Morgunblaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016
Isavia ohf. vinnur nú að gerð deili-
skipulags fyrir vestur- og aust-
ursvæði Keflavíkurflugvallar. Af því
tilefni hefur fyrirtækið boðað til
samráðsfundar sem fram fer í
Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag
kl. 13-16.
Á fundinum verða drög að deili-
skipulagstillögu kynnt og tillögum
að efnislegum breytingum safnað
saman í vinnuhópum.
Forkynning stendur yfir til 15.
nóvember 2016 og getur almenn-
ingur komið með tillögur á þeim
tíma. Að lokinni forkynningu verður
tillagan lögð fram í skipulagsnefnd
til afgreiðslu. Þegar skipulagsnefnd
hefur samþykkt að auglýsa tillögu
að deiliskipulagi verður það gert í
samræmi við 41. grein skipulagslaga
og gefst þá tækifæri til að gera
formlegar athugasemdir við tillög-
una innan athugasemdafrests.
Helstu markmið og viðfangsefni
deiliskipulagsins eru m.a. að gera
heildstæðan deiliskipulagsuppdrátt
fyrir svæðið og kalla fram góðar
heildarlausnir m.t.t. þarfa flug-
tengdrar starfsemi og að skilgreina
og útfæra byggðarmynstur svæð-
isins, þ.m.t. stærðir bygginga, hæðir
og yfirbragð. sisi@mbl.is
Tölvuteikning/Nordic-Office of
Keflavíkurflugvöllur Mikil uppbygging er fyrirhuguð á næstu árum.
Kynna nýtt skipu-
lag á flugvellinum
V – listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs:
1. Lilja Rafney Magnúsdóttir,
kt. 240657-7919, alþingismaður, Hjallavegi 31, Suðureyri.
2. Bjarni Jónsson,
kt. 060666-3939, forstöðumaður, Raftahlíð 70, Sauðárkróki.
3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir,
kt. 210176-3149, grunnskólakennari, Ytra-Hóli, Skagabyggð.
4. Rúnar Gíslason,
kt. 170496-3029, leiðbeinandi, Brákarbraut 4, Borgarnesi.
5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir,
kt. 260986-3259, líffræðingur og kennari, Kleppjárnsreykjum, Reykholti.
6. Reynir Þór Eyvindsson,
kt. 190363-4149, verkfræðingur, Skógarflöt 25, Akranesi.
7. Hjördís Pálsdóttir,
kt. 080686-2699, safnstjóri, Bókhlöðustíg 1, Stykkishólmi.
8. Þröstur Þór Ólafsson,
kt. 221265-5139, iðnkennari, Steinsstaðaflöt 21, Akranesi.
9. Berghildur Pálmadóttir,
kt. 110186-2829, ráðgjafi, Fagurhólstúni 1, Grundarfirði.
10. Halla Sigríður Steinólfsdóttir,
kt. 110564-2609, bóndi, Ytri-Fagradal 2, Dalabyggð.
11. Bjarki Hjörleifsson,
kt. 220389-2439, vert, Ásklifi 11, Stykkishólmi.
12. Dagrún Ósk Jónsdóttir,
kt. 131293-2329, yfirnáttúrubarn, Kirkjubóli 1, Hólmavík.
13. Ingi Hans Jónsson,
kt. 240255-7749, sagnaþulur, Sæbóli 13, Grundarfirði.
14. Lárus Ástmar Hannesson,
kt. 150766-4199, kennari, Nestúni 4, Stykkishólmi.
15. Guðný Hildur Magnúsdóttir,
kt. 130669-3019, félagsráðgjafi, Hreggnasa, Bolungarvík.
16. Guðbrandur Brynjúlfsson,
kt. 300448-8019, bóndi, Brúarlandi 2, Borgarbyggð.
Reykjavík, 24. október 2016.
Landskjörstjórn.
Auglýsing
frá landskjörstjórn um framboð við
alþingiskosningar 29. október 2016.
Með vísan til 44. gr. laga um kosningar til Alþingis er framboðslisti
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi birtur á ný
þar sem nafn frambjóðanda hafði misritast.
„Krafturinn var ótrúlegur og há-
vaðinn mikill,“ segir Aldís Haf-
steinsdóttir, bæjarstjóri í Hvera-
gerði, en í eftirmiðdaginn í gær
sprakk leiðsla í gufuveitukerfinu
þar í bæ. Lögnin er við götuna
Breiðumörk, skammt frá af-
greiðslustöð N1 þar sem ekið er inn
í bæinn. Gufumökkur frá lögninni
gekk yfir svæðið og það kraumaði í
holunni sem myndaðist. Í fyrstu var
jafnvel talið að þarna hefði mynd-
ast hver, enda dæmi um slíkt í
Hveragerði.
Starfsmenn Veitna gera við
skemmdir en röskun gæti orðið, t.d.
hjá fyrirtækjum sem nýta gufuafl
við framleiðslu sína. sbs@mbl.is
Ljósmynd/Sigþór Sigurðsson
Afl Gufumökkur steig til himins og í öllu
kraumaði svo mannfjölda dreif að.
