Morgunblaðið - 03.11.2016, Síða 36

Morgunblaðið - 03.11.2016, Síða 36
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 308. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Bjarni Benediktsson fær umboðið 2. Oftast strikað yfir nafn Birgittu 3. Vonandi laus við þetta „ógeð“ 4. DAC-stjórn kæmi ekki á óvart »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson og trompetleikarinn Snorri Sigurðsson leika ameríska djassstandarda ásamt eigin lagasmíð í tónleikaröðinni Tón- stöfum í Bókasafni Seltjarnarness í dag kl. 17.30. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Eggert Gítar og trompet á Tónstöfum í dag  Í tilefni þess að ritröðin Sýnisbók íslenskrar alþýðu- menningar fagn- aði nýverið útgáfu sinnar 20. bókar verður í dag kl. 17 opnuð sýning á Torginu í Þjóð- minjasafni Ís- lands. Þar verða bókarkápur ritraðar- innar sýndar en þær eru allar hann- aðar af Öldu Lóu Leifsdóttur bóka- hönnuði. Tuttugu bókarkápur Öldu Lóu til sýnis  Borgarsögusafn Reykjavíkur stendur fyrir tónlistardagskrá sam- hliða Airwaves í dag og næstu tvo daga. Landnámssýningin ómar af tónlist í dag milli kl. 13 og 18, en með- al þeirra sem fram koma er Svavar Knútur. Á morgun verður tónlist leikin í Ljós- myndasafni Reykja- víkur og á laugardag í Sjóminjasafninu milli kl. 13 og 17 báða daga. Aðgangur er ókeyp- is. Tónlistin ómar í Borgarsögusafni Á föstudag Norðaustan 5-10 og dálítil él norðan- og austanlands, en úrkomulítið sunnan- og vestantil. Víða vægt frost norðan- og austanlands, en hiti að 5 stigum suðvestanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-15 á Vestfjörðum og suð- austanlands. Hægari vindur annars staðar. Skúrir og síðan slyddu- él norðaustantil, en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 0 til 8 stig. VEÐUR Landsliðsmarkvörðurinn Ar- on Rafn Eðvarðsson þarf að öllum líkindum að fara í að- gerð vegna meiðsla á mjöðm, en það myndi þýða að hann yrði frá keppni í 3-6 mánuði. „Ég varð að segja stopp núna þar sem sárs- aukinn er það mikill,“ segir Aron Rafn meðal annars í Morgunblaðinu í dag og að meiðslin séu farin að há honum í athöfnum daglegs lífs. »2 Sársaukinn er Aroni Rafni ofviða Nánast allt gekk upp hjá Ólafíu Þórunni Haukur Helgi Pálsson, landsliðs- maður í körfubolta, fékk þungt höf- uðhögg í leik með liði sínu Rouen í frönsku B-deildinni fyrir tæpum tveimur vikum. Hann hefur ekki get- að spilað eða æft síðan þá, og þarf að taka lífinu með ró þar til hann hættir að finna fyrir höfuðverk og öðrum af- leiðingum heilahristingsins sem hann fékk. »4 Haukur Helgi er nýjasta fórnarlamb höfuðhöggs ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fólk er jafnan forvitið um hvað býr í helli listamannsins. Í eldri verkum birtist fortíðin, en nútíðin og það sem vonandi verður sést í þeim verk- efnum sem eru ný eða í fæðingu. Á hverjum tíma eiga listirnar líka að endurspegla samfélagið í öllum sín- um fjölbreytileika,“ segir Kristinn Már Pálmason myndlistarmaður. Hann er einn alls sautján listamanna sem eru með vinnustofu í húsinu Auðbrekku 14 í Kópavogi. Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) tók húsið á leigu nýlega og end- urleigir til sinna félagsmanna. Á slíku þykir mikil þörf því brunnið hefur við að listamenn séu á sífelld- um hrakhólum með húsnæði og þurfi oft að flytja aðstöðu sína og verk. Lofthæð og birta Á dögunum var opið hús í Auð- brekkunni þar sem gestir og gang- andi gátu fengið að kynnast starfinu þar, skoða vinnustofurnar og rabba við listamennina sem þarna starfa. Í þeirra hópi má nefna Þóru Sigurðar- dóttur, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur, Höddu Fjólu Reykdal, Þorstein Helgason, Kristínu Geirsdóttur og Kristin Má. „Ég hef á síðustu þrem- ur árum þurft að flytja vinnustofuna fimm sinnum og það segir sig sjálft, hve slíkt er óþægilegt,“ segir Krist- inn. Um vinnustofurnar, sem eru 10-40 fermetrar að flatarmáli, gildir að mikil lofthæð er myndlistarmönnum mikilvæg og svo góð birtuskilyrði. „Svo skiptir félagslegi þátturinn líka miklu máli. Starf listamannsins er á stundum einmanalegt og þá er gott að vera í sambýli við aðra sem sinna svipuðum viðfangsefnum,“ segir Kristinn sem einbeitir sér að mál- verkinu; bæði abstrakt og táknræn- um myndum sem mælt geta á tungum allra þjóða. Verkin hefur hann sýnt víða, m.a. á samsýningu í Listasafni Reykjanesbæjar, Fram- tíðarminni, sem lýkur nú um helgina. „Gerjun og gróska í mynd- listinni um þessar mundir er afar mikil,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Mér finnst eiginlega allt vera í gangi, fólk nýtir sér frelsið til fulls og er ekki bundið neinum ákveðnum stefnum. Sérstaklega finnst mér gaman núna að sjá hvernig unga kynslóðin í graffitílistinni kemur sterk inn. Annars er engin ein ákveðin regla á þessu og af því sprettur fjölbreytileikinn.“ Á ýmsan mælikvarða er Auð- brekkan á miðpunkti höfuðborgar- svæðisins. Til þessa hafa verslanir og iðnfyrirtæki verið áberandi á þeim slóðum, en það virðist nú vera að breytast. „Þegar maður gengur hér um hverfið þá sér maður að ótrúlega víða er komin liststarfsemi í einhverri mynd. Þá er örstutt héð- an í menningarhúsin á Borgarholti, þar sem eru Listasafn Kópavogs og fleiri stofnanir. Þetta fellur allt vel að öðru og kúnstin er sannarlega komin í Kópavoginn,“ segir Kristinn Már að síðustu. Kúnstin er komin í Kópavog  Sautján undir sama þaki við Auðbrekkuna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sköpun Listmálarinn Kristinn Már Pálmason við trönurnar í nýrri vinnustofu sinni í Kópavoginum í gær. Heimsókn Gestir í vinnustofu Þorsteins Helgasonar, arkitekts og myndlist- armanns, á opnu húsi sem var í Auðbrekkunni fyrir nokkrum dögum. „Það má segja að það hafi nánast allt gengið upp hjá mér. Ég hitti 17 flatir og það var aðeins ein hola sem reyndist mér erfið þegar ég lenti í „bönkernum“. Aðstæðurnar voru mjög flottar og grínin meiriháttar góð,“ sagði Ólafía Þórunn Krist- insdóttir sem er efst eftir fyrsta hring á LET-Evrópumótaröð kvenna á sterku móti sem hófst í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum í gær. »1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.