Morgunblaðið - 03.11.2016, Side 2

Morgunblaðið - 03.11.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is Reiði er meðal kennara vegna nýlegs úrskurðar kjararáðs um launahækk- anir ráðamanna og hafa ófáir þeirra tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum og m.a. lýst því yfir að „niðurlæg- ingin við að skoða launaseðilinn“ hreki þá að leita á önnur mið, líkt og Jóhannes Gunnar Bjarnason, grunn- skólakennari við Brekkuskóla á Ak- ureyri, orðaði það. Gerum bara eins og flugumferðarstjórar Þá hefur Facebook-færslu Guð- bjargar Pálsdóttur, grunnskóla- kennara í Reykjavík, frá því í gær verið deilt tæplega 500 sinnum, en Guðbjörg lýsti því yfir að hún hefði sagt upp eftir að hafa fengið frétt- irnar af úrskurði kjararáðs. Uppsögn er hugmynd sem virðist njóta stuðnings fjölda kennara um þessar mundir. Mbl.is hefur fregnir af óformlegum skoðanakönnunum meðal kennara á Facebook þar sem spurt er hvernig þeir vilja sjá kenn- arastéttina taka á málum. Mikill meirihluti virðist vera þeirrar skoð- unar að fjöldauppsagnir eða „veik- indi“ séu réttu viðbrögðin. Verkfalls- aðgerðir njóta hins vegar minni stuðnings. Í einum þræðinum segir: „Gerum bara eins og flugumferðar- stjórar. Veikindi, veikindi, veik- indi …“ Þá hafa líka komið fram hugmynd- ir hjá kennurum um að leggja niður störf og þramma niður á Austurvöll þegar þingsetning fer fram. Dapur grunnskólakennari Berglind Kristinsdóttir, grunn- skólakennari í Hveragerði, er ein þeirra kennara sem tjáð hafa sig um málið og í aðsendri grein í Kvenna- blaðinu segir hún líða að því að hún fái nóg. „Við nefnilega getum ekki verið langþreytt að eilífu og sú um- hyggja sem ég ber fyrir nemendum mínum, sem gerir það að verkum að ég mæti daglega samningslaus til vinnu, mun vega minna á vogarskál- unum þegar fram í sækir,“ segir í greininni. Berglind staðfestir í samtali við mbl.is að sú hugmynd hafi komið upp í lokuðum Facebook-hópi grunn- skólakennara að kennarar taki sig saman um að tilkynna sig veika og mæta ekki til vinnu. „Það er ekki bú- ið að negla einhvern dag, en það eru uppi hugmyndir um þetta,“ segir hún. „Ég er grunnskólakennari. Afar dapur grunnskólakennari. Dapur vegna þess hvernig komið er fyrir minni stétt. Samningslaus í heilt ár. Útborguð laun fyrir nóvember lægri en launahækkun þingmanna. Allir flokkar sögðust ætla að hækka laun kennara kæmust þeir til valda. Ein- mitt, hve oft hef ég heyrt þetta?“ segir í Facebook-færslu Jóhannesar, sem hefur starfað við kennslu í 32 ár. „Þetta er þyngra en tárum taki,“ segir hann í samtali við mbl.is og kveðst orðinn vondaufur um að breyting verði á stöðu kennara. Íhuga uppsagnir eða „veikindi“  Órói meðal kennara vegna úrskurðar kjararáðs  Útborguð laun fyrir nóv- ember lægri en launahækkun þingmanna  Kanna hug kennara á Facebook Morgunblaðið/Þórður Aðgerðir Grunnskólakennarar mótmæla á Austurvelli 2014. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Óvenjumiklar annir hafa verið í bál- stofunni í Fossvogi að undanförnu. Komið hefur fyrir að ekki hefur verið hægt að koma brennslu fyrir í dagskránni strax eftir útför í kirkju og hún þá flutt fram í næstu viku. Þórsteinn Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Kirkju- garða Reykjavík- urprófastsdæma, telur þó ekki hægt að nota orðið bið- raðir um stöðuna. Það hefur smám saman aukist að fólk kýs bálför frekar en jarðarför, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem eina bálstofan er. Þórsteinn segir að bálstofan sé starfrækt tvo til þrjá daga í viku, þriðjudaga og miðvikudaga og jafn- vel fimmtudaga, og reynt að beina bálförum á þann tíma. Hægt sé að hafa fimm til sex brennslur á dag. Undanfarnar vikur hafi verið fleiri bálfarir en því nemur og því séu dæmi um að þeir sem jarðsungnir eru á miðvikudögum og fimmtu- dögum fari ekki beint í bálstöð held- ur færist fram í næstu viku. Það átti til dæmis við í síðustu viku þegar fjórar kistur biðu yfir helgi. Tekur hann fram að þeir sem jarðsungnir eru á föstudögum bíði yfirleitt fram yfir helgi og stundum eftir