Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú er ekki rétti tíminn til þess að
skipta einhverri eign til helminga. Leyfðu
hamingjunni svo að leiða þig áfram. Ekki
hlusta á úrtöluraddir varðandi framtíðarplön
þín.
20. apríl - 20. maí
Naut Að gera sitt besta veltur á smáatrið-
unum í augnablikinu. Njóttu þess að vera í fríi
í dag, þú átt það alveg skilið eftir annasamar
vikur undanfarið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú er kjörinn tími til þess að fjár-
festa í einhverju sem mun fegra heimili þitt.
Ekki taka fólki sem gefnu, það þarf að sinna
vinum og vandamönnum svo sambandið
haldist gott.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Fyrirhöfn þín til að viðhalda stóru
tengslaneti þínu ber árangur. Þér verður
komið á óvart fljótlega af fjölskyldu-
meðlimum, reyndu að láta á engu bera þegar
að því kemur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hafi fólk áhuga á því sem það er að gera
vinnur það miklu betur en ella. Þú vinnur of
mikið og það bitnar á fjölskyldunni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hafðu auga með peningunum þínum í
dag. Fullvissaðu makann um að þetta tuð í
þér endurspegli ekki tilfinningar þínar til
hans.
23. sept. - 22. okt.
Vog Lífið hefur leikið við þig að undanförnu,
ekki vera hissa þótt snurða hlaupi á þráðinn á
næstunni. Skrúfaðu undir eins frá þokkanum,
af honum hefur þú nóg.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sum sambönd verða til vegna
sameiginlegra áhugamála en önnur virðast
ekki eiga sér sérstakan rythma eða ástæður.
Þér hærra settir eru í vondu skapi í dag.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur það réttilega á tilfinn-
ingunni að draumar þínir séu að rætast. Efst
á óskalistanum eru fjölskyldusamkundur og
kósíkvöld heima fyrir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Verkefnin sem þú hefur valið þér í
dag útheimta hörku upp að vissu marki.
Mundu að reiðin er eyðandi afl og enginn er
þess virði að fuðra upp fyrir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að hafa stjórn á þínu liði,
fá samstarfsmenn þína til að vinna að einu og
sama markmiðinu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert upp á þitt besta og getur nán-
ast samið um hvað sem er því þú færð fólk
svo auðveldlega á þitt band. Haltu dagbók,
það auðveldar lífið.
Mér barst fyrir nokkru í hend-ur góð bók „Vísnakver Jó-
hannesar úr Kötlum“. Hann var
góður vinur föður míns og faðir
minn sagði mér, að Jóhannes
hefði verið svo hagmæltur, að
það hefði jafnvel orðið honum til
trafala sem skáldi! Hvað um það.
Á menntaskólárum mínum var
ekki önnur bók kærari okkur Ara
Jósefssyni en Sjödægra Jóhann-
esar, sem kom út 1955 þegar við
settumst í 3. bekk í MA. Oft fór-
um við með Ferskeytlur hans:
Rennur gegnum hjarta mitt
blóðsins heita elfur;
upp í strauminn bylta sér
kaldir sorgarfiskar.
Út um tálknin japla þeir
þungum svörtum kvörnum
þar til eins og kolabotn
undir niðri verður.
Sit ég við hið rauða fljót
– stari niðrí djúpið
þar sem Gleði dóttir mín
liggur nár í myrkri.
Þótt ég sé hátt á áttræðisaldri
tuldra ég þessar vísur oft fyrir
munni mér og hugsa að svona
geti enginn ort nema fljúgandi
hagyrðingur og skáld! Það var
því með tilhlökkun að ég opnaði
Vísnakver Jóhannesar og þar
blöstu við tvær vísur sem hann
orti tíu ára (ég hef alltaf gaman
af fyrstu vísum skálda okkar!):
Rósir spretta og röðull skín,
reynir þéttur lifir.
Fagra og netta fjólan mín
frjóvgast sléttu yfir.
Sumartíðin blíð á brá
blæinn fríða hefur.
Birki og víðir blómgast þá
byljastríð ei tefur.
Vel og dýrt kveðið af þeim
litla!
