Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 23
Fráfarandi stjórnarandstöðuflokk-ar fengu samtals 43% atkvæða í alþingiskosningunum um daginn og 43% þingsæta (27 af 63). Það er eins og vera ber. Fráfarandi stjórnarflokkar fengu samtals 40% atkvæða og 46% þingsæta (29 af 63). Það er ranglátt. Ranglætið hefst af því að halda áfram að kjósa eftir kosningalögum sem 2/3 hlutar kjósenda höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Þar lýstu 2/3 hlutar kjósenda stuðningi við nýtt stjórnar- skrárákvæði um jafnt vægi atkvæða, en þeir höfðu aldrei fyrr í sögu landsins fengið færi á að svara þeirri spurningu beint og milliliðalaust. Hér er hún lifandi komin ein helzta skýringin á því hvers vegna fráfarandi ríkisstjórnarflokkar, Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsókn, vilja halda í misvægi atkvæðisréttarins og gleyma nýju stjórnarskránni. Vandinn er ekki bundinn við Framsókn eins og sumir sjálfstæðismenn og aðrir virðast halda. Þessir tveir flokkar fá nú fjögur þingsæti í forgjöf skv. gildandi kosn- ingalögum séu dauð atkvæði Flokks fólksins, Dögunar o.fl. talin með atkvæðum andstæðinga fráfarandi stjórnarflokka. Sjálfstæðisflokkurinn fær 33% þingsætanna (21 af 63) út á 29% fylgi sem ætti að réttu lagi að skila 18 þingsætum. Framsókn fær 13% þingsætanna (8 of 63) út á 11,5% fylgi sem ætti að réttu lagi að skila sjö þing- sætum. Þetta gerir fjögur sæti í forgjöf samanlagt. Tvöföld slagsíða Þeir sem hafa undirtökin á Alþingi hafa sett landinu kosningalög handa sjálfum sér. Þeir hafa tryggt sér tvö- faldan ávinning. Enn í dag er tvöfaldur munur á vægi atkvæða sunnan og norðan Hvalfjarðarganga. Við bætist að reikningsreglan sem notuð er til að útdeila þingsætum hyglar stórum flokkum á kostnað minni flokka. Þessi regla, kennd við belgíska lög- fræðinginn Victor d'Hondt, hefur jafnan sveigt úthlutun þingsæta í þágu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og þannig lagzt ofan á misvægi atkvæða eftir búsetu eins og ég lýsti í bók minni Tveir heimar (2005, bls. 215-223). Skoðum tölur. Frá 1995 hafa Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn fengið að jafnaði rösklega tvö þingsæti í forgjöf í kosningum til Alþingis. Þetta er auðvelt að reikna með því að bera saman kjörfylgi og þingstyrk þessara flokka. Þessir tveir flokkar fengu tvö sæti í forgjöf 1995, tæplega eitt sæti 1999, tæp tvö 2003 og 2007, tæpt eitt 2009 (þá var Samfylkingin næststærsti flokkurinn, ekki Framsókn), sex sæti 2013 og fjögur 2016. Forgjöfin ræðst í breytilegum hlutföllum af misvægi atkvæða, hlutdrægni úthlutunar- reglunnar í þágu stórra flokka og 5% þröskuldinum, þ.e. kröfunni um 5% lágmarksfylgi á landsvísu, sem bitnar einnig á litlum flokkum. Í kosningunum 2013 fengu Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn 51% atkvæða og 60% þingsæta (38 af 63). Að réttu lagi hefði 51% fylgi átt að veita þeim 51% þingsæta (32 af 63) ef við hugsum okkur að dauð atkvæði (12% af heildinni) hefðu ella verið greidd andstæðingum þessara flokka. Sem sagt: sex sæta forgjöf. Hefðu þessir flokkar treyst sér til að mynda ríkis- stjórn 2013 með 32 þingmenn í sínum röðum frekar en 38? Hefði slík stjórn þraukað fram yfir Panama-hneykslið í vor leið? Hver veit? Líku máli gegnir um kosningarnar um daginn. Þar fengu Sjálfstæðis- flokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð samtals 47% atkvæða og 51% þingsæta (32 af 63). Þessir flokkar hugleiða nú myndun meirihlutastjórnar á Alþingi með minni hluta kjósenda að baki sér. „Vægi atkvæða verði jafnt“ Jafnt vægi atkvæða er eitt brýnasta hagsmunamál Íslendinga og hefur svo verið allar götur síðan Brynjólfur Pétursson lögfræðingur, einn Fjölnis- manna, mælti fyrstur fyrir jöfnum atkvæðisrétti 1849. Hannes Haf- stein ráðherra 1904-1909 varaði við afleiðingum ójafns atkvæðisréttar. Æ síðan hafa verið uppi háværar kröfur um nauðsyn þess að jafna atkvæðis- réttinn, síðast á þjóðfundinum 2010 og í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Í ályktun þjóðfundarins 2010 segir: „Vægi atkvæða verði jafnt.“ Takið eftir: Ekki jafnara, heldur jafnt. Alþingi hefur lagfært kosningalögin smám saman, t.d. 1942 og 1959, en þó aðeins að hluta. Misvægi atkvæðis- réttarins hefur kallað óheilbrigða slagsíðu yfir lögin og landsstjórnina þar eð það felur í sér frávik frá lýðræði og mylur undir þá sem sitja að völdum með fá atkvæði að baki sér, iðulega í óþökk kjósenda. Misvægið grefur undan trausti og þá um leið undan vel- ferð fólksins í landinu. Mannréttindakrafa Krafan um jafnt vægi atkvæða er mannréttindakrafa. Erlendir kosninga- eftirlitsmenn hafa mörg undangengin ár mælt með löngu tímabærum leið- réttingum á kjördæmaskipaninni með skírskotun til algildra mannréttinda. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sem sinnir m.a. kosningaeftir- liti í álfunni telur af jafnréttisástæðum að misvægi atkvæða skuli ekki vera meira en 10% og alls ekki meira en 15% nema sérstaklega standi á. Þar eð nú hafa verið haldnar tvennar alþingiskosningar eftir lögum sem kjósendur höfnuðu afdráttarlaust 2012 gæti Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þurft að láta málið til sín taka ef nýtt Alþingi lætur undir höfuð leggjast að staðfesta nýju stjórnar- skrána. Þetta stafar af því að tvö af mikilvægustu ákvæðum frumvarpsins, kosningaákvæðið og ákvæðið um auðlindir í þjóðareigu, varða mann- réttindi. Alþingi getur ekki verið þekkt fyrir að halda áfram að hindra fram- gang alþjóðlega viðurkenndra mann- réttinda. Alþjóðasamfélagið lítur slík brot alvarlegri augum nú en áður. Fjögur sæti í forgjöf Þorvaldur Gylfason prófessor Í dag Jafnt vægi atkvæða er eitt brýnasta hagsmuna- mál Íslend- inga. Í aðdraganda nýafstaðinna þing-kosninganna lýstu leiðtogar nokkurra stjórnmálaflokka því yfir að þeir „útilokuðu samstarf“ við aðra nánar tilgreinda flokka. Í þessu fólst að þeir myndu ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með við- komandi. Þannig útilokaði formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, samstarf við núverandi ríkisstjórn- arflokka í sameiningu (þótt hann útilokaði ekki samstarf við annan hvorn þeirra). Birgitta Jónsdóttir, umboðsmaður Pírata, útilokaði samstarf við báða stjórnarflokkana, hvort sem var saman eða hvorn í sínu lagi. Katrín Jakobsdóttir, for- maður Vinstri grænna, svo gott sem útilokaði samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn, Bjarni Benediktsson, for- maður þess síðastnefnda, við Pírata og svo mætti halda áfram. Frétta- menn og stjórnmálafræðingar sátu svo sveittir við að greina möguleika á stjórnarmyndun í allri flækjunni. Að endingu stendur og fellur stjórnskipun ríkja með þátttöku borgaranna og handhafa opinbers valds í gangverki hennar. Eða hvað gerist t.d. ef enginn kýs í lýðræðisleg- um kosningum? Eða ef enginn býður sig fram til þings? Eða ef Hæstiréttur Íslands neitar einfaldlega að dæma í málum sem réttilega eru fyrir hann lögð? Einfalda og stutta svarið við þeirri spurningu er að þá brestur stjórnskipulag okkar. Stjórnskipun Íslands, einkum kosningakerfið, leiðir til þess að rík- isstjórn á hverjum tíma þarf að njóta stuðnings ólíkra stjórnmálaflokka. Þessu er öðruvísi farið í ýmsum öðrum þekktum stjórnskipunum, svo sem í Bandaríkjunum og Bret- landi þar sem einn flokkur fær jafnan stjórnartaumana í sínar hendur. Þetta þýðir að fulltrúar ólíkra flokka á Alþingi þurfa í kjölfar kosninga að axla þá ábyrgð að finna samstarfs- fleti með öðrum flokkum, gera mála- miðlanir og stuðla saman að pólitísk- um stöðugleika. Engu skiptir hversu hart hefur verið tekist á í fortíðinni. Með þessu er ekki sagt að kosninga- baráttan sé eintómt leikrit og blekk- ing. Öðru nær. Samningsstaða flokka og möguleikar þeirra á að knýja fram baráttumál sín er auðvitað í sam- ræmi við úrslit kosninganna. Stjórnmálaleiðtogar ættu því að mínu mati almennt ekki að úti- loka fyrirfram samvinnu við aðra stjórnmálaflokka, án tillits til kosn- ingaúrslita, nema í algerum undan- tekningartilfellum. Vel má fallast á að samstarf sé fyrirfram útilokað við fasíska eða kommúníska flokka, enda er slíkum flokkum beinlínis beint gegn því opna, lýðræðislega þjóðskipulagi sem við búum við. Og auðvitað er eðlilegt að menn reyni fyrst að mynda stjórn með þeim sem næst standa málefnalega. Það er hins vegar einfaldlega ekki í anda stjórnskipunar okkar að slá um sig með yfirlýsingum um að ekki komi til greina að vinna með þessum og hinum lýðræðislegum stjórnmála- samtökum, sem þó eru kjörin til áhrifa af almenningi. Ef staðið er við slíkar yfirlýsingar aukast enda lík- urnar á því að stjórnskipun okkar sigli í strand. Og ef ekki er staðið við þær er grafið undan tiltrú almenn- ings á þeim sem yfirlýsinguna gaf. Það er því væntanlega farsælast fyrir alla, þ. á m. stjórnmálamenn- ina sjálfa, að stíga varlega til jarðar og standa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin. Að útiloka samstarf við hinn og þennan Hafsteinn Þór Hauksson lögfræðingur Stjórnmálaleiðtogar ættu því að mínu mati almennt ekki að útiloka fyrirfram sam- vinnu við aðra stjórnmála- flokka. me ð s ön gd ívu nn i Jó lat ón lei ka r Ma ry’ s B oy C hil d Riv ers of Ba by lon Ra sp uti n Da dd y C oo l Ho ora y! Ho ora y! It’s a Ho li–H oli da y Eldborg, Hörpu 4. desember kl. 20:00 Boney M, ein stærsta hljómsveit diskótímabilsins heimsækir Hörpu á aðventunni. Með í för er sjálf söngdívan Liz Mitchell. Það er óhætt að lofa góðri skemmtun í Eldborg á meðan Mary's Boy Child, Rivers of Babylon, Rasputin og allir hinir smellirnir koma salnum á hreyfingu. Tryggðu þér miða á stórkostlega skemmtun og komdu þér í réttu stemninguna fyrir jólin. Miðasala er hafin á tix.is, harpa.is og í síma 528 5050. s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 21F i M M T u d a g u R 3 . n ó v e M B e R 2 0 1 6 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 B -B 4 0 0 1 B 2 B -B 2 C 4 1 B 2 B -B 1 8 8 1 B 2 B -B 0 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.