Morgunblaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016
Ingvar Emilsson haf-
fræðingur andaðist á
sjúkrahúsi í Mexíkó
hinn 21. október eftir
erfiða baráttu við
lungnabólgu.
Ingvar fæddist á
Eskifirði 1926. Hann
kvæntist Ástríði Guð-
mundsdóttur sem lést
2015. Þau eignuðust
þrjú börn, þau Krist-
ján, Tryggva og Elínu
Margréti.
Ingvar stundaði nám
í haffræði og veð-
urfræði í Noregi árin
1946 til 1953. Fjölskyldan flutti til
Brasilíu 1953 þar sem Ingvar veitti
forstöðu nýstofnaðri hafrann-
sóknastofnun háskólans í Sao Paulo
næstu tíu ár, en þá fékk hann starf
hjá UNESCO, stofun Sameinuðu
þjóðanna, og fluttu þau Ingvar, Ást-
ríður og Elín til Kúbu
en Kristján og Tryggvi
fluttu til Íslands til að
stunda nám.
Árið 1970 fluttu þau
frá Kúbu til Mexíkó-
borgar, en þar bjuggu
þau alla tíð síðan.
Ingvar fór á eftirlaun
frá Sameinuðu þjóð-
unum 1988, en fljót-
lega gerðist hann for-
stöðumaður
hafrannsóknaskipa há-
skólans í Mexíkó
(UNAM), en það starf
stundaði hann til
dauðadags.
Minningarathöfn og bálför var í
Mexíkóborg hinn 23. október sl.
Jarðarför verður á Íslandi síðar, en
hann verður jarðaður við hlið
Ástríðar eiginkonu sinnar í Hóla-
vallakirkjugarði í Reykjavík.
Andlát
Ingvar Emilsson
Reynir Ragnarsson
endurskoðandi lést á
líknardeild Landspítal-
ans í Kópavogi laugar-
daginn 22. október, á
69. aldursári.
Reynir fæddist 6.
desember árið 1947.
Hann var framarlega í
íþróttahreyfingunni og
var formaður ÍBR,
Íþróttabandalags
Reykjavíkur, árum
saman.
Reynir útskrifaðist
úr Verzlunarskóla Ís-
lands árið 1967, fór
svo í viðskiptafræði og varð löggilt-
ur endurskoðandi árið 1975. Hann
rak sína eigin endurskoðunarskrif-
stofu sem nefnist Þrep. Hann lauk
MBA-prófi frá Háskóla Íslands ár-
ið 2003. Reynir var virkur í Rot-
ary-hreyfingunni árum saman.
Hann vann mikið fyrir ÍR og var
í stjórn þess félags áður en hann
kom inn í framkvæmdastjórn ÍBR
árið 1988 og var kjör-
inn formaður þar árið
1994 og sinnti því
starfi til ársins 2009.
Hann leiddi
íþróttabandalagið á
breytingatímum þess.
Hann var fulltrúi ÍBR
í mörgum nefndum á
vegum félagsins. Með-
al annars sat hann í
stjórn Íslenskrar get-
spár og var í rekstr-
arnefnd Laugardals-
vallar,
byggingarnefnd
Skautahallarinnar í
Laugardal og ýmsum nefndum
Íþrótta- og Ólympíusambands Ís-
lands.
Reynir var mikill áhugamaður
um ferðalög, útivist og siglingar.
Átti hann seglskútu og sigldi um
Eystrasaltið og þaðan til Íslands.
Hann skilur eftir sig eiginkonu,
Halldóru Gísladóttur, börn og
barnabörn.
Reynir Ragnarsson
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VANDINN LIGGUR
OFT HJÁ OKKUR
SJÁLFUM.
SAMÞYKKIR ÞÚ
KYNFERÐISOFBELDI?
10%
af seld
um set
tum,
renna
til krab
ba-
meinsf
élagsin
s
Bleikt októbertilboð
Reykjavíkurvegi 64, Hfj,
s. 555 1515, enjo.is
Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið
Opið kl. 11-18 alla virka daga
Innifalið í pakka:
Andlitshanski, 2 augnpúðar
og krókur, lítið þvottanet.
Verð 6.900
5.900
Tilboð
www.fr.is
FRÍTT VERÐMAT
ENGAR SKULDBINDINGAR
HRINGDU NÚNA
820 8081
sylvia@fr.is
Sylvía G. Walthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
Salvör Davíðsdóttir
Nemi til lögg.fasteignasala
Brynjólfur Þorkellsson
Sölufulltrúi
Sjöfn Ólafsdóttir
Skrifstofa
Síðumúla 20, 108 Reykjavík • Sími 551 8258 • storkurinn.is
Opið:
Mán.-F
ös.
11-18
Lau. 11
-15
Námskeið í
prjóni og hekli
sjá nánar á storkurinn.is
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Str. S-XXL
Kr. 6.900
Buxnaleggings
Pleður (Coated)
Nýlistasafn
en ekki gallerí
Í umfjöllun um sýningar á verkum
Þorvaldar Þorsteinssonar í Ant-
werpen í Belgíu í blaðinu á dög-
unum var ranglega hermt að einn
sýningarstaðanna, M HKA, væri
gallerí.
Hið rétta er að M HKA er ný-
listasafn. Beðist er velvirðingar á
þessu.
LEIÐRÉTT
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
tók ekki saman fjöldatölur yfir þá
sem komu saman á samstöðufundi í
tilefni kvennafrídagsins í gær.
Að sögn Arnars Rúnars Mar-
teinssonar, aðalvarðstjóra hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu,
var ákveðið að hætta því eftir að
lögreglan var sökuð um að draga
taum einhverra hagsmunaafla.
„Ákveðið var að gefa þetta ekkert
upp vegna þeirra leiðinda sem hafa
verið í kringum þessar talningar
okkar og höfum ekki gert síðan
seinni hlutann í apríl í tengslum við
Panamamótmælin,“ segir Arnar og
bætir við: „Þetta hefur verið að
valda leiðindum. Þeir sem eru að
halda fundina vilja hafa fleiri en
upp er gefið en hinir segja að lög-
reglan sé að blása þetta upp,“ segir
Arnar. vidar@mbl.is
Lögreglan gefur ekki upp fjöldatölur