Morgunblaðið - 25.10.2016, Side 18

Morgunblaðið - 25.10.2016, Side 18
SVIÐSLJÓS Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Aðgerðahópur stjórnvaldaog samtaka aðila vinnu-markaðarins kynntiframtíðarstefnu um launajafnrétti á Reykjavík Hilton í gærmorgun. Maríanna Trausta- dóttir sérfræðingur í jafnréttis- og umhverfismálum hjá Alþýðu- sambandi Íslands kynnti tillög- urnar. Í samtali við Morgunblaðið eft- ir fundinn lýsti Maríanna ánægju sinni yfir áhuga viðstaddra sem voru fjölbreyttur hópur úr atvinnu- lífinu og fulltrúar launafólks. Mikl- ar og góðar umræður hefðu skap- ast og margt verið lagt til. Maríanna segir tillögur að- gerðahópsins byggjast á stærstu launarannsókn sem gerð hafi verið, og nái yfir allan vinnumarkaðinn, og á viðamikilli rannsóknarskýrslu sem gerð var á stöðu karla og kvenna á íslenskum vinnumarkaði árið 2015. Á þessum tveimur rannsókn- arskýrslum byggi aðgerðarhóp- urinn tillögurnar. Jafnlaunastaðall innleiddur Helstu tillögur aðgerðahópsins sem nefndar voru á fundinum, að sögn Maríönnu, voru að vinna þurfi að útbreiðslu jafnlaunastaðals og framtíðarsýn hópsins sé að staðall- inn verði innleiddur sem víðast á vinnumarkaðinum. Í tillögum að- gerðarhópsins er mikil áhersla á að skoða kynbundið náms- og starfs- val kvenna og leiðir til úrbóta í þeim efnum og þar sé mikilvægt að vinna náið með menntamálaráðu- neytinu, að sögn Maríönnu. Það sé óvíða eins áberandi og á Íslandi hversu vinnumarkaðurinn sé kynja- skiptur. „¾ hlutar kvenna velja sér nám á sviði heilbrigðisvísinda, menntunarfræða, félagsvísinda og hugvísinda og það þykir athygl- isvert að kynjaskipting á vinnu- markaði sé töluvert meiri en á hin- um Norðurlöndunum. Mun fleiri karlar á Norðurlöndunum eru t.d. kennarar og hjúkrunarfræðingar sem hér á landi eru að miklum meiri hluta konur. Í hefðbundnum kvennastörfum eru mun fleiri karl- menn úti en hér á landi,“ segir Maríanna. Einnig kom fram tillaga um að haldinn yrði árlega svokallaður jafnlaunadagur þar sem áherslan yrði á jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði. Vilja fá óháðan aðila ,,Við leggjum til að rík- issáttasemjara verði falið það hlut- verk að þróa leiðbeinandi reglur varðandi upplýsingar er varða vinnumarkaðinn. Með því að fá rík- issáttasemjara í verkið þá sam- ræmist það því verklagi sem unnið er á hinum Norðurlöndunum,“ seg- ir Maríanna. Þessi tillaga sé alveg ný nálgun í því að safna upplýs- ingum og telur aðgerðahópurinn að þessi leið sé vænleg til árangurs. Hópurinn telur einnig mik- ilvægt að skoða þætti í sambandi við atvinnuþátttöku kvenna því konur séu frekar í hlutastörfum og eigi ennþá töluvert í land með að ná körlum í ráðstöfunartekjum í öllum aldurshópum. Aðgerðahóp- urinn leggur mikla áherslu á að gerð verði rannsókn á því hvernig fjölskyldur geta samræmt fjöl- skyldu- og avinnulíf. Einnig þurfi að kanna stöðu kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði, hvort þær njóti þeirra réttinda sem þeim ber og hvort þær séu jafnvel vannýttur mannauður og menntun og reynsla þeirra ekki metin sem skyldi. Kynjaskiptur vinnu- markaður áberandi Morgunblaðið/Styrmir Kári Tillögur Vilja að gerð sé rannsókn á samræmingu vinnu og fjölskyldulífs. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Líklegt mátelja aðBjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðis- flokksins, hafi sagt það sem margir hugsuðu þegar hann talaði um fundinn sem Píratar héldu með Vinstri grænum, Samfylkingu og Bjartri framtíð sem uppá- komu. „Vinstriflokkarnir hitt- ust í nafni gagnsæis og betra lýðræðis en svo er ekki hægt að greina frá því sem gerist á fundinum. Eins er skondið að sjá fólk sem við höfum haft samskipti við og hefur starfað saman allt þetta kjörtímabil þurfa að taka sér tíma til að hittast á kaffihúsi í klukkutíma til að athuga hvort það geti tal- að saman,“ sagði Bjarni í Morgunblaðinu í gær. Og hann bætti því við að augljóslega væri verið að ræða stólaskipti í ríkisstjórn, en fundarmenn hafa neitað því. Það sem þeir segja að sé til umræðu á þessum fundum gagnsæisins er hins vegar ekki trúverðugt. Katrín Jakobs- dóttir, formaður VG, lýsir því svo að á fundinum á sunnudag hafi hver flokkur fyrir sig farið yfir áherslumál síns flokks og forgangsröðun ef til stjórnar- myndunar kæmi. Oddný Harðardóttir, formaður Sam- fylkingar, sagði að einungis hefði verið „farið yfir stóru lín- urnar“ og að hún hefði farið yfir stefnumál Samfylkingarinnar á fundinum. Þetta er sérkenni- legt ef flokkarnir eru ekki að mynda ríkisstjórn og skipta með sér verkum, enda eins og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði eftir fundinn, þá þekkja flokk- arnir vel hver til annars. Af einhverjum ástæðum er allt á huldu um þær umræður sem fram fara á fundum þess- ara flokka og fulltrúi Pírata á fundinum á sunnudag sagði beinlínis að ákveðið hefði verið að gefa ekki neitt út um þau málefni sem sett yrðu á oddinn. Auðvitað blasir við að fulltrú- ar vinstriflokkanna sátu ekki á löngum fundi á sunnudag til að hlusta hver á annan lesa upp úr stefnuskrám flokkanna. Sú staðreynd að þeir ákváðu sér- staklega, eins og fulltrúi Pírat- anna sagði, að ekkert yrði gefið upp um það sem sett yrði á odd- inn bendir til þess að rætt hafi verið um málefni sem ekki hafi verið talin hljóma vel í kosn- ingabaráttunni, svo sem skatta- hækkanir og umsókn um aðild að ESB, auk þess sem verka- skipting vinstristjórnar hafi verið til umræðu. En þegar þessir flokkar hitt- ast sérstaklega, að eigin sögn, til að auðvelda kjósendum að taka afstöðu, væri þá ekki hreinlegra að veita kjósendum aðgang að því sem rætt er um, hvaða mál flokkarnir hafa sam- einast um og hvar skilur á milli? Þegar það er ekki gert eru slíkir fundir ekki til þess fallnir að skýra línur, aðeins til að búa til spuna og villa um fyrir kjósendum. Vinstriflokkarnir ákváðu að segja ekki frá því hvað þeir ræddu á fundi sínum} Felufundir í nafni gagnsæis Athyglisverðurgreinaflokkur eftir Ingveldi Geirsdóttur blaða- mann um tækifæri í íslenskum land- búnaði hefur birst í Morgun- blaðinu undanfarna daga. Þar kemur fram að vaxandi straum- ur ferðamanna hafi haft mikil áhrif á neyslu. Aukningin virð- ist vera á öllum sviðum, hvort sem það er kjöt, grænmeti eða skyr. Sindri Sigurgeirsson, for- maður Bændasamtaka Íslands, segir að Íslendingar geti nýtt sér hreinleika íslensks matar og haslað sér völl í matartengdri ferðaþjónustu líkt og Svíar. Friðrik Pálsson, framkvæmda- stjóri Hótel Rangár, kveðst finna fyrir því að ferðamenn vilji mat framleiddan hér á landi. Hollusta í íslenskum land- búnaði ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Í greina- flokknum fjallar Ingveldur um vand- ann sem skapast hefur vegna ofnotk- unar á sýklalyfjum í landbúnaði og þátt hennar í út- breiðslu sýklalyfjaónæmis, sem er ein helsta lýðheilsuvá okkar tíma. Hér á landi eru sýklalyf aðeins gefin ef fyrir liggur sjúk- dómsgreining. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að framleiðsla í landbún- aði þurfi að aukast um 60% til ársins 2050 eigi að metta alla jarðarbúa. Á Íslandi eru tæki- færi til að auka sjálfbærni á ýmsum sviðum landbúnaðar, þótt seint verðum við sjálfum okkur nóg. Það væri ráð að ýta undir það frekar en krefjast þess sýknt og heilagt að ís- lenskir bændur eigi óstuddir að keppa við innfluttar landbún- aðarafurðir, sem neytendur í öðrum löndum hafa greitt niður. Vexti í ferðaþjón- ustu fylgja tækifæri í landbúnaði} Möguleikar í landbúnaði Á rið 1982 varð vinsælt lag Þursa- flokksins Hver vill elska? Þar spyr sig 49 ára gamall maður sem safnar þjóðbúningadúkkum hvort það finnist einhver kona sem gæti elskað sig. Maðurinn var sagður fráskilinn, reglusamur, átti íbúð og bíl. Svar óskast sent, merkt einkamál. Lagið fannst mér fyndið en þarna var ég fimmtán ára og fannst það afar ólíklegt að svona maður myndi finna sér konu. Auk þess var hann á grafarbakkanum. Ég er þessi maður í dag. Fyrir utan að ég er kona, löngu hætt að safna þjóðbúningadúkkum og ég er alls ekki á grafarbakkanum. Og ég þarf ekki að senda auglýsingu merkta einkamál á blöðin því netsíður og stefnumótaöpp sjá um samskipti kynjanna nú orðið. Sem er auðvitað stórsniðugt því það er alls ekki smart að vera 49 ára gömul og hanga á börunum. Tinder hefur slegið í gegn hjá þjóðinni og eru þar ungir sem aldnir að leita sér að maka, félaga eða skyndikynnum. Og ef ekki til annars má skemmta sér vel yfir því að skoða úrvalið á markaðinum. Er það vinsæl dægradvöl hjá saumaklúbbum og á kvennamótum. Varðandi myndbirtingu á Tinder þá mættu karlmenn vanda sig betur. Hér eru nokkur ráð strákar. Ekki birta mynd af þér með mömmu þinni, ömmu, börnum, vinum, kærustu, fyrrverandi eða núverandi konu. Það er ekki væn- legt til árangurs. Ekki heldur mynd af þér með hjálm eða grímu og ekki með metralangan lax fyrir andlit- inu. Ekki taka mynd af þér í spegli, berum að ofan. Og alls ekki taka mynd af klofinu á þér. Þótt þú sért í buxum er þetta bara ekki smart! Önnur leið til að komast á stefnumót er að skrá sig á einkamál eða aðrar sambærilegar síður. Þar eru yfirleitt engar myndir og notuð eru dulnefni. Þarna kennir ýmissa grasa og misjafnt hverju fólk leitar eftir. Sumt er alls ekki prenthæft og auðvitað er þetta vett- vangur fyrir gifta sem vilja halda framhjá. Enn aðrir vilja einfaldlega einhvern til að ganga með lífsins veg. Eins og maðurinn sem skrifar: „Gott væri að hún væri múskölsk, gæti eldað mat og búið til vöfflur með rjóma á sunnudögum, þá er ég ánægður.“ Annar segist vera „gamall, þreyttur og hálf ómögulegur. Farinn að láta á sjá og þarfnast því viðhalds“. Ekki er alveg ljóst hvers konar viðhald hann á við. Svo eru það mennirnir sem eru orðnir þreyttir á djamminu. „Ég hef áttað mig á því að það að skræla ofurölvi konu af barn- um er ekki rétta leiðin til að hitta konu sem hefur ein- hverja framtíðarmöguleika.“ Sem er skarplega athugað hjá honum. Reyndar hef ég miklar áhyggjur af stafsetningu og ís- lenskukunnáttu landsmanna eftir að hafa skoðað mig um þarna. „Húmor er nauðsinlegur sem reindar skortir hér. Vil bara rýða.“ Já. Þarna má finna eitthvað við allra hæfi. Eða þannig. Ég held ég gangi bara í klaustur. asdis@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir Pistill Held ég gangi í klaustur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Maríanna segir að margir þættir hafi áhrif á launajafn- rétti á vinnumarkaði. „Í rannsóknarskýrslunni var staða karla og kvenna á ís- lenskum vinnumarkaði kort- lögð og hinir mörgu þættir sem staða kynjanna ræðst af settir í samhengi. Meðal þess sem kom fram er að lagalegt jafnrétti sé mik- ið en samt sem áður sýni kannanir og rannsóknir fram á viðvarandi kynbundinn launa- mun sem er undantekning- arlaust konum í óhag,“ segir Maríanna. Lagði hópurinn fram tillögu á fundinum um að framkvæma þurfi launarannsóknir reglu- lega á vinnumarkaði. Maríanna segir að nú sé til rannsókn- argrunnur sem unninn var fyrir aðgerðarhópinn. Hægt sé að byggja á grunninum þannig að eftirleikurinn ætti að vera auð- veldari. Viðvarandi launamunur RANNSÓKNIR MIKILVÆGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.