Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn októbermánuður mun fara í veðurmetabækurnar fyrir margra hluta sakir. Hann var sérlega hlýr og víða á landinu sá hlýjasti síðan mælingar hófust. Hann var jafn- framt mjög votviðrasamur, „en rigningar þóttu ganga úr hófi sums staðar á Suður- og Vesturlandi,“ segir Trausti Jónsson veðurfræð- ingur í yfirliti sínu yfir mánuðinn. Þá bar það til tíðinda að í Stykk- ishólmi mældist hæsti meðalhiti sem mælst hefur þar í október. Samfelldar veðurmælingar hófust þar árið 1846, á fyrstum staða á Ís- landi, og liggja að baki 171 október- mælingar, hvorki meira né minna. Lítið bólar enn á vetrinum, ein- hverjir svalari dagar, en líka hlý- indi áfram sagði Trausti er blaðið ræddi við hann í gær. Mánuðurinn var alveg frostlaus víða við strendur landsins og telst það óvenjulegt. Á fyrri tíð er aðeins vitað um eitt ár þar sem ekkert hafði frosið í Reykjavík fyrir 1. nóv- ember. Það var 1939, þá kom fyrsta frost 10. nóvember, segir Trausti. Meðalhiti í Reykjavík mældist 7,8 stig, 3,4 stigum ofan meðallags árin 1961 til 1990, en 3 yfir meðallagi síðustu tíu októbermánuði. Þetta er næsthlýjasti október sem vitað er um í Reykjavík, lítillega hlýrra var 1915, en munurinn í raun ómark- tækur. Á Akureyri var meðalhitinn 7,5 stig, 4,5 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 4,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ár. Þetta er einnig næsthlýjasti október á Ak- ureyri, heldur hlýrra var í október 1946. Í Stykkishólmi var meðalhit- inn 7,9 stig, sá hæsti nokkru sinni í október. Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Seyðisfirði og í Neskaupstað, 8,9 stig. Þetta er hæsti staðfesti mán- aðarmeðalhiti í október á íslenskum veðurstöðvum. Mest frost í byggð mældist -6,4 stig á Grímsstöðum á Fjöllum hinn 29. Sama dag mældist þar einnig mest frost á mannaðri stöð, -6,2 stig. Sjaldgæft er að lægsta lágmark októbermánaðar sé svo hátt, og þarf að fara allt aftur til gisinna athugana snemma á 20. öld til að finna hærri tölur, síðast í hinum ofurhlýja októbermánuði 1915, segir í yfirliti Trausta. Nýtt landsmet á Nesjavöllum? Úrkoman í Reykjavík í október mældist 206,9 millimetrar, það langmesta sem vitað er um í októ- ber og ríflega tvöföld meðalúrkoma, næstmest mældist 1936, 180,8 mm. Á Akureyri mældist úrkoma nú 19,6 mm, þriðjungur meðalúrkomu og minnsta úrkoma í október síðan 1993, en þá mældist úrkoma í októ- ber aðeins 4,0 mm á Akureyri. Úrkoma í mánuðinum mældist 945,4 mm á Nesjavöllum í Grafningi (óstaðfest). Ef rétt reynist er þetta mesta úr- koma sem nokkru sinni hefur mælst á veðurstöð í október hér á landi og sú næstmesta sem mælst hefur í einum mánuði. Í nóvember 2002 mældust 971,5 mm á Kolla- leiru við Reyðarfjörð, segir í yfirliti Trausta. Morgunblaðið/Eggert Rigning og rok Aldrei hefur rignt jafn mikið í Reykjavík í október. Regnhlífar hafa komið að góðum notum. Hæsti meðalhiti í 170 ára sögu mælinga  Október sló víða hita- og úrkomumet  Hlýindi áfram Sólin sást lítt » Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 40,3 í október. Sól- skinsstundir hafa ekki mælst svo fáar í október síðan 1969. » Alautt var á athugunartíma allan mánuðinn bæði í Reykja- vík og á Akureyri. Það gerist afar sjaldan. » Eindregin sunnanátt ríkti nær allan mánuðinn. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Óneitanlega veittum við því athygli að þetta var bara unnið í dagvinnu. Erlendis vinna menn nótt sem nýtan dag við svona framkvæmdir,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður ör- yggisnefndar Félags íslenskra at- vinnuflugmanna (FÍA) um fram- kvæmdir ISAVIA á Keflavíkur- flugvelli. Þar hefur m.a. verið unnið að endurbótum á norður-suður flug- braut, annarri tveggja flugbrauta vallarins. Þeim stóð til að ljúka fyrir um hálfum mánuði en að auki hefur það verið gagnrýnt að ekki hafi verið áætlað að flýta verkinu meira en gert var. Endurbætur á norður-suður flug- brautinni hafa leitt til þess að hún hefur verið ónothæf að hluta. Geta stærstu vélar flugfélaganna ekki notað brautina vegna lágmarks hemlunarvegalendar í reglugerðum og hafa ekki getað gert það síðan um mánaðamótin maí og júní þegar end- urbætur hófust. Minni vélar hafa hins vegar getað nýtt sér flugbraut- ina að hluta þó að í stöku tilvikum hafi þurft að takmarka farm þeirra véla sem lentu á flugbrautinni. Umfram álag hefur verið á aust- ur-vestur flugbrautinni meðan á framkvæmdunum hefur staðið. Flugmenn sem Morgunblaðið ræddi við hjá Icelandair og WOWair höfðu það á orði að í nokkrum til- vikum hefðu þeir þurft að lenda í nokkuð stífum hliðarvindi í haust á austur-vestur flugbrautinni fyrir þessar sakir. „Við erum sífellt að glíma við það á Keflavíkurflugvelli að lenda flugvélum við ýtrustu mörk er varða hliðarvind,“ segir Ingvar og bætir við. „Það hefði komið sér illa í sumar ef það hefðu komið stífar norðan- eða sunnanáttir, en sú varð ekki raunin,“ segir Ingvar. Verkinu lýkur brátt Samkvæmt áætlunum átti verkinu að ljúka fyrir um hálfum mánuði að sögn Höskuldar Tryggvasonar, verkefnastjóra hjá Íslenskum aðal- verktökum sem sér um verkið. Hins vegar hafi vætusamt veður komið í veg fyrir að hægt væri að klára merkingar á vellinum. Hann á von á því að það muni klárast á morgun og að í framhaldinu verði brautin klár til notkunar. Seinkun veldur glímu við hliðarvind  Tafir á framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli valda erfiðleikum í aðflugi  „Erlendis vinna menn nótt sem nýtan dag við svona framkvæmdir“ Morgunblaðið/ÞÖK Keflavíkurflugvöllur Miklar framkvæmdir hafa verið á flugvellinum til þess að auka afköst hans. Endurbótum á suður-norður flugbraut er nær lokið. Í skriflegu svari ISAVIA segir m.a. að sérfræðingar hafi verið fengnir til þess að rýna í fasa- skiptingu verksins og að áætl- un sem taldist raunsæ hefði staðist ef ekki hefði komið til vætukafla í haust. Þá hafi uppbygging á braut- inni ekki verið eins og gert hefði verið ráð fyrir og henni ekki nægilega vel viðhaldið áratugina sem varnarliðið var á Keflavíkurflugvelli. „Mjög gott samstarf hefur verið við verktaka í framkvæmdinni og góður drifkraftur í þeim. Ekki verður séð að hægt hefði verið að stytta framkvæmdatíma verulega og tryggja öryggi á sama tíma,“ segir m.a. í svarinu. Töf vegna vætukafla MJÖG GOTT SAMSTARF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.