Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 60
Mel Gibson hefur ekki verið vinsælasti maðurinn í Holly-wood  undanfarin ár. Fyrir tíu árum var hann handtekinn fyrir ölvunarakstur og heyrðist þá hallmæla gyðingum á ofsafenginn hátt, sem rat- aði í fjölmiðla vestanhafs og að lokum út um allan heim. Ekki bættu fleiri hneykslismál úr skák, svo sem ýmsar vísbendingar um að Gibson ætti það til að missa stjórn á skapi sínu í tíma og ótíma og gerðist þá jafnvel ofbeldis- fullur. Samhliða neikvæðu umtali dró ofurstjarnan sig að miklu leyti út úr kvikmyndaiðnaðinum vestra og hefur að mestu látið sér nægja að fara með lítil hlutverk í örfáum bíómyndum sem fæst hafa vakið mikla athygli. Eftir frumsýningu nýjustu myndar hans á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síð- asta mánuði sagðist Gibson aðspurður hafa dregið sig sjálfviljugur í hlé úr bransanum í þessi ár. „Ég held að besta aðferðin við að biðjast afsökunar sé að koma sjálfum sér í lag og það er það sem ég hef verið að gera,“ sagði leik- stjórinn við það tilefni.  Hacksaw Ridge er fyrsta myndin sem Mel Gibson leikstýrir í heilan áratug, eða frá því hann leikstýrði ævintýramyndinni Apocalypto árið 2006. Í myndinni er sögð ótrúleg saga Desmonds T. Doss, hermanns í síðari heimsstyrjöld, sem hélt svo fast í sín helstu viðmið og gildi í lífinu að hann neitaði að bera vopn, þrátt fyrir að dvelja langdvölum á átakasvæðum í fremstu víglínu. Doss trúði því að hlutverk hans í lífinu væri að hjálpa öðrum, án ofbeldis, og hlaut hann bágt fyrir og jafnvel barsmíðar af hendi margra félaga sinna í bandaríska hernum. Síðar var Doss þó heiðraður með æðstu heiðursorðum fyrir að hafa komið mörgum félögum sínum til bjargar meðan á styrjöldinni stóð. Kvikmyndagerðarfólk í Hollywood hefur lengi haft á stefnuskránni að færa sögu Desmonds T. Doss á hvíta tjaldið en ýmsir þættir hafa valdið því að það tókst ekki fyrr en nú, meðal annars andstaða Doss sjálfs við allar slíkar hugmyndir og eins aðstandenda hans eftir að hann lést árið 2006. Ef marka má dóma hefur Gibson tekist vel til og hefur myndinni meðal ann- ars verið lýst sem átakanlegum óði til hugrekkis og óbilandi trúar, bæði á æðri máttarvöld og hið góða innra með hverjum manni. Meðalein- kunn myndarinnar er 8,7 á IMDb og 93% á Rotten Tomatoes, sem segir sína sögu, og þykir breski leikarinn Andrew Gar- field sérstaklega fara á kostum í hlutverki hetjunnar, Des- monds t. Doss. Önnur hlutverk eru meðal ann- arra í höndum Vince Vaughn, Sam Worthington, Luke Bracey og Teresu Palmer. Hacksaw Ridge verður frum- sýnd á morgun, 4. nóvember, í Laug- arásbíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. kjartang@frettabladid.is Fyrsta mynd Mels Gibson í áratug Ástralinn Mel Gibson hefur haft hægt um sig sem leikstjóri undanfarin ár eftir röð hneyksl- ismála sem sköðuðu ímynd hans verulega. Hann snýr nú aftur með sanna stríðsárasögu Breski leikarinn Andrew Garfield þykir standa sig vel í hlutverki Desmonds Doss. Hacksaw Ridge hefur mælst vel fyrir hjá gagnrýnendum. Mel Gibson vann til fjölda verðlauna fyrir mynd sína Braveheart. Frumsýningar Max Steel Aðalleikarar: Ben Winchell, Josh Brener og Maria Bello Frumsýnd: 4. nóvember IMDb: 4,9 Rotten Tomatoes: 53% Collide Aðalleikarar: Nicholas Hoult, Felicity Jones og Anthony Hopkins Frumsýnd: 4. nóvember IMDb: 6,1 Rotten Tomatoes: 27% the aCCountant Frumsýnd: 4. nóvember Aðalleikarar: Ben Affleck, Anna Kendrick, J.K. Simmons, Jon Bernthal, Jeffrey Tambor og John Lithgow IMDb: 7,7 Rotten Tomatoes: 51% um sigur hug- rekkis og trúar. JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Stóra jólablaðið frá Fréttablaðinu kemur út þriðjudaginn 22. nóvember. Áhugasamir hafi samband við: Blaðið er stútfullt af allskonar skemmtilegu efni tengdu jólunum. Jón Ívar Vilhelmsson Sími/Tel: +354 512-5429 jonivar@365.is Jóhann Waage Sími/Tel: +354 512-5439 johannwaage@365.is Atli Bergmann Sími/Tel: +354 512-5457 atlib@365.is Ólafur H. Hákonarson Sími/Tel: +354 512-5433 olafurh@365.is 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r46 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð bíó 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 B -C 2 D 0 1 B 2 B -C 1 9 4 1 B 2 B -C 0 5 8 1 B 2 B -B F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.