Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 46
Þann 20. september 2016 var samþykkt á Alþingi að full-gilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í samningnum er kveðið á um að öllum beri réttur til sam- skipta á hvaða formi sem þau eru. Samkvæmt skilgreiningu ISAAC, alþjóðasamtaka um óhefðbundin tjáskipti, þá „eru óhefðbundin tjá- skipti tæki og aðferðir sem einstakl- ingur notar til að leysa áskoranir í daglegum samskiptum. Tjáskipti geta tekið á sig margs konar form eins og tal, texta, látbragð, svip- brigði, snertingu, táknmál, tákn, myndir, talgervil o.s.frv. Allir nota margs konar form af tjáskiptum sem fer eftir því í hvaða samhengi þau eru og við hvern. Formið skiptir þannig minna máli heldur en skiln- ingurinn á því sem verið er tjá.“ Vísindamaðurinn Stephen Hawk- ing er örugglega einn þekktasti notandi óhefðbundinna tjáskipta. Hann notar tölvu með augnstýrðri mús og talgervil til að tjá sig með hefðbundnum texta en það hentar þó alls ekki öllum og því hafa ýmis myndræn kerfi verið þróuð fyrir aðra notendur. Síðustu ár hafa tjáskipta- kerfi verið yfirfærð í hugbúnað sem að mestu leyti hefur verið notaður í sérstökum tjáskiptatölvum. Þessar tölvur og forrit hafa verið mjög dýr en í dag má sjá breytingu þar á. Nú er að verða betra aðgengi að ódýrari en góðum tjáskiptaforritum, sem hægt er að nota í hvaða tölvu, spjaldtölvu eða síma sem er. Að fá spjaldtölvu er þó aðeins byrjunin og ýmsir þættir sem þarf að hafa í huga þegar valið er tjáskiptaforrit. Í ágúst síðastliðnum sótti ég alþjóðlega ráðstefnu á vegum ISAAC í Toronto í Kanada og í kjölfarið fór ég að velta því fyrir mér hvar við erum stödd í þessum málum hér á landi. Á ráðstefnunni voru yfir 2.000 gestir frá 40 löndum alls staðar að úr heiminum, bæði fagfólk og notendur óhefðbundinna tjáskipta. Þar voru kynntar nýjar rannsóknir í tengslum við þjálfun í óhefðbundnum tjá- skiptum ásamt öllu því nýjasta í tæknibúnaði og hugbúnaði fyrir tjá- skiptaforrit. Það sem upp úr stóð að mínu mati, var áherslan á að allir geti notað óhefðbundin tjáskipti ef þeir fá viðeigandi þjálfun. Mikilvægt er að byrja nógu snemma að þjálfa óhefð- bundin tjáskipti hjá ungbörnum og lögð var áhersla á að foreldrar, sem eignast mikið fatlað barn, fái strax á fyrstu mánuðum barnsins kynningu á og aðstoð við þjálfunina. Gera þarf miklu meira Hér á landi hafa börn í leikskólum og skólum fengið einhverja þjálfun í óhefðbundnum tjáskiptum en alltaf má gera betur og eins og áður sagði, byrja miklu fyrr. Eftir að skólagöngu lýkur þá tekur við hjá flestu fjölfötluðu fólki að fara inn á hæfingarstöðvar sveitarfélaganna. Þar er vissulega margt vel gert en því miður hefur allt of lítil áhersla verið lögð á markvissa þjálfun í óhefðbundnum tjáskiptum. Mér vitanlega er hæfingarstöðin Bæjar- hrauni í Hafnarfirði eina hæfingar- stöðin á öllu landinu sem býður upp á sérstaka þjálfun í óhefðbundnum tjáskiptum. Þörfin er þó vissulega mikil og mun færri en viljað hafa komist að í þeirri þjálfun. Að fá tækifæri til að tjá sig um eigin vilja og líðan ásamt því að hafa sam- skipti við fleira fólk á breiðari vett- vangi getur gjörbreytt lífi og líðan einstaklings. Til þess að uppfylla ákvæði samningsins um samskipti við annað fólk þarf því að gera miklu meira í að auka aðgengi ein- staklinga að viðeigandi þjálfun og tæknibúnaði og hvet ég fólk til að kynna sér starfsemi erlendis eins og CAYA sem staðsett er í Vancouver í Kanada. CAYA er stofnun sem veitir fólki 19 ára og eldra þjálfun í óhefð- bundnum tjáskiptum og þjónustu í tengslum við tjáskiptabúnað og nær þjónustusvæðið yfir alla Bresku Kólumbíu. https://www.isaac-online.org/ english/what-is-aac/ http://www.cayabc.org/ Höfundur vinnur við þjálfun í óhefð- bundnum tjáskiptum í hæfingarstöð- inni Bæjarhrauni, Hafnarfirði. Óhefðbundin tjáskipti gefa fólki rödd Guðlaug Björnsdóttir mannfræðingur Undanfarinn nokkuð lang-an tíma hefur starfsemi lífeyrissjóðanna verið af og til í umræðunni og þá aðallega um féð sem safnast í sjóði lífeyrissjóðanna, það er eins og að menn sjái ofsjónum yfir upp- hæðinni sem þar safnast saman, en þeir sömu hafa ekki verið að líta á skuldbindingarnar sem þar koma á móti. Þó svo að upphæðin sé há sem safnast saman hjá lífeyrissjóðunum þá eru skuldbindingarnar sem hvíla á sjóðunum það miklar, bæði núverandi lífeyrisgreiðslur, örorku- lífeyrisgreiðslur og framtíðar- greiðsluskylda, að sjóðirnir geta knappast staðið við þær. Það er oft eins og að litið sé á þessa sjóði sem „fé án hirðis“ eins og sagt var ein- hvern tíma, sem hægt sé að ráðsk- ast með eftir því sem þurfa þykir, því langar mig að draga fram nokkur atriði varðandi málið. Almennu lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir með samningi milli þriggja aðila, þ.e. samtaka launa- fólks, samtaka atvinnurekenda og ríkisvalds, samningi um að í stað hækkaðra launa skyldi hluti þeirra leggjast inn í lífeyrissjóði, geymdur þar og ávaxtaður þangað til að við- komandi hætti vinnu sakir aldurs og þá tækju við lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum. Upphæð lífeyrisgreiðslna úr hinum almennu lífeyrissjóðum fer algerlega eftir því hvað hver og einn hefur greitt í sjóðinn og svo hvernig til hefur tekist með ávöxtun fjárins. Þegar vel hefur tekist til með ávöxtun hefur verið hægt að hækka greiðslurnar lítil- lega en þegar verr hefur tekist til hefur þurft að lækka greiðslurnar. Þannig kemur þetta út þrátt fyrir að heildarupphæðin sem safnast fyrir sé nokkuð há. Ég hef alltaf litið á þessa inneign mína í lífeyrissjóðnum á sama hátt og að um inneign mína í banka væri að ræða. Þetta eru peningar sem ég hef lagt til hliðar til efri áranna og ég get ekki séð að neinn hafi rétt til þess að seilast í þessa sjóði og taka hluta þeirra til annarra nota, frekar en hluta af sparifé sem fólk geymir í banka í góðri trú, slíkt væri alger eignaupptaka í báðum tilvikum. Eignaupptaka Samkvæmt lögum eru allir skyld- aðir til að leggja hluta af sínum launum í lífeyrissjóð og sama ríkis- vald sem ákvarðar þessa skyldu má ekki síðan ákveða að hirða hluta þessa sparnaðar fólks til annarra verkefna, slíkt finnst mér vera alger- lega fráleitt og engum sæmandi og ríkisvaldið á engan rétt til slíkrar íhlutunar, hefur engan rétt til að ráðskast með þetta fé, slíkt væri alger eignaupptaka. Féð sem safnast saman í lífeyris- sjóðunum er eign þeirra sem í þá hafa greitt og fer eign hvers og eins eftir því hver inngreiðsla hans hefur verið í sjóðinn. Mér fannst það dapurlegt og reyndar sorglegt á sínum tíma, að horfa upp á þá sem telja sig talsmenn alþýðu og launa- fólks, þegar þeir léðu máls á því að seilst yrði í fé lífeyrissjóðanna til þess að greiða fyrir niðurfellingu skulda fólks. Ég hreinlega skildi ekki afstöðu þeirra, að ljá máls á því að taka fé sem aðrir eiga, og ráðskast með það í allt öðrum tilgangi en til var stofnað. Þetta var fé sem fólk hafði lagt til hliðar og geymt til elli- áranna til þess að gera lífið heldur betra eftir að launavinnu lýkur. Að taka eign eins og ætla síðan að rétta öðrum hana. Mér fannst trúverðug- leiki þeirra þar með bíða verulegan skaða. Það ættu allir að skilja það og muna að lífeyrissjóðirnir eru eign þeirra sem í þá greiða á svipaðan eða sama hátt og að um sparifé þeirra í banka væri að ræða. Hverjir eiga lífeyrissjóðina? Helgi Arnlaugsson eldri borgari Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um heimavinnu nemenda og að hve miklu leyti hún eigi rétt á sér. Aðallega hefur umræðan snúist um heimavinnu grunnskólanema en einnig hefur heimavinna fram- haldsskólanema fléttast inn. Flestir nemendur á framhalds- skólastigi telja að eitthvert heima- nám sé eðlilegt og hið sama má segja um foreldra, kennara og skóla- stjórnendur. Aðallega er spurt um magn heimavinnunnar. Hve mikil á hún að vera svo eðlilegt geti talist? Ég held að reynsla aðstandenda og nemenda Menntaskólans Hrað- brautar, skólans sem leiddi stytt- ingu framhaldsskólanáms á Íslandi, geti verið leiðarvísir í þessum efnum. Áður en farið er yfir málið er ágætt að hafa í huga þær staðreynd- ir að í Hraðbraut gekk nemendum almennt vel í skólanum; að skólinn útskrifaði 500 stúdenta eftir aðeins tveggja ára námstíma; að brottfall var minna en í öðrum framhalds- skólum og að kröfur skólans voru hliðstæðar því sem þekktist í þeim skólum sem þekktir eru fyrir mestar námskröfur. En hvar liggja skýringarnar á því að nemendur Hraðbrautar gátu lokið stúdentsprófi á tveimur árum á meðan stúdentsprófsbrautir í boði annars staðar voru almennt fjögur ár og meðalnámstími til stúdents- prófs fimm og hálft ár? Fyrst verður að horfa til þess að kennarar Hraðbrautar voru um margt einstök úrvalssveit. Skýringin á því að slík sveit náðist saman voru nokkrar en mikilvægast var þó að á fyrstu starfsárum skólans voru þeir kennarar, sem ekki sýndu afburða- hæfni, leystir frá störfum og aðrir ráðnir í staðinn. Það er úrræði sem stjórnendur ríkisrekinna skóla hafa ekki. „Heimavinna“ í skólanum Skipulag skólastarfsins var mjög frá- brugðið því sem annars staðar þekk- ist. Náminu öllu var skipt í 15 lotur sem hver var sex vikur að lengd. Aðeins voru kenndar þrjár náms- greinar í hverri lotu. Kennslutími í hverri námsgrein var um helmingur kennslutíma í hliðstæðum áföngum í skólum ríkisins. Formleg kennsla fór aðeins fram þrjá daga í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. Þriðjudaga og fimmtudaga var ekki formleg kennsla en nem- endur höfðu mætingarskyldu. Þá daga unnu þeir „heimavinnu“ sína í skólanum. Reynt var að halda ann- arri vinnu í lágmarki sem oftast tókst þokkalega en auðvitað ekki alveg. Þeir sem nýttu vinnutíma sinn skipulega á þriðjudögum og fimmtudögum sluppu þó að mestu við aðra heimavinnu. Lögð var rík áhersla á mikilvægi þess að nemendur beittu öguðum vinnubrögðum til þess að hámarka námsafköst. Lærdómurinn var því ekki síður í því fólginn að fá nem- endur til að temja sér vinnubrögð sem nýttust þegar á háskólastig var komið en þar gekk þeim vel þótt yngstir væru. Síðast en ekki síst nefni ég eitt mikilvægt atriði til viðbótar en það var að reynt var að fylgjast mjög vel með mætingu, vinnu og félagslegri aðlögun allra. Ef á bjátaði í námi eða einkalífi nemenda var reynt að grípa inn í og veita þeim stuðning eftir megni. Þannig var mörgum nemandanum „bjargað frá brott- falli“ vegna atriða sem hefðu reynst erfið án öflugs stuðnings starfs- fólks skólans. Þótt brottfallið væri lítið var viðhorfið þó ávallt að að hverjum brottföllnum nemanda væri mikil eftirsjá. Niðurstaða mín er því sú, að fenginni þeirri reynslu sem fékkst af rekstri Hraðbrautar, að með betra skipulagi framhaldsskólanna, stuðningi og kennslu í skipulögðum vinnubrögðum, er án nokkurs vafa hægt að minnka heimavinnu nem- enda og á sama tíma undirbúa þá jafn vel, eða betur, undir frekara nám og lífið en nú er gert. Heimavinna nemenda Ólafur Haukur Johnson skólastjóri Það ættu allir að skilja það og muna að lífeyrissjóð- irnir eru eign þeirra sem í þá greiða á svipaðan eða sama hátt og um sparifé þeirra í banka væri að ræða. Formleg kennsla fór aðeins fram þrjá daga í viku, mánu- daga, miðvikudaga og föstu- daga. Þriðjudaga og fimmtu- daga var ekki formleg kennsla en nemendur höfðu mætingarskyldu. Þá daga unnu þeir „heimavinnu“ sína í skólanum. Til þess að uppfylla ákvæði samningsins um samskipti við annað fólk þarf því að gera miklu meira í að auka aðgengi einstaklinga að viðeigandi þjálfun og tækni- búnaði. 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r32 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 B -D B 8 0 1 B 2 B -D A 4 4 1 B 2 B -D 9 0 8 1 B 2 B -D 7 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.