Morgunblaðið - 03.11.2016, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ReksturReykja-vík-
urborgar hefur
verið í molum und-
anfarin misseri.
Nú boðar meiri-
hlutinn í borgarstjórn fullur
bjartsýni viðsnúning í fjár-
málum borgarinnar. Í inn-
gangi greinargerðar með
frumvarpi að fjárhagsáætl-
uninni segir Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri að um-
skipti hafi orðið í rekstrinum.
„Þröngri stöðu og halla hefur
verið snúið í afgang, án þess
að hækka skatta,“ segir borg-
arstjórinn.
Bjartsýni hefur áður gætt í
áætlanagerð meirihlutans í
borginni, en fyrir einhverra
hluta sakir lítur fortíðin ekki
jafnvel út og framtíðin þegar
hann á í hlut. Út um fram-
rúðuna sjást blómlegir akrar,
en í baksýnisspeglinum sviðin
jörð.
Það er þó ánægjulegt að
menn skuli slá sér á brjóst fyr-
ir að hafa ekki hækkað skatta
þegar útsvar er í hámarki og
ekki hægt að hækka það meir.
Reykjavík er stærsta sveitar-
félag landsins. Ætla mætti að
það nyti góðs af hagkvæmni
stærðarinnar, en sú hefur ekki
verið raunin. Borgin tekur
hærri hlut af tekjum borg-
arbúa en áður og kostnaður af
rekstri borgarinnar á íbúa
hækkar ár frá ári.
Í því góðæri, sem ríkt hefur
að undanförnu, mætti ætla að
hefðu átt að leynast tækifæri
til að rétta hag
borgarinnar af, en
þau hafa ekki ver-
ið nýtt. Brýn verk-
efni hafa verið lát-
in sitja á
hakanum. Gott
dæmi um það eru götur borg-
arinnar, sem hafa undafarin
ár komið illa undan vetri og
litið út eins og gatasigti. Þeg-
ar nú er ekið um götur borg-
arinnar sést að ekki hefur
náðst að bæta upp í götin síð-
an í vetur sem leið. Það boðar
ekki gott og er helsta von
borgarbúa fyrst borgar-
yfirvöld sinna ekki skyldum
sínum að vetur verði áfram
mildur ef það mætti verða til
að hlífa malbikinu.
Áfram situr borgin í skulda-
súpu. Borgarstjórnarflokkur
Sjálfstæðisflokks segir í til-
kynningu um fjárhagsáætl-
unina að áfram verði skuldir
borgarinnar um 300 millj-
arðar króna og áætlanir bendi
til að samstæða Reykjavík-
urborgar verði áfram yfir lög-
legu hámarki skuldahlutafalls
sem kveðið er á um í
sveitarstjórnarlögum. Þá hafi
skuldahlutfallið aðeins lækkað
vegna þess að tekjur hafi
hækkað, en ekki að dregið hafi
úr skuldum.
Lausagangurinn í borginni
fer ekki framhjá neinum. Það
á kannski sinn þátt í því að í
kjörklefanum um helgina
kunnu kjósendur ekki við að
kalla yfir þjóðina sams konar
stjórnarmynstur og boðið er
upp á í Reykjavík.
Framtíðin er alltaf
glæsilegri en for-
tíðin hjá meirihlut-
anum í borginni }
Fjármál Reykjavíkur
Eins og framkemur í
Morgunblaðinu í
dag eru horfur á
að bílafloti lands-
manna yngist á ný
á þessu ári eftir að hafa elst í
tæpan áratug. Þetta er
ánægjuefni og enn eitt merk-
ið um þá auknu velmegun sem
landsmenn finna fyrir. Annað
sem er til marks um þá vel-
megun er að launavísitalan
hefur um það bil tvöfaldast
síðastliðinn áratug, sem er
verulega umfram verðbólgu.
Fall bankanna er í flestu
tilliti að baki og þó eru aðeins
átta ár frá þeim miklu atburð-
um og afleiðingar fjár-
málaáfallsins sem átti sér
stað víðar um heim á sama
tíma eru enn tilfinnanlegar í
ýmsum löndum, ekki síst á
evrusvæðinu.
Íslenska krónan hefur átt
verulegan þátt í skjótum bata
hér á landi og mun
halda áfram að
stuðla að lífs-
kjarabata lands-
manna. En það
þarf fleira til eins
og landsmenn vita og ekki
síst þess vegna tóku þeir þá
ákvörðun um liðna helgi að
hafna vinstristjórn og sam-
starfi kollsteypuflokka.
Skýr vilji var til að halda
áfram á þeirri farsælu braut
sem mörkuð var á liðnu kjör-
tímabili. Þess vegna er eðli-
legt að formaður Sjálfstæð-
isflokksins hafi nú fengið
umboð til að mynda nýja
stjórn í góðu framhaldi af
þeirri síðustu og nýaf-
stöðnum kosningunum. Taki
forystumenn stjórnmála-
flokkanna tillit til vilja kjós-
enda um áframhaldandi
stöðugleika er full ástæða til
bjartsýni um horfur til næstu
ára.
Allar forsendur eru
fyrir áframhaldandi
stöðugleika og vexti}
Jákvæð þróun og góðar horfur
eitthvað athugavert við mig en ekki úrið.
Fljótlega fann ég það út að koffein, sem er í
flestu kaffi, svörtu tei og ýmsum gos- og orku-
drykkjum, hafði slæm áhrif á hjartað mitt. Það
var því ekki um annað að ræða en að hætta
kaffidrykkju. Fram að þessu hafði ég drukkið
mikið kaffi. Ég fór að drekka ávaxtate í öllum
litum. Mig langaði þó meira í kaffi. Svo ramb-
aði ég á koffeinlaust kaffi, bæði skyndikaffi og
til uppáhellingar, og tók gleði mín á ný.
Stundum liggur leið mín á kaffihús. Of mörg
þeirra íslensku eru bara koffeinhús. Þegar ég
spyr um koffeinlaust kaffi er svarið of oft: „Nei,
því miður er það ekki til.“ Þegar ég spyr hvað
ég eigi þá að drekka er svarið gjarnan: „Við
eigum ávaxtate!“ Á þessu eru þó gleðilegar
undantekningar og þau kaffihús njóta að sjálf-
sögðu viðskipta minna. Á kaffihúsum í útlönd-
um og í flugvélum er koffeinlaust kaffi yfirleitt alltaf í boði.
Ég fór nýlega á kótilettukvöld Samhjálpar, sem haldið
var í Súlnasal Hótels Sögu. Mér til mikillar gleði sá ég að í
skál á borðinu voru bréf með koffeinlausu skyndikaffi,
sykri, sætuefnum og ýmsu öðru. Þeir í Bændahöllinni eru
til fyrirmyndar og hugsa fyrir þörfum allra gesta, meira
að segja þeirra koffeinlausu, hugsaði ég.
Að lokum: Ágætu koffeinhúsaeigendur, ég myndi alveg
sætta mig við að fá bolla af koffeinlausu skyndikaffi, ef þið
treystið ykkur ekki til að eiga til koffeinlausar baunir
handa okkur sem þolum illa koffein. En mig langar ekki í
ávaxtate. gudni@mbl.is
É
g skellti í mig einum tvöföldum
espresso. Síðasti dropinn var
varla kominn inn fyrir varirnar
þegar vanlíðan gagntók mig.
Hjartað fór úr takti og ólmaðist
af öllum krafti. Það sló út um mig köldum svita
og ég missti þrek. Þetta gerðist auðvitað á
versta tíma – í kaffihléi á vinnufundi á ritstjórn
Morgunblaðsins.
Þegar fundinum lauk var líðanin svipuð og
ég fór á Læknavaktina. Þar var tekið hjarta-
línurit sem leit út eins og ruglingslegt pár
Læknirinn tók ekki annað í mál en að senda
mig á bráðamóttökuna – með sjúkrabíl! Þar var
ég aftur tengdur við hjartalínurita og sagt að
bíða átekta. Mér rann í brjóst og þegar ég
rankaði aftur við mér var hjartað búið að finna
taktinn sinn og líðanin orðin eðlileg. Hjarta-
sérfræðingur var búinn að lesa úr párinu og greina ruglið.
Það er kallað gáttatif. Kvilli sem hrjáir ótrúlega marga Ís-
lendinga. Í mínu tilviki er kvillinn vægur, en hvimleiður.
Mér var ráðlagt að taka inn hjartamagnyl og að panta
tíma hjá hjartalækni.
Nokkru áður en þetta gerðist hafði ég eignast forláta úr
og hjartsláttarnema til að fylgjast með hjartslættinum í
ræktinni. Stundum sýndi úrið tómt rugl. Ég fór með græj-
urnar í umboðið og sagði að þetta hlyti að vera eitthvað
bilað. Eftir tveggja daga prófanir hringdu þeir af verk-
stæðinu og sögðust ekki finna neitt að úrinu eða hjartslátt-
arnemanum. Ég varð að sætta mig við það að líklega var
Guðni
Einarsson
Pistill
Kaffihús eða bara koffeinhús?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Norðurlandaráð sem fund-ar nú í Kaupmannahöfner ekki sérstaklega póli-tískur vettvangur að
mati Brynjars Níelssonar, þing-
manns Sjálfstæðisflokks , en hann er
einn fulltrúa Íslands á þingi ráðsins í
ár.
„Það er ofboðslega lítill munur
á hægrimönnum hérna í Skandinav-
íu og sósíaldemókrötum. Ég get því
ekki sagt að það sé mikið um deilu-
mál á þessu þingi,“ segir Brynjar en
hann situr í norrænu þekkingar- og
menningarnefndinni á þinginu og
segir rifist um sárafátt þar.
„Auðvitað er rætt um margt
áhugavert og mikilvægt en þetta er
svona samnorrænt og menn eru
mikið sammála.“
Innflytjendamálin erfið
Deilt hefur verið um innflytj-
endamál í stjórnmálum flestra
Norðurlandanna í kjölfar straums
flóttafólks til Evrópu í kjölfar átaka í
Sýrlandi og Norður-Írak. Síðasta
vetur var m.a. tekið upp vegabréfa-
eftirlit á landamærum Svíþjóðar og
Danmerkur.
Það gæti því hitnað í kolunum í
umræðu um innflytjendamál að mati
Brynjars en Morgunblaðið ræddi við
Brynjar í gærdag áður en umræð-
urnar hófust.
„Innflytjendamál hafa verið til
umræðu í stjórnmálum flestra land-
anna á Norðurlöndum og er víða
hitamál. Það væri því helst í þessum
málaflokki sem einhver ágreiningur
gæti komið upp hér á þinginu.“
Spurður í hverju hugsanlegur
ágreiningur gæti legið í málefnum
innflytjenda segir Brynjar erfitt að
segja til um það hvar átakalínurnar
geti legið.
„Ég býst allt eins við því að hér
verði sátt eins og uppþot. Þetta er
eldfimur málaflokkur og Svíarnir
eru dálitið í því að spila sig betri en
við hin, þ.e. að tala um sig sem opn-
ari og frjálslyndari. Þeir búa hins
vegar við ákveðinn vanda eins og hin
löndin á Norðurlöndum og ég hugsa
að hér reyni menn að leita leiða til að
leysa þau vandamál sem fylgja þess-
um málaflokki.“
Samvinna við Rússland
Ráðherrar Norðurlanda hafa
ýtt ýmsum verkefnum úr vör í
tengslum við þing Norðurlandaráðs
en norrænu menningarmálaráðherr-
arnir hafa ákveðið að verja einni
milljón danskra króna, til að byrja
með, til þess að styðja við lifandi tón-
listarflutning á tímabilinu 2017-2019.
Þetta er gert í samstarfi við Nor-
ræna menningarsjóðinn og er mark-
miðið að fjölga tónleikasviðum fyrir
norræna listamenn á Norð-
urlöndum.
Þá hafa umhverfisráðherrar
Norðurlanda samþykkt samstarfs-
áætlun sem hefur það markmið að
bæta ástand umhverfis og takast á
við loftslagsbreytingar í Norð-
vestur-Rússlandi. Kimmo Tiilikai-
nen, landbúnaðar- og umhverf-
isráðherra Finnlands og formaður
norrænu ráðherranefndarinnar um
umhverfismál á árinu 2016, segir
velferð Norðurlanda og Norðvestur-
Rússlands velta á góðu ástandi um-
hverfisins.
„Norðurlöndin og Rússland eru
viljug til samstarfs til að leysa þau
umhverfisvandamál sem blasa við í
dag. Það þjónar þannig gagn-
kvæmum hagsmunum svæðanna að
eiga áfram raunsætt og hagnýtt
samstarf um umhverfis- og lofts-
lagsmál verði áfram eins skilvirkt og
kostur er. Við fögnum því nánari
stað- og svæðisbundnum tengslum
með aðkomu nýrra samstarfsaðila
til viðbótar við þá sem fyrir eru,
innan sem utan hins opinbera
geira,“ sagði Tiilikainen við
fréttamenn í Kaupmannahöfn.
Samnorræn og sam-
mála í Norðurlandaráði
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Stjórnmál Lítið um átakamál á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn
þar sem norrænir þingmenn mæta til að ræða málin sín á milli.
Meginstefnumið þings Norður-
landaráðs er að skapa gott um-
hverfi fyrir þá sem vilja búa og
starfa á Norðurlöndum. Í ráðinu
sitja 87 kjörnir fulltrúar. Dan-
mörk, Finnland, Noregur og Sví-
þjóð eiga 20 fulltrúa hvert land,
þar af eru tveir af fulltrúum
Danmerkur frá Færeyjum og
tveir frá Grænlandi, en tveir af
fulltrúum Finnlands eru frá
Álandseyjum. Ísland á sjö full-
trúa og var stofnaðili að ráðinu
ásamt Danmörku, Noregi og
Svíþjóð en ráðið var stofnað ár-
ið 1952.
Finnland gerðist meðlimur
árið 1955, Færeyjar og Álands-
eyjar 1970 og síðast
kom Grænland inn árið
1984. Fulltrúar eru
þingmenn á þjóðþing-
um landanna og eru
þeir valdir af
þjóðþingum
sínum.
Ísland með
frá upphafi
NORÐURLANDARÁÐ
Brynjar
Níelsson