Morgunblaðið - 25.10.2016, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016
Hraunbergi 4, 111 Reykjavík, sími 530 9500
• Frí heimsending lyfja
• Góð kjör fyrir eldri
borgara og öryrkja
• Gerðu verðsamanburð
• Lyfjaskömmtun á góðu verði
góð þjónusta
ogPersónuleg
Opið alla virka daga kl. 8:30-18:00
Heilbrigð skynsemi
Heilsugæsla
efra Breiðholts
Gerðuberg
Lyf á lægra verði
Kvennafrídagurinn 2016
Kristín Edda Frímannsdóttir
Viðar Guðjónsson
Bergþóra Jónsdóttir
Spurningunni „Á systir mín að fá minni vasapening?“ var
varpað á skilti Gísla Hrafns og við hlið hennar stóð systir
hans, Sigrún Ýr, með skilti sem á stóð: „NeiHei!“
„Við erum hér til að mótmæla launamismun kynjanna,
þetta er bara asnalegt eins og þetta er,“ sagði Gísli Hrafn í
samtali við blaðamann mbl.is sem forvitnaðist um skilti
sem þau systkini báru á samstöðufundi á Austurvelli í gær,
í tilefni kvennafrídagsins. Þetta er í fimmta skipti sem kon-
ur leggja niður störf og efnt er til samstöðufundar í tilefni
af ójafnri stöðu kvenna.
Á fjölmennum samstöðufundi var lesin upp yfirlýsing
þar sem á það var bent að konur hefðu að meðaltali 70,3%
af atvinnutekjum karla. Af því tilefni lögðu konur niður
störf klukkan 14.38, á mínútunni sem konur hætta að með-
altali að fá greidd laun í samfélaginu samanborið við karla.
Árið 2005 lögðu konur niður störf klukkan 14.08. Árið
2010 gengu þær út klukkan 14.25. Var á það bent í gær að
með sama hraða yrði launajafnrétti náð eftir 52 ár. Krafa
þeirra sem á samstöðufundinn mættu var hins vegar skýr
um að launamunur yrði jafnaður tafarlaust.
Fjölmörg fyrirtæki hvöttu starfsfólk sitt til þess að
leggja niður störf í gær. Stoðtækjaframleiðandinn Össur
var eitt þeirra, þar sem send var tilkynning til starfsmanna
og eindregið mælt með því að konur fyrirtækisins mættu á
Austurvöll. Þá lokaði t.a.m. Hafnarfjarðarbær skólum,
leikskólum og frístundaheimilum frá kl. 14.30 í gær og
hvatti foreldra til þess að sækja börn sín fyrir þann tíma.
Morgunblaðið/Golli
Kvennafrídagurinn á Austurvelli Ungir sem aldnir komu á Austurvöll á samstöðufund í tilefni Kvennafrídagsins sem haldinn var í gær. Þess var krafist að launamunur yrði strax jafnaður.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Systkini Þau Gísli Hrafn og Sigrún Ýr voru á Austurvelli til þess að hvetja
til jafnréttis kynjanna. Báru þau skilti til að undirstrika afstöðu sína.
Með sama hraða jafnast mun-
urinn ekki fyrr en eftir 52 ár
Morgunblaðið/Golli
Fjölmennt Þúsundir voru á Austurvelli í gær. Engar
fjöldatölur fengust þó hjá lögreglunni í þetta sinn.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Fjölmennur samstöðufundur var haldinn á Ráðhústorginu á Akureyri í gær líkt og víðar á landinu.
Morgunblaðið/Golli
14.38 Þúsundir kvenna lögðu niður störf um allt land klukkan 14.38.
Lögðu niður störf klukkan 14.38 í tilefni kvennafrídagsins