Morgunblaðið - 25.10.2016, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Landbúnaðarframleiðsla þarf að
aukast um 60% fram til ársins 2050 til
að fæða alla jarðarbúa samkvæmt
spám FAO, matvæla- og landbún-
aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Íslendingum mun fjölga á næstu ár-
um og ferðamönnum einnig og þótt
magnið sem hægt er að framleiða hér
muni aldrei telja mikið í heildar-
neyslu heimsins getur Ísland orðið
sjálfu sér nægt með mat að miklum
hluta. Á Íslandi er nóg af vatni og
ræktanlegu landi, sem eru grunn-
stoðir matvælaframleiðslu. Hér birt-
ist síðasta umfjöllunin um tækifæri í
landbúnaði tengd fleiri ferðamönn-
um.
Ræktað land á Íslandi er 116.000
hektarar samkvæmt upplýsingum frá
Bændasamtökum Íslands en mögu-
legt ræktarland er um 600.000 hekt-
arar. Jónatan Hermannson, lektor
við auðlindadeild Landbúnaðarhá-
skóla Íslands, segir þetta ríflega
áætlað en engu að síður megi auka
ræktun verulega, a.m.k tvöfalda það
ræktarland sem nú er. „Hér er hægt
að rækta margt en samt ekki þannig
að við verðum samkeppnishæf til út-
flutnings. Við munum þó geta full-
nægt öllum innanlandsþörfum fyrir
fóðurkorn og hluta af matkorni. Það
fer vitaskuld eftir veðurfari, það er
uppsveifla í því núna fyrir okkur en
ég veit ekki hver framtíðin verður,“
segir Jónatan.
Vantar landbúnaðarstefnur
Sindri Sigurgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, segir
sóknarfæri í að framleiða meiri mat-
væli hér á landi. „Það ætti að huga að
því að framleiða meira af vörum hér
heima, við þurfum að gera meira í
loftslagsmálum og þá þurfum við að
spyrja okkur hvort við eigum að
flytja allan þennan mat á milli landa.
Í framtíðinni munum við að öllum lík-
indum auka hér matvælaframleiðslu
en við verðum að gæta þess að það sé
gert með sjálfbærni að leiðarljósi,“
segir Sindri.
Framleiðsla á innlendu kjúkl-
ingakjöti gæti aukist enn frekar að
sögn Ingimundar Bergmann, for-
manns Félags kjúklingabænda. „Við
myndum helst vilja metta íslenskan
markað en við gætum hæglega verið
sjálfbær með kjúkling. Kjúklinga-
bændur eru að vinna jafnt og þétt í
því að bæta aðstöðuna og auka fram-
leiðsluna en umhverfið er svolítið
ótryggt. Við upplifðum það þegar
okkur var kynntur tollasamningurinn
haustið 2015 að það er hægt að kippa
grundvellinum undan þessu allt í
einu. Það er mjög óþægileg tilfinning
og það gildir ekki bara um okkur
heldur alla kjötframleiðslu. Mér
finnst vanta að það sé meiri fyrir-
sjáanleiki í umhverfinu og framtíð-
arsýn, það vantar landbúnaðar-
stefnu,“ segir Ingimundur.
Katrín María Andrésdóttir,
framkvæmdastjóri Sambands garð-
yrkjubænda, segir mikil tækifæri fel-
ast í því að framleiða og selja meira.
„Það má vinna alls konar fleiri afurðir
úr flestu því sem nú er ræktað hér-
lendis og sem betur fer eru ýmis þró-
unarverkefni í gangi í þeim efnum. Til
viðbótar við það þarf að stuðla að fjöl-
breyttari notkun landsmanna og
ferðafólks á garðyrkjuvörum allt árið.
Garðyrkjubændur hafa enn sem
komið er lítið horft til markaða á borð
við fæðubótarefni eða snyrtivörur,“
segir Katrín.
Margir leita til Matís
Hjá Matís eru ýmis verkefni í
gangi tengd landbúnaði, þá helst það
sem tengist vörum beint frá býli, smá-
framleiðslu og þróun á matarminja-
gripum. Hjá Matís er m.a. boðið upp á
matarsmiðju, fræðslu og ráðgjöf fyrir
þá sem eru að þróa nýjar vörur og að
setja af stað framleiðslu. Guðjón Þor-
kelsson, ráðgjafi hjá Matís og deildar-
forseti matvæla- og næring-
arfræðideildar Háskóla Íslands, segir
flest þessara verkefna snúa að
lamba-, nauta- og svínakjöti, og að-
eins að mjólkurvörum.
„Við höfum líka verið að hjálpa
bændum við að koma framleiðslunni
nær sér og skapa meiri virðisauka
heima í héraði. Besta dæmið um það
er sláturhús á Seglbúðum við Kirkju-
bæjarklaustur, en þar er verið að spá
í að bændur slátri heima í héraði og
sinni markaðnum heima fyrir bæði
fyrir sjálfa sig og ferðamenn,“ segir
Guðjón og bætir við að það hafi aukist
síðustu ár að leitað sé til Matís til að-
stoðar við að koma verkefnum af
stað. „Við höfum rannsakað ákveðna
eiginleika í matvælaframleiðslu, t.d.
hvort svæðin hafi mikið að segja í
sambandi við innihald og gæði á
matnum. Á rannsókn sem við gerðum
á lambakjöti gátum við séð að mis-
munandi beit hafði ákveðin áhrif á
kjötið og það er hægt að nota slíkar
upplýsingar til að selja kjötið. Nú
stendur yfir verkefni sem tengist
kjötgæðum í sauðfjárrækt, en við er-
um að spá í hvort við getum kynbætt
betur fyrir kjötgæðum.“
Matís býður brátt upp á nám-
skeið á netinu fyrir þá sem hafa
áhuga á að fara út í smáframleiðslu
og vinnslu á lambakjöti.
Guðjón segir að mörg tækifæri
séu í nýsköpun í sambandi við mat, þá
aðallega í kringum matarsóun. „Það
eru tækifæri í að nýta betur þau hrá-
efni sem við erum að framleiða. Út
frá kröfum um umhverfismál ættum
við að líta okkur nær og nýta betur
það sem við erum með en á Vestur-
löndum er langmest sóun í stórmörk-
uðum og þegar maturinn er kominn
heim.“
Sóknarfæri í að
framleiða meira
Ótryggt umhverfi í kjötframleiðslu Landbúnaðar-
stefnu vantar Mörg tækifæri í matarnýsköpun
Mannfjöldi og ferðamenn á Íslandi til 2065
500
450
400
350
300
250
200
150
100
50
0
6
5
4
3
2
1
0
Þú
su
nd
ir
18
50
18
60
18
70
18
80
18
90
19
00
19
10
19
20
19
30
19
40
19
50
19
60
19
70
19
80
19
90
20
00
20
10
20
20
20
30
20
40
20
50
20
60
20
70
M
illj
ón
ir
Heimild: Greiningardeild Arion banka
*Spá Hagstofunnar
** Sviðsmynd
Mannfjöldi Fjöldi ferðamanna
Tækifæri í landbúnaði
www.kvarnir.is
20 ÁRA
1996
2016
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði
sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
70 kr. stk.
Nýt
t
Kvarnatengi
fyrir zetur og
sakkaborð
Stærðir eru:
12 S, 15 S, 18 S, 20 S,
25 S og 12 B, 15 B,
18 B, 20 B, 25 B
Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ | Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is
Vagnar og
kerrur frá
OPIÐ mánudaga til föstudags 8:00-17:00
Hafið samband í síma 480 0000