Morgunblaðið - 25.10.2016, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016
júlí 2016 hafi haft mjög sterka skír-
skotun til sjálfbærni og ábyrgðar
okkar allra á umhverfið okkar. Mörg
verkanna urðu tilefni áhugaverðrar
umræðu um eðli þróunar og hvernig
best sé að henni staðið í sátt og sam-
lyndi við náttúruna. Skoffín Ólafar
Nordal felur í sér þarfa áminningu
um hvernig vanþekking getur magn-
að upp ótta gagnvart því sem fram-
andi er og átti starfsfólk fastanefnd-
arinar mörg áhugaverð samtöl við
kollega frá öðrum löndum um þá lær-
dóma sem við gætum dregið af því
verki í umræðu alþjóðasamfélagsins
um málefni flóttamanna. Þá vakti
verk Hrafnkels Sigurðssonar,
„Revelation III“, sérstaka athygli þar
sem SÞ hafa verið að fjalla sér-
staklega um plastmengun í höfunum
undanfarin misseri.
„Í kjölfar sýningarinnar í SÞ benti
Aðalræðisskrifstofa Íslands í New
York menningarstofnuninni Scand-
inavian House á sýninguna og sýndu
þeir áhuga á að fá mig til að setja upp
sambærilega sýningu þar sem sýn-
ingin í SÞ, var ekki opin almenningi.
Edward Gallagher, framkvæmdar-
stjóri stofnunarinnar, segir sýn-
inguna falla vel að áherslum Scand-
inavia House um að skapa grundvöll
fyrir samræður og hugmyndaskipti
milli Norðurlandanna og Bandaríkj-
anna um mikilvægustu málefni líð-
andi stundar og er hann mjög ánægð-
ur með viðbrögð sýningargesta.
Sýningin fékk styrk frá Iceland Nat-
urally.
Sem betur fer hefur áhugi á mál-
efnum umhverfis og sjálfbærni aukist
mjög mikið undanfarin ár og lista-
verk sem fjalla um þessi málefni eiga
svo sannarlega erindi við almenning
því fólk á oft auðveldara með að skilja
þau heldur en ritaðan texta,“ segir
Ásthildur.
Látum okkur málefnið varða
Ásthildur segir að listamennirnir
sem hún valdi fyrir sýninguna skapi,
allir verk sem benda á þætti sem
tengjast málefnum sjálfbærni. „Það
er mikilvægt að allir velti fyrir sér
hvernig þeir geti látið sig málefnið
varða, og listamennirnir benda allir á
mismunandi hliðar á því. Verkin fá
okkur til að íhuga gagnvirkt samband
manna og náttúruskilning okkar á
náttúrulegum fyrirbærum á meðan
önnur vekja spurningar um gildismat
okkar sem þjóðar. Bjarki Bragason
og Anna Líndal minna á að samhengi
og þekking eru nauðsynleg til að geta
unnið gegn uggvænlegum afleið-
ingum af ósjálfbærri hegðun manns-
ins. Í verki Gjörningaklúbbsins fá
áhorfendur tækifæri til að velta fyrir
sér að hve miklu leyti maðurinn hefur
fjarlægst uppruna sinn og þar með
náttúruna. Verkið mitt fjallar um við-
leitni Skúla Gunnlaugssonar til að
leggja sitt af mörkum til aukins friðar
og jafnvægis í heiminum.“
Samtal gesta um sýninguna
Ásthildur hélt einnig listasmiðju í
Scandinvia House, og gaf þannig
áhorfendunum tækifæri til að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri.
„Þannig stuðlum við líka að því að
listin sé virkur þáttur í lífi áhorfenda
og opnum leið fyrir hvern og einn til
að skoða viðhorf sín gagnvart sjálf-
bærni og stöðu náttúrunnar. Í smiðj-
unum eru þátttakendur hvattir til að
tjá óhindrað skoðanir sínar, þar sem
hver og einn tekur afstöðu til mála
með því að tengja við eigin reynslu,
ímyndunarafl og sköpun. Það var
mjög skemmtilegt og forvitnilegt fyr-
ir mig að sjá útkomuna, því um leið
skapaði listasmiðjan samtal á milli
gesta safnsins um sýninguna.“
Í stafi sínu sem lektor við list-
kennsludeild Listaháskóla Íslands
leggur Ásthildur á sambærilegan
hátt áherslu á menntun til sjálfbærni.
Síðastliðin fjögur ár hefur hún ásamt
þeim listamönnum sem stunda meist-
aranám við deildina unnið með Laug-
arnesskóla og Grasagarðinum þar
sem skapaðar hafa verið aðstæður
fyrir nemendur í 5. bekk til að vinna
utandyra í heila viku í tengslum við
barnamenningarhátíð. „Í vinnusmiðj-
unni í Grasagarðinum er markvisst
unnið að því að skoða tengsl manna
og náttúru og hvað í mannlegri hegð-
un megi betur fara í samfélagi okk-
ar,“ segir Ásthildur að lokum.
Untitled Verk eftir Libiu Castro og Ólaf Ólafsson frá árinu 2000.
Tvær sýningar á verkum bandarísku listakon-
unnar Joan Jonas verða opnaðar hér á landi á
næstu dögum; annað kvöld kl. 20 verður opnuð
sýningin Reanimation details í Listasafni Ís-
lands og á laugardaginn kl. 15 sýningin Eldur
og saga í Listasafninu á Akureyri. Jonas er
hingað komin af þessu tilefni og verður við-
stödd opnanir beggja sýninga, auk þess sem
hún verður með opna fyrirlestra í Listaháskóla
Íslands í dag kl. 12.30 og í Listasafninu á Ak-
ureyri á sunnudaginn kl. 15. Aðgangur á báða
fyrirlestra er ókeypis.
Joan Jonas (f. 1936) er frumkvöðull á sviði
vídeó- og gjörningalistar og einn þekktasti
myndlistarmaður samtímans. Hún starfar enn
ötullega að sköpun nýrra verka, nú um fimm-
tíu árum eftir að hún hóf að sýna verk sín í
heimaborginni New York í Bandaríkjunum.
Jonas hefur haft víðtæk áhrif á samferðamenn
sína, verk hennar hafa verið sýnd í helstu lista-
söfnum heims og hún hlotið fjölda viðurkenn-
inga og verðlauna. Hún starfar sem prófessor
við MIT; Massachussets Institute of Techno-
logy, og hefur kennt þar frá árinu 1998. Joan
Jonas var fulltrúi Bandaríkjanna á Fen-
eyjatvíæringnum árið 2015.
Forleikur að frekari verkum
Joan Jonas kom til Íslands á níunda áratug
liðinnar aldar og skilaði áhrifunum af þeirri
heimsókn í verkinu Volcano Saga, frásagn-
armyndbandi þar sem Tilda Swinton fer með
hlutverk Guðrúnar Ósvífursdóttur í heitri laug
umluktri hrjóstrugu eldfjallalandslagi og sýnt
er í Listasafninu á Akureyri. Þessi nána vísun í
Laxdælu og drauma Guðrúnar, sem rekur sig
eftir verkinu eins og rauður þráður, var for-
leikur að frekari verkum Jonas byggðum á ís-
lenskum bókmenntum, fornum og nýjum.
Verk hennar Reanimation, sem sýnt er í Lista-
safni Íslands, er sprottið af lestri hennar á
Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness,
örstuttri tilvísun skáldsins í Eyrbyggju, lagðri
í munn sögumanni og fjallar um það þegar
Þórgunna gengur aftur og finnur mjölið í
búrinu til að baka brauð ofan í svanga líkflutn-
ingamenn sína.
Verkin eru nú í fyrsta sinn sýnd á Íslandi.
Sýningarstjórar eru Birta Guðjónsdóttir,
deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Ís-
lands, og Hlynur Hallsson, safnstjóri Lista-
safnsins á Akureyri.
Úr höggmyndum í vídeó
Joan Jonas er meðal þeirra listamanna sem
fyrstir tóku vídeóvélina í sína þágu. Hún
kynntist hinni nýju tækni í Japan árið 1970
þegar fyrstu handhægu upptökuvélarnar voru
nýkomnar á markað. Hún hafði þá stundað
höggmyndalist í nokkur ár, danslist hjá dans-
höfundunum Trishu Brown og Yvonne Reiner
auk gjörninga, sem hún sviðsetti með marg-
háttaðri notkun spegla sem brjóta upp einhliða
skynheim áhorfandans og beina athygli hans í
margar áttir samtímis. Eldur og saga Verkið gerði Jonas undir áhrifum frá Íslandsheimsókn sinni á 9. áratugnum.
Reanimation details Verkið er sprottið af lestri Jonas á Kristnihaldi undir jökli eftir Halldór Laxness og tilvísun skáldsins í Eyrbyggju.
Vísar bæði í Laxness og Laxdælu
Tvær sýningar á
verkum Joan Jonas
verða opnaðar í vikunni
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Lau 19/11 kl. 20:00 119.s
Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Sun 20/11 kl. 20:00 120.s
Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Fim 24/11 kl. 20:00 121.s
Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Sun 13/11 kl. 20:00 116.s Fös 25/11 kl. 20:00 122.s
Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Lau 26/11 kl. 20:00 123.s
Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Fös 18/11 kl. 20:00 118.s
Gleðisprengjan heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 29/10 kl. 13:00 9. sýn Lau 5/11 kl. 13:00 11.sýn Sun 13/11 kl. 13:00 14.sýn
Sun 30/10 kl. 13:00 10.sýn Sun 6/11 kl. 13:00 12.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 15.sýn
Mið 2/11 kl. 19:00 aukas. Lau 12/11 kl. 13:00 13.sýn
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 26/10 kl. 20:00 Fim 10/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00
Sun 6/11 kl. 20:00 Mið 16/11 kl. 20:00
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur.
Hannes og Smári (Litla sviðið)
Lau 29/10 kl. 20:00 8. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas.
Sun 30/10 kl. 20:00 9. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 10.sýn
Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar
Extravaganza (Nýja svið )
Fim 27/10 kl. 20:00 Fors. Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn
Fös 28/10 kl. 20:00 Frums. Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Mið 16/11 kl. 20:00 9.sýn
Lau 29/10 kl. 20:00 2. sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn
Sun 30/10 kl. 20:00 3. sýn Fim 10/11 kl. 20:00 7. sýn
Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Þri 1/11 kl. 20:00 Fors. Fös 11/11 kl. 20:00 aukas. Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn
Mið 2/11 kl. 20:00 Fors. Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn
Fim 3/11 kl. 13:00 Fors. Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn
Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn
Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas.
Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn
Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn
Aðeins þessar sýningar. Örfáir miðar lausir.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is