Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 31
fólk kynningarblað 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r Fíngerðir skartgripir úr postulíni eiga hug Emblu Sigurgeirsdóttur leirkerasmiðs allan þessi dægr- in. Hún hannar undir merkinu Thing & Things og hefur aðallega gert stærri hluti úr keramik hing- að til, bolla, minni diska og krús- ir með lokum en ákvað fyrir um tveimur mánuðum að einbeita sér að skartgripagerð. „Ég ákvað síð- sumars að ég myndi einbeita mér að skartinu. Annars hef ég verið að leika mér frá því fyrir um ári að gera hálsmen en það var meira til hliðar við keramikið sem ég var aðallega í. Síðan spruttu hug- myndirnar fram hjá mér þannig að mig langaði að gefa mér góðan tíma í að sjá hvert þetta myndi fara. Ráðhúsmarkaðurinn er því góður vettvangur til að sjá hvaða viðtökur ég fæ við skartinu,“ segir Embla sem verður með skartgrip- ina á Ráðhúsmarkaði Handverks og hönnunar sem hefst í dag. Mikil vinna er á bak við hvern skartgrip Emblu en þeir eru allir handgerðir. „Þeir eru allir hand- skornir og handrenndir og ég nostra við hvern hlut frá byrjun til enda. Þetta er mikil vinna en hún á vel við mig því ég leita oft í smáatriðin og að vinna mjög fínt og nákvæmt. Skartgripagerðin á í raun betur við mig en gerð stærri hluta, kera og skála, ég fann mig í þessu,“ segir Embla og brosir. Postulínið er að sögn Emblu ekki eins auðvelt að vinna með og leirinn en hún segir að gott sé að vinna með það því hægt sé að gera hlutina skarpa og fín- gerða. „Postulínið er fínlegt en samt mjög harðgert. Það er mjög hreint og hvítt og ég fæ hugmynd- ir um leið og ég vinn í efnið. Postu- línið leiðir mig áfram í möguleik- unum á því hvað hægt er að gera við það. Útkoman er síðan sam- bland af postulíninu sjálfu og eig- inleikum þess sem og glerungn- um og áferðinni. Þetta er í raun- inni ferðalag sem maður er á með efnið og það er alltaf eitthvað nýtt að gerast.“ Skartgripalínu Emblu saman- stendur af hálsmenum, eyrnalokk- um og hringum. „Gripirnir tala saman og passa allir saman. Mér finnst spennandi að gera skart- gripi úr postulíni því maður sér ekki mikið af þannig gripum og möguleikar þess óteljandi. Ég hef alltaf verið fyrir skartgripi sem standa einir og sér og vil hafa þá eftirtektarverða. Hálsmenin sem ég hef gert hingað til hafa verið svolítið stór en ég er að fara líka út í fíngerðari hluti núna,“ lýsir hún. Embla segir framtíðina vera frekar óráðna hjá sér og koma verði í ljós hvernig skartgripa- gerðinni verður hagað. „Ég er að athuga möguleikana á þessu því þetta heillar mig mikið en ég myndi alltaf hafa hina hlutina með, ég get ekki sleppt af þeim hendinni, mér þykir of vænt um þann hluta keramiksins líka.“ Hægt er að fá keramik Emblu í Kaolin á Skólavörðustíg og nytja- hlutina í Kraum en skartið verður frumsýnt á Ráðhúsmarkaðnum. Skartið heillar Keramikerinn Embla Sigurgeirsdóttir nostrar við hvern hlut sem hún gerir en hún hóf nýlega gerð fínlegra skartgripa úr postulíni. Skartgripir Emblu eru í fjórum litum, svörtum, brons, grábláum og hvítum. Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Embla segir skart- gripagerðina sem hún hefur einbeitt sér að undanfarið vera heillandi. MYND/GVA Embla segir skartgripagerðina sem hún hefur ein- beitt sér að undanfarið vera heillandi. MYND/GVA Netverslun á tiskuhus.is Verslunin er flutt í Holtasmára 1 (Hjartaverndarhúsið) 20% afsláttur af öllum vörum til 5. nóv. Holtasmára 1 (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5465 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Vetrarvika - 20% afsláttur af öllum vörum frá ZHENZI og Ze-Ze 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 B -C C B 0 1 B 2 B -C B 7 4 1 B 2 B -C A 3 8 1 B 2 B -C 8 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.