Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 34
Dressið úr smiðju Mögnu Rúnar sem sýnt var á No Waste hönnunarsýningunni í Hollandi. Sýningin kallaðist No Waste eða Ekkert sorp og fellur það vel að áhugasviði Mögnu Rúnar sem skrif- ar nú BA-ritgerð um hvernig hægt sé að nýta notaðan textíl í staðinn fyrir að framleiða nýjan. „Það var heilmikil upplifun að fá að taka þátt í svona stórri sýn- ingu,“ segir Magna Rún. Þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar frá Lista- háskólanum taka þátt í sýningu af þessari stærðargráðu erlendis en á sýningunni gaf að líta sex ólík verk- efni frá skólanum frá þrettán þátt- takendum. Endurunnin klæði „Við vorum tvö úr bekknum mínum sem vorum fulltrúar fyrir verkefn- ið okkar sem ber heitið Morphing castaways en á íslensku köllum við það Misbrigði. Verkefnið unnum við í samstarfi við fatasöfnun Rauða krossins,“ lýsir Magna Rún en nem- endur gátu óskað eftir efni til að vinna með. „Við fengum ekki alltaf allt sem við báðum um en eitthvað í áttina. Hins vegar máttum við ekki kaupa neitt nýtt heldur aðeins nýta það sem fékkst gefins.“ Nemendurnir fengu föt frá Rauða krossinum sem ekki var hægt að nýta í endursölu. Oft voru göt eða blettir á fötunum sem hefðu farið í endurvinnslu ef þau hefðu ekki verið nýtt af Mögnu Rún og félögum hennar. „Það var töluverð áskorun að nota tilbúnar flíkur til að sníða og skapa það sem maður vildi,“ segir Magna Rún sem hefur lengi haft gaman af að skapa nýtt efni úr gömlu. „Ég notaði til dæmis mörg mismunandi rúmföt til að útbúa skyrtu og notaði efni úr fjölmörg- um T-bolum til að hekla nýtt efni.“ Ermar að skálmum Á sýninguna var valið svart dress úr smiðju Mögnu Rúnar. „Buxurnar eru gerðar úr herraskyrtu og engu öðru. Ermarnar eru notaðar sem skálmar, kraginn er buxnastreng- urinn og tölurnar eru þar sem rennilásinn ætti að vera. Skyrt- una saumaði ég síðan upp úr göml- um rúmfötum. Jakkinn er gam- all herrajakki sem ég breytti. Til dæmis heklaði ég í bakið á honum, sneið hann síðan aðeins til og minnkaði axlirnar, svo hann myndi passa á dömu. Magna Rún er á þriðja ári í List- háskólanum og útskrifast sem fata- hönnuður næsta vor. Raunar var ferðin til Hollands nú í lok október einnig útskriftarferð hópsins. En hvað er annars fram undan? „Ég er að skrifa BA-ritgerð og svo langar mig að þróa þessa hug- myndafræði um endurnýtingu áfram og býst við að nota það eitt- hvað í útskriftarverkefni mínu. Hvað svo verður er mjög opið, hvort sem það verður að fara í frekara nám eða í starfsnám hjá einhverj- um hönnuði,“ segir Magna Rún sem er ánægð í námi sínu. „Enda finnst mér rosalega gaman að fá að grúska og pæla í efnum og áferð.“ skyrta að buxum Magna Rún Rúnarsdóttir var ein af þrettán nemendum Listaháskóla Íslands sem tók þátt í stórri samsýningu á Dutch Design Week í Eindhoven í Hollandi í lok október. Hún sýndi fatnað sem hún hannaði og saumaði upp úr notuðum fötum frá Rauða krossinum. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Magna Rún Rúnarsdóttir. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kjóladagar 20% afsláttur af öllum kjólum fimmtudag til laugardags Str. 36-56 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Lógó með adressulínu Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt) KJÓLL VERÐ 19.980 AFMÆLISVERÐ 11.988 20-40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI OG SKÓM Í DAG FÖGNUM 20 ÁRUM Á ENGJATEIGNUM! 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r4 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ T í s k A 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 2 B -B 4 0 0 1 B 2 B -B 2 C 4 1 B 2 B -B 1 8 8 1 B 2 B -B 0 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.