Morgunblaðið - 03.11.2016, Síða 21

Morgunblaðið - 03.11.2016, Síða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Jæja, þá höfum við kjósendur sagt okkar skoðun á flokkum og fólki, og útkoman mis- jöfn, eins og verða vill, enda ekki við öðru að búast. Bjarna, Benedikt frænda hans og Katrínu skal óskað til hamingju með persónulegan sig- ur. Sjálfstæð- isflokknum óska ég sömuleiðis til hamingju með sigurinn. Þetta gátuð þið. Fyrir blessaðan Framsóknarflokkinn hefði það samt verið betra, ef þeir Sigmund- ur Davíð og Sigurður Ingi hefðu getað slíðrað sverðin og gengið samtaka í takt til kosninganna. Þá hefði stjórnin lifað kosningarnar vel af, því að það sýndi sig þó, þrátt fyrir fall hennar, að kjósendur vildu að flokkarnir ynnu saman að kosningum loknum að þeim góðu málum, sem þeir voru komnir vel á veg með. Nú vantar bara þriðja hjól- ið undir vagninn til þess að það geti tekist og þá er það spurningin, hver það ætti helst að vera. Ég leyfi mér því að segja að ríkisstjórnin hafi í sjálfu sér unnið vissan varnarsigur þrátt fyrir fallið. Framsóknarflokk- urinn ætti að læra eitt- hvað á þessu, sem ég vona, að hann geri. Hins vegar kom í ljós hvaða álit kjósendur höfðu á vinstra liðinu. Þrátt fyrir gott gengi VG, sem ég vil meina að helgist af per- sónufylgi formannsins, þá er það ekki nóg til þess að geta leitt neina rík- isstjórn af viti. Mér hugnast heldur ekki fjögurra eða fimm flokka rík- isstjórn, enda hefur það sýnt sig, að slík stjórn sé ekki til heilla. Þessir flokkar hafa líka sannað, svo um mun- ar, að þeir eru ekki vandanum vaxnir að stjórna svo vel fari. Það kom í ljós í síðustu vinstri stjórn. Samfylkingin er þess heldur ekki umkomin eftir útreið- ina, sem hún fékk í þessum kosn- ingum, að hún sé stjórntæk eða til eins eða neins fallin í þeim efnum. Að hún skyldi hafa misst báða þingmenn sína í borginni skrifa ég alfarið á reikning Dags og Hjálmars. Það er ekki hægt annað, eins og þeir hafa stjórnað borg- armálefnunum, og hægt að tína til margar ástæður þar. Hrokinn, frekjan og yfirgangurinn, sem þetta Samfylk- ingarlið hérna í borginni hefur sýnt okkur borgarbúum hefur líka orðið til þess, að allir eru búnir að fá sig full- sadda upp í kok og vel það af þessu fólki. Því vil ég segja við forystu flokksins: Þegar þið farið að meta afar veika stöðu flokksins í þessum kosn- ingum, þá ættuð þið að athuga, að fyrrverandi varaformaður flokksins, núverandi borgarstjóri, og hans nótar eiga stærstan þátt í hruni flokksins hérna í borginni. Segi og skrifa, eins og þeir hafa hagað sér gagnvart okkur borgarbúum. Það þýðir ekkert fyrir ykkur að bjóða okkur borgarbúum upp á þessa jólasveina í næstu borg- arstjórnarkosningum, því að þá jarðið þið flokkinn alveg! Hins vegar má til sanns vegar færa, að gömlu kratarnir, eins og Stefán Jó- hann, Jóhanna Egilsdóttir og foreldrar mínir, hafi haft lög að mæla, þegar þeir sögðu, að svona sameiningarbrölt á vinstra vængnum gengi aldrei upp til lengdar, og ekki kosningabandalög af neinu tagi heldur. Það hefur sagan sýnt og margsannað, svo ekki verður um villst. Slíkt hlýtur að mistakast fyrr eða síðar. Fólk verður að fara að læra eitthvað af sögulegum staðreyndum, áður en það fer að ana af stað út í ein- hverja vitleysu, sem reynist eintómt feigðarflan. Það verður líka að hafa skýra og skilmerkilega stefnu, sem fer ekki á milli mála. Það ættu Píratarnir að læra af þessum kosningum, enda getur sá flokkur aldrei komist til neinna áhrifa í stjórnmálum, sem hefur ekki skýra og ljósa stefnu og markmið, en er ekki að finna hjá þeim, og verða þeir því að heita hentistefnuflokkur, sem við kjósendur hljótum að hafna. Að öðrum kosti veit ég ekki, hvernig á að útskýra tilveru Píratanna í íslensk- um stjórnmálum, eða hvernig er hægt að lýsa þeim fyrir útlendingum. Það má samt segja með sanni, að þetta voru ótímabærar og allsendis óþarfar kosningar, og nú er að sjá, hvers konar ríkisstjórn við fáum út úr þeim, auk þess sem olnbogarýmið verður ekki mikið í Alþingishúsinu eft- ir þetta. Óskandi væri þó, að stjórn- arflokkarnir bæru gæfu til þess að halda áfram samstarfi sínu með til- komu þriðja flokks, enda finnst mér ég geta lesið það út úr kosningunum, að það sé almennur vilji okkar kjósenda þrátt fyrir allt og allt. Minnist þess bara, að vandi fylgir vegsemd hverri, en ég óska öllum velgengni og alls góðs í vandasömum störfum fyrir þing og þjóð. Þröngt mega sáttir (sem ósáttir) sitja á þingi Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur » Það má samt segjameð sanni, að þetta voru ótímabærar og allsendis óþarfar kosn- ingar. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Höfundur er guðfræðingur og fræðimaður. Helgi Hrafn Gunn- arsson fór mikinn á Alþingi hinn 5.10. 2016, um þá sem herða vilja lög um hælisleitendur og kom inná – að sjálf- sögðu – þekking- arleysi þeirra sem herða vilja þessi lög. Hvað ætli hann hafi fyrir sér um þekking- arleysi mitt og það hversu illa upp- lýst ég sé? Ég tala bara fyrir mig. Ætli hann hafi leitað sér upplýsinga eða lifað meðal Albana? Ég spyr, vegna þess að Albanir eru stærsti hópur hælisleitenda. Við fyllum hús og skemmur af karlmönnum frá Albaníu og Makedóníu, en það er ekkert stríð í þessum löndum. Hafi Helgi Hrafn ekki reynslu né þekk- ingu á Albönum skal hann leita sér upplýsinga áður en hann sakar aðra um þekkingarleysi, sem og Eygló Harðardóttir, Unnur Brá og Ólöf Norðdal. Jú, þeir koma hingað í hópum því að hér er veittur ríkis- borgararéttur, bara si svona, þann- ig gjörningur spyrst út. Hvar er eiginlega ábyrgð þingsins? Taka þessir hælisleitendur ekki upp pláss, fé og getu okkar til þess að taka á móti stríðshrjáðu fólki, hví tökum við á móti efnahagshælisleit- endum? Við erum örþjóð og fáar vinnandi hendur og fátækum Ís- lendingum fjölgar. Af hverju haldið þið á Alþingi að aðrar þjóðir hafi lokað aðallega á Albani? Ég og aðr- ir Evrópubúar, sem hafa lifað meðal þeirra, vitum af hverju, en þið, svona vel upplýstir og menntaðir þingmenn, hljótið að vita það í gegnum allar ykkar upplýsingar og menntun. Nema þið viljið gera Ís- land að Kósóvó, sem var önnur stærsta landbúnaðarslétta Serbíu, en í dag er hún einn ruslahaugur, en auðvitað vitið þið spekingarnir á þingi að Albanir hafa aldrei átt Kó- sóvó, og auðvitað vitið þið það að Albanir – í hópum – eiga það til að ógna öðrum og þeir bera ekki mikla virðingu fyrir öðru fólki. Af hverju eru allir þessir karlmenn að koma, – þurfið þið á þinginu ekki að spyrja ykkur að því? Auðvitað ekki, þið eruð svo mikið upplýst, – viljið þið þá ekki upplýsa mig um hvort um sé að ræða fjölgun nauðgana í Reykjavík frá maí til október, þið hljótið að geta það. Það er bara ekki nóg að fjandskapast út í Þjóðhátíð í Eyjum, eða má kannski ekki ræða þessi mál? Nei, þing- menn, þið ein eigið ekki Ísland, ég á það líka og vil fara varlega. Reynsla mín hefur kennt mér það. Ég er gömul og slepp ef til vill við ófarirnar, sem þið þingmenn eruð að bjóða upp á í framtíð- inni og jafnvel nú þeg- ar. Það þarf að senda alla þessa karlmenn með Frontex-flugvélum til síns heimalands, og það ekki seinna en í gær. Hverslags þing- menn vilja þjóð sinni að þurfa að halda þessu uppi? Nær væri að kon- ur á Alþingi hættu þessum frekju- og hormónaköstum, sem þær bjóða þjóðinni upp á dag- lega, og fari að sinna málum sem skipta þjóðina miklu, það er að segja sé einhver vilji til að vera og kallast þjóð, það eru nefnilega ekki allir heimsborgarar, ha ha. Og Katrín Jakobsdóttir, hvar ætlar þú að fá fé til að taka á móti 500 flótta- mönnum á ári, eins og þú talar um í kosningaræðu ? Ójá, við eigum svo marga föðurlandsvini á þingi. Guð blessi Ísland. Umræður á Alþingi Eftir Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir » Við erum örþjóð og fáar vinnandi hend- ur og fátækum Íslend- ingum fjölgar. Höfundur býr á Sauðárkróki. Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 7104 Haustdagar 3.-7. nóvember Byr jar í da g 20% afsláttur af öllum fatnaði og skóm Kíktu til okkar Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 483 4700 / fax: +354 483 4775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður á Hótel Örk Á Hótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.