkkistusmíði er ábatasöm starfsgrein í Líberíu þar sem Líberíumenn eru kristin þjóð og hinir látnu jafnan grafnir í líkkistum sem framleiddar eru innanlands. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Líkkistuframleiðsla í Líberíu heilbrigðismál Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræð- inga til að rannsaka aðkomu stofn- ananna og starfsmanna þeirra að plastbarkamálinu. Málið varðar fyrstu plastbarka- aðgerðina sem gerð var í heim- inum árið 2011, en sjúklingurinn lést. Tveir Íslendingar eru aðilar að málinu, auk Háskóla Íslands og Landspítalans. Nefndarmenn eru þrír, þau Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dóm- stólinn, María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum, og Georg Bjarnason krabbameins- læknir. Öll starfa þau utan Land- spítalans og Háskóla Íslands. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hafði áður komist að þeirri niður- stöðu að málið sé eitt alvarlegasta siðferðisslys sem orðið hefur í heil- brigðisþjónustu á Norðurlönd- unum. – jhh Rannsaka plastbarkamál Páll Hreinsson sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég túlka þetta þannig að talsvert margir hafi verið tilbúnir til að selja ef rétt verð hefði fengist. Í sumum tilfellum fannst ekki rétt verð og þeir bændur halda því áfram búskap. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda 600 kúabú eru á öllu landinu í dag. 3 . N ó v e m b e r 2 0 1 6 F i m m T U D A g U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T A b l A ð i ð 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 2 B -D 1 A 0 1 B 2 B -D 0 6 4 1 B 2 B -C F 2 8 1 B 2 B -C D E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.