útfarir á fimmtudögum. Hann getur þess jafnframt að algengara sé að brennslan bíði vegna þess að ekki liggi öll tilskilin leyfi fyrir. Aukning fyrirsjáanleg Unnt er að sinna þörfunum með því að fjölga brennsludögum og segir Þórsteinn að það sé gert. Á sjöunda hundrað bálfarir verða hér í ár, að mati Þórsteins. Til sam- anburðar má geta þess að fyrir ára- tug voru 350 líkbrennslur sem svara til 18% útfara. Nú er hlutfallið komið yfir 30%. Aukningin er aðallega á höfuðborgarsvæðinu þar sem eina bálstofan er og var hlutfallið á því svæði orðið 43% á síðasta ári. Þór- steinn á von á frekari aukningu og bendir á að í Danmörku og Svíþjóð sé hlutfallið yfir 70% í löndunum í heild og vel yfir 90% í borgum. Kirkjugarðasamband Íslands undirbýr kynningu og aðgerðir til að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að líkbrennslu og gera hana að raun- verulegum valkosti. Þórsteinn segir að bæta þurfi flutninga. Fólk veigri sér við að senda lík með flutningabíl- um. Til athugunar er að útbúa sér- stök flutningshylki til að aðgreina kisturnar frá öðrum flutningi. Einn- ig komi til greina að niðurgreiða flutningskostnað úr sameiginlegum sjóðum kirkjugarðanna. Segir Þórsteinn að núverandi bál- stofa dugi einhver ár enn. Ljóst sé þó að byggja þurfi nýja bálstofu á næstu tveimur áratugum. Það sé hinsvegar mikið verkefni og kosti með öllum búnaði um tvo milljarða króna. Hugmyndin er að byggja hana í Gufuneskirkjugarði. Bíða brennslu eftir útför í kirkju Morgunblaðið/Þórður Bið Duftkerin bíða oft á bálstofunni.  Stöðug aukning bálfara  Ekki alltaf hægt að brenna strax  Hlutfall bálfara yfir 30% Þórsteinn Ragnarsson Flugmenn á vegum Icelandair voru við æfingar á vél félagsins, Grábrók, á Akureyrarflugvelli í gær. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýs- ingafulltrúa flugfélagsins, var um að ræða lend- ingaþjálfun nýrra flugmanna þar sem verið var að æfa snertilendingar. „Starfsemi Icelandair hefur vaxið á undanförnum árum og flug- mönnum fjölgað sem þurfa sína þjálfun,“ segir Guðjón. Að sögn hans er mikið lagt upp úr þjálf- un hjá flugfélaginu, ekki síst í ljósi þess að ný- ráðnir flugmenn eru í sumum tilvikum með færri flugtíma en áður var þegar þeir eru ráðnir. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Með reykinn í eftirdragi Flugmenn Icelandair æfðu snertilendingar á Akureyrarflugvelli í gær Í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2017- 2022 kemur fram að útsvar sveitar- félagsins fyrir árið 2017 verði eins og verið hef- ur síðastliðinn tvö ár eða 15,05%, sem er hærra en annars staðar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að útsvarið verði í þessari prósentu- tölu í eitt ár í viðbót en lækki svo í hámarksútsvar sem er 14,52% 1. janúar 2018. „Við erum með sérstakt leyfi núna frá innanríkisráðherra um ýmis atriði vegna fjárhagsvanda sveitarfélagsins og eitt af því er leyfi til að hafa útsvarið hærra en gengur og gerist í öðrum sveitar- félögum. Svo mun útsvarið lækka eftir eitt ár og verða í hæsta þrepi sem leyfilegt er samkvæmt almenn- um lögum,“ segir Kjartan Már. Íbúar fleiri nú en síðastliðin ár Fjárhagsáætlunin gildir í 6 ár eða frá 2016-2022. Gert er ráð fyrir að fjölgun íbúa í sveitarfélaginu verði 1,6% árlega frá árinu 2017. Að sögn Kjartans Más er íbúafjölgunin meiri núna en verið hefur undanfarin ár og megi gera ráð fyrir svipaðri stöðu næsta ár. Aukninguna megi tengja við framkvæmdir og stækk- un Keflavíkurflugvallar. .„Við útreikninga um íbúafjölgun næstu árin tókum við meðaltal fjölgunar íbúa síðastliðin 20 ár og hefur hún verið 1,6%, stundum ver- ið minni og stundum meiri. Við er- um að horfa til framtíðar þannig að við gerum ráð fyrir að fjölgunin verði svipuð og hún hefur verið þó að hún sé meiri núna. Við verðum að gefa okkur einhverja forsendu til útreikninga,“ segir Kjartan Már. Óbreytt útsvar í eitt ár enn  Áfram 15,05 % út- svar í Reykjanesbæ Kjartan Már Kjartansson Morgunblaðið/SBS Íbúar Fjölgað hefur í Reykjanesbæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.