Morgunblaðið - 25.10.2016, Qupperneq 15
Morgunblaðið/Styrmir Kári
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016
Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegs-
ráðherra, vill sjá innlendar landbúnaðarvörur seldar sem
hágæðavörur í fallegum umbúðum og á hærra verði en þær
eru seldar á í dag. „Við eigum að borga meira fyrir þessa
gæðavöru. Það er óeðlilegt að við borgum það sama fyrir
lambalæri ofan í fimm manna fjölskyldu og eina pitsu fyrir
einstakling. Það er eitthvað skrítið við það,“ segir hann.
„Ef gæðin, hreinleikinn og hollustan eru tekin saman, þá
eru neytendur yfirleitt tilbúnir til að borga aðeins meira
fyrir það en á móti þurfum við að upplýsa neytandann um
hver varan er, hvað hann borgar fyrir. Í ráðuneytinu er t.d
verið að innleiða reglugerð um merkingar á matvörum svo
upprunaland komi skýrt fram. Við erum líka að skoða hvernig við getum sett
fram þá kröfu að lyfjaleifar komi fram á umbúðunum. Neytandinn á skilið að
vita og um leið búum við til mismunandi markaði fyrir vörurnar.“
Gunnar Bragi segist vera óhemju bjartsýnn fyrir hönd landbúnaðarins. „Eft-
irspurn eftir matvælum eykst á sama tíma og það eru færri sem framleiða í
heiminum. Við höfum hér mikið landrými, hreint loft og vatn. Helst markmiðið
núna er að búa til langtímasýn fyrir atvinnugreinina. Að sumu leyti má segja
að menn hafi kannski ekki verið nógu opnir fyrir þróuninni og tilbúnir að liðka
til og að leyfa þessari grein að sprikla meira. Bændasamtökin hafa síðastliðin
ár verið á undan ríkisvaldinu að sjá þessa sýn en svo er það í þessari grein,
eins og öllum öðrum, að það er mikil íhaldssemi og hún getur verið viss hindr-
un en líka ákveðið tækifæri því það er ákveðin rómantík að selja íhaldssemina
og sérviskuna. Þetta er lína sem þarf að finna og ef það finnst miðpunktur sem
allir geta unnið út frá þá kvíði ég ekki framtíð landbúnaðar að nokkru leyti.“
Sérstaðan er sölupunkturinn
Spurður hverjar séu helstu hindranirnar fyrir framþróun og vexti í landbún-
aði að hans mati svarar Gunnar Bragi: „Það er erfitt fyrir ungt fólk í dag að
taka við búum. Það er erfitt að afsetja vörurnar eins og fyrirkomulagið er, það
eru milliliðirnir sem ráða verðinu til bændanna, sláturleyfishafarnir og versl-
unin. Þetta er ákveðin hindrun í að auka framleiðsluna, ég held að lausnin á
þessu sé enn og aftur hvernig við seljum og markaðssetjum vöruna. Það eru
allskonar hindranir en það er hægt að yfirstíga þær flestar því Ísland er í ein-
stakri stöðu með sína framleiðslu.
Síðan eru allskonar ógnanir, eins og það að við megum ekki verja okkar ein-
staka landbúnað. Það eru gerðar kröfur um að hér eigi að flytja inn hrátt kjöt
og allskonar afurðir sem geta eyðilagt þann greinarmun sem við getum gert í
dag á okkar framleiðslu og annarri, það tel ég mikla ógnun. Í svona litlu landi
með svona litla framleiðslu er það sérstaðan sem er sölupunkturinn. Það er
klárlega ógnun í dag ef krafan um að hér sé enginn stuðningur nær fram að
ganga, en ég fullyrði að allur annar landbúnaður í heiminum er studdur með
einhverjum hætti. Óvissan í umhverfi landbúnaðarins er klárlega ógn og við
þurfum að skapa þessari atvinnugrein langtímasýn svo menn viti að hverju
þeir ganga.“
Þarf að skapa langtímasýn
fyrir landbúnaðinn
Gunnar Bragi
Sveinsson
Upplýsingar og aðgöngumiðar á
ambiente.messefrankfurt.com
Sími: +45 39 40 11 22
dimex@dimex.dk
Samvinna milli hugmynda og
framkvæmdar, hönnunar og
handverka, heildarmynda
og markaðar. Á heimsins
mikilvægustu vörusýningu
neysluvara.
10.– 14.2. 2017
the show
„Framtíðin liggur í þessu, það er
ekki spurning,“ segir Kristján
Oddsson um lífrænar landbún-
aðarvörur. Hann rekur lífrænt
kúabú á Neðra Hálsi í Kjós og er
eigandi Bio-Bú sem framleiðir líf-
rænar mjólkurvörur.
„Menn eiga eftir að átta sig á því
hvað þetta er í raun og veru skyn-
samlegt, horft til bæði nátt-
úruverndar og hollustu fæðunnar.
Hér á landi notum við minna af lyfj-
um og varnarefnum í ræktun en
víðast hvar annars staðar og vegna
þess þurfum við minna til að verða
lífrænir og menn ættu að horfa til
þess. Danir ætla að verða undan
okkur, þeir eru búnir að ásetja sér
að gera allan danskan landbúnað
lífrænan fyrir ákveðinn tíma en það
bólar ekkert á slíkri stefnu hér.“
Um 30 lífræn bú eru nú á Íslandi í
hinum ýmsu greinum, flest í sauð-
fjárrækt og garðyrkju, en ekki
nema þrjú bú eru í mjólkurfram-
leiðslu. „Það er eitthvað sem stend-
ur í mönnum varðandi mjólkina. Ég
hugsa að það sé áburðarþátturinn
en aðgengi að nothæfum áburði
hefur verið lélegt. Menn mikla
kannski fyrir sér að fara út í líf-
rænan búskap því hann er aðeins
öðruvísi, það þarf að huga betur að
ræktun og öðru svo dæmið gangi
upp og svo eru menn alltaf hræddir
um heyleysi sem er skiljanlegt.“
Kristján segir að alltaf sé verið
að kalla meira og meira eftir líf-
rænum vörum og það sé skortur á
lífrænni mjólk í landinu. „Það er
stöðug aukning, við sem erum í
þessu nú þegar höfum orðið að
auka okkar framleiðslu til að geta
svarað markaðinum og það er alltaf
tómur kælirinn hjá Bio-Bú,“ segir
Kristján sem spáir því að lífrænum
búum muni fjölga hratt í nánustu
framtíð.
Skortur á líf-
rænni mjólk
Morgunblaðið/Rósa Braga
Bíó-Bú Eftirspurn eftir lífrænum mjólkurvörum hefur aukist mikið.
Um þrjátíu bú framleiða lífrænt