Morgunblaðið - 03.11.2016, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016
✝ GuðmundurViggósson
fæddist 22. desem-
ber 1943 á Ísa-
firði. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Ísafold 22.
október 2016.
Foreldrar Guð-
mundar voru hjón-
in Viggó Guð-
jónsson, f. 10.
desember 1902, d.
24. október 1976, og Jóna Þór-
dís Einarsdóttir, f. 5. janúar
1912, d. 16. júlí 1989. Systkini
Guðmundar eru: a) Sveinbjörg
Guðmundsdóttir, f. 8. júlí 1931,
d. 24. júní 2013, b) Guðjón Lúð-
vík Viggósson, f. 2. júlí 1938, c)
Guðrún Sigurborg Viggósdótt-
ir, f. 15. september 1948, d)
Sælaug Vigdís Viggósdóttir, f.
15. október 1953.
Eiginkona Guðmundar er
Alda Garðarsdóttir frá Hríshóli
í Reykhólasveit, f. 26. nóv-
f. 11. maí 1997. 3. Sæmundur
Guðjón Guðmundsson, f. 2. júlí
1980, maki Íris Hrund Sigurð-
ardóttir, f. 23. október 1990,
sonur þeirra er Sigurður
Hrafn Sæmundsson, f. 22. jan-
úar 2016, og dóttir Írisar er
Þórdís Helgadóttir, f. 7. júlí
2011. 4. Hafdís Erla Guð-
mundsdóttir, f. 9. september
1984, sonur hennar er Daníel
Helgi Hafdísarson, f. 19. júní
2005.
Guðmundur fæddist og ólst
upp á Hrannargötu 10, Ísa-
firði. Sem strákur var hann
virkur í fótboltafélaginu Herði
og í skátastarfi. Guðmundur
lauk skólagöngu sinni í Hér-
aðsskólanum í Reykjanesi.
Guðmundur byrjaði ungur að
vinna í Félagsbakaríinu á Ísa-
firði. Hann starfaði lengst af í
Lakkrísgerðinni Kólus.
Guðmundur og Alda giftu
sig 27. nóvember 1971 og
bjuggu lengst af á Breiðvangi
í Hafnarfirði. Þau nutu þess
að vera í sumarbústaðnum sín-
um og nutu einnig samveru
með fjölskyldu og vinum.
Útför Guðmundar fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
3. nóvember 2016, klukkan 13.
ember 1949, for-
eldrar Öldu eru
Garðar Halldórs-
son, f. 8. sept-
ember 1924, og
Kristín Sveins-
dóttir, f. 9. apríl
1921, d. 18. sept-
ember 2006. Börn
þeirra eru: 1.
Helga Björk Guð-
mundsdóttir, f. 23.
ágúst 1969, maki
Einar Már Jóhannesson, f. 20.
desember 1964, börn þeirra
eru Alda Hrund Einarsdóttir, f.
9. júní 2004, og Jóhannes Geir
Einarsson, f. 22. júlí 2006. 2.
Kristín Þorbjörg Guðmunds-
dóttir, f. 24. júlí 1973, maki
Sigurður Björgvin Sigurðsson,
f. 9. apríl 1974, sonur þeirra er
Guðmundur Atli Sigurðsson, f.
8. október 2005, og dætur Sig-
urðar eru Sara Mjöll Sigurð-
ardóttir, f. 25. október 1995,
og Katrín Íris Sigurðardóttir,
Elsku pabbi.
Það er svo erfitt að sleppa
þér og leyfa þér að fara.
Það er svo sárt að geta ekki
tekið utan um þig, sagt við þig
„sæll, pabbi minn, þetta er
Stína,“ og heyra þig segja „sæl
Stína mín“.
Ég hef verið svo lánsöm að
hafa nánast á hverjum degi
undanfarin tvö ár getað hitt þig
í vinnunni á Ísafold. Mér þykir
svo vænt um þessar síðustu
stundir okkar þótt oft hafi þær
verið erfiðar. Það hefur verið
erfitt að upplifa veikindin þín.
Þegar ég hugsa um þig þá
kemur upp í hugann: pabbi
minn er sterkastur og bestur.
Þú varst alltaf tilbúinn að gera
allt fyrir alla. Mikill fjölskyldu-
maður og þú hugsaðir vel um
alla í kringum þig.
Ég á góðar minningar um
allskyns ferðalög um landið,
útilegur, og bústaðaferðir. Þér
fannst svo gaman að koma til
Ísafjarðar og sýna okkur
Hrannagötuna. Og ekki má
gleyma bílasölurúntinum.
Sorgin er sár og söknuðurinn
mikill en samt finn ég fyrir
þakklæti. Ég er þakklát fyrir
hvíldina sem þú færð. Ég veit
að núna líður þér betur á nýj-
um stað.
Takk fyrir allt, Guð geymi
þig, elsku pabbi minn.
Þín
Kristín Þorbjörg (Stína).
Elskulegur bróðir minn,
Guðmundur, er látinn allt of
snemma, sjötíu og tveggja ára.
Er það ekki aldurinn sem við
ætlum flest að nota til að njóta
lífsins? Njóta barnabarna og
þess að vera laus við brauð-
stritið. Gera allt það sem hug-
urinn girnist og tími gafst ekki
til áður, þriðja aldursskeiðið?
Nei, heilsan var tekin frá
þér, elsku bróðir, allt of
snemma, við það varð mikil
breyting. Þú varðst ekki sami
bróðirinn, eiginmaðurinn né
pabbinn. Ekki var síðan á þig
bætandi að þú komst blindur til
baka úr aðgerðinni í Svíþjóð
skömmu fyrir jól 2012.
Þú varst samt heppinn, að
eiga að góða fjölskyldu sem
hefur stutt þig einstaklega vel í
gegnum veikindin og fyrir það
er ég óendanlega þakklát.
Þegar ég flutti frá Ísafirði
suður og byrjaði að búa þá
héldum við Mummi mikið sam-
an en hann og Alda voru þá far-
in að búa saman í Hafnarfirð-
inum. Héldum fyrstu jólin
okkar saman og á jóladag var
haldið í hefðina úr Hrannargöt-
unni.
Það var alltaf gaman að fá
Mumma í heimsókn en hann
„droppaði“ oft inn á leið sinni
heim frá vinnu. Oft kom hann
líka til að sýna okkur „nýja“
bílinn en hann var með bíla-
dellu á hæsta stigi, alltaf að
skipta um bíla. Enda fór hann
margar hringferðirnar um
landið og snöggur oft að því. Að
sjálfsögðu var leitað ráða hjá
Mumma ef einhver ætlaði að
kaupa sér bíl, jafnvel langt út
fyrir fjölskylduna því Mummi
þekkti alla bílasalana. Ekki veit
ég hvað bílarnir hans urðu
margir en um þá var haldið
gott bókhald og þeir myndaðir í
bak og fyrir og skellt í albúm!
Líka var alltaf gaman að
heimsækja þau hjónin á fallega
heimilið þeirra. Þar byrjuðu
líka alltaf jólin á afmælisdegi
Mumma, 22. desember, með
fjölmennu jólaboði.
Þá „lék hann á als oddi“ í
fjölskylduboðunum með sinni
góðlátlegu glettni og léttu lund.
Þannig vil ég minnast elskulegs
bróður míns.
Eins og áður sagði, síðustu
árin voru Mumma erfið þar
sem hann glímdi við heilsu-
brest. Nú er því lokið og hann
hefur haldið á vit forfeðra
sinna. Einlæg ósk mín er að
hann geti tekið gleði sína og
létta lund á ný, frjáls frá höft-
um heilsubrests og á vit nýrra
ævintýra.
Elsku bróðir, þín er sárt
saknað, en þú skilur eftir þig
fjársjóð sem er börnin þín fjög-
ur og barnabörnin, söknuður
þeirra og eiginkonu þinnar er
samt mestur.
Elsku Alda, við Jói vottum
þér og fjölskyldunni allri inni-
lega samúð.
Guðrún S. Viggósdóttir.
Í dag kveðjum við móður-
bróður okkar með söknuði. Við
minnumst hans með hlýju og
mörgum skemmtilegum minn-
ingum. Það var alltaf gaman að
hitta Mumma. Hann kom oft í
heimsókn til okkar og oft með
lakkrís og annað góðgæti úr
vinnunni sinni. Það þótti sko
flott að eiga frænda sem vann í
lakkrísgerð og fengu vinirnir
einnig að njóta góðs af því. Allt-
af hafði Mummi skemmtilegar
sögur að segja og oftar en ekki
um sjálfan sig. Mikið var hlegið
og rifjum við reglulega upp
sögurnar enda Mummi maður
með góðan húmor sem hafði
gaman af sjálfum sér.
Hann var alltaf í góðu skapi
og alltaf tilbúinn að aðstoða og
leiðbeina. Hann var aldrei ráða-
laus og hafði skoðanir á öllu og
oftast hafði hann rétt fyrir sér.
Alltaf var hann í tímaþröng
án þess að vera stressaður um
of enda mikil ábyrgð á hans
herðum, heil lakkrísverksmiðja
og öll stórfjölskyldan. Hann var
mjög ábyrgur að eðlisfari og
umhyggjusamur í garð allra.
Það eru sérstaklega þrjár
sögur sem eru okkur minnis-
stæðar. Ein er um það þegar
Mummi og frú ákváðu að fara
hringinn í kringum landið með
tvö lítil börn. Mummi sem
kunni alls ekki að slaka á brun-
aði eftir malarvegum hringinn
um landið á einungis þremur
dögum. Það þótti einstaklega
stuttur tími þar sem flestir fóru
þetta á viku enda vegir slæmir í
þá daga. Einnig minnumst við
sögu af honum uppi á Baulu og
í jólaboði með fjölskyldunni þar
sem rjómasprauta kom við
sögu. Var það ein af okkar
skemmtilegustu stundum sam-
an og ekki annað hægt en að
skellihlæja að þegar þetta er
skrifað.
Við erum þakklátar fyrir
þann tíma sem við fengum með
Mumma og enn þakklátari að
hann er kominn á góðan stað í
dag þar sem síðustu ár voru
honum erfið vegna veikinda.
Hvíl þú í friði, kæri Mummi.
Elsku Alda, Helga, Stína,
Sæmi, Hafdís og fjölskyldur,
innilegar samúðarkveðjur til
ykkur allra.
Vigdís og Rósa.
„Meira Óli, minna Mummi!“
Þessi fyrirmæli bárust úr
skutnum á árabát Viggós Guð-
jónssonar þar sem ég og sonur
hans Guðmundur vorum háset-
ar. Viggó reri á vorin og lagði
kola- og rauðmaganet í utan-
verðum Skutulsfirði. Hásetarn-
ir áttu ýmist að róa áfram eða
stinga við meðan Viggó lagði
eða dró netin. Þetta er með
fyrstu minningum um æskuvin
minn Guðmund Sigurð Viggós-
son, eða Gumma Viggós eins og
hann var jafnan kallaður. Leið-
ir okkar lágu víða saman enda
bjuggum við í sinn hvorum
enda sama húss við Hrannar-
götu 10 á Ísafirði.
Hrannargatan var á þessum
árum leikvöllur fjölda barna
bæði úr þeirri götu og ná-
grannagötunum. Þar voru
leiknir boltaleikir, farið í hverfu
og fallin spýtan og meira að
segja saltaður fótboltavöllur
sem lá þvert yfir götuna um
sund sem rústir brunna Templ-
arahússins mynduðu og jafnan
voru kallaðar bíórústir. Á þess-
um slóðum urðum við Gummi
óaðskiljanlegir leikbræður sem
síðar dró okkur upp á alvöru
fótboltavöll Ísfirðinga við Eyr-
argötu. Þar urðum við samherj-
ar í fjórða og þriðja flokki
knattspyrnufélagsins Harðar
og fórum saman á vegum þess
félags í knattspyrnuferð til
Akraness. Víðar lágu leiðir okk-
ar saman. Við stunduðum skíði
í Stórurð og á Seljalandsdal,
gengum saman í Skátafélagið
Einherja. Fórum í eftirminni-
legar útilegur í Valhöll í Tungu-
dal og í Harðarskálann á Selja-
landsdal og hlustuðum á báðum
stöðum á þá eldri segja mergj-
aðar draugasögur fyrir svefn-
inn.
Leið okkar beggja lá síðan
suður í höfuðborgarvist. Við
vorum þá sameiginlegir kost-
gangarar í Eskihlíð og skemmt-
um okkur oft saman í borginni
við sundin blá. Hjá Gumma
varð dvölin varanleg því hann
starfaði eftir þetta drjúgan
hluta starfsævi sinnar hjá
Lakkrísgerðinni Kólusi en ég
hafði þriggja vetra dvöl í Versl-
unarskólanum. Guðmundur
varði þó meira en áratug við
eigin rekstur sem hann stofnaði
í Hafnarfirði og síðar í Kópa-
vogi bæði við fata- og mottu-
hreinsun. Honum gekk einstak-
lega vel að afla viðskipta því
honum var í blóð borið að vera
þjónustulipur og naut auk þess
dyggs stuðnings konu sinnar
við þennan rekstur. Guðmund-
ur kvæntist Öldu Garðarsdótt-
ur frá Hríshóli í Reykhólasveit.
Þau höfðu komið sér upp in-
dælu heimili á fallegum stað í
Hafnarfirði og eignuðust fjögur
mannvænleg börn. Ég heim-
sótti þau jafnan þegar leið mín
lá suður og þau okkur sömu-
leiðis á Ísafjörð. Auk þess nut-
um við hjónin gistivináttu
þeirra hjóna í fallegum sum-
arbústað þeirra við Laugarvatn
sem bar nafn fæðingarbæjar
Öldu, Hríshóll.
Allar þessar minningar
hrannast upp nú þegar þessi
æskuvinur minn hefur kvatt
þetta líf. Því miður varð hann
fyrir alvarlegu heilsufarsáfalli
um aldur fram og var síðustu
árin sviptur starfsorku og
þeirri lífshamingju sem hann
og Alda hefðu getað notið sam-
an með börnunum. En minn-
ingin um góðan dreng lifir.
Kæra Alda. Við Salbjörg
sendum þér, börnum ykkar
barnabörnum og venslafólki
innilegar samúðarkveðjur.
Kæri vinur, Gummi Viggós.
Svífðu á vængjum morgunroð-
ans meira að starfa Guðs um
geim.
Ólafur Bjarni Halldórsson.
Guðmundur
Viggósson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HEIÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR,
Svansvík,
Súðavíkurhreppi,
er lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
25. október, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
5. nóvember klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er
vinsamlegast bent á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafirði.
.
Jóhanna R. Kristjánsdóttir,
Pétur S. Kristjánsson, Rakel Þórisdóttir,
Þorgerður H. Kristjánsdóttir, Hermann S. Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
KARL SIGURJÓNSSON
vélfræðingur,
Furugrund 36, Akranesi,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi 29. október.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 8. nóvember
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heil-
brigðisstofnun Vesturlands Akranesi og Krabbameinsfélag
Akraness og nágrennis. Sérstakar þakkir til starfsfólks
Lyflækningadeildar HVE fyrir góða umönnun.
.
Guðrún Alfreðsdóttir,
Kári Rafn,
Kristín Sandra.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSMUNDA ÓLAFÍA ÓLAFSDÓTTIR
(Ása),
áður til heimilis að Hæðargarði 35,
sem andaðist á dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 18. október, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 4. nóvember klukkan 13.
.
Erna Eiríksdóttir, Bragi G. Kristjánsson,
Áshildur, Kristján, Styrmir, Guðbjörg
og langömmubörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna fráfalls okkar elskulegu
MARGRÉTAR HÖLLU JÓNSDÓTTUR,
Maddýjar,
og virðingu henni sýnda.
Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað -
vinur aftansólar sértu,
sonur morgunroðans vertu.
(Steph. G. Steph.)
.
Hörður Skarphéðinsson,
Ásthildur Jónsdóttir, Hans Roland Löf,
Margrét Halla Hansdóttir Löf,
Svanhildur Jónsdóttir, Páll Grétarsson,
Sindri Már Pálsson, Erna Ágústsdóttir,
Anna Þórdís Sindradóttir,
Grétar Már Pálsson, Elísabet Pálmadóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINBJÖRN HJÁLMARSSON,
Kirkjubæjarbraut 2, Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
fimmtudaginn 27. október 2016.
Útför hans fer fram laugardaginn 5. nóvember frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum og hefst athöfnin klukkan 13.
.
Erna Margrét Jóhannesdóttir,
Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Gunnlaugur Claessen,
Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Sigurður Vignisson,
Egill Sveinbjörnsson, Guðný Þórisdóttir,
Ásdís Ingunn Sveinbjörnsdóttir, Kristján Þ. Jakobsson,
afabörn og langafabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar