Morgunblaðið - 25.10.2016, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 299. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Örnu Ýri líkt við Machado
2. Tók símamyndir af pyntingunum
3. „Mig langar að fara til Íslands“
4. „Við ætlum allar að ganga út“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Listakonan Karin Sander heldur
fyrirlestur í Hafnarhúsinu kl. 20 í
kvöld. Karin Sander er listakona sem
hefur öðlast heimsathygli fyrir marg-
háttaða listsköpun af hugmynda-
fræðilegum toga.
Morgunblaðið/Golli
Karin Sander
með fyrirlestur
Kvintett saxó-
fónleikarans Sig-
urðar Flosasonar
kemur fram á KEX
í kvöld kl. 20.30.
Efnisskráin
samanstendur af
glænýjum og
spriklandi fersk-
um lögum Sig-
urðar. Hugsanlega fljóta með nokkur
eldri af síðustu kvartettplötu hans,
The Eleventh Hour. Aðgangur er
ókeypis.
Kvintett Sigurðar
Flosasonar á KEX
Á næstu tónleikum Múlans á
Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, annað
kvöld kemur fram tríóið Matóma. Það
skipa Ómar Guðjónsson gítarleikari,
Tómas R. Einarsson
kontrabassaleikari
og Magnús
Tryggvason Elías-
sen trommuleik-
ari. Þeir spila
klassísk lög eftir
höfunda úr ýms-
um stílum djass-
ins.
Matóma á tónleikum
Múlans í Hörpu
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í austan 13-20 m/s með talsverðri
rigningu sunnantil í dag, hvassast suðvestan- og vestanlands, en
18-23 m/s um tíma á miðhálendinu sunnan jökla.
VEÐUR
„Þetta er mikilvægt og gott
fyrir félagið. Allir vita að
hann er frábær leikmaður
og það er klárt mál að hann
styrkir liðið. Ekki er síður
mikilvægt að fá hann inn í
starfið hjá félaginu,“ segir
Gunnar Magnússon, þjálfari
Hauka, sem hafa gert
tveggja ára samning við
Björgvin Pál Gústavsson,
landsliðsmarkvörðinn í
handknattleik.
»2
Mikilvægt og gott
fyrir félagið
Snorri Steinn Guðjónsson hefur
ákveðið að hætta að leika með ís-
lenska landsliðinu í handknattleik
eftir fimmtán ára feril. „Ég hef verið í
heilmiklu sambandi við Geira í haust.
Ég er ekki að segja að hann hafi skilið
þetta
100% en
hann
þekkir
þetta allt út
og inn. Hann
virti bara
ákvörðun
mína.“ »1
Hættir eftir 15 ára feril
með landsliðinu
„Það sem Stjarnan hafði fram yfir
önnur félög var að liðið er að fara að
spila í Meistaradeildinni á næstu leik-
tíð. Stjarnan er líka með mjög flotta
leikmenn sem spila mjög skemmti-
legan fótbolta sem hentar mér vel,“
segir knattspyrnukonan Guðmunda
Brynja Óladóttir, sem hefur ákveðið
að yfirgefa Selfoss og samdi við
Stjörnuna til þriggja ára. »2-3
Spilar fótbolta sem
hentar mér vel
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Samtök íþróttafréttamanna fagna 60
ára afmæli sínu í ár og af því tilefni
komu nokkrir núverandi og fyrrver-
andi íþróttafréttamenn saman í hús-
næði Blaðamannafélagsins um
helgina. Þar á meðal var Atli Stein-
arsson, fyrrverandi blaðamaður á
Morgunblaðinu og formaður sam-
takanna fyrstu níu árin.
Atli Steinarsson, Frímann Helga-
son á Þjóðviljanum, Hallur Sím-
onarson á Tímanum og Sigurður
Sigurðsson á Ríkisútvarpinu stofn-
uðu samtökin í þeim tilgangi að bæta
aðstöðu íslenskra íþróttafrétta-
manna á vettvangi, kjósa Íþrótta-
mann ársins og vinna að framgangi
íþróttamála á Íslandi.
Norræna sundsambandið ákvað
að senda hóp norrænna sundmanna
á eigin vegum til Íslands 1955 sem
þakklætisvott fyrir það að Íslend-
ingar höfðu lengi tekið þátt í mótum
erlendis þrátt fyrir mikinn kostnað.
Með 18 manna keppnisliðinu var
Carl Ettrup, formaður Samtaka
íþróttafréttamanna í Danmörku og
ritstjóri danska Íþróttablaðsins.
„Hann hvatti mig mjög til þess að
stofna Samtök íþróttafréttamanna á
Íslandi og mæta á þing norrænna
íþróttafréttamanna í Sönderborg í
Danmörku í september,“ rifjar Atli
upp. Hann segist hafa borið hug-
myndina undir félaga sína, þeir hafi
tekið henni vel og þeir Sigurður hafi
farið á þingið. Samtökin hafi síðan
verið stofnuð í febrúar árið eftir.
„Við vorum teknir inn í norræna og
alþjóðasamstarfið og engin slit hafa
orðið á því síðan,“ segir hann.
Skemmtilegasta flugið
Fyrsta norræna þingið á Íslandi
var haldið 1962. „Ekki spyrja mig
hvernig við fórum að því,“ segir Atli
og bætir við að þeir hafi notið mik-
illar velvildar vegna þingsins. Þátt-
takendum hafi verið ekið í sund á
hverjum morgni, matarboð hafi ver-
ið fyrir þinggesti á hverju kvöldi í
heila viku, Flugfélag Íslands hafi
boðið mikinn afslátt af flugferðunum
og auk þess boðið öllum í tveggja og
hálfs tíma útsýnisflug. „Við flugum
lágflug í þristi yfir landið og ég hef
aldrei farið í jafn skemmtilega flug-
ferð. Mér fannst flugstjórinn vera
þrjá til fjóra metra yfir sjónum á
leiðinni til Vestmannaeyja en
kannski var hann eitthvað ofar.
Svona flaug hann yfir landið, skreið
yfir fjöllin og við nutum útsýnisins
og veitinganna.“
Atli segir að fram að stofnun Sam-
takanna hafi aðstaða íþróttafrétta-
manna verið afskaplega léleg. „Fyrir
okkar tilstilli var sett sex tommu
borð aftan við heiðursstúkuna á
Melavellinum og þessi fjöl var skrif-
borðið okkar í keppni,“ segir hann.
„Á landsleik við Dani í fótbolta fengu
dönsku blaðamennirnir plássið en
við vorum settir út á hlaupabraut.
Það var hellirigning og ekki hægt að
taka upp blað.“
Fyrstu árin stóðu Samtökin fyrir
fundum með íþróttahreyfingunni og
ræddu íþróttamál. „Þetta var spor í
rétta átt, fundirnir voru góðir og við
gátum safnað efni í sarpinn,“ segir
Atli.
Atli keppti í sundi á Ólympíu-
leikunum í London 1948 og starfaði
sem blaðamaður á Morgunblaðinu
1950 til 1975. Hann rifjar upp að til
tals hafi komið að gefa út sérstakt
íþróttablað á Akranesi en tillagan
hafi verið felld: „Rökin voru þau að
ekki væri ástæða til þess á meðan
Atli Steinarsson væri á Morgun-
blaðinu.“
Kjör Íþróttamanns ársins hefur
stundum verið gagnrýnt og sumir
viljað að kjörin yrðu Íþróttamaður
ársins og Íþróttakona ársins. Þessu
er Atli mótfallinn. Hann vísar í orð
kvenna sem hafa verið útnefndar
Íþróttamaður ársins og hafa sagt að
það sé miklu meira að vera Íþrótta-
maður ársins en Íþróttakona ársins.
„Það er bara einn toppur, einn
Íþróttamaður ársins, og því verður
að gera upp á milli karla og kvenna í
sama potti,“ segir Atli.
Aðeins einn Íþróttamaður ársins
Atli Steinarsson var formaður Samtaka íþróttafréttamanna fyrstu níu árin
Þurftu að sitja úti á hlaupabraut í grenjandi rigningu á landsleik
Ljósmynd/Samtök íþróttafréttamanna-Daníel Rúnarsson
Nokkrir formenn Samtaka íþróttafréttamanna í veislunni Frá vinstri: Eiríkur Stefán Ásgeirsson, núverandi formaður, Atli Steinarsson, fyrsti for-
maðurinn, Adolf Ingi Erlingsson, Skapti Hallgrímsson, Samúel Örn Erlingsson, Þorsteinn Gunnarsson og Skúli Unnar Sveinsson.
Á miðvikudag Spáð er stífri vestan- og suðvestanátt með skúrum
um mest allt land, en bjartviðri verður þó fyrir austan. Veður fer
kólnandi.