Gufuleiðsla í Hvera-
gerði sprakk í gær
Öryggis- og varnarmál, m.a. sam-
skiptin við Rússa og staða mála í
Úkraínu og Sýrlandi í því sambandi,
voru í deiglunni á fundi sem Lilja
Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráð-
herra átti í gær með formönnum
utanríkismálanefnda þjóðþinga
Norðurlandaríkjanna og Eystra-
saltsríkjanna. Þeir eru nú staddir
hérlendis í boði Alþingis. Samstarf
er með þjóðunum átta og er víða
horft til þess, segir í frétt frá utan-
ríkisráðuneytinu.
Á fundinum gerði utanríkisráð-
herra að umtalsefni að 30 ár eru liðin
frá leiðtogafundinum í Höfða – og
mikilvægi þess að eiga hreinskiptin
samtöl. Slíkt skilaði jafnan árangri.
Þá skýrði Lilja einnig frá nýskipuðu
þjóðaröryggisráði og nýrri þjóðar-
öryggisstefnu. Málefni norðurslóða
og loftslagsmál voru einnig til um-
ræðu, sem og afleiðingar væntan-
legrar útgöngu Breta úr ESB.
sbs@mbl.is
Ræddu öryggismál,
Úkraínu og Sýrland
Utanríkismálin rædd í Reykjavík
Fundur Ráðherra og formenn utan-
ríkismálanefnda Norðurlandaríkja.
Þorsteinn Ásgrímsson Melén
thorsteinn@mbl.is
Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi for-
stjóri Baugs, sagði í vitnaleiðslum í
héraðsdómi í gær í Aurum-málinu að
miðað við samningaviðræður hefði
hann talið að fyrirtækið Damas frá
Dubai hefði verið búið að samþykkja
verðmat á Aurum upp á um 100
milljón punda. Kaupverð er eitt af
lykilatriðum dómsmálsins.
Saksóknari telur að verðið hafi
verið ofmetið og hefur látið að því
liggja að það hafi komið frá Baugi,
sem á þessum tíma var stærsti hlut-
hafinn í Aurum. Með því hafi skapast
grundvöllur undir hærri lánveitingu
frá Glitni banka þar sem 2,2 millj-
arðar runnu til seljanda umfram
skuldir sem gera átti upp og einn
milljarður til Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar, sem er einn hinna
ákærðu í málinu. Ákærðu hafa aftur
á móti sagt verðmat eðlilegt.
Það var félagið Fons sem var að
selja bréfin í Aurum, en Pálmi Har-
aldsson, eigandi Fons, og Jón Ás-
geir, stjórnarformaður og einn eig-
enda Baugs, voru viðskiptafélagar.
Selja átti Damas bréfin, en Glitnir
lánaði á móti félaginu FS38, dóttur-
félagi Fons, sex milljarða til að
kaupa bréf Fons. Átti svo að selja
þau áfram til Damas, sem hætti við
kaupin og hefur komið fram að
stjórnendur þess hafi talið verið of
hátt. Verjendur ákærðu og stjórn-
endur í Baugi hafa bent á að á þeim
tíma sem Damas hopaði hafi banka-
kreppan við að skella á. Að halda að
sér höndum þá hafi verið eðlilegt.
Saksóknari hefur ítrekað spurt
ákærðu og vitni í málinu um tölvu-
póst sem sendur var af Jóni Ásgeiri
vegna þessa máls. Þar kemur fram
að með viðskiptunum verði gerð upp
„öll mál vegna PH og Stím og allar
skuldbindingar PH við Glitni þá
komnar í lag“. Gunnar var einn
þeirra sem fengu viðkomandi póst,
en hann segist ekki vita hvað átt
væri við. PH er Pálmi Haraldsson.
Hækkaði um tvo milljarða
Þá gat Gunnar heldur ekki svarað
fyrir tvö bréf sem hann fékk frá Jóni
Ásgeiri snemma í maí. Á þeim tíma
hækkar lánsfjárhæðin úr fjórum
milljörðum upp í sex milljarða.
Gunnar sendi tillögur um málið
áfram 6. maí til Lárusar Welding,
bankastjóra Glitnis. Sagði það hafa
verið vegna fundar með Jóni Ásgeiri
og Pálma þar sem hann hefði tekið
niður punkta og verið beðinn um að
senda áfram. Sagðist Gunnar ekki
þekkja nákvæmlega til upphæða
sem þar komu fram né tilurðar til-
lagna sem þarna voru settar fram.
Segja verðmat hafa verið eðlilegt
Vitnaleiðslur í Aurum-málinu halda áfram í héraðsdómi Tekist á um kaup-
verð Eðlilegt að kaupandi héldi að sér höndum Getur ekki svarað fyrir bréf
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bollaleggingar Verjendur og ákærðu bera saman bækur sínar í dómsal.