Og þrem árum síðar yrkir hann
13 ára:
Eldur, vindur, vatn og jörð
vermir, kælir, svalar, mærir.
Þetta nefnist höfuðgjörð,
harpa ljóðastrengi bærir.
Þessa vísu gerði Jóhannes um
Svan son sinn þegar hann var lít-
ill snáði. Þeir voru þá á Hróðnýj-
arstöðum í Laxárdal:
Hver á lítinn labbakút
sem langar að fara út
að skoða bæði hyrndan hrút
og horfa á púta-pút.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísnakver Jóhannesar
úr Kötlum
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að segja fátt en njóta
návistarinnar.
KYSSTU
MIG!
OJ! KEMUR
EKKI TIL GREINA,
FEITABOLLAN ÞÍN! BAMM! ÉGER ÞÓ AÐMINNSTA KOSTIEKKI FLÖT.
LÍÐUR ÞÉR EINS OG ÞÚ BERIR
ÓBÆRILEGA HLUTI Á HERÐUM ÞÉR?
„HVAÐ MEÐ MEXÍKÓ? MIG HEFUR
ALLTAF LANGAÐ AÐ FLÝJA
TIL MEXÍKÓ.“
„KÆRU VINIR, ÞAR SEM ÞETTA ER ÞRIÐJA
GIFTING JÓNS OG ÖNNUR GIFTING BJARGAR
SKAL ÉG HAFA ÞETTA MJÖG STUTT.“
ERT ÞÚ LÍKA MEÐ FLÖSU?
Víkverji sér alltaf ástæðu til aðsperra eyrun þegar tónlistarhá-
tíðin Iceland Airwaves gengur í
garð. Á hátíðinni kemur fram urmull
hljómsveita. Íslenskar sveitir frá
tækifæri til að sýna sig á sviði fyrir
framan áhorfendur utan úr heimi og
mega jafnvel gera sér vonir um að
heilla erlenda tónlistarblaðamenn
eða útgefendur. Ef allt fer á besta
veg er jafnvel hægt að koma tánni í
gættina út í hinn stóra heim. Á há-
tíðinni kemur einnig fram fjöldi er-
lendra hljómsveita. Margar þessara
hljómsveita kunna að vera lítt
þekktar, en oft eru þær frábærar,
yfirleitt góðar og hafa nánast alltaf
eitthvað forvitnilegt fram að færa. Á
Airwaves líður Víkverja eins og
hann sé kominn í konfektkassa, en
hann þekkir ekki molana.
x x x
Tónlistarhátíðin er haldin á árs-tíma þegar allra veðra er von.
Víkverji man eftir að hafa skotist á
milli tónleikastaða í brunagaddi á
meðan norðurljósin bylgjuðust um
himinhvolfið og í roki og rigningu og
tíu stiga hita. Alltaf hefur stemn-
ingin þó verið til fyrirmyndar. Fyrir
nokkrum árum kom með hátíðinni
innspýting af ferðamönnum í borg-
ina eftir að ferðamannatímanum var
lokið, en nú lýkur honum víst aldrei
þannig að gestir á Airwaves bætast
bara við þá, sem fyrir eru.
x x x
Víkverja finnst best að skipu-leggja sig ekki um of þegar
hann fer á stúfana á Airwaves og
frekar en að standa í biðröð fer hann
eitthvað annað og lætur koma sér á
óvart.
x x x
Á hátíðinni núna verður gamalt íbland við nýtt og stundum verða
menn í óvæntum hlutverkum. John
nokkur Lydon mun til dæmis troða
upp og lesa ljóð. Lydon er betur
þekktur undir nafninu Johnny Rot-
ten og hrelldi undir því nafni sóma-
kæra borgara á Bretlandi á áttunda
áratugnum. Á undan honum stígur
annað ljóðskáld á svið, sem ruddi sér
til rúms í rokkinu á svipuðum tíma;
Bubbi Morthens. Enn ein vísbend-
ingin um að ekkert breytist, en þó
breytist allt. víkverji@mbl.is
Víkverji
Varpa áhyggjum þínum á Drottin,
hann mun bera umhyggju fyrir þér.
(Sl. 55:23)
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288