Morgunblaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hafnaðu ekki heimboði nema þú
hafir til þess góðar og gildar ástæður. Vertu
óhrædd(ur) við að sýna öðrum að þér þyki
vænt um þá.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er sjálfsagt að styrkja þá sem
minna mega sæín. Gættu þess þó að taka
tillit til þinna nánustu. Reyndu að halda þér
utan við og halda friðinn við báða deilu-
aðila.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vatnsberinn hefur næga orku og
hefur fullan hug á því að bæta skipulag sitt,
bæði heima fyrir og í vinnunni. Sum verða
sterkari, önnur veikari. Batnandi fólki er
best að lifa.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér má líða vel í skininu frá velvild
og aðdáun annarra. Ef aðrir eru hluti af
áætlunum þínum, vertu þá viss um að þeir
viti hvað þeir eigi að gera.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fjölskyldan er mjög skilningsrík í dag.
Ef þú ert ekki viss, skaltu ekki komast að
samkomulagi um eitthvað.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Góðvild eða greiði yfirmanns veldur
innbyrðis deilum á vinnustað. Nú verðurðu
að gera upp við þig hver staðan er heima-
fyrir og hverju þú vilt bindast.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það vefst fyrir þér að ganga frá máli
sem þér hefur verið falið að leiða til lykta.
Mundu að hver er sinnar gæfu smiður.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það eina sem hindrar þig í því
að öðlast það sem þú þráir er eitthvað ann-
að sem þú vilt líka. Hinir hæfileikaríku,
áköfu og skrýtnu í vinahópnum þínum hafa
góð áhrif á þig núna.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur safnað að þér upplýs-
ingum og getur nú farið að vinna úr þeim.
Gættu þess að sýna öðrum sanngirni þegar
þú klífur metorðastigann.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nýtt verkefni er að hefjast. Síg-
andi lukka er best og því eru allar sviptingar
til lítils, þegar upp er staðið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Svo virðist sem fólk reyni vísvit-
andi að reita þig til reiði í dag. Hugsaðu þig
vel um áður en þú hellir þér út í samræður
við annað fólk.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Stundum hentar að fara út í öfgar,
stundum að taka það rólega. Um leið vilja
þeir fá upplýsingar um líðan þína og ákvarð-
anir – líka þær sem snúa ekki að þeim.
Víkverji brá sér í Kolaportið umhelgina og aðstoðaði dóttur sína
við að setja upp sölubás. Þetta var
skemmtileg iðja og um leið fróðleg.
Við vorum ekki fyrr komin á svæðið
en sölukonur af næstu básum voru
mættar til að gramsa í pokum og
töskum, greinilega í leit að söluvæn-
legri vöru þessara nýju keppinauta á
markaðnum. Eftir skamma stund
var dóttir Víkverja búin að selja
slatta, og ekki búið að opna Kolaport-
ið enn!
x x x
Víkverji reyndi eftir megni að að-stoða og toga verðtilboðin aðeins
upp en án þess þó að fæla áhugasama
kaupendur frá. Eftir á að hyggja má
vel vera að þessi „forsala“ hafi mis-
heppnast, því á næstu básum mátti
síðar um daginn sjá sumar af þessum
vörum á uppsprengdu verði, m.a.
tvær ullarhúfur sem Víkverji seldi á
500 kr. stykkið. Þarna voru þær
komnar á 1.000 kall og hafa eflaust í
lok dags endað á kolli kuldalegra
ferðamanna sem flúið höfðu inn í
Kolaportið frá slagviðrinu. Jæja, þá
hafa bara allir grætt, hugsaði Vík-
verji með sér.
x x x
Víkverji hafði ekki komið í Kola-portið um nokkurn tíma og
fannst breytingar á húsakynnum
vera til mikilla bóta. Nú er húsnæðið
orðið allt bjartara og andrúmsloftið
léttara. Það tók þó smá tíma að finna
nammikonuna en það þurfti bara að
finna lyktina. Hún er líka alltaf svo
hress að maður verður bara að kaupa
sér smá nammi til að seðja mestu
sykurþörfina.
x x x
Mannmergðin var mikil þennandag og ferðamenn áberandi
meðal viðskiptavina, sem og útlend-
ingar sem áreiðanlega eru búsettir
hér á landi. Viku fyrir kosningar voru
Píratar eini stjórnmálaflokkurinn
þarna með kynningarbás og það seg-
ir kannski smá sögu um hvað gömlu
flokkarnir eru komnir langt frá gras-
rótinni, eða þá að þeir telji sig ekki
þurfa á atkvæðum Kolaportsgesta að
halda. Það kemur væntanlega í ljós á
laugardaginn. Víkverji tók þó á sig
krók framhjá Píratabásnum en það
er önnur saga. víkverji@mbl.is
Víkverji
Ég vil lofa Drottin meðan lifi, lof-
syngja Guði mínum, meðan ég er til.
(Sálm. 146:2)
www.danco.is
Heildsöludreifing
Fyrirtæki og verslanir
Heildarlausnir í umbúðum
Pappír v Borðar v Pokar v Bönd
Skreytingarefni v Teyjur v Kort
Pakkaskraut v Sellófan
Ég hitti karlinn á Laugaveginumvið stjórnarráðið í morgun –
hann hallaði undir flatt og skaut
vinstri vanganum upp í útsynning-
inn þegar ég spurði hann um nýj-
ustu tíðindi í pólitíkinni:
Þótt þær séu samkynja
samt ég varð þess áskynja
að langar vinstri græningja
að ganga í sæng með pírata.
Ólafur Stefánsson brá sér til sól-
arlanda og segir svo frá í spjalli:
„Ungt fólk var á heimleið eftir viku
í sólinni. „Þið eruð að fara heim til
að kjósa,“ sagði ég. „Já, það þarf að
bjarga þjóðinni frá Pírötum,“
sögðu þau og mér kom í hug
Tyrkjaránið og skansinn í Vest-
mannaeyjum og víðar:
Þegar ræningjar rústa og herja
rupla með engri kurt
þá er skylda skansinn að verja
og skipa þeim öllum burt.
„Enn yrkir Ólafur“ skrifar Sig-
rún Haraldsdóttir í Leirinn eftir að
hann hafði sent henni vísu frá sól-
arlöndum:
Þegar líða fer á fríið,
í funaglóðinni,
Birgitta í barberíið,
býður þjóðinni.
Þetta kveikti í vísnasmiðum. Ár-
mann Þorgrímsson byrjaði:
Hann er mjög vel hagorður
og hefur vald á málinu,
en af hverju skyldi Ólafur
yrkja gegn um Sigrúnu?
Jón Arnljótsson bætti við:
Sigrún, hún er sómakona,
sem á enginn friðill.
Ætli hún sé ekki svona
einhverskonar miðill.
Gústi Mar bættist í hópinn:
Er á milli ótta og vonar
sem orð fá varla skipt.
Ætli hún riti einhverskonar
ósjálfráða skrift?
Arnar Sigbjörnsson segir frá
reynslu sinni „í kjörklefanum“:
„Úff, þetta er langur listi
af listum“, kvað Olgeir og hristi
hausinn en flautaði
falskur og tautaði
eitthvað um uglu á kvisti.
Páll Imsland heilsaði Leirleiði
eftir messu, – sagði ekki burðugt
tillag sitt til hinnar pólitísku um-
ræðu:
Hann var kjaftfor og kræfur um of.
Kunn voru greppsins heitrof.
Þeir kölluðu’ hann: Óli tík.
Hann kom nærri pólitík.
Ef það skyldi þekkjast sem lof.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Úr pólitíkinni og vísur
frá sólarlöndum
Í klípu
„AMMA MÍN ÁTTI HANN. AFI
VANN VIÐ ÚTSTILLINGAR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞAÐ ER MÆLT MEÐ HANDLEIÐSLU
FORELDRA. VILTU HRINGJA Í
MÖMMU ÞÍNA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sýna þitt
raunverulega eðli.
ANDVARP ÉG GET ÞETTA
EKKI LENGUR.
EN ÉG GET
ÞETTA...
ÉG FANN NÝJA MENN
TIL AÐ FARA Í VÍKING
AÐ SUMRI...
ÉG VEIT ÞAÐ EKKI,
ÞEIR VIRÐAST
EKKI MJÖG
HARÐIR AF SÉR!
EKKI LÁTA
BLEKKJAST...
...ÞEIR ERU GRUNNSKÓLA-
KENNARAR!