Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 50
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Hjaltadóttir hjúkrunarheimilinu Ísafold, lést sunnudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 7. nóvember kl. 13.00. Helga Jónsdóttir Ástvaldur Kristinsson Lúðvík Hjalti Jónsson Gerður Gústavsdóttir Kristinn Rúnar Jónsson Svava Margrét Ingvarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Helga Sigurðar Haraldssonar yfirverkstjóra, Sléttuvegi 19, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Sólteigs á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun og stuðning við fjölskylduna. Guðlaug Halldóra Guðmundsdóttir Signý Halla Helgadóttir Hjörtur H. R. Hjartarson Vilberg Grímur Helgason Kristjana Guðlaugsdóttir Ásta Sigrún Helgadóttir Þorsteinn Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls okkar elskulegu Margrétar Höllu Jónsdóttur (Maddýjar) og virðingu henni sýnda. Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað – vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. (Steph. G. Steph.) Hörður Skarphéðinsson Ásthildur Jónsdóttir Hans Roland Löf Margrét Halla Hansdóttir Löf Svanhildur Jónsdóttir Páll Grétarsson Sindri Már Pálsson Erna Ágústsdóttir Anna Þórdís Sindradóttir Grétar Már Pálsson Elísabet Pálmadóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Heiðrún Kristjánsdóttir Svansvík, Súðavíkurhreppi, er lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 25. október, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 5. nóvember. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði. Jóhanna R. Kristjánsdóttir Pétur S. Kristjánsson Rakel Þórisdóttir Þorgerður H. Kristjánsdóttir Hermann S. Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ólafs Þórs Ólafssonar bónda, Valdastöðum, Kjós. Þórdís Ólafsdóttir Ólafur Helgi Ólafsson Ásdís Ólafsdóttir Vigdís Ólafsdóttir Ásgeir Þór Árnason Valdís Ólafsdóttir Jóhann Davíð Snorrason barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, Karl Sigurjónsson vélfræðingur, Furugrund 36, Akranesi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 29. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 8. nóvember kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, og Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar HVE fyrir góða umönnun. Guðrún Alfreðsdóttir Kári Rafn Kristín Sandra Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigríður Þorláksdóttir Norðurbrún 1, áður Guðrúnargötu 5, lést á Landspítalanum þann 29. október. Útförin verður frá Fossvogs - kirkju miðvikudaginn 9. nóvember. kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Kristjana Aðalsteinsdóttir Þorsteinn Aðalsteinsson Tryggvi Aðalsteinsson Aðalbjörg Þorvarðardóttir Sólveig Aðalsteinsdóttir Málfríður Aðalsteinsdóttir og afkomendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Þórir Sigurbjörnsson Ferjuvaði 9, Reykjavík, lést laugardaginn 29. október.Hann verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 9. nóvember klukkan 13.00. Sigrún María Gísladóttir Halldór Már Þórisson Vilborg Arnarsdóttir Grétar Hallur Þórisson Ólöf Anna Gísladóttir Helga Björk Þórisdóttir Ágúst Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Viggósson frá Ísafirði, Skipalóni 10, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 22. október sl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, fimmtudaginn 3. nóv., kl. 13.00. Alda Garðarsdóttir Helga Björk Guðmundsdóttir Einar Már Jóhannesson Kristín Þorbj. Guðmundsdóttir Sigurður B. Sigurðsson Sæmundur G. Guðmundsson Íris Hrund Sigurðardóttir Hafdís Erla Guðmundsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar og afi, Árni Ólafur Stefánsson fyrrverandi bifreiðastjóri, Vestursíðu 9, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 29. október. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Ragnar Árnason Ingibjörg Sigurðardóttir Stefán Jóhann Árnason Vaka Jónsdóttir Gunnlaugur Árnason Bergþóra Guðmundsdóttir Júlíus Kristjánsson Steinunn Benna Hreiðarsdóttir og afabörn. Ólafur er að stíga út úr flugvél í Keflavík þegar í hann næst, hann kippir sér ekki upp við símtalið. „Ég skrapp til London í nokkur viðtöl því að nýja platan mín var að koma út í fyrradag,“ segir hann. Af hverju London? „Ja, London er einhvern veginn miðstöð alls. Þar hafa flestir fjöl- miðlar bækistöðvar og gera út þaðan. Svo er útgáfufyrirtækið þar líka og það hélt hóf í gær, þar var frumsýnd tónlistarbíó- mynd sem við Baldvin Z gerðum í sumar. Hún heitir Island Songs eins og platan og inniheldur lögin af plötunni.“ Var myndin tekin á Íslandi? „Já, við Baldvin ferðuðumst um landið í sumar og tókum upp lög með tónlistarfólki í litlum bæjum um allt land. Myndin kemur reyndar ekki út fyrr en eftir jól en platan kemur á næstu dögum.“ Nú, svo er bara stórafmæli á morgun. „Já, það skilst mér. Það er nú bara eitthvert fjölmiðlafólk sem er að minna mig á það. Ætli ég reyni ekki að bjóða í smá veislu.“ Þegar ég leitaði að myndum af þér í safninu okkar sá ég mynd af þér með tveimur forsetum, Vigdísi og Ólafi. Hvað kom til? „Já, hún er frá því að ég tók við bjartsýnisverðlaununum. Þeir voru víst svo bjartsýnir á mína framtíð.“ gun@frettabladid.is Stórafmæli, plata og mynd Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds fagnar þrítugsafmæli í dag og getur líka glaðst yfir glænýrri plötu sem heitir Island Songs. Í farvatninu er kvikmynd með sama nafni. 1493 Kristófer Kólumbus kemur auga á eyjuna Dóminíku í Karíbahafinu. 1660 Kötlugos hefst og fylgja því miklir jarðskjálftar og jökul- hlaup. 1928 Tyrkir taka upp latneskt stafróf í stað þess arabíska. 1968 Alþýðubandalagið er stofn- að sem formlegur stjórnmála- flokkur, en hafði starfað sem kosn- ingabandalag síðan 4. apríl 1956. 1978 Megas heldur fræga tónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð undir heitinu Drög að sjálfsmorði. 2007 Pervez Musharraf lýsir yfir neyðarástandi í Pakistan, fellir stjórnarskrá landsins tímabundið úr gildi og rekur forseta hæstaréttar. Merkisatburðir Ólafur Arnalds er bjartsýnn, almennt séð, enda leikur lífið við hann þessa dagana. FréttAblAðið/EyþÓr ÁrnAson 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r36 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð I ð tímamót 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 B -B 4 0 0 1 B 2 B -B 2 C 4 1 B 2 B -B 1 8 8 1 B 2 B -B 0 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.