Morgunblaðið - 03.11.2016, Page 1

Morgunblaðið - 03.11.2016, Page 1
F I M M T U D A G U R 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  258. tölublað  104. árgangur  BÓKAÐU FRAM Í TÍMANN ALLTAF ÓDÝRARA Á NETINU FLUGFELAG.IS FRÁ REYKJAVÍK VERÐ FRÁ 7.500kr. SÖLVASAGA UNGLINGS VERÐLAUNUÐ TENGJA HVERFI OG FÓLK STEFNA AÐ MEIRI ÁHÆTTU- DREIFINGU FRIÐARBRÚ 12 VIÐSKIPTAMOGGINNNORÐURLANDARÁÐ 31  Afkoma rjúpna var mjög misjöfn í fyrra eftir landshlutum. Verst var hún á Austurlandi þar sem hver kven- fugl kom upp að- eins 2,7 ungum. Best var af- koman á Norð- austurlandi þar sem voru 6,9 ungar á hvern kven- fugl. Að meðaltali kom hver kven- fugl á landinu upp 5 ungum. Þegar rjúpunni gekk vel á árum áður kom hver kvenfugl upp í kringum 8 ung- um á sumri. Rjúpnastofninn er nú í lágmarki eða á niðurleið. »14 Afkoma rjúpna var mjög misjöfn í fyrra Karri Stofninn er nú í niðursveiflu. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Allt stefnir í að nýtt met verði slegið í sölu nýrra fólksbíla á þessu ári að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, for- stjóra Öskju og formanns Bílgreina- sambandsins. Segir hann að í því ljósi megi gera ráð fyrir því að meðalaldur bílaflotans muni lækka milli ára en hann reyndist 12,7 ár undir lok síðasta árs og hafði þá staðið í stað frá fyrra ári. Lægst fór meðalaldurinn árið 2007 þegar hann reyndist 9,1 ár. Frá þeim tíma hefur hann þokast upp á við. Gangi það eftir verður það í fyrsta sinn frá árinu 2007 sem meðalaldur flot- ans lækkar milli ára. Segir Jón Trausti að sölu- aukningin það sem af er ári bendi til að nýskráning- ar fólksbifreiða verði vel yfir 18.000 á þessu ári en fyrra met var 17.632 bifreiðar. „Munurinn á markaðnum þá og nú er sá að í ár kaupa bílaleigurnar tæp- lega 8.000 bíla en árið 2005 keyptu þær aðeins 295 slíka. Því er ljóst að al- menningur á enn langt í land með að kaupa jafn marga bíla og fyrir rúmum áratug.“ Samhliða auknum umsvifum á markaði með nýja bíla hefur mikið líf færst yfir sölu notaðra bíla. Þannig hafa eigendaskipti á notuðum bílum aukist um 15% milli ára á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Fram til loka september skiptu 87.177 fólksbif- reiðar um eigendur og hafði fjölgað um tæplega 11.500 frá fyrra ári. Bílaflotinn tekur að yngjast á ný  Stefnir í að sölumet á nýjum bílum frá 2005 verði slegið  8.000 nýir bílaleigubílar Jón Trausti Ólafsson Flutningar Í nógu er að snúast hjá skipafélögum vegna bílainnflutnings.MViðskiptaMoggi »1 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, veitti í gær Bjarna Benedikts- syni, formanni Sjálfstæðisflokksins, umboð til myndunar nýrrar ríkis- stjórnar Íslands. Að sögn forseta er „þessi kostur vænlegastur til árang- urs“ og sjálfur sagðist Bjarni ekki vera með „neina fyrirframgefna nið- urstöðu“ og útilokar því enga kosti. Að loknum fundi með þingflokki sínum í Valhöll var fyrsta skref Bjarna að funda með fulltrúum Framsóknarflokksins og var fundur- inn haldinn í ráðherrabústaðnum. „Þetta var góður fundur og fórum við yfir þau málefni sem blasa við nýrri ríkisstjórn,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Fram- sóknarflokksins, við Morgunblaðið í gærkvöldi og bætti við: „Við Fram- sóknarmenn viljum mynda ríkis- stjórn út frá málefnum.“ Fundar með VG klukkan 10 Bjarni mun í dag halda áfram að ræða við fulltrúa stjórnmálaflokka á þingi og verður fyrsti fundur dagsins með Vinstri grænum klukkan 10. „Ég mun hitta hann á fundi, en ég tel hins vegar að það sé málefnalega langt á milli flokkanna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og bætti því við að samtal milli manna væri alltaf þess virði. Fundir Bjarna með stjórnmála- flokkunum verða haldnir í röð sem ákvarðast eftir þingstyrk þeirra í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pír- ata, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi það hafa verið „frekar óraunhæft“ hjá formanni Viðreisnar að sækjast eftir því að leiða myndun næstu ríkisstjórnar. „Ég held að for- seti vilji stíga varlega til jarðar og átti því ekki von á neinu öðru en að Bjarni fengi umboðið,“ sagði hún. Viðræður flokka hafnar  Formaður Sjálfstæðisflokksins fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar  Fyrsti fundur með Framsóknarflokki  Dagurinn byrjar með Vinstri grænum Morgunblaðið/Golli Viðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gengur til fundar við fulltrúa Framsóknar. M„Vænlegastur til árangurs“ »4 Ísland vann mikilvægan eins marks sigur á Tékkum í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í handbolta í Laugardalshöll í gær- kvöldi. Nokkrar breytingar hafa orðið á íslenska liðinu og þá er Geir Sveinsson nýlega tekinn við sem þjálfari liðsins. Úrslitin urðu 25:24 í háspennuleik og skoraði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson flest mörk eða sex talsins. Á laugardag bíða Úkraínumenn íslensku strák- anna á útivelli. » Íþróttir Morgunblaðið/Golli Átök Aron Pálmarsson stóð í ströngu í leiknum gegn Tékkum. Mikilvægur 25:24 sigur í spennuleik Háspenna í Höllinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.