Morgunblaðið - 25.10.2016, Side 27
verslun landsins. Ég byrjaði að af-
greiða þar 16 eða 17 ára og fljótlega
urðum við, ég og Pétur Sigurðsson,
félagi minn, aðalafgreiðslumennirn-
irnir í herradeildinni. Þegar Verslun
Haraldar Árnasonar hætti stofn-
uðum við Pétur herrafataverslun og
við létum hana að sjálfsögðu heita
Herradeild P&Ó, eftir herradeild-
inni í Haraldarbúð.“
Ólafur og Pétur stofnuðu Herra-
deild P&Ó í Austurstræti 14 hinn
10.4. 1959. Þeir opnuðu síðan nýja
verslun á Laugavegi 95 haustið 1963,
stækkuðu verslunina í Austurstræti
árið 1964, opnuðu nýja verslun á
Laugavegi 66, í árslok 1970, í nýju
húsi sem þeir byggðu, ásamt Sveini
Valfells og Jóhanna Friðrikssyni, og
lögðu þá jafnframt niður verslunina
á Laugavegi 95.
Haustið 1986 var Herradeild P&Ó
seld en þá hafði verslunin verið
starfrækt í tæp 30 ár: „Ég held það
sé óhætt að segja að Herradeild
P&Ó hafi náð því markmiði að verða
ein vinsælasta og þekktasta herra-
fataverslun landsins um langt árabil
enda lögðum við áherslu á vandaðar
vörur og faglega þjónustu.
Frægasta auglýsing okkar hljóð-
aði svona: Allt frá hatti o’ní skó –
Herrdeild PÓ. Svo var gott að muna
símanúmerið okkar: 12345.“
Fjölskylda
Eiginkona Ólafs var Jóhanna
Guðrún Jónsdóttir, f. 29.6. 1924, d.
11.4. 2003, húsfreyja og versl-
unarmaður. Hún var dóttir Jóns
Símonarsonar, bakarameistara í
Reykjavík, og k.h., Hönnu Sigurð-
ardóttur húsfreyju.
Börn Ólafs og Jóhönnu Guðrúnar:
1) Jón Magni Ólafsson, f. 21.8. 1943,
mjólkurfræðingur, lengst af hjá
Mjólkurbúi Flóamanna, búsettur á
Selfossi en kona hans er Sigríður
Magnúsdóttir húsfreyja og eiga þau
tvö börn; 2) Ólafur Maríus, f. 31.5.
1946, d. 12.8. 1989, verslunarmaður
hjá Herradeild P&Ó en kona hans
var Ingibjörg Jóhannesdóttir og
eignuðust þau eina dóttur; 3) Gunn-
ar, f. 14.6. 1950, húsasmíðameistari á
Akranesi en kona hans er Rannveig
Sturlaugsdóttir húsfreyja og eiga
þau fimm börn; 4) Símon, f. 29.12.
1953, vélstjóri í Hafnarfirði en kona
hans er María Júlía Alfreðsdóttir,
starfsmaður við ferðaþjónustu og
eiga þau tvo syni, og 5) Hanna, f.
17.3. 1962, leikskólakennari í Kópa-
vogi en maður hennar er Einar Ol-
geir Gíslason, starfsmaður hjá ál-
verinu í Straumsvík og eiga þau þrjá
syni.
Systkini Ólafs: Sólveig, f. 7.7.
1916, d. 19.7. 2000, húsfreyja í
Reykjavík; Sigríður, f. 21.6. 1919, d.
16.1. 1978, lengi starfsmaður Sjúkr-
samlags Reykjavíkur; Karl Andreas
Maríusson, f. 21.4. 1925, d. 21.3.
1962, lengst af héraðslæknir á Eski-
firði; Guðný (Stella) f. 14.10. 1926, d.
6.7. 2008, húsfreyja í Reykjavík og í
Grikklandi; Baldur, f. 23.3. 1928, d.
28.9. 2016, garðyrkjustjóri í Hvera-
gerði.
Foreldrar Ólafs voru Karólína
Andrea Danielsen frá Eyrarbakka,
f. 24.8. 1890, d. 25.7. 1983, húsfreyja
og verslunarmaður í Reykjavík, og
Maríus Ólafsson frá Eyrarbakka, f.
28.10. 1891, d. 4.3. 1983.
Úr frændgarði Ólafs Maríussonar
Guðný Jónsdóttir
húsfr. á Skúmsstöðum
Gísli Einarsson
b. á Skúmsstöðum
á Eyrarbakka
Solveig Daníelsen
Gísladóttir
húsfr. í Rvík
Carl Andreas Danielsen
af dönskumættum,
flutti til Ástralíu
Karólína Andrea
Karlsdóttir Daníelsen
húsfr. í Rvík
Símon
Ólafsson
vélstjóri
í Hafnar-
firði
Baldur Maríusson
garðyrkjustj. í
Hveragerði
Gunnar
Ólafsson
húsa-
smíða-
meistari á
Akranesi
Jón
Símonarson
söngvari í
hljómsv.
Bootlegs
Birgir
Baldursson
trommu-
leikari
Ólafur Páll
Gunnarsson
útvarpsm.á
Rás 2
Böðvar
Gunnarss.
hótelstj.
hjá Ion
Hotels
Katrín Pálsdóttir
húsfr. í Skammadal,
á Höfðabrekku og í
Seglbúðum
Jón Jónsson
b. á Skammadalshóli í
Mýrdal, á Höfðabrekku
og í Seglbúðum
Sigríður Jónsdóttir
húsfr. á Steinsmýri,
í Sandprýði og í Rvík
Ólafur Ólafsson
b. á Steinsmýri
og söðlasmiður
á Eyrarbakka
Maríus Ólafsson
kaupmaður og
heildsali í Rvík
Þuríður Eiríksdóttir
húsfr. í Skurðbæ og
á Undirhrauni
Ólafur Jónsson
b. í Skurðbæ
Ólafur
Maríus-
son
Myndarleg hjón Ólafur og Jóhanna
Guðrún á leiðinni út að borða.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016
NORSKIR BRJÓSTDROPAR
RÓAR HÓSTA, DREGUR ÚR SÁRSAUKA Í HÁLSI
OG LOSAR UM Í ENNIS- OG KINNHOLUM.
DANSKIR BRJÓSTDROPAR
MÝKIR HÁLSINN OG STILLIR ÞRÁLÁTAN HÓSTA.
FÁST Í NÆSTA APÓTEKI
AUÐUNN JÓNSSON KRAFTLYFTINGAMAÐUR
DANSKIR FYRIR STERKA. NORSKIR FYRIR STERKARI!
Björn Jóhannesson verkfræð-ingur fæddist á Hofsstöðumí Viðvíkurhreppi í Skagafirði
25.10. 1924. Foreldrar hans voru Jó-
hannes Björnsson, bóndi og hrepp-
stjóri á Hofsstöðum, og k.h., Krist-
rún Jósefsdóttir húsfreyja.
Björn var Skagfirðingur og Hún-
vetningur. Foreldrar Jóhannesar
voru Björn Pétursson, bóndi og
hreppstjóri á Hofsstöðum, og k.h.,
Una Jóhannesdóttir húsfreyja, en
foreldrar Kristrúnar voru Jósef Jón
Björnsson frá Fremri Torfastöðum í
Miðfirði, kennari og síðar skólastjóri
á Hólum í Hjaltadal, og k.h., Hólm-
fríður Björnsdóttir húsfreyja.
Björn lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1935,
lauk prófi í efnaverkfræði frá Dan-
marks Tekniske Höjskole í Kaup-
mannahöfn 1940 og doktorsprófi i
jarðvegsfræði frá Cornell Univers-
ity í Íþöku í New York-ríki í Banda-
ríkjunum 1945.
Björn var sérfræðingur hjá bún-
aðardeild Atvinnudeildar Háskóla
Íslands 1945-62 og starfsmaður við
Þróunarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna (UNDP) í New York 1962-75.
Þar vann Björn að skipulagningu
rannsóknarverkefna í þróunar-
löndunum.
Björn sinnti ýmsum verkefnum er
lutu að nýjungum og framleiðni í
landbúnaði. Hann sat í tilraunaráði
jarðræktar 1945-62, í nefnd til að at-
huga rekstrargrundvöll fyrir áburð-
arverksmiðju 1946, gerði frum-
áætlun um framleiðslu áburðarkalks
fyrir Sementsverksmiðju ríkisins á
Akranesi, ásamt Jóni E. Vestdal,
1954, sá um útgáfu handbókar fyrir
bændur 1950 og sat sama ár í nefnd
til að endurskoða lög er varða til-
raunastarfsemi sem gerð var í land-
búnaði hér á landi.
Björn sat í stjórn Stéttarfélags
verkfræðinga 1955 og 1961, var fé-
lagi í Vísindafélagi Íslendinga frá
1954, kjörfélagi í American Associa-
tion for the Advancement of Science
frá 1962 og í Society of Sigma XI í
Bandaríkjunum frá 1945.
Björn lést 12.12. 1990.
Merkir Íslendingar
Björn
Jóhannesson
95 ára
Ólafur Maríusson
85 ára
Grétar Sívertsen
Hörður Felixson
María Kristjánsdóttir
Sigurdís Egilsdóttir
Þóra Benediktsdóttir
Þórgunnur Inga
Sigurgeirsdóttir
80 ára
Anný Guðsteinsdóttir
Guðmundur Vigfússon
Kristín S. Högnadóttir
Ólöf S. Benediktsdóttir
Ragnar Guðmundsson
Stefán Ingólfur Kjartansson
75 ára
Edda Briem Jónsdóttir
Marinó Bóas Karlsson
Ragna Guðjohnsen
Reynir Helgi Schiöth
Örn Sveinsson
70 ára
Aðalheiður Benediktsdóttir
Bjarney G. Þórarinsdóttir
Daníel Sigurðsson
Erla Bjarnadóttir
Gísli Hjálmarsson
Jónas Hermannsson
Rósa G. Ingólfsdóttir
Sesselja Pálsdóttir
60 ára
Ágúst Victorsson
Ármann Sverrisson
Borghildur G. Hertervig
Jónas Kristinn Eggertsson
Kristín Magnúsdóttir
Vilberg Pálmarsson
50 ára
Berghildur Magnúsdóttir
Bjarki Árnason
Daníel Guðmundsson
Dusica Ristic
Einar Guðsteinsson
Jón Sólmundsson
Þórarinn Blöndal
40 ára
Aneta Stanislawa Figlarska
Arnar Sigmarsson
Donbyrd
Elvie Guðrún Bacalso
Jónas Már Karlsson
Justyna Kinga Sankiewicz
Ólafur Örn Ásmundsson
Sigrún Guðný Pétursdóttir
Thelma Hinriksdóttir
30 ára
Anna Kristín
Guðmundsdóttir
Donatas Jonikas
Jóhanna Margr
Sigurgeirsdóttir
Krzysztof Skuza
Sudarat Sawatdee
Til hamingju með daginn
30 ára Anna ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
prófi í lögfræði frá HR, er
með hdl-réttindi og er
verkefnastjóri stjórnsýslu-
sviðs Kópavogsbæjar.
Maki: Daníel Karl Egils-
son, f. 1983, kokkur.
Foreldrar: Guðmundur
Halldór Halldórsson, f.
1965, matreiðslumeistari,
og Agnes Elsa Þorleifs-
dóttir, f. 1967, grunn-
skólakennari. Þau búa í
Reykjavík.
Anna Kristín
Guðmundsdóttir
40 ára Thelma ólst upp á
Neskaupstað, býr í
Reykjavík og er að ljúka
prófi í viðskiptafræði.
Maki: Axel Guðni Úlf-
arsson, f. 1978, starfs-
maður á fjármálasviði
Össurar.
Börn: Ingibjörg, f. 2001;
Úlfar Snær, f. 2009, og
Agnar Hörður, f. 2016.
Foreldrar: Óla Steina
Agnarsdóttir, f. 1954, og
Hinrik Halldórsson, f.
1952.
Thelma
Hinriksdóttir
40 ára Jónas ólst upp á
Akureyri, býr í Reykjavík,
lauk prófi í framreiðslu og
er þjónn á Red Chili.
Maki: Íris Dögg Jóhann-
esdóttir, f. 1979, dag-
móðir.
Börn: Birta Ýr, f. 1999;
Atli Már, f. 2001, og Rakel
Sól, f. 2009.
Foreldrar: Vera P. Hraun-
fjörð, f. 1950, starfs-
maður hjá Íslandspósti,
og Karl Sigurðsson, f.
1949, verkamaður.
Jónas Már
Karlsson